Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ 3lf**9ÍniÞIfifri STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLUG150 AR ÞESS VAR minnzt með viðhöfn á Kastrupflugvelli í gær, að hálf öld er liðin frá því flugsamgöngur hóf- ust milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Fyrsta ís- lenzka farþegaflugvélin, Catalina-flugbátur Flugfélags íslands, lenti í Kaupmannahöfn síðdegis 25. ágúst 1945 með fimm farþega, tvo íslendinga og þrjá Dani. Hálfri öld síðar er þessi flugleið einhver sú fjölfarnasta hjá Flug- leiðum hf., arftaka Flugfélags íslands og Loftleiða. Tugir þúsunda íslendinga, Dana og fólks af fjölbreyttasta þjóð- erni ferðast árlega milli höfuðborganna, sem um aldir tengdust svo nánum böndum. Otrúlegar breytingar hafa orðið á þessum 50 árum, sem liðin eru frá fyrsta fluginu, bæði í löndunum tveimur og Evrópu allri. ísland og Danmörk voru að losna undan erlendu hernámi og Evrópa var illa leikin eftir styijaldar- átökin. Herstjórnir bandamanna höfðu enn afskipti af öllu flugi og það er einkennandi fyrir þetta fyrsta flug milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, að það fór fram milli tveggja herflugvalla. Við þessar aðstæður þurfti svo sannarlega framsýni, kjark og þor, jafnt fyrir áhöfn sem farþega, til að hefja svo langt farþegaflug með ófullkomnu farartæki, þegar miðað er við flugtækni og þægindi í þotum nútímans. En brautryðjendurnir höfðu fyrrgreinda eiginleika, þeir Örn Johnson, frarnkvæmdastjóri Flugfélags Islands, Guðmund- ur Vilhjálmsson, stjórnarformaður, að ógleymdri áhöfn Catalina-flugbátsins undir forustu Jóhannesar R. Snorra- sonar, flugstjóra. Annar íslenzku farþeganna í fyrsta Kaupmannahafnar- fluginu var Bergur G. Gíslason, varaformaður stjórnar Flugfélags íslands. Honum ásamt fjórum af fimm eftirlif- andi úr áhöfn Catalina-flugbátsins var boðið af Flugleiðum að vera viðstaddir athöfnina á Kastrupflugvelli í gær. Það var að sjálfsögðu vel til fundið, því þjóðin öll stendur í þakkarskuld við þessa brautryðjendur í íslenzku farþega- flugi. En jafnframt ber að minnast þeirra, sem látnir eru, með þakklæti og virðingu. Fáar þjóðir eiga jafnmikið undir góðum, traustum og skjótum samgöngum og íslendingar. Mjór er mikils vísir og það á sannarlega við um millilandaflugið, sem hófst sumarið 1945 á vegum Flugfélags íslands. Farþegafjöld- inn þetta fyrsta ár var 56 manns, en á síðasta ári fluttu Flugleiðir yfir 800 þúsund manns milli landa. Slíkur árang- ur í íslenzkum samgöngum og atvinnusögu er ævintýri líkastur. KÍNVERJAR SÝNA KLÆRNAR MÁL andófsmannsins Harry Wu vekur upp margar spurningar um stöðu Kínveija í heiminum. Wu er bandarískur ríkisborgari en sat nítján ár í kínvérskum fangabúðum og hefur háð þrotlausa baráttu fyrir auknum mannréttindum í Kína. Hann var handtekinn þann 19. júní en hefur nú verið vísað úr landi eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir „njósnir". Meðferð Kínverja á Wu minnir um margt á gúlag- stefnu Sovéttímans í sinni verstu mynd. Andófsmenn eru látnir játa á sig upplognar sakir og réttarhöld sett á svið. Kínveijar áttu fárra annarra kosta völ en að vísa Wu úr landi. Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Peking í næsta mánuði og beinist athygli heimsins að Kína af þeim sökum. Fjöldi andófsmanna, sem ekki eru jafnþekktir og Wu, situr hins vegar enn í haldi. Því verður ekki á móti mælt að gífurlegar breytingar hafa átt sér stað í Kína að undanförnu. Efnahagslíf lands- ins hefur tekið stakkaskiptum, að minnsta kosti í suður- hluta Kína, og má í raun segja að markaðskerfi hafi leyst kommúnisma af hólmi á stórum svæðum. Lítið fer aftur á móti fyrir pólitískum umbótum og mál Wu sýnir svo ekki verður um villst að Kínveijar hika ekki við að bjóða umheiminum birginn. Afstaða þeirra til lýðræðisumbóta í Hong Kong er heldur ekki traustvekjandi. Stjórnvöld í Peking virðast staðráðin í að virða kröfur þegna sinna um aukið frelsi og lýðréttindi að vettugi og halda fast í þær kúgunaraðferðir, sem er betur fer heyra sögunni til í flestum fyrrverandi kommúnistaríkjum. Að lifa af í Sovétríkjunum og reisa Rússland úr ösku kommúnismans Trúiner nauðsynleg Mítrópólít Pítirím erkibiskup er einn af þeim sem hvað mest hafa unnið að því að endur- reisa rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á undan- fömum árum. Pítirím er nú á íslandi og skráði Karl Blöndal skoðanir hans á rússnesku þjóð- lífí um þessar mundir o g hlutverki kirkjunnar. RÚSSNESKA rétttrúnaðar- kirkjan er að eflast að völd- um og áhrifum í Rússlandi eftir ofsóknir og erfiðleika á tímum Sovétríkjanna. Mítrópólít Pítirím, erkibiskup af Volokolamsk, hefur átt stóran þátt í því að kirkjan endurheimti sess sinn. Hann var að- stoðarmaður Aieksíjs I. patríarka, yf- irmanns rétttrúnaðarkirkjunnar, á dögum kalda stríðsins og í tíð Míkha- íls Gorbatsjovs sat hann á fulltrúa- þinginu þar til það var lagt niður og lagði drög að lagasetningu um mál- efni kirkjunnar. Pítirím er nú staddur á íslandi og fyrir hádegi í dag mun hann haida litúrgíu í Háteigskirkju fyrir Rússa sem búsettir eru á Is- landi. Hann er hingað kominn til að skíra barnabarn systur sinnar. „Prestar máttu ekki vera í pólitík í Sovétríkjunum, en það breyttist á tíma Gorbatsjovs," sagði Pítirím í samtali við Morgunblaðið. Þegar rétt- ur kirkjunnar manna tii afskipta af stjórnmálum var rýmkaður fór Pítirím á þing. Þar var hann í nefndarstörfum og vann einkum að málefnum kirkj- unnar. „Það var erfitt vegna þess að iögfræðinga skorti sérþekkingu til að smíða nýja löggjöf. Við Aleksíj II., núverandi patríarki, unnum saman að þessu máli.“ Pítirím varð útgáfustjóri kirkjunnar þegar hann var aðstoðarmaður Aleksíjs I. Vegna stjórnarfarsins í Sovétríkjunum var útgáfustarfsemi kirkjunnar þó nokkrar skorður settar og það var helst á sviði tónlistar, sem hægt var að segja að hann hefði fijáls- ar hendur. Þegar hann fór á þing notaði hann stöðu sína einnig til að sinna menningarmálum, svo sem að gefa út kirkjutónlist. „Ég fór á þing til að sinna áhugamálum mínum,“ sagði Pítirím. „En ég tók upp erfið mál og varð helsti fulltrúi kirkjunnar í hópi, sem ekki mátti líta framhjá." Hann var fyrsti rússneski kirkju- maðurinn í Sovétríkjunum, sem tók sæti á fulltrúaþinginu. Hann kvaðst hafa verið valinn vegna þess að hann var sá maður kirkjunnar, sem mest bar á í Moskvu. Hann lét til sín taka í menningarmálum, landbúnaðarmál- um og barðist fyrir því að rússneskir hermenn, sem sendir voru til Afganist- an, nytu réttar síns. Framganga hans í því máli varð upphafið að kynnum hans af Míkhaíl Gorbatsjov, sem þá var við völd, og urðu þeir góðir vinir. Síðar bauð Pítirím sig fram til hér- aðsráðs Moskvu. Tveir kommúnistar buðu sig fram á móti honum og urðu úrslitin þau að erkibiskupinn fékk 98% atkvæða. Pítirím var 11. barn foreldra sinna. Faðir hans var prestur. í rétttrúnaðar- kirkjunni er málum þannig háttað að þeir prestar, sem ekki gerast munk- ar, mega kvænast og er jafnvel ætl- ast til þess. Hins vegar geta prestar ekki komist til hærri metorða innan kirkjunnar nema þeir séu munkar. „Faðir minn var handtekinn árið 1930 og þá ákvað ég, fjögurra ára, að verða prestur. Ég valdi þá leið að eiga ekki fjölskyldu. í skóla gekk ég hvorki í frumkvöðlahreyfinguna, né Komsomol [hreyfingar sovéska kommúnistaflokksins fyrir ungt fólk],“ sagði Pítirím. „Það hafa verið prestar í fjölskyldu minni þijár aldir aftur. Forfeður mínir voru trúboðar og komu upphaflega til fæðingarborg- ar minnar á 17. öld til að kristna heiðna þjóðflokka, sem þá bjuggu á þessum slóðum.“ Faðir Pítiríms var aldrei ákærður og látinn laus árið 1933. Hann var orðinn heilsuveill eftir prísundina og lést árið 1937. „Hann var áhrifamikill þar, sem hann starfaði," sagði Pítirím. „Eftir byltingu studdi hann Tíkhon patr- íarka, sem átti í útistöðum við yfir- völd af því að þau vildu gera út af við kirkjuna, og þess vegna var hann handtekinn.“ Sjálfur átti Pítirím ekki auðvelda daga í Sovétríkjunum, en fjölskyldan var sterk. „Þetta var að mörgu leyti erfitt líf,“ sagði Pítirím. „í fjölskyldu minni er sterk sjálfstæðishefð. Bræður mínir voru verkfræðingar, en enginn þeirra var í kommúnistaflokknum. Þeir kom- ust í sínar stöður af verðleikum. Það er stolt í fjölskyldunni og við reyndum að halda sjálfstæði okkar með því að haga okkur þannig að við lentum aldr- ei upp á kant við kerfið. Mín mesta heppni var að Aleksíj I. patríarki skyldi velja mig til að vinna hjá sér. Hann hafði umsjón með menntun minni. Patríarkinn var mjög strangur og hrósaði mér aldrei. En hann forð- aði mér frá því að gera vitleysur. Hann fékk mér aldrei ný störf nema hann væri viss um að ég héldi sjálf- stæði mínu.“ Bórís Jeltsín, forseti Rússlands, hvarf af sjónarsviðinu í tíu daga fyrr í mánuðinum. Samtalið við Pítirím fór fram áður en Jeltsín birtist aftur í gær og spurði erkibiskupinn þá hvaða af- sökun hann hefði notað í þetta skiptið. „Jeltsín er ekki hraustur," sagði Pítirím. „Hann þarf að hvílast og er í umsjá lækna. Þegar svoná stendur á heldur hann sambandi við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra." Hann sagði að Jeltsín hefði verið það háttsettur í kommúnistaflokknum á sínum tíma að hann hefði orðið að vera andvígur kirkjunni. Hann væri hins vegar af bændafólki kominn og rússneskir bændur hafa alltaf verið trúræknir. „Hann sækir nú kirkju og ég held ekki að það sé tóm sýndarmennska," sagði Pítirím. „Hann þiggur ráð af kirkjunnar mönnum um embættisverk sín og hefur nokkurt samband við patríarkann. Jeltsín komið miklu til leiðar í raun er ekki hægt að meta árang- ur Jeltsíns í forsetastóli fyrr en eftir á, en hann hefur komið ótrúlega miklu til leiðar og þar kemur reynsla hans þegar hann var héraðsritari kommúni- staflokksins í Úralfjöllum til góða. Hann er kraftmikill og áthafnasamur. Það er óvíst hvað verður, en hann virð- ist ætla sér að fara aftur í framboð.