Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 23 ERLENT Dúdajev leggst gegn afvopn- un Tsjetsjena Moskvu. Reuter. DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, hvatti í gær tsjetsjenska uppreisn- armenn til að bíða með að láta vopn sín af hendi þar sem nokkrir þættir afvopnunarsamningsins við Rússa gætu leitt „hörmungar" yfir Tsjetsjníju. Samkvæmt samningnum, sem var undirritaður 30. júlí, eiga tsjetsjensku uppreisnarmennimir að láta öll vopn af hendi og hluti rússnesku hersveitanna að fara úr héraðinu. Dúdajev áréttaði ennfremur þá hótun að Tsjetsjenar héldu sjálf- stæðisbaráttu sinni áfram með árásum utan héraðsins. Árás á lögreglustöð? Fréttastofan Itar-Tass hafði í gær eftir Anatolíj Romanov, æðsta yfirmanni rússneska heraflans í Tsjetsjníju, að hópur tsjetsjenskra uppreisnarmanna hefði náð lög- reglustöð í næststærsta bæ Tsjetsjníju, Gudermes, á sitt vald. Rússneska ínnanríkisráðuneytið vísaði þessari frétt á bug og sagði hana byggja á röngum upplýsing- um. Fréttaritari Reuters sagði að mikill spenna væri í Gudermes eftir að rússnesk skriðdrekasveit hefði ekið inn í miðbæinn og mið- að byssum á lögreglustöðina og nálægar byggingar. Interfax- fréttastofan hafði eftir rússnesk- um embættismönnum að upp- reisnarmenn væru að undirbúa árás á Gudermes um helgina. Slík árás gæti orðið til þess að friðar- viðræðurnar í Grosní rynnu út í sandinn. Reuter HJARTANLEGIR endurfundir urðu á flugvellinum í San Franc- isco í gær, þegar Harry Wu hitti eiginkonu sína, Ching Lee, á ný, eftir rúmlega tveggja mánaða dvöl í fangelsi í Kína. Aðeins nokkrum klukkustundum áður hafði Wu verið dæmdur í fimmt- án ára fangelsi fyrir njósnir en samtímis rekinn úr landi af kínverskum dómstól. Harry Wu kominn til Bandaríkjanna „Þeir geta brotið mann niður, en ekki eyðilagt“ lteijing, Milpitas, Kaliforníu. Reuter. KÍNVERSK-bandaríski andófs- maðurinn og mannréttinda- frömuðurinn Harry Wu, sem Kín- veijar dæmdu í 15 ára fangelsi á fimmtudag og ráku samdægurs úr landi, sagði þegar hann var kominn aftur á heimili sitt í Milpit- as í Kaliforníu, að Kínverjar hefðu sagt honum meðan þeir héldu hon- um í fangelsi, að Bandaríkjamenn gætu ekkert fyrir hann gert. Wu sagði fréttamönnum að hann hefði ekki haft hugmynd um að svo mikið hefði verið á seyði utan Kína meðan á fangelsun hans stóð. Þá tvo mánuði, sem hann var í haldi í Kína heyrði hann hvorki útvarp né sá blöð og kínverskir embættismenn sögðu honum: „Bandaríkin geta ekkert gert“. „Þeir geta brotið mann niður, en ekki eyðilagt,“ sagði hinn 58 ára gamli Wu, sem var augsýnilega örþreyttur við komuna heim til Milp- itas, um 80 km suður af San Franc- isco. Konu sína, Ching Lee Wu, hafði hann hitt á flugvellinum og voru það langþráðir endurfundir. Wu var dæmdur af dómstólum í Wuhan í Mið-Kína fyrir njósnir og að hafa gefið sig út fyrir að vera lögregluþjónn. Ákvörðun réttarins, að reka Wu úr landi, var fagnað mjög af Bill Clinton Banda- ríkjaforseta og fleiri vestrænum ráðamönnum. Með brottrekstri Wus hjuggu Kínverjar á þann hnút sem kominn var á samskipti Bandaríkjanna og Kína vegna fangelsunar Wus. Hillary Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, ákvað í gær að sækja alþjóðlegu kvennaráðstefn- una, sem hefst í Kína í september- byijun, en hún hafði látið þá ákvörðun sína vera háða því hver örlög Wus yrðu. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Ginny Terzano, endurtók í gær yfirlýsingar um að stjórnir Banda- ríkjanna og Kína hefðu ekki samið um afdrif Wus. Wu kallaður þjófur Kínverska dagblaðið „The Peop- les Daily“, sem gefið er út í Pek- ing, birti í gær grein undir fyrir- sögninni „Nútíð, fortíð ogjátning- ar Wu Hongdas“, en það er hið kínverska nafn Wus, þar sem opin- ber útgáfa Kínveija á ævi andófs- mannsins kemur fram. í greininni er farið yfir ævi Wus á hundavaði og hann kallaður þjóf- ur, sem hafi viljað hefna sín á föðurlandinu. Áður en hann hafi yfirgefið Kína árið 1985 hafí Wu verið „siðferðilega spilltur maður sem gerði margt ljótt af sér,“ - þá hafði hann 19 ára dvöl í fanga- búðum að baki, sem þó er ekki minnzt á í greininni. í upphafi sjöunda áratugarins hafði Wu verið dæmdur fyrir „hægrivillu". Hann safnaði upp- lýsingum um mannréttindabrot í kínverskum fangelsum og um þrælkunarbúðakerfí Kína, sem gerði hann illa séðan af kínversk- um yfirvöldum. Zaire Flótta- fólk snýr aftur Góma. Reuter. TUGIR þúsunda rúandískra flótta- manna snéri aftur ofan úr fjöllum til búða í austurhluta Zaire í gær eftir að zairískir hermenn hættu að flytja