Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK C/D tvigiiitlMbiMfe STOFNAÐ 1913 192. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 26. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðargæsluliðið fer frá Gorazde Zagreb. The Daily Telegraph. BROTTFLUTNINGUR breskra frið- argæsluliða frá Gorazde í austur- hluta Bosníu hófst í gær, skömmu eftir að þeir höfðu lent í skotbardaga við bosníska hermenn sem reyndu að komast yfir vopn þeirra. Gert er ráð fyrir að brottflutningn- um ljúki á miðvikudag. Þá verða Sameinuðu þjóðirnar aðeins með tólf óvopnaða eftirlitsmenn í Gorazde. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa sagt Bosníustjórn að NATO geri loftárásir á Serba, reyni þeir að ná borginni á sitt vald. Gorazde er eini staðurinn í austur- hluta landsins sem er enn á valdi Bosníustjórnar. Aðeins tólf óvopn- aðir eftirlitsmenn verða eftir Bandarískir embættismenn hafa sagt að með því að flytja friðargæslu- liðana á brott verði miklu auðveldara að gera öflugar loftárásir á Serba eins og lofað var á ráðstefnu um Bosníu í Lundúnum í síðasta mánuði. Bosníustjórn tortryggin Bosnískir embættismenn eru 'þó enn efins um að þessi loforð verði efnd, einkum vegna þess að embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna hafa hingað til haldið því fram að loftárás- ir nægi ekki til að halda Serbum í skefjum. Reynt að stela vopnum Örvænting hermanna Bosníu- stjórnar þótti koma skýrt í ljós þegar þeir gerðu árás á breska friðargæslu- liðið í fyrrinótt til að komast yfir eldsneyti, vopn og ýmis hergögn. Árásarmennirnir skutu á friðar- gæsluliðið með vélbyssum og rifflum frá hæð í grenndinni. Nokkrir þeirra klifruðu síðan yfir girðingu herbúð- anna og hófu skothríð á verði sem reyndu að stöðva þá. Bresku friðar- gæsluliðarnir skutu á móti og felldu tvo hermenn. Reuter Tilræðin í París Ljá máls á framsali Stokkhólmi, París. Rcuter. LAILA Freivalds, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, ákvað í gær að fram- lengja gæsluvarðhaldið yfir Alsírbú- anum Abdelkrim Deneche, sem var handtekinn vegna meintrar aðildar að sprengjutilræði í París. Freivalds sagði að Deneche kynni að verða vísað úr landi en útilokaði ekki að hann yrði framseldur til Frakklands. Jean-Francois Burgelin, ríkissak- sóknari Frakklands, kvaðst hafa sent franska dómsmálaráðuneytinu beiðni um að Deneche yrði framseldur og ráðuneytið myndi afhenda Svíum hana „mjög bráðlega". Franska lögreglan telur að Den- eche hafi komið fyrir sprengju sem varð sjö manns að bana í neðanjarð- arlest í París 25. júlí. Sænsk yfirvöld segjast hins vegar sannfærð um að hann hafi verið í Stokkhólmi þennan dag. Mubarak býður Saddam hæli Kaíró. Reuter. HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðist til þess að veita Saddam Hussein Iraksforseta hæli sem pólitískum flóttamanni ef það mætti verða til þess að afstýra blóðsúthell- ingum og binda enda á þjáning- ar írösku þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Saddam fær slíkt tilboð eftir að tveir tengdasynir hans og dætur flúðu til Jórdaníu 8. ágúst. Mub- arak kveðst fyrst hafa rætt þetta tilboð við Hussein Jórdaníukon- ung viku fyrir landflóttann og ítrekað það á dögunum. Vill afstýra blóðbaði Þetta kemur fram í viðtali við Mubarak sem dagblaðið al-Hay- at birtir í dag. „Ég spurði Huss- ein konung um Irak og hann sagði mér að ástandið væri mjög slæmt. Ég sagði að ef Saddam forseti vildi koma hingað myndi ég taka á móti honum sem póli- tískum flóttamanni til að leysa vanda írösku þjóðarinnar," sagði Mubarak. „Ég stend við orð mín megi þetta verða til þess að vandinn leysist og afstýra blóðs- úthellingum." Ekkert bendir til þess að Saddam sé að reyna að fá póli- tískt hæli. Samskipti Mubaraks og Saddams hafa verið slæm frá því að Egyptar sendu hermenn til liðs við fjölþjóðaherinn gegn írökum eftir innrás þeirra í Kú- veit í ágúst 1990. 