“ Rússland gengur nú í gegnum mikl- ar breytingar og þeim hafa fylgt ólga og upplausn. „Kirkjan er sú stofnun, sem helst getur stuðlað að stöðugleika," að sögn Pítiríms. „Þetta var sovéskum stjórn- völdum löngum ljóst og það var engin tilviljun að Stalín skyldi semja frið við kirkjuna í heimsstyijöldinni síðari þegar hann þurfti á stuðningi þjóðar- innar að halda. Sovésk stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á kirkjuna bæði innan og utan frá. Formlega hafði sérstök nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins um- sjón með kirkjunni, en auðvitað var sú nefnd skipuð mönnum, sem störf- uðu fyrir KGB. Þeir sendu njósnara í kirkjurnar. Stundum var sagt að sumir prestar villtu á sér heimildir, en sjálfur þekkti ég enga, sem það gerðu.“ Pítirím kvaðst þeirrar hyggju að ekki mætti alhæfa um þær afleiðing- ar, sem Sovétstjórnin hefði haft fyrir kirkjuna, en hún hefði þó borið mikinn skaðá af. „Staða kirkjunnar var þannig að flestir prestar máttu þola einhvers konar ofsóknir," sagði Pítirím. „Dæmi eru um að prestar hafi setið í fang- elsi áratugum saman. Það var höggv- ið stórt skarð í raðir okkar því að margir létu lífið fyrir hendi stjórn- valda." Margir eru svartsýnir um framtíð Rússlands og óttast að grunnt sé á öfgaöflum í þjóðfélaginu, en Pítirím telur að „lýðræðisþróun hafi skotið furðu djúpum rótum" í landinu. „Það eru þó ekki allir fylgjandi kirkjunni, en trúin er nauðsynleg og höfuðatriði að stöðugleiki náist,“ sagði hann. „Almenningur er trúaður, ekki síst konur. Ábyrgðarstöður karla múl- bundu þá á Sovét-tímanum, en konur gátu sýnt hetjuskap. Þegar karlmenn- irnir voru handteknir fóru konurnar þeirra oft á eftir þeim og eltu þá allt austur til Síberíu. Nú er farið að skrifa um þessa tíma. Það sem verið er að skrifa er misgott. Margt af því er of persónulegt til að hafa víðari skírskot- un, en samt verða persónulegar minn- ingar oft til þess að varpa ljósi á sög- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 27 Kirkjan er sú stofnun, sem helst getur stuðlað að stöð- ugleika. Það var engin til- viljun að Stalín skyldi semja frið við kirkjuna þegar hann þurfti á stuðningi þjóðarinnar að halda una. Skrif Solsjenítsins bera því vitni.“ Pítirím bætti því við að nú væri staða Solsjenitsíns, sem sneri aftur til Rússlands frá Bandaríkjunum í fyrra, sú að það væri „hlustað á hann, en ekki farið eftir honum". Stalín er ekki hátt skrifaður á Vest- urlöndum og oft og tíðum er hans getið í sömu andrá og Hitlers. Málið er ekki svona einfalt í Rússiandi. „Margir muna Stalín sem mikinn leiðtoga, sem breytti Rússlandi úr bændaþjóðfélagi í iðnríki," sagði Píti- rím. „Það heiðra margir Stalín í Rúss- landi, en í Þýskalandi er ekki að finna öflugan hóp, sem hampar Hitler." Hann var þess fullviss að komm- únisminn myndi ekki snúa aftur í fyrri mynd. Hins vegar væri Zjúganov, sem nú er leiðtogi kommúnista, óvitlaus og þótt hann fylgdi ýmsum kommún- ískum hugmyndum í efnahagsmálum, væri hann enginn alræðissinni. „í þingkosningunum í desember ætlar hann að velja millistig marxískra 4. kenninga og markaðshyggju," sagði