fólkið nauðugt úr landi, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Yfirmaður skrifstofu flóttamanna- hjálpar SÞ í Uvira í Zaire sagði í samtali við fréttastofu Reuters að um helmingur þeirra 100 þúsund flóttamanna sem flýðu í vikunni væri kominn aftur í búðirnar. f zairíska landamærabænum Bukavu, norður af Uvira, sagði full- trúi SÞ að samtökin myndu á mánu- dag byija að flytja rúandískt flótta- fólk til heimalands síns. Fulltrúinn sagði að flóttamennimir vildu helst fara saman í stómm hópum, og sam- tökin vildu koma þeim til aðstoðar. Her Zaire hætti á fímmtudag að flytja rúandískt flóttafólk nauðugt til síns heima og varð á brott frá flótta- mannabúðunum eftir að yfirmaður flóttamannahjálpar SÞ bauð að sam- tökin sæju um að fylgja flóttafólkinu heim. ---------------- Slóvakía Saka RFE um áróður Bratislava.. Reuter. ÚTVARPS- og sjónvarpsráð Slóv- akíu tilkynnti í gær að Radio Free Europe (RFE) fengi aðeins heimild til útvarpssepdinga til eins árs í stað sex og sakaði útvarpið um and-slóva- kískan áróður. „Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú niðurstaða okkar að útvarps- stöðin hafí brotið eigin siðareglur,“ sagði Peter Juras, formaður ráðsins. Hann kvað útvarpsstöðina ekki alltaf gæta hlutleysis. Radio Free Europe er rekið með fjárstuðningi frá Bandaríkjunum og útvarpar um sendi sem leigður er af Slóvökum. Stjórn Slóvakíu stöðv- aði útsendingarnar í mars í fyrra og kvað útvarpið óvilhallt Vladímír Mec- iar forsætisráðherra. Útsendingam- ar hófust að nýju þegar bráðabirgða- stjórn komst til valda eftir að þingið knúði Meciar til afsagnar, en hann tók aftur við völdum eftir kosninga- sigur í desember. Óvænt uppgötvun í frumskógum Indónesíu Kviknaktar mann- ætur fundnar? FUNDIST hefur ættbálkur kvik- nakinna frummanna í skógum In- dónesíu, að því er segir í tilkynn- ingu frá fréttastofu landsins, Ant- ara. Ættbálkur þessi ku stunda mannát og vera sá frumstæðasti sem fundist hefur á þessum slóðum í áratugi. Sést hefur til ættbálks þessa á eyjunni Irian Java í Indónesíu og segir heimildarmaður sem búið hef- ur lengi á þessum slóðum að frum- menn þessir haldi til í tijáhýsum nærri landamærum Papua Nýju- Gíneu. „Þeir eru enn öldungis kviknaktir og búa í tijánum," var haft eftir Arnold nokkrum Tangkudung, sem mun tilheyra sið- menningunni og gegna embætti „hreppsstjóra" á Irian Java. Hann lét þess getið að hann teldi ættbálk þennan aldrei hafa átt nein sam- skipti við umheiminn og bætti að frummennirnir blygðunarlausu stunduðu enn mannát. Irian Java, sem er í austanverðri Indónesíu, er ijöllótt og þakin þykk- um skógi. Þar er enn að finna gjör- samlega ókönnuð svæði og þar, nánar tiltekið í Baliem-dalnum, búa Dani og Asmat ættbálkarnir sem taldir eru á steinaldarstigi. Tijábúar sem stunda mannát hafa áður fundist á þessum slóðum. Árið 1974 var hulunni svipt af til- vist Mek-ættbálksins, sem stundar þessa iðju, en þrátt fyrir fullyrðing- ar um að þar væri að finna fleiri frumstæða ættbálka á svipuðu menningarstigi hefur ekki tekist að sanna þær. Heimildarmaður Antara, fyrrnefndur Arnold Tangkudung, lét þess getið að fólk úr þorpi einu í nágrenninu hefði séð til ferða frummanna þessara. Jeltsín kemur fram opinberlega á ný Varar við hættu af aukinni glæpatíðni Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, kom fram opinberlega í gær í fyrsta sinn frá því síðustu viku, og í ræðu varaði hann við hættunni sem fjölgun glæpa í Rússlandi hefði í för með sér. Jeltsín hélt ræðuna á fundi með háttsettum embættismönnum í innanríkisráðuneytinu. Rússneskar sjónvarpsstöðvar og fréttastofur greindu frá henni og sló það á vangaveltur um að forsetinn væri ekki heilsuhraustur, en hann kom ekki fram á flugsýningu á þriðju- dag eins og áætlað hafði verið. „Glæpir eru orðnir alvarleg ógn- un við þjóðaröryggi í Rússlandi,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Hann hefur áður látið svipuð orð falla, en yfirvöldum í landinu hefur hing- að til lítið orðið ágengt við að hafa hemil á aukinni glæpastarfsemi. Jeltsín kynnti sex þrepa áætlun um baráttu gegn gl'æpum og sagði að endurskipuleggja yrði innanrík- isráðuneytið svo það gæti sinnt verkefninu. Forsetinn hefur ekki sést opin- berlega síðan fréttamenn sáu hann á íshokkíleik 15. ágúst. Hann dvaldi í mánuð á sjúkrahúsi og heilsuhæli eftir að hafa fengið vægt hjartaáfall 10. júlí. Þegar hann kom ekki á flugsýninguna kom upp sá orðrómur að hann væri aftur orðinn veikur og gæti ekki sinn starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.