Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norskt varðskip fylgdi Hrafni Sveinbjarnarsyni GK til hafnar í Noregi Norðmenn breyttu afstöðu sinní Óvíst hvort skipið fær viðgerðar- þjónustu í Honningsvág NORSKA strandgæslan tilkynnti' frystiskipinu Hrafni Sveinbjarnar- syni GK um klukkan 12.30 að ís- lenskum tíma í gær að skipinu væri heimilt að sigla til norskrar hafnar til að leita aðstoðar þar sem það væri í nauðum statt vegna vélarbil- unar. Norska varðskipið Stálbas fylgdi Hrafni, sem var á hægri sigl- ingu fyrir eigin vélarafli, til HonnJ ingsvág í Norður-Noregi í gærkvöldi og gerði Hilmar Helgason skipstjóri ráð fyrir að skipið yrði komið til hafnar um kl. 22.30 að ísí. tíma i gærkvöldi. Síðdegis í gær var því haldið fram í norskum fjölmiðlum að starfsmenn vélsmiðjunnar í Honningsvág neiti að veita skipinu viðgerðarþjónustu. Útgerð skipsins hafði hins vegar ekki leitað til þarlendra aðila um viðgerð á vélinni, sem talin er tiltölu- lega einföld. Hilmar sagði að látið yrði reyna á hvort skipið fengi þjón- ustu í Noregi en samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er talið mögulegt að sendir verði út vara- hlutir og að skipveijar geri sjálfir við vélarbilunina. Norðmenn lýstu sjálfir yfir neyðarástandi „Norska strandgæslan breytti um afstöðu í hádeginu og lýsti sjálf yfir neyðarástandi um borð hjá mér og tilkynnti okkur að ég gæti látið varð- bátinn, sem var við hliðina á okkur, fylgja mér hvert sem ég vildi fara og hann fylgir mér núna í áttina til Honningsvág," sagði Hilmar í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagðist gera ráð fyrir að norsk stjómvöld hefðu breytt um stefnu í málinu m.a. vegna þrýstings frá opinberum aðilum og fleiri aðil- um sem hefðu látið málið til sín taka. Hann sagði að Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, hefði nokkrum sinnum haft samband við skipið í gærmorgun og verið í sam- bandi við norsk stjómvöld. Hann hefði svo greint frá því undir hádegi að hnúturinn væri að losna. Hilmar sagðist ekki hafa viljað lýsa yfir neyðarástandi eins og norska strandgæslan hefði farið fram á til að skipið fengi leyfi til að fara inn í landhelgi Noregs. „Við sendum þeim formlega beiðni um að fá að sigla til hafnar án þess að lýsa yfir neyðarástandi, sem er sér- stakt tilfelli sem þeir styðjast við. Ég vildi ekki nota þessa setningu en þeir reyndu að fá mig til að gera það. Þeir hringdu í skipið og spurðu hvort ég væri að lýsa yfir þessu ástandi og ég svaraði því neitandi. Þá sögðu þeir að ég fengi ekki að fara inn nema ég lýsti þessu yfir. Ég sagðist þá ætla að hafa sam- bandi við útgerðina og ráðuneytið en þeir hringdu svo í mig tíu mínút- um síðar og sögðu að yfirstjórnin hefði breytt sinni afstöðu og að þeir hefðu sjálfir lýst yfir þessu ástandi um borð hjá mér. Mér væri því heim- ilt að fara til hvaða hafnar sem ég vildi,“ sagði Hilmar. Haft er eftir Jon Espen Lien, tals- manni stjómstöðvar varnarmála í Norður-Noregi, í Aftenposten í Nor- egi, að þótt skipið hefði ekki beðið um að leita neyðarhafnar í Noregi hefði strangæslan litið svo á að sein- ustu yfirlýsingar skipstjórans þýddu að skipið væri nú þegar eða myndi fljótlega verða í nauðum statt. Því hefði verið ákveðið að veita því leyfi til að sigla til norskrar hafnar. Engin stefnubreyting að sögn utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að engin stefnubreyting hafi átt sér stað hjá norskum stjórn- völdum í þessum málum en afstöðu- breytingu þeirra gagnvart Hrafni Sveinbjarnarsyni megi hugsanlega rekja til þess að Norðmenn hafi gert sér grein fyrir að ástandið var alvar- legra en þeir hafi haldið fram. „Skip- ið hefur ekki möguleika til að fara út á opið haf og ég tel að Norðmenn hafi ekki viljað fá aftur upp sam- bærilegt mál og var í kringum Má,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ís- lendingar ættu að bregðast við með svipuðum aðgerðum og loka íslensk- um höfnum fyrir norskum fiskiskip- um, sagði Halldór: „Ég er andvígur því að magna þessa deilu. Ég vona Landað úrnorskum togara í Hafnarfirði LONDUN rækju úr norska togaranum Bjorgvin Senior í Hafnar- fjarðarhöfn gekk að öllu leyti eðlilega fyrir sig í gær skv. upplýs- ingum hafnarstarfsmanna. I norskum fjölmiðlum var því hins veg- ar haldið fram í gær að seinagangur hefði verið við afgreiðslu togarans vegna mótmælaaðgerða íslenskra hafnarverkamanna. að Norðmenn sjái sér líka hag í því. Ef hún magnast upp verður erfiðara að ná samkomulagi. Það vita allir sem að þessu koma og á horfa að mál sem þetta verður ekki leyst öðruvísi en með samningum," sagði Halldór.— ASÍ sendir yfirlýsingu til norska alþýðusambandsins Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnar- syni fór í gær fram á það við sjó- mannasamtökin á íslandi að þau sendu frá sér yfirlýsingu um að norsk skip, sem leituðu til íslenskra hafna, fengju ekki þjónustu í kjölfar yfirlýsinga Káre Johansen, for- manns sjómannasamtakanna í Ham- merfest, í fjölmiðlum í gær, þar sem hann skoraði á samtök verkamanna og þjónustuaðila að senda íslensku áhöfninni kaldar kveðjur og veita skipinu enga aðstoð þegar það kæmi til hafnar í Noregi. Niðurstaðan varð sú að Alþýðusamband íslands sendi sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd íslenskra stéttarfélaga til norska al- þýðusambandsins með tilmælum um að verkalýðsfélög blönduðu sér ekki inn: í deilur stjórnvalda íslands og Noregs um Smuguveiðamar. Að sögn Halldórs Grönvold, skrif- stofustjóra ASÍ, var bent á það í skeytinu, að óhyggilegt sé að verka- lýðsfélög í löndunum blönduðu sér í deilur stjórnvalda íslands og Noregs Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK frá Grindavík sigldi fyrir þriðjungs vélarafii til Honningsvág í gær í fylgd norska varðskipsi Stálbas. Norska strandgæslan veittí skiginu heimild til að leitff norskrar hafnarúm / , hádegisbilið í gær til viðgerðar vegna bilaðrar forþjöppu við aðalvél. • X Svalbarði Novaja j Zemlja i BARE A' TSHA F íí*.v „ ; —Smugan um Smuguveiðarnar. Þar var jafn- framt bent á að ef Hrafni Svein- bjarnarsyni yrði ekki veitt nauðsyn- leg aðstoð gæti það leitt til þess að sú krafa kæmi upp meðal verka- lýðsfélaga á íslandi, að sambærileg- um aðgerðum yrði beitt gagnvart norskum skipum. Halldór tók þó fram að með þessu væri ekki verið að hóta Norðmönnum. Norski togarinn Bjorgvin Senior kom til Hafnarfjarðarhafnar í gær til að landa rækju. Var því haldið fram í norskum fjölmiðlum í gær að hægagangur hefði verið við lönd- un skipsins vegna mótmæla ís- lenskra verkamanna við framferði Norðmanna en skv. upplýsingum sem fengust hjá Hafnarfjarðarhöfn er þetta ekki rétt og löndunin hefði að öllu leyti gengið eðlilega fyrir sig. Eiríkur Tómasson, stjórnarfor- maður Þorbjarnar hf. í Grindavík, sem gerir út Hrafn Sveinbjarnarson, sagði að þrátt fyrir að skipið hefði fengið að leita hafnar í Noregi væri málið ekki til lykta leitt. Hann sagði að það hefði verið ákvörðun norsku strandgæslunnar að fylgja skipinu til lands. Eiður Guðnason sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið að tals- maður norsku strandgæslunnar hefði rökstutt þá ákvörðun að fylgja skipinu til hafnar með því að vísa til þess að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. Hins vegar hefði ekki verið tilgreint hveijar þær væru. Hann sagði að talsverðar samræð- ur hefðu farið fram á milli utanríkis- ráðuneyta landanna og sendiráðsins vegna málsins. Afstöðubreyting Norðmanna hefði svo komið fram um hádegisbilið í gær. Eiður sagðist alltaf hafa lagt áherslu á að íslend- ingar ættu erfitt með að trúa því, að siglingaþjóðin Norðmenn neitaði skipi með bilaða vél um að koma til hafnar til að fá viðgerð eða vara- hluti, sérstaklega ef slikt ætti sér stað á sama tíma og verið væri að vinna að viðgerð á norskum togara í íslenskri höfn á ísafirði. Fyrstu dómþolarnir vinna ólaunuð störf í þágu samfélagsins Hefja störf í næstu viku SAMÞYKKTAR hafa verið umsóknir sex einstakl- inga, sem hlotið höfðu dóma til allt að þriggja mánaða