Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Framkvæmdir Keflvíkinga við Helguvíkurhöfn Þörf á samiiiiigi um sameiginleg afnot Trúnaðarráð verka- lýðsfélaga hjá ÍSAL Eindreginn vilji um stækkun álversins TRÚNAÐARRÁÐ verkalýðsfélaga í Straumsvík hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst er eindregnum vilja þess um að stækkun álversins í Straumsvík nái fram að ganga sem fyrst. Fulltrúar starfsmanna séu sammála um mikilvægi þess að end- anlegar ákvarðanir dragist ekki svo framkvæmdir geti hafist hið allra fyrsta. Því hvetji trúnaðarráðið stjórn Álusuisse-Lonza til þess að taka ákvörðun hið fyrsta um stækkun. Fram kemur í yfirlýsingunni að enn sé ágreiningur milli verkalýðsfé- laganna og VSI/ÍSAL um atriði er varði verktaka, en fulltrúar verka- lýðsfélaganna séu tilbúnir til að halda uppbyggilegum viðræðum áfram og leggi þeir áherslu á mikilvægi bættra samskipta í framtíðinni. í yfirlýsingunni segir jafnframt að fulltrúar verkalýðsfélaganna lýsi vilja sínum til að ræða á yfirstand- andi samningstímabili við VSI/ISAL um einföidun samningsákvæða og hugmyndir um nýbreytni í skipulagn- ingu vinnu, enda hafí það ekki í för með sér lakari kjör starfsmanna. Þörfum mætt „Trúnaðarráðið leggur þunga áherslu á þá staðreynd að stéttarfé- lögin hafi mætt þörfum fyrirtækisins fyrir sveigjanleika. Vinnufyrirkomu- lag hefur tekið miklum breytingum, felldir hafa verið niður kaffítímar og breytingar gerðar á verktakayfírlýs- ingu. Nú síðast hafa félögin tekið ákvörðun um sameiginlega atkvæða- greiðslu á kjarasamningi. Því telja félögin að gildandi samningsákvæði mæti þörfum fyrirtæksins og eigi þar af leiðandi ekki að koma í veg fyrir stækkun álversins," segir í yfirlýs- ingunni. ------*—♦—«----- Stigið þungt á bensíngjöf LÖGREGLAN í Reykjavík hefur stöðvað för hátt í 200 ökumanna undanfarna þijá daga og áminnt þá eða sektað fyrir að vera of þungstíg- ir á bensíngjöfinni. 70 voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innan borgarmarkanna á mið- vikudag, 58 á fimmtudag og síðdeg- is í gær hafði lögreglan stöðvað um 40. Þeir sem hraðast óku voru á um 100 km hraða, en fyrir utan borgina var ekið enn greiðar. Þannig var einn gripinn á 136 km hraða á Reykjanes- braut við Vogastapa. Eftirlit lögreglunnar með umferð- arhraða er aðeins undanfari þess sem koma skal, því í næstu viku verður sérstaklega fylgst með hraða í ná- grenni skóla, en þeir eru að taka til starfa á ný eftir sumarfrí. BÆJARSTJÓRINN í Keflavík seg- ir að alveg frá því Keflavíkurbær lagði varnarliðinu til land undir Helguvíkurhöfn fyrir tólf árum hafí bærinn haft hug á því að nýta aðra hluta svæðisins til atvinnu- uppbyggingar. Vegna athuga- semda varnarliðsins vegna fram- kvæmda við höfnina hafi verið þörf á því að ganga frá formlegu sam- komulagi um sameiginleg afnot. í frétt um samkomulag varnar- liðsins, utanríkisráðuneytisins og Reykjanesbæjar um afnot af hafn- armannvirkjum Atlatshafsbanda- lagsins í Helguvík í Morgunblaðinu í gær kemur fram að varnarliðið hafí alla tíð mótmælt framkvæmd- um hafnarstjórnarinnar í Helguvík. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að Keflavík- urbær hafí lagt varnarliðinu og Mannvirkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins til land undir olíuhöfn í Helguvík árið 1983. Aðeins sá hluti lands við höfnina sem varnarliðið notaði fyrir uppskipun olíu teldist varnarsvæði, alls um 11 hektarar. í samningi um afhendingu landsins kæmi fram að Keflvíkingar hefðu hug á að höfnin nýttist síðar, til dæmis sem olíubirgðastöð íslensku olíufélaganna eða á annan hátt í þágu bæjarins. Hann segir að á aðalskipulagi fyrir Keflavík, Njarðvík og Kefla- víkurflugvöll, sem gert var í fram- haldi af þessu og staðfest af utan- ríkisráðherra, hafí verið skipulagt iðnaðarsvæði á landi Keflavíkur við Helguvík. Segir bæjarstjóri að þeg- ar framkvæmdir síðan hófust við gerð hafnargarðs þarna á síðasta ári virtist það koma núverandi yfir- mönnum varnarliðsins spánskt fyr- ir sjónir. Segist Ellert hafa látið taka saman ítarlega greinargerð um málið frá upphafí og afhent varnarliðinu og í framhaldi af því hafí verið farið í þá samningsgerð sem nú er lokið. Segir Ellert að þær framkvæmdir sem hafnar- stjórnin hafi ráðist í geri höfnina betri og hafi báðir aðilar því hag af þeim. Aðstaða til loðnuflokkunar Á landi Reykjanesbæjar við Helguvíkurhöfn er nú malbikunar- stöð, gijótnám og aðstaða til loðnu- flokkunar. Hlutafélagið Helguvík- urmjöl hefur fengið þar lóð fyrir loðnuverksmiðju. Ellert segir að áhugi sé á því að fá íslensku olíufé- lögin til að koma þar upp birgða- stöð fyrir Keflavíkurflugvöll til þess að losna við eldsneytisflutningana af Reykjanesbrautinni. Á skipulagi er gert ráð fyrir meðalstórum eða stærri fyrirtækjum sem þurfa á miklum sjóflutningum að halda. Ekki er ætlunin að koma þar upp almennri fiskihöfn, enda hafnimar í Njarðvík og Keflavík þegar með það hlutverk en þessar þijár hafnir heyra allar undir sömu hafnar- stjórnina. Samkomulagið tryggði varnarl- iðinu vissan forgang að höfninni en Ellert á ekki von á vandræðum þess vegna. Þegar verið er að skipa upp olíu fyrir varnarliðið getur ekk- ert annað skip athafnað sig í höfn- inni í einn til einn og hálfan sólar- hring. Ellert segir að vitað sé um komu olíuskipanna með góðum fyr- irvara og ættu fyrirtækin að geta lagað sig að því. Á hættutímum getur varnarliðið síðan útilokað aðra notkun hafnarinnar. Sýknaður af nauðg- unarkæru Ekki talið að um ofbeldi væri að ræða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað 22 ára mann af ákæru um nauðgun. Maðurinn neitaði ávallt að hafa beitt stúlk- una, sem kærði hann, ofbeldi. Stúlkan bar einnig að hann hefði ekki beitt hana ofbeldi og segir í dóminum að ótvíræð merki um ofbeldi hafi hvorki fundist á líkama hennar, fatnaði né á vettvangi. Beri þegar af þessari ástæðu að sýkna sakborninginn af ákærunni, en eins og hún sé úr garði gerð komi aðrar sakir ekki til álita í málinu. Stúlkan kvaðst hafa hitt mann- inn í miðbæ Reykjavíkur um kl. 3 aðfaranótt laugardagsins 18. febr- úar, en bæði voru þar á ferð með kunningjum sínum. Ekki þekktust þau fyrir. Hún hefði boðið honum í samkvæmi, en hann beðið hana að koma með sér þar sem hann þyrfti að kasta af sér vatni. Hefðu þau gengið í burtu, en þegar hún hefði orðið óróleg og sagst ætla í samkvæmið hefði hann gripið í handlegg hennar og dregið hana með sér. Hún hefði verið mjög hrædd við hann og jafnvel hvarflað að henni að hann væri með hníf. Stúlkan sagði að maðurinn hefði farið með hana í hús, sem hann sagði kunningja sinn búa í. Þar hafi þau farið inn í herbergi á jarð- hæð og maðurinn klætt hana úr, þrátt fyrir mótmæli hennar. Hún kvaðst ekki hafa þorað að streitast á móti, ein með ókunnugum manni í ókunnugu húsi. Hins vegar hafi hún beðið hann oftar en einu sinni að hætta og farið að gráta. Hann hafi síðan haft við hana samfarir, hætt því svo og horfið skyndilega á braut. Svikin og móðguð Maðurinn neitaði ávallt sakar- giftum, .viðurkenndi að hafa haft samfarir við stúlkuna en með full- um vilja hennar. Þau hafi gengið upp í Þingholtin til að ná í áfengi, sem