Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Um sparnað í heil- brigðiskerfinu NOKKUR umræða hefur verið upp á síðk- astið um kostnað við heilbrigðisþjónustuna, m.a. í kjölfar viðtals við landlækni, frétta af að- gerðum til lækkunar lyfjakostnaðar, sumar- lokana sjúkrahúsa, fækkunar starfsmanna hjá Ríkisspítölunum auk annarra aðgerða. Lítið hefur farið fyrir tillögum um hvernig hægt væri að ná ár- angri í að lækka rekstr- arkostnað heilbrigði- skerfisins. í Evrópu- sambandinu og í bandaríska heil- brigðiskerfinu er stefnt að verulegri lækkun kostnaðar með pappírslaus- um samskiptum innan heilbrigði- skerfisins og í innkaupum og birgða- haldi. Eftirspurn eftir heilbrigðisþjón- ustu mun sennilega aukast frekar en minnka með hækkandi lífaldri. Ekki er raunhæft að ætla að hægt sé að minnka þjónustustigið sem neinu nemur frá því sem nú er. Þetta rekst á við ósk um lægri kostnað hins opinbera við heilbrigðisþjón- ustuna. Meðal kosta sem hægt er að velja um eru að leggja niður eitt- hvað af núverandi heilbrigðisþjón- ustu, lækka þjónustustigið, auka kostnaðarþátttöku sjúklinga og hag- ræða betur í heilbrigðiskerfínu. Af og frá að fækka lyúkrunarfólki í viðtali við Ólaf Ólafson land- lækni í Ríkisútvarpinu þann 06.08.95 kom fram, að það væri af og frá að fækka starfsfólki á bráða- deildum Ríkisspítalanna eins og áform eru um, frekar komi til greina að fækka starfsfólki á skrifstofum og öðrum deildum. Ólafur segir að afköst séu mikil á íslenskum sjúkra- húsum og meiri en í nágrannalöndum. Sjúklingum sem þurfa mikla umönn- un hafí fjölgað mikið síðustu ár. Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Heildarkostnaður við heilbrigðis- kerfið er áætlaður á þessu ári um 28 miljarðar kr. Af því eru (hjá Ríkisspítölum) laun rúm 65% af heildarrekstrarkostnaði, þar af eru laun hjúkrunarfólks 24%, lækna 13,5%, ófaglærðs starfsfólks 11%, önnur störf 7%, rannsóknarmenn 5,2%, lækna- og hjúkr. ritarar 2,4% og skrifstofufólk 2%. Önnur aðföng s.s. lækningavörur og rannsókna- stofuefni 8,0%, ýmis rekstrarvara 5,9%, al- mennt viðhald og orka 5,8%, lyf 5,7%, matvæli 3,3%, auk ýmis annars, samtals gera því aðföng tæp 35%. Þetta sam- svarar því að beinn kostnaður við aðföng sé tæplega 10 miljarðar kr. hjá heilbrigðisþjón- ustinni í heild. Ríkisspítalar eru stærsta heilbrigðis- stofnun landsins með um 7 miljarða veltu, auk þess eru um 400 aðrar rekstrareiningar sem veita heilbrigðisþjónustu s.s. læknaskrifstofur, læknamiðstöðvar, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðv- ar o.s.frv, samtals um 28 miljarða. Hér er um sömu starfsemi að ræða og hjá svipuðum stofnunum á Norð- urlöndum en hér er færra starfsfólk á aðalskrifstofu og sá rekstrarkostn- aður er því lægri sem því nemur. Ef borinn er saman rekstrar- kostnaður íslenska heilbrigðiskerf- isins í stjórnunarkostnaði og skrif- stofuhaldi, þá er hann á íslandi t.d. hjá Ríkisspítölum um 3-4% af veltu, meðan hann er á sama tíma 5-10% á Norðurlöndum og í Bandaríkjun- um yfír 15%. Hjá minni rekstrarein- ingum hér á landi er þessi kostnað- ur yfirleitt allnokkuð hærri en hjá Ríkisspítölum. Það kemur fram í endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1993, að Ríkisendurskoðun telur skrifstofuhaldið í nokkuð góðu horfí hjá Ríkisspítölum, en gerir athuga- semdir við ýmsar minni stofnanir. Þróunin í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum hefur athyglin á síðustu tveimur árum, beinst að tveimur þáttum sem ríkisstjórn Clintons Bandaríkjaforseta væntir að megi beita til að lækka tilkostn- að í heilbrigðiskerfinu. Uppgjör vegna sjúkratrygginga eru mjög flókin, þ.e.a.s. hjá þeim sem hafa slíka tryggingu, og er talið að með því að lækka tilkostnað vegna ein- földunar þeirra, aðfanga og beitingu vörustjórnunar, megi lækka veru- lega kostnað bandaríska heilbrigðis- kerfisins. Er það krafa bandarískra yfir- valda að samskipti altra í heilbrigð- iskerfinu við hið opinbera vegna reikninga fyrir þjónustu og uppgjörs á þeim verði í formi staðlara pappírs- lausa skeyta í gegnum tölvunet og það verði eina formið í samskiptum við hið opinbera innan tveggja ára. Með fjárfestingu í nýj- um vinnubrögðum, og tækni á sviði vörustjórn- unar er að mati Hol- bergs Mássonar, hægt að ná fram sparnaði í heilbrigðiskerfínu. t-------------------------- Stefnumótun Evrópusambandsins Síðasta sumar voru samþykkt af leiðtogum Evrópusambandsins á fundi á Corfu, tillögur um stefnu- mótun í atvinnu-, upplýsinga- og fjarskiptamálum, samkvæmt svo- kallaðri „Bangeman skýrslu" sem fjallar um atvinnu-, upplýsinga- og ijarskiptamarkaðinn, en Bangeman er framkvæmdastjóri stjómamefnd- ar Evrópusambandsins sem fer með fjarskipta- og tölvumál. Þar kom m.a. fram: Heilbrigðisnet - ódýrari og hag- kvæmari heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Evrópu. Tillaga er um að koma á beinum samskiptum með „víðfemu tölvuneti um Evrópu“, byggðu á samþykktum stöðlum, sem tengi saman lækna, spítala og heilsu- gæslustöðvar um alla Evrópu." Pappírslaus útboð - hagkvæmari stjórnun með lægri tilkostnaði. Til- laga er um að koma á betra verk- lagi í viðskiptum með hagnýtingu pappírslausra viðskipta við útboð hins opinbera frá birgjum sinum í Evrópu. Að þessu verði fylgt eftir með stofunun „tölvunets fyrir papp- írslaus útboð“. Hver er staðan? Laun á íslandi og í heilbrigðiskerf- inu, eru ekki það há að gera megi ráð fyrir miklum ávinningi þar við lækkun kostnaðar. Landlæknir telur að ekki sé hægt að ganga lengra í að fækka hjúkrunarfólki í bráða- deildum spítalanna. Skorið hefur verið af yfirvinnu hjá flestum þeim sem vinna í heilbrigðiskerfinu einnig hefur vinnufyrirkomulag verið end- urskipulagt með það að markmiði að lækka kostnað. Stjórnunar- og skrifstofukostnaður í íslenska heilbrigðiskerfinu (þ.e.a.s. 3-4% af veltu) er því sennilega nú þegar í sögulegu lágmarki. Gera má ráð fyrir m.a. að með aðild okk- ar að Evrópska efnahagssvæðinu Holberg Másson megi búast við aukinni upplýsinga- skyldu, flóknari uppgjörsmálum heldur en áður og mun sú vinna lenda á Tryggingastofnun ríkisins, á spítölunum og öðnim aðilum heil- brigðiskerfisins. Hvað má gera? Erlendis hefur náðst verulegur árangur, á síðustu árum, við að lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu með aukinni hagræðingu og altækri gæðastjórnun. Er það gert m.a. með því að beita markvissri vörustjóm- un, samtengingu tölvukerfa innan spítala og utan við aðra aðila í heil- brigðiskerfinu og utan þess. Hafa betri vinnubrögð og ný verkfæri á þessu sviði skilað nú þegar lækkun tilkostnaðar í „skrifstofu og að- fangakostnaði" erlendra heilbrigði- skerfa. Má þar á meðal annars nefna danska „MEDCOM" verkefnið og verkefni á vegum bresku heilbrigð- isþjónustunnar, NHS sem beinast að upplýsingaflutningi innan heil- brigðiskerfisins og samevrópska EUROHCS verkefnið sem beinist að aðföngum og vörastjórnun. Nú þegar er verið að vinna að þessum málum hérlendis og ýmis dæmi eru um vel heppnaða út- færslu, þ.á m. aukin útboð, bæði í gegnum Ríkiskaup og beint af hendi heilbrigðiskerfisins, s.s. hjá ríkisspí- tölum. Hjá þessum aðilum er til þekking og afl stærðarinar til að ná árangri. Halda þarf áfram á þessari braut, að stærri aðilamir reyni nýjar leiðir í hagræðingu og uppbyggingu á upplýsinga- og fjar- skiptakerfum og að öðram aðilum heilbrigðiskerfisins verði gert kleift að hagnýta sér þessa þekkingu, vinnubrögð og búnað. Hjá Tryggingastofun ríkisins er verið að vinna að gangsetningu á víðtæku upplýsinga- og fjarskipta- neti við öll apótek landsins, en gert er ráð fyrir veralegu hagræði í að flytja yfír í pappírslaust form, með- höndlun á þeim um 2 miljóna papp- írsgagna á ári, sem hafa verið flutn- ingsmáti upplýsinga á milli þessara aðila. í kjölfarið á þessu verkefni væri eðlilegt að tengja saman á v sama hátt alla aðra aðila heilbrigðis- kerfísins. Fjárfesting í spamaði Rétt er að byggja á því sem vel hefur verið gert og læra af því sem aðrir eru að gera hérlendis og er- lendis, stefnumótun þeirra, og hag- nýta það til árangurs. Aðalatrið er það, að til að ná þeim árangri sem stefnt er að erlendis þarf að líta á heildarþarfir heilbrigðiskerfisins < fyrir upplýsinga- og fjarskiptakerfi, ekki er nægilegt að líta einungis á eina staka stofnun eða einstak kerfi eða rekstrarliði. Með fjárfestingu í nýjum vinnu- brögðum og tækni á sviði vöra- stjómunar aðfanga í heilbrigðiskerf- inu er hægt að sýna fram á áþreyf- anlegan sparnað á 1 - 2 áram á þessum sviðum heilbrigðiskerfisins. Ekki er þýðingarminna að auðveld- ara verður að sporna við áframhald- andi hækkunum í rekstrarkostnaði. Aðföng heilbrigðiskerfisins kosta beint um 10 miljarða á ári fyrir utan laun þeirra starfsmanna sem sinna þessum þætti. Algengt er að birgða- og innkaupakostnaður nemi um 25-35% af kostnaðarverðmæti birgða. Ekki sé ólíklegt að lækka megi nokkuð heildarrekstrarkostn- að heilbrigðiskerfisins með átaki á þessu sviði. Höfundur starfar m.a. við ráðgjöf við hugnýtingu á upplýsingatækni og fjarskiptum. Sigrúnu minnir og minnir ENN einu sinni ber Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi fyrir sig ósannsögli um aukafj- árveitingar sem borgar- ráð samþykkti í borgar- stjóratíð minni. Þær 149,6 milljónir króna sem þá voru samþykkt- ar í aukafjárveitingar eru nú, að hana minnir, orðnar að 700 milljón- um króna Þrátt fyrir að ósannindi Sigrúnar hafi verið leiðrétt í borgar- stjórn hefur hún nú orð- ið uppvís að því að bera út þessar rangfærslur, m.a. í Helgarpóstinn. Því var strax svarað og sendi ég Helgarpóstinum ljósrit af aukafjár- veitingum borgarráðs allt árið 1994 - svo samanburðurinn væri augljós. Einhverra hluta vegna hirti blaðið ekki um að koma þessum leiðrétting- um á framfæri. í Morgunblaðinu þann 19. ágúst sl. ber Sigrún sömu ósannindi fyrir sig. Þar segir Sigrún m.a.: „Ámi eyddi að mig minnir um 10 millj- ónum króna á dag um- fram heimildir eða um 700 milljónum króna þessa örlagaríku valda- daga.“ Þó Sigrúnu minni og minni að „ég hafi eytt“ hundruðum milljóna er það rangt, hversu oft sem hún fær þó ósannindin birt. 149,6 milljónir urðu að 700 milljónum Staðreyndimar eru þær að á öllu síðasta ári námu aukafjárveit- ingar borgarráðs 953,5 milljónum króna, eða að meðaltali um 238 milljónum króna á hveijum ársfjórðungi. Þær aukafjárveitingar sem samþykktar voru undir minni stjórn á öðrum ársfjórðungi 1994, námu 149,6 milljónum króna. Þessar staðreyndir sýna að skrif Sigrúnar Magnúsdóttur um aukafjárveitingar borgarráðs hafa einhvern annan til- Ósannindi duga ekki Sigrúnu Magnúsdóttur, -------3»--------------- segir Arni Sigfússon sem hér fjallar um auk- afjárveitingar Reykja- víkurborgar. gang en að segja borgarbúum sann- leikann. Allar aukafjárveitingar samkvæmt samkomulagi Þess vil ég einnig geta að „eyðsla mín“ var framkvæmd samkvæmt samkomulagi á milli meirihluta og minnihluta um að aðeins skyldu sam- þykktar þær aukafjárveitingar sem ekki væri andmælt af minnihlutanum - þar sem svo nærri væri kosningum. Sá borgarfulltrúi sem lagði hvað mesta áherslu á að þessi vinnubrögð yrðu viðhöfð var Sigrún Magnúsdótt- Árni Sigfússon. Millj.kr Sumarnám við Iðnskólann................................................28,9 2. hæð Rimaskóla..................................................... 37,0 Sumarstörf fyrir skólanema hjá ÍTR.....................................25,0 Fyrirframgr. á leigu Árbæjarskóla vegna leikfimiaðstöðu hjá Fylