Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Aukning hjá ís- lenskum markaði FRÁ Þingvöllum/Landið mitt: Björn Rúriksson i UM HELGINA Útivist á Hengil ÚTIVIST efnir til gönguferðar á Hengil (803 m y. s.) á laugardag og er það 6. áfangi fjallasyrpunnar. Mörgum þykir Hengill eitt svip- mesta fjall í grennd við Reykjavík. Það telst til stapaíjalla og utan í því er jarðhiti. Brottför frá BSÍ kl. 9 f.h. Hraunbúar um Hafnarfjörð Skátafélagið Hraunbúar í Hafnar- firði vekur athygli á Hafnarfjarðar- göngum skáta sem hafa notið vin- sælda og félagið hefur staðið fyrir sl. íjögur ár. Að þessu sinni verður gönguferð á sunnudaginn kl. 14 og verður gengið um suðurbæinn í Hafnarfirði og upp í Setberg. Göngustjóri verður Jón Bergsson, verkfræðingur og stórskáti og segir hann frá ýmsu um gamalt og nýtt, gömlu sveitabæina sem þama voru og annað sem fýrir augu ber. Gangan hefst við Iþróttahúsið við Strandgötu og göngutími er um ein og hálf til tvær klukkustundir. Þátt- taka er ókeypis og allir velkomnir. Þlngvellir í dag, laugardag verður gönguferð frá Þingvallakirkju og lýkur með tónleikum Rutar Ingólfsdóttur fiðlu- leikara. Þeir heíjast kl. 15 og Rut Ingólfsdóttir leikur úti í guðsgrænni náttúrunni. Hún spiiar verk eftir Bach, Jón Leifs, Hallgrím Helgason og Atla Heimi Sveinsson. Tónleikam- ir verða á stað sem nefndur er Kór og er á milli Hestagjár og Lambagjár. Á sunnud. er guðsþjónusta kl. 14 í Þingvallakirkju og sr. Tómas Guð- mundsson, þjónar fýrir altari. SALA hjá íslenskum markaði á Keflavíkurflugvelli hefur aukist umtalsvert það sem af er árinu. Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar, segir þar koma tvennt til, annars vegar fjölgun farþega um flugvöllinn og hins vegar aukin sala á hvern farþega. Bókhaldsár íslensks márkaðar nær frá 1. nóvember ár hvert til 31. október næsta ár á eftir. Að sögn Loga jókst salan um 15% frá 1. nóvember 1994 til 31. júlí sl. miðað við sama tímabil árið áður. „Öll okkar sala er í dollurum. Dollarinn hefur lækkað undanfarið FLEIRI ferðamenn sem dvöldu á Hótel Eddu, Menntaskólanum á Laugarvatni, voru á eigin vegum en síðasta sumar. Meira var um ráðstefnur í fyrra og var her- bergisnýting svipuð milli ára, seg- ir Ema H. Þórarinsdóttir, hótel- stjóri Hótels Eddu, Menntaskólan- um á Laugarvatni og segist hún vera ánægð með sumarið í sumar. „Hér kennir ýmissa grasa í afþreyingu fyrir ferðamenn. Nátt- úrulegt gufubað er við vatnið og ný útisundlaug. 9 holu golfvöllur er í nágrenninu svo og hestaleiga og hægt er að fá veiðileyfi í vatn- inu. Svæðið býður upp á margar skemmtilegar gönguleiðir. Vígð laug er á staðnum sem ferða- mönnum finnst skemmtilegt að skoða. Hún var vígð árið 1000 við kristnitöku íslendinga og létu þá margir skíra sig í lauginni. Gömul þjóðtrú segir að þeir sem lauga augu sín úr lauginni sjái betur. Laugarvatn er miðsvæðis á Suð- urlandi og stutt að skreppa héðan á þekkta staði, t.d. Þingvelli, Gull- þannig að þessi söluaukning skilar okkur 8-9% aukningu í íslenskum krónum,“sagði hann. Frá 1. nóvember 1994 til loka júlí sl. nam sala íslensk markaðar 180 milljón- um íslenskra króna. „Við erum virkilega ánægðir hér með þessa aukningu. Við höf- um lagt okkur fram í markaðs- setningu til þess að ná aukinni sölu á hvern farþega, en fjölgun farþega um völlinn hefur auðvitað mikið að segja. Þar er ég eingöngu að tala um „okkar“ farþega, sem eru brottfarar- og transit farþeg- ar,“ sagði Logi. Frá tímabilinu 1. foss og Geysi, Hveravelli, Land- mannalaugar og fleiri staði. Lax, lambakjöt og hverabrauð á borðum Hótelið getur tekið við 150 gest- um í mat og gistingu auk þess er svefnpokapláss í þremur skólastof- nóvember 1993 til 31. júlí 1994 voru þeir farþegar 350 þúsund talsins, en frá 1. nóvember 1994 til 31. júlí sl. voru brottfarar- og um. 20 herbergi bætast við við gistiplássið