Pítirím og bætti við að það væri vatn á hans myllu að ekki væri hægt að læra lögmál markaðarins nema með erfiðri reynslu. Á Vesturlöndum hefur verið dregin upp mjög einsleit mynd af ástandinu í Rússlandi og ber þar mest á umfjöll- un um glæpi. „Þessi mynd er rétt að svo miklu leyti, sem glæpirnir eru mest áber- andi,“ sagði Pítirím. „Rússland er hins vegar mikið flæmi. Ef við líkjum Rúss- landi við líkama, þá má segja að þótt hlutar Lans séu sjúkir eigi það ekki við um Iíkamann allan. Nýverið var ég á ferð í Jaroslavl, sem er um 200 km frá Moskvu. Þar var engin'hætta á götum úti hvort sem var að nóttu eða degi og gott framboð á varningi. Fátæklingar eru þar miklu minna áberandi en í Moskvu því að samhjálp fólksins er meiri og fjölskyldur standa saman. Ríkisstarfsmenn hafa það verst. Þeir, sem stunda búskap, hafa það sennilega betra nú en á tímum Stalíns. Það er ekki hægt að segja að það sé ringulreið alls staðar. Hún er mest í samskiptum framleiðslufyrirtækja. Framleiðendur lutu áður ráðuneytum, sem skipulögðu og miðstýrðu fram- leiðslunni. Nú er ekkert skipulag og þar kemur mafían til skjalanna. Nú fara fram átök innan hennar um að koma reglu á hina skipulögðu glæpa- starfsemi og hinum ofbeldishneigðari er komið fyrir kattarnef. Kúlikov, sem er nýskipaður innan- ríkisráðherra, kveðst nú vera í aðstöðu til að ná tangarhaldi á mafíunni og færa hana inn fyrir ramma laganna. Hætturnar af glæpastarfseminni eru fyrst og fremst á landamærunum við lýðveldin. Ástandið í Tsjetsjníju er afleiðing glæpastarfsemi. Nú eru menn, sem þekkja ástandið, að kom- ast í áhrifastöður og haldi þróunin svona áfram gæti náðst ákveðinn stöðugleiki. Hins vegar hefur alltaf verið til skipulögð glæpastarfsemi í Rússlandi. Mafían var til á tímum Sovétríkjanna, en meðan áætlunarbúskapurinn var og hét átti hún erfiðara uppdráttar." Ýmsir gera því skóna að ágreining- ur milli norðurs og suðurs, milli vest- rænna ríkja og múslima, muni taka við af kalda stríðinu. Ágreinings af þessu tagi ætti fyrst að verða vart í Rússlandi, sem hefur múslima bæði að nágrönnum og innan landamæra ríkjasambandsins. „Það er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af múslimum,“ sagði Píti- rím. „Hins vegar voru múslimar aldr- ei herskáir innan Sovétríkjanna. í Moskvu býr fjöldi múslima, sem aldr- ei hefur gert kröfur um sérréttindi sér til handa. Áhrif múslima eru þó ótvíræð og íslömsk ríki hafa blandað sér í mál- efni múslima í löndum gömlu Sovétríkjanna. Þetta má sjá í átökum Armena og Ásera og einn- ig í Kákasusfjöllum og Mið-Asíu. Ástandið í Bos- níu og gömlu Júgóslavíu er sambæri- legt. I Rússlandi er því oft haldið fram að þetta sé eins og liðskönnun og átökin notuð til að taka út stöðuna. Trúmálin eru ekki ástæða fyrir átök- unum, heldur notuð sem rök fyrir því að halda áfram að beijast. í keisaradæminu var trúarlegi ágreiningurinn aldrei uppspretta átaka. Mikilvægast var að tryggja efnahagsgrunninn. Á meðan öll trú- arbrögð sátu við sama borð fór því fjarri að upp kæmi ágreiningur. Þegar hallaði undan fæti í efnahagsmálum og upp kom misklíð var látið eins og trúarbrögðin væru ástæðan." Pítimír kvaðst þeirrar hyggju að þeir, sem stjómuðu Sovétríkjunum á eftir Stalín, hafi verið misjafnir, en enginn þeirra hafi verið mikill stjórn- andi. „Það komst enginn alvöru umbóta- maður til valda í Sovétríkjunum eftir Stalín, en ef til vill mátti finna góða eiginleika í einhveijum þeirra,“ sagði Pítimír. „Það má nefna Georgí Ma- lenkov [sem var leiðtogi frá andláti Stalíns 1953 til 1955] og Nikita Krústsjov gerði tilraun til að bijóta hefðir Stalíns á bak aftur, en hafði ekki „menningu" til þess að ná ár- angri. Leoníd Bijevsnev var viðkunn- anlegur í upphafi og mörgum fannst hann góður maður, en hann var ekki maður til að stjórna. Þegar dæma á Míkhaíi Gorbatsjov er einfalt að segja að hann hafi verið góður og húmanískt hugsandi maður, en til að vera pólitískur leiðtogi þarf að hafa meiri menntun og reynslu en Gorbatsjov hafði. Hann treysti of mikið á gamlingj- ana í kerfinu og ég benti honum á það, en hann sá það ekki sjálfur. Gorbatsjov er hins vegar ekki horfinn af sjónarsviðinu. Hann er nýbúinn að gefa út bók og hann lætur í sér heyra um málefni líðandi stundar." Af og til heyrast raddir um það hvort endurreisa beri keisaradæmið. Pítirím sagði að það væri ekki svo einfalt. „Nikulás II. sagði af sér og afsal- aði sér keisaradæminu fyrir hönd fjöl- skyldunnar og sonar síns, Nikolæjs," sagði Pítirím. „Það er því ekki um beinar erfðir að ræða. Rómanov ættin var farin frá völdum áður en keisara- dæmið var aflagt. Næsta skref væri því að kjósa keisara eins og þegar fyrsti keisarinn af Romanov-ættinni var valinn. Á undan Rómanov-ættinni ríktu sex keisarar, sem voru hvorki upphaf, né framhald keisarafjöl- skyldu. Þeir voru kosnir af jarðaþing- inu, þingi bojaranna." Pítirím ræddi um stöðu menning- armála í Rússlandi og kvaðst vilja tryggja að Islendingar færu ekki var- hluta af því. „Þrátt fyrir ófremdarástand á flest- um sviðum blómstrar menning í viss- um skilningi ogjiað eru frjóir tímar,“ sagði Pítirím. „Ég hef hug á að koma með sýningu hingað með verkum avant-garde listamanna og raunsæis- málara og einnig rússneskra kirkju- listamanna.“ Hann kvað erfiðara að segja til um stöðu rithöfunda og skálda. „Þessi kynslóð, sem gnæfði yfir á Sovét-tímanum — menn á borð við Jevtúsjenkó og Raspútín — er nú far- in að eldast. Nú er að koma fram ný kynslóð, sem hefur ekki rutt sér til rúms, en það er horft til hennar með eftirvæntingu Rússneskir listamenn velja sér ýmis viðfangsefni. Sumir skírskota til samtímans, en aðrir eru enn að fjalla um alræðið. Það er eins og menn séu alltaf að reyna að skilja það, sem gerðist. Þetta efni er hins vegar of sterkur réttur til að hafa á tungunni til lengdar. Nú eru þessi viðfangsefni að hverfa og það má segja að tónlist- armennirnir hafi verið fyrri til en aðr- ir. Það eru helst rithöfundarnir, sem enn eru að fást við Sovét-tímann. Kristin áhrif eru mikil í listum. Þessi áhrif koma vel fram hjá skáldum og rithöfundum. Það sést þegar blaðað er í bók- menntatímaritum. “ Það eru mikil kristileg umbrot í Rússlandi. Það sem einkennir rússnesku kirkjuna er áherslan á guðsþjónustuna sjálfa, litúrgíu og bænahald, frekar en á fræðilega hlið trúarinnar. Leið- togar kirkjunnar hafa lítið skrifað. Kirkjan á marga sterka menn af minni kynslóð. Þeir eru taldir hafa náð háu andlegu stigi og sumir jafnvel heilag- leika með ástundun trúarinnar fyrst og fremst. Þeir skrifuðu hins vegar ekki mikið, enda það verið fávíslegt af pólitískum ástæðum.“ Menntakerfið var snar þáttur í upp- byggingu Sovétríkjanna, en nú er margt að breytast. „I sovéska menntakerfinu var reynt að steypa alla í eitt mót í mið- og grunnskóla,“ sagði Pítirím. „Mestur árangur náðist í eðlisfræði og stærð- fræði. Sömu lög og þá eru enn í gildi að heita má, en miklar breytingar eiga sér nú stað. Það er áhugi á menntun með trúarlegum áherslum. Þetta kemur bæði fram í aðsókn í sunnudagaskóla og kristinfræðslu í almennum skólum. Þá eru að koma fram framhaldsskólar með kristindóm til grundvallar. Kirkjan er að reyna að komast að í fagskólum og háskól- um. Guðfræðin er ýmist tekin inn í deildir háskóla, eða nýjar deildir stofn- aðar. Það er mikils af þessari þróun að vænta. í Sovétríkjunum var kennt vísinda- legt trúleysi, en það er í raun og veru þversögn. Tilgangur þessarar kennslu var að kveða niður áhugann á kristni, en hún gat af sér áhuga á kristni." Sérstaða rétttrúnaðarkirkjunnar „Munurinn á rússnesku og katólsku kirkjunni er einkum fólginn í dulúð- inni og trúnni á kraftaverk. I rétttrún- aðarkirkjunni er meiri áhersla lögð á tilfinningar, trúarlega reynslu og dul- úð. Það er litið á hvern einstakling sem óijúfanlegan hluta yfirnáttúru- legrar heildar, og áhersla lögð á hið guðlega eðli mannsins. Það var Rómarrétturinn, sem skildi að kirkjurnar í austri og vestri, með áherslum sínum á rétt einstaklingsins. Þegar ég var þingmaður lagði ég áherslu á að tala ekki aðeins um rétt manna heldur einnig dyggðir og sæmd. Málið snýst ekki um dýrkun einstaklingsins, heldur aflið. Það má meira að segja halda því fram að Stal- ín hafi verið dáður fyrir þetta afl. Stalísminn var ófijór, en hann stóð samt nærri kollektívum hugsunar- hætti Rússa. 1 nissnesku kirkjunni er reynt að veita reynslu margra í einn fai-veg.“ Sagan sýnir að tímabil sterkra vest- rænna áhrifa eru umbrotatímar í Rússlandi. Pítirím sagði að nú tækj- ust á slavnesk og vestræn gildi í Rússlandi og ekki í fyrsta skipti. „Á 17. öld hafði evrópska endur- reisnin sterk áhrif á rússneska menn- ingu. Byltingin árið 1917 var mikill menningarharmleikur. í Sovétríkjun- um var gerð tilraun til að sameina marxíska kenningu rússneskri menn- ingu. En sú blanda átti ekki saman, var eins og svart og hvítt; ríki getur ekki verið bæði trúlaust og kristið. Á tímum Bijesnevs voru meira að segja gefnar út siðareglur, sem voru beint út úr Biblíunni. Útkoman var slæm, en neikvæð niðurstaða er líka niður- staða. En það er ekki hægt að henda reysnlu þriggja kynslóða, sem fram komu í Sovétríkjunum, í ruslið eins og gamalli tusku. Nú þegar ný sam- einingarþróun á sér stað má ekki gleypa hlutina hráa. Það veltur á fólk- inu hvað verður úr. I Rússlandi er fólk, sem vill græða, og fólk, sem vill afla reynslu. Það eru þeir, sem halda að Rússland sé einn risastór markaður eða þar sé að hafa ódýrt vinnuafl og auðlindir. Hugmyndir af þessu tagi leiða af sér glundroða. Það sem máli skiptir er að sameina og fá eitt út úr mörgu,“ sagði Pítirím og skírskotaði til þeirrar hugmyndar rétt- trúnaðarkirkjunnar að beina orku allra í einn farveg. Að beina orku allra í einn farveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.