óskiiorðsbundinnar refsivistar, um að vinna ólaunuð störf í þágu samfélagsins í stað refsisvistarinnar. Umsóknirnar voru samþykktar á fundi samfé- lagsþjónustunefndar í vikunni. Gert er ráð fyrir að einhveijir umsækjendanna muni hefja störf þegar í næstu viku. Fyrstu fimmtán umsóknirnar um samfélags- þjónustu voru lagðar fyrir fundinn en lög um samfélagsþjónustu nr. 55/1994 tóku gildi þann 1. júlí í sumar. Níu umsóknir uppfylltu ekki sett skilyrði þar sem dómar voru lengri en til þriggja mánaða, umsækjendur ekki metnir hæfir til að sinna þjónustunni eða uppfylltu ekki önnur skil- yrði laganna. . Sem minnst rask Markmið lagasetningarinnar er að sögn Er- lends S. Baldurssonar, afbrotafræðings og ritara samfélagsþjónustunefndar, m.a. að fjölskyldu- og heimilishagir viðkomandi dómþola raskist sem minnst meðan hann tekur út refsingu. Dómþoli getur eftir sem áður stundað atvinnu eða nám en sinnir samfélagsþjónustunni í frítíma sínum. Starfstími í samfélagsþjónustu er frá 40 klst. til 120 klst. og dreifist á tvo til sex mánuði. Þau störf sem til greina koma eru ýmis líknar- og fé- lagsstörf hjá félagasamtökum og opinberum aðil- um og koma þau ekki í stað Iaunaðra starfa hjá viðkomandi vinnuveitanda. Starfið getur m.a. fal- ist í aðstoð við þrif, eldhússtörfum, viðhaldi og umönnun. Hafa ýmsir sýnt verkefninu áhuga, s.s. Hjálpræðisherinn á íslandi, Reykjavíkurdeild RKÍ, Slökkvilið Reykjavíkur og nokkur íþróttafélög. 1996 árgerðir kynntar 1996 ÁRGERÐIR af fólksbílum verða kynntar á þremur bíla- sýningum yfir helgina. Hjá Brimborg verða kynntir Volvo 440, 460 og 850. Hekla kynnir VW Polo, Golf, Passat og Audi A4. Allar gerðir Toyota verða kynntar hjá P. Samúelssyni hf. Volvo er ekki mikið breyttur á milli ára en þó einhveijar minniháttar breytingar. Sýn- ingin hjá Brimborg verður frá kl. 12-17 í dag og á morgun. 1996 árgerðir af Ford eru vænt- anlegar 25. september nk. Sýningin hjá Heklu verður opin frá kl. 12-17 í dag og 13-17 á morgun. Allar gerðir Toyota verða kynntar á laugardag og sunnu- dag. Sérstök áhersla verður lögð á breytta Toyota Corolla. Leyfi í óleyfi MISTÖK í afgreiðslu umsóknar veitingahúss um lengri opnun- artíma ollu því að ársafmæli staðarins var fagnað til kl. þijú í fyrrinótt, í stað kl. tvö. Kaffi Reykjavík við Vestur- götu fagnaði eins árs afmæli sínu á fimmtudagskvöld. Virka daga má hafa vínveitingastaði opna til kl. eitt, en kaffi Reykja- vík var opið til kl. þijú aðfara- nótt föstudags. Ekki var við eigendur staðarins að sakast, því þeir munu hafa sótt um leyfi fyrir lengri opnunartima og fengið það hjá embætti lög- reglustjóra. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar getur embætti Iög- reglustjóra veitt klukkutíma framlengingu á opnunartíma, eða til kl. tvö. Óski staðir eftir frekari framlengingu verða þeir að snúa sér til dómsmálaráðu- neytisins. Við afgreiðslu um- sóknarinnar áttaði starfsmaður sig ekki á þessum reglum og því fékk staðurinn leyfið. Óku inn í garð og stálu þvotti LÖGREGLAN handtók tvo pilta og eina stúlku í fyrrinótt, en þau höfðu gert sér að leik að aka niður grindverk og inn í garð, þar sem þau stálu fatnaði af þvottasnúru. Piltamir tveir komust síðast í kast við lögin fyrr í vikunni, eftir þjófnaðar- leiðangur til Borgarness. Lögreglunni var tilkynnt um athæfi fólksins um klukkan þrjú í fyrrinótt. Þau höfðu ekið bíl sínum inn í garð húss í austur- bænum og skemmt þannig grindverk. Eftir að inn í garðinn var komið tóku þau þvott af snúru, en óku svo á brott. Lögreglan hafði uppi á þvott- inum og fólkinu, sem var í ann- arlegu ástandi. Falsaðir seðlar LÖGREGLAN var kölluð að myndbandaleigu í Reykjavík á fimmtudagskvöld, en þar hafði maður greitt fyrir vöru með fölsuðum seðlum. Maðurinn greiddi með fimm 100 krónaseðlum, en þegar af- greiðslufólk leit nánar á þá kom í ljós að um fremur lélegar eftir- líkingar var að ræða. Þegar lögreglan kom á vett- vang var viðskiptavinurinn á bak og burt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.