hann hefði geymt þar fyrr um kvöldið. Hann hafi stungið upp á við stúlkuna að fara inn í hús, þar sem hann sé kunnugur, þó hann þekki engan í húsinu. Þegar inn í herbergi í húsinu var komið hafi þau hafið atlot og hún hafi tekið þátt í þeim ótilkvödd. Þau hafi svo haft samfarir, sem hún hafi tekið fullan þátt í. Hann kvaðst hafa fengið samviskubit eftir samfarirn- ar af því að hann þekkti stúlkuna ekki neitt og látið sig hverfa án þess að kveðja hana. Kvaðst hann sjá eftir því, enda teldi hann að kæra stúlkunnar væri til komin af því að hún teldi sig hafa verið svikna og móðgaða. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til sam- ræðis með ofbeldi einu. Dómarinn, Pétur Guðgeirsson, komst að þeirri niðurstöðu, að eins og ákæran væri úr garði gerð bæri að sýkna manninn. -----♦—» ♦---- Fjöldi inn- brota í bíla BROTIST var inn í átta bíla í Ár- bæjarhverfi í fyrrinótt og ýmsum búnaði stolið úr þeim. Sólarhring áður var farið inn í fimm bíla í bíla- geymslu við Hringbraut. Bílarnir í Árbæ stóðu við Bleikju- kvísl, Blöndukvísl og Hraunbæ. Úr þeim hvarf viðlegubúnaður, áfengi, útvarps- og segulbandstæki o.fl. Ur fimm bílum í bílageymslu við Hringbraut var stolið ýmsu laus- legu, útvarpstækjum o.fl. Brúarviðgerð í Öxarfirði Ljósmynd/Mbl VIÐGERÐ á brúnni yfir Jökulsá í Öxarfírði hefur stað- ið yfir í sumar. Að sögn Svavars Jónssonar, rekst- arstjóra Vegagerðarinnar á Húsavík, hafa einkum verið lagfærðar steypuskemmdir á brúnni en einnig verður hún sandblásin og máluð. Svavar sagði að brú- arstöplarnir hefðu verið orðnir mjög illa farnir og eru skemmdirnar raktar til jarðskjálfta sem varð í Öxar- firði í janúar 1976. Umhverfismat vegna stækkunar álvers í Straumsvík Þrjár athugasemdir bárust ÞRJÁR athugasemdir bárust til Skipulags ríkisins við umhverfismat vegna stækkunar álversins í Straumsvík áður en skilafrestur rann út 21. ágúst sl. Athugasemdirnar voru frá þingflokki Kvennalistans, Hjörleifi Gutt- ormssyni alþingismanni og umhverfisnefnd Bessastaðahrepps. Þóroddur Þóroddsson hjá Skipulagi ríkis- ins segir athugasemdirnar nú í skoðun innan stofnunarinnar og sé úrskurðar að vænta fyrir 11. september nk. Aðallega sé um að ræða ábendingar um mengunarmál, sem snúi í raun frekar að starfsleyfi álversins sem HoIIustuvemd ríkisins gefur út. Hjörleif- ur telji m.a. skorta vothreinsibúnað í meng- unarvarnir og umhverfisnefndin komi með ábendingar varðandi hávaða þegar verið er að losa skip í höfninni í Straumsvík, auk þess sem velt er upp spurningum um meng- unaráhrif og mælingar þar að lútandi. „Þarna er álver fyrir og stækkunin felur ekki í sér verulegar breytingar, svo sem að framkvæmdir fari út fyrir núverandi lóð, þannig að við áttum í sjálfum sér ekki von á neinum athugasemdum um annað en mengunarvarnir," segir Þóroddur. Athugasemdir við starfsleyfi Starfsleyfi álversins er nú í kynningu og hafa menn frest til að gera athugasemdir við það til 15. september nk. „í skýrslunni með umhverfismatinu fylgdu drög að starfs- leyfinu eins og Hollustuvernd hefur kynnt forsvarsmönnum álversins það, en við aug- lýsum það einnig sérstaklega, enda er farið í smáatriðum í málin þar. Umhverfismatið byggði í raun á þeim hlutum sem settir eru í starfsleyfið um mörk eða magn efna sem menn reikna með að geta farið út, og tekur á hvernig menn telja að það geti dreifst. Umhverfismatið ætti því að sýna verstu hugsanlegu aðstæður og geri menn kröfur um lægri mörk efnanna en er í drögunum í dag, ætti mengunin að vera minni,“ segir Þóroddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.