360.000 hjón gefín saman KÓRESKI presturinn Sun My- ung Moon, leiðtogi Einingar- kirkjunnar, gifti 35.000 hjón við vígsluathöfn á Ólympíuleik- vanginum í Seoul í gær. Kirkjan hafði séð um að para hjónin saman og þau hétu því öll að elska hvort annað að eilifu þótt þau hefðu aðeins hist í fyrsta sinn nokkrum dögum áður. Moon gifti 325.000 hjón til við- bótar víðs vegar um heim í sjón- varpsútsendingu um gervihnött. Þetta mun því vera mesta fjölda- hjónavígsla sögunnar. „Heilagt vatn" Eftir að hjónin höfðu svarað þremur spurningum í kór skvetti Moon heilögu vatni yfir 20 hjón sem stóðu næst honum. Flest hjónanna voru rennvot vegna úrhellis, sem varð að minnsta kosti 21 manni að fjörtjóni viðs vegar um Suður-Kóreu í gær. Talsmaður kirkjunnar sagði hana fagna þessari heUidembu sem „heilögu vatni" frá Guði. Nokkrír makanna stóðu einir þar sem þeir voru giftir fólki í fjarlægum löndum sem komst ekki til Suður-Kóreu. Á meðal þeirra eru brúðirnar á myndinni til vinstrí, sem halda á myndum af brúðgumum sínum er þær hafa aldrei hitt. Telur sig nýjan messías Einingarkirkjan, sem er oft kölluð „Moon-söfnuðurinn", kveðst hafa það að markmiði að skapa himnaríki á jörð og hvcí ja fólk til sjálfsfórna. Moon telur sig nýjan messías og held- ur því fram að frelsunarviðleitni Krists hafi misheppnast þar eð hann hafi syndgað með því að kvænast ekki, eins og Guð hafi ætlast t II. Reuter Hátíð í Edinborg GÖTUSKEMMTIKRAFTUR sýnir listir sínar með logandi kyndla milli súlna á listasaf ni í Edinborg, þar sem árleg tónlistar- og leiklist- arhátíð fer nú fram. Hátíðin laðar til sín listamenn og skemmtikrafta hvaðanæva að úr heiminum. Hillary Rodham Clinton Hillary tilKína Washington. Reuter. BANDARÍSKIR embættis- menn sögðu í gær að ákveðið hefði verið að Hillary Rodham Clinton forsetafrú sæti kvenharáðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking í næsta mánuði. Líkur voru á að hún hætti við Kínaförina vegna handtöku kínversk-bandaríska andófsmannsins Harry Wu, en hann var látinn laus og kom til Bandaríkjanna í gær. „Hún hefði ekki farið ef Wu hefði enn verið í haldi," sagði einn bandarísku emb- ættismannanna. Embættismennirnir sögðu að forsetafrúin myndi aðeins sitja ráðstefnuna og ekki ræða við kínverska embættismenn. Hún verður í þrjá daga í Pek- ing sem heiðursformaður bandarísku sendinefndarinnar. ¦ Þeir geta brotið/23 Frakkland Madelin fer frá Bordeaux. Reuter. ALAIN Madelin, fjármálaráðherra Frakklands, sagði af sér í gær, eft- ir að hafa gegnt embættinu í þrjá mánuði. „Madelin bauðst til að leggja fram afsagnarbréf og ég féllst á það," sagði Alain Juppe, forsætis- ráðherra Frakklands. Fréttaskýrendur segja að Madel- in hafí neyðst til að segja af sér vegna gagnrýni sinnar á lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna og félagslega bótakerfið. Verkalýðs- forystan hafði orðið ókvæða við yfirlýsingu hans á fimmtudag um að stjórnin þyrfti að mæta skatta- lækkunum með því að draga úr bótagreiðslunum og skerða lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna. Yf- irlýsingin kom á slæmum tíma þar sem stjórnin er að búa sig undir viðræður um launakröfur ríkis- starfsmanna. Arthuis tekur við Þetta er fyrsta afsögnin í stjórn- inni sem mynduð var eftir að Jacq- ues Chirac tók við forsetaembætt- inu 17. maí. Talsmaður forsetans sagði að miðjumaðurinn Jean Art- huis, ráðherra efnahagsþróunar, tæki við fjármálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.