Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný sjónvarpsstöð í burðarliðnum Útsendingar með haustinu Árvakur hf. meðal hluthafa Morgunblaðið/Sverrir Morverand kaupir seglskútuna Söru Bíldudalur Ammón- íakleki í Trostan AMMÓNÍAKLEIÐSLUR gáfu sig í fiskvinnsluhúsinu Trostan í Bíldudal aðfaranótt föstu- dagsins og þurfti að kalla til aðstoð frá Reykjavík til að stöðva lekann. Að sögn lögregl- unnar á Patreksfirði varð lek- inn í frystiklefa og var unnið hörðum höndum að því í gær að bjarga unnum vörum út úr húsinu. Maður frá Slökkviliðinu í Reykjavík fór vestur í gær með útbúnað til að takast á við lek- ann, þ.ám. sérstakan fatnað, súrefnisgrímur og fleira. Engin vinnsla var í húsinu í gær vegna þessa. Eftir því sem lögreglan kemst næst byijaði lekinn í fyrrakvöld og urðu menn hans varir þegar mætt var til vinnu í gærmorgun. Að sögn lögreglu er aðal- hættan sú að berist ammóníakið út úr húsinu í miklu magni get- ur fólk sem leið á um þorpið átt öndunarerfiðleika á hættu. Á FUNDI útvarpsréttamefndar í gær var lögð fram umsókn frá nýju félagi um leyfi til að hefja sjónvarps- útsendingar á höfuðborgarsvæðinu með haustinu. Er þess vænst að umsóknin verði afgreidd frá nefnd- inni næstkomandi mánudag, að sögn Gunnars Hanssonar, forstjóra Ný- heija, en af hálfu þess fyrirtækis hefur um nokkurt skeið verið unnið að undirbúningi málsins í samvinnu við forsvarsmenn Sambíóanna, Japis og Texta hf. Heildarhlutafé hins nýja sjón- varpsfyrirtækis verður um 250 millj- ónir króna. Hluthafar verða alls um 15 talsins með dreifða eignaraðild, að því er Gunnar segir, því ekki er gert ráð fyrir að neinn einn aðili eigi stærri hlut en um það bil 10% í félaginu. Gunnar segir að markmiðið með rekstri nýja fyrirtækisins sé að fylgj- ast með og nýta þá miklu tæknibylt- ingu sem fyrirsjáanleg sé í náinni framtíð á sviði fjarskipta- og ljós- vakamiðlunar, og þótt starfsemin verði í byijun tiltölulega hefðbund- inn sjónvarpsrekstur verði þar engu að síður boðið upp á ýmsar nýjungar á því sviði. Bætt þjónusta Meðal hluthafa í nýja félaginu er Árvakur hf., útgáfufélag Morg- unblaðsins. Hallgrímur Geirsson, verðandi framkvæmdastjóri Morg- unblaðsins, sagði að með þátttöku í hinu nýja félagi vildi Árvakur hf. skapa útgáfufélag- inu aðstöðu til að fylgjast með tækni- þróuninni á sviði Ijósvakamiðlunar. Jafnframt því lægi að baki sú fram- tíðarsýn að geta bætt þjónustuna við lesendur Morgunblaðsins með því að færa svið prentmiðilsins inn á nýjar brautir um leið og Árvakur hf. væri að þreifa fyrir sér á nýjum vettvangi í starfsemi félagsins. FRAKKINN Mathieu Morverand, sem tók seglskútuna Söru trausta- taki í Reykjavíkurhöfn fyrr í vik- unni, og eigendur Söru hafa bund- ið það fastmælum að Morverand kaupi Söru. Gunnar Borg, einn eigenda Söru, sagði að rætt væri um að Morverand greiddi hluta þess kostnaðar sem eigendur skútunn- ar hefðu lagt í hana frá því að þeir keyptu hana. Hann vildi ekki gefa upp söluverðið. Morverand segir að hann sé tilbúinn til að greiða kostnað vegna viðgerða á skútunni en hann telji eðlilegt að annaðhvort Toll- gæslan eða Samskip endurgreiði þá upphæð sem skútan var seld á á uppboði sem Tollgæslan krafðist á sínum tíma. Til tals hefur komið milli for- svarsmanna Samskipa og Morver- ands að Samskip flytji skútuna til meginlands Evrópu, en fyrirtækið flutti hana til íslands endurgjalds- laust á sínum tíma. Ólafur Stein- arsson, hjá Samskipum, sagði að fyrirtækið? væri að sjálfsögðu reiðubúið til að flytja skútuna. Það væri þó ekki farið að ræða um borgun fyrir flutninginn, en fyrir- tækið myndi leitast við að koma til móts við Morverand í þessu máli eins og það hefði gert fram að þessu. Opnun brúar fagnað STARFSMENN fyrirtækjanna Álftaróss og Hlaðbæs Colas, sem sáu um framkvæmdir við Höfðabakkabrúna, fögnuðu því í gær að umferð hefur ver- ið hleypt á brúna. Þessum tímamótum var fagnað með því að efna til grillveislu og svo vel þótti takast til við matseld- ina að matreiðslumanninum var veitt sérstök viðurkenning. Morgunblaðið/Sverrir 91 farþegi í fyrsta flugi Arctic Air til Bretlands í gær Fengu táragas í andlit TVEIR menn voru fluttir á slysa- deild í fyrrinótt eftir að einhveiju efni, líklega táragasi, hafði verið sprautað í andlit þeirra. Atburðurinn varð um kl. 3.45 í miðbæ Reykjavíkur og hafði mönn- um þar sinnast eitthvað. Að sögn lögreglu bendir allt til að um táragas hafi verið að ræða. Áður fyrr hafí táragas verið fram- leitt úr kemískum efnum og getað valdið skaða, en nú sé það úr náttúru- legum efnum og skaðlaust, þótt vissulega valdi það miklum óþægind- um í augum í skemmri tíma. Ekki er heimilt að selja almenn- ingi táragas hér á landi, en að sögn lögregiu eru alltaf einhver brögð að því að menn flytji brúsa af því með sér til landsins. Övissa um rekstrarleyfi olli töfum á brottför FLUGVÉL Arctic Air Tours fór frá Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir nokkurra klukkustunda töf vegna óvissu um uppruna flugrekstraraðilans. BOEING 727 vél flugfélagsins European Aviation Air Charter Ltd. lenti á Keflavíkurflugvelli í gær- kvöldi með farþega á vegum hins nýja félags Arctie Air Tours. Nokk- ur seinkun varð á komu vélarinnar hingað til lands þar sem eftir átti að ganga frá staðfestingu um að tilskilin leyfí væru til staðar. Að sögn Ragnhildar Hjaltadótt- ur, deildarstjóra hjá samgöngu- ráðuneytinu, gerði ráðuneytið ekki athugasemd við að vélin lenti hér á landi og tæki farþega út aftur, en hins vegar hefði töf orðið á af- greiðslu málsins þar sem óvíst hefði verið hvort að vélin væri með flug- rekstrarleyfi innan Evrópska efna- hagssvæðisins. „Þetta er suður-afrísk vél en for- sendan fyrir leyfinu er sú að vélin er á flugnúmeri bresks flugféJags og hefur því leyfi breskra stjórn- valda og þar með öll tilskilin leyfí innan EES-svæðisins.“ Hún segir þessa afgreiðslu þó ekki vera neina langtímalausn og hafi ráðuneytið óskað eftir því við forráðamenn Arctic Air að þeir skili ákveðnum gögnum um þessi mál til ráðuneyt- isins eftir helgi. Misskilningur Vél Arctic Air Tours fór í loftið aftur frá Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir 19.30 með 91 farþega innanborðs. Að sögn Gísla Amar Lárussonar, framkvæmdastjóra Arctic Air, stafaði seinkunin af því að Loftferðaeftirlitið hafði gefið samgönguráðuneytinu þær upplýs- ingar að flugrekstraraðilinn væri s-afrískur. Hið rétta væri hins veg- ar að hann væri breskur og vélin á flugnúmeri hans en samkvæmt samningnum um evrópska efna- hagssvæðið þyrfti ekki sérstök leyfi til flugs hingað til lands heldur ein- ungis að tilkynna flugið. Sam- gönguráðuneytið hafi því haft sam- band rétt fyrir kl. 18 og beðist af- sökunar á þessum misskilningi. Ekkert ætti því að vera því til fyrir- stöðu að flug á vegum Arctic Air Tours yrði með eðlilegum hætti í næstu viku. Að sögn Ragnhildar hefur Arctic Air ekki flugrekstrarleyfi hér á landi, en það er ekki nauðsynlegt ef flugrekstraraðili vélarinnar sem um ræðir hefur flugrekstrarleyfi innan EES-svæðisins. Hins vegar þurfi fyrirtækið að hafa leyfi til reksturs ferðaskrifstofu, ætli það sér að selja farmiða. Félagið hafi ekki slíkt leyfi og því þurfí það að beina farmiðasölu og -útgáfu til ferðaskrifstofa með tilskilin leyfí. Sums staðar erlendis, t.d. í Banda- ríkjunum, gengur fólk, einkum kon- ur, með litla brúsa með táragasi á sér, til að veijast árásarmönnum. Bíll valt við JL-húsið FJÓRIR voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir að bíll valt á hring- torginu á móts við JL-húsið á Hring- braut. Ekki er vitað um tildrög þess að bíilinn valt. Fjórir voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. -----»-♦ «----- Hornafjörður Missti framan af fingri UNG stúlka missti framan af löngu- töng vinstri handar þegar hún var við vinnu sína í fiskverkun Borgeyjar hf. á Höfn í Homafirði. Slysið varð upp úr kl. 8 í gærmorg- un. Stúlkan var að afhausa kola og skar í fingurinn þannig að fremsta kjúkan fór af. Hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og til stóð að reyna græða fingurinn á hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.