næsta vor þar sem byggt hefur verið ofan á gamla húsið. Þau herbergi verða öll með baði. Sérstök áhersla er lögð hér á íslenskan mat, lax, silung, lamba- kjöt og fleira. Boðið hefur verið transit farþegar sem leið áttu um Keflavíkurflugvöll 390 þúsund. Þar er um að ræða liðlega 11% fjölgun. upp á hlaðborð á laugardagskvöld- um í sumar og hafa þau verið vel sótt. Stundum er boðið upp á ný- bakað hverabrauð sem er bakað í nærliggjandi hver og nýtur brauð- ið vinsælda meðal ferðamanna. Landkynnignarmyndir hafa ver- ið sýndar hér á hveiju kvöldi fyrir útlendinga og hafa sýningamar mælst mjög vel fyrir,“ segir Ema. Viðurkenning frá Tóbaksvarnaráði Hótel Edda, Menntaskólanum á Laugarvatni, hefur hlotið viður- kenningu frá Tóbaksvarnaráði þar sem enginn af 30 manna starfsliði hótelsins reykir. „Margir hafa unnið hér lengi og þeir sem reyktu áður eru hætt- ir. Það er mjög góður andi meðal starfsfólksins og þetta sumar hef- ur verið einstaklega gott. Reyndar segi ég þetta á hveiju sumri við starfsfélaga mína,“ segir Erna. I gær kom síðasti hópurinn og nú mun hótelinu verða lokað og undirbúningur fyrir næsta skólaár tekur við. Gott sumar hjá Hótel Eddu, Menntaskólanum á Laugarvatni Morgunblaðið/Árni Sæbergfi HÉR ER verið að afhenda fyrsta nýja fellihýsið. Frá vinstri eru Sveinbjörn Árnason sölumaður, Ásthildur Jónsdóttir, Magnús Þ. Yngvason framkvæmdastjóri, Karen Ósk Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Ragnarsson Sýning á nýjum Coleman fellihýsum FYRIRTÆKIÐ Evró hf, er um þessar mundir að kynna árgerð 1996 af Coleman fellihýsum og stendur yfir sýning hjá fyrirtæk- inu á nokkrum gerðum. Fellihýs- in, sem eru bandarísk, eru með undirvagn og grind úr heilum stálprófílum og í staðalbúnaði er m.a. sjálfvirk miðstöð, 2-3ja hellna eldavél, vaskur og kæli- skápur. Hægt er að fá húsin með hjól- börðum í yfirstærð og öðrum sér- búnaði sem hentar íslenskum að- stæðum. Auk Coleman fellihýsa selur fyrirtækið Evró einnig evr- ópska tjaldvagna sem einnig eru til sýnis núna. Utivist í Breiðdalnum Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson SKÚTUFJÖLSKYLDAN Rob- ert, Oliver, Douglas og Gill Gimberg. Skútufólk á Grundafirði Fyrir nokkru komu hjón ásamt tveimur sonum sínum til Grundar- fjarðar á skútunni Random. Hún er 46 feta löng seglskúta og hinn fegursti farkostur. Fjölskyldan hafði siglt um 8.000 mílur þegar hún kom hingað. Þau lögðu upp frá Iiöfðaborg í Suður- Afríku en þaðan eru 6.600 sjómíl- ur í beinni sjólínu. Vegna suðlægra átta töfðust þau í Grundarfirði í rúma viku. Héðan sigldu þau svo áleiðs til Boston og bjuggust við að vera 3 vikur á leiðinni. Breiðdalsvík í BREIÐDAL, einum stærsta dal á Austfjörðum sem gengur inn af Breiðdalsvík, býðst mikil fjölbreytni til útivistar. Dalur- inn er gyrtur einum fegursta fjalla- hring landsins og litadýrð megineld- stöðvar setur svip á suðurhlíðar dalsins. Þar eru margar skemmti- legar gönguleiðir í stórbrotinni nátt- úru. Breiðdalsá rennur um Breiðdalinn og er hún talin ein skemmtilegasta veiðiá landsins. Þar er góð lax- og silungsveiði. Víða í Breiðdal má finna fallega og sérkennilega steina og eru beija- lönd þar mjög góð. Aðstaða fyrir ferðamenn er góð á Breiðdalsvík. Hótel Bláfell er róm- að fyrir góða þjónustu, auk þess sem bærinn Fell býður bændagistingu. Ágætt tjaldstæði er einnig á Breiðdalsvík þar sem ferðamenn geta hvílt lúin bein. Ás-handverkshús Nú nýverið var svo opnað hand- verkshús sem fengið hefur nafnið Ás-handverkshús. Þar mun verða sölu- og vinnu- staður í senn, tekið verður í umboðs- Morgunblaðið/Sif Hauksdóttir FOSSINN Beljandi í Breið- dalsá. sölu handverk, listmunir og minja- gripi. Félagið stendur einnig fyrir sýn- ingum og námskeiðum í vetur. Nú í ágúst sýna myndlistarmenn á Austurlandi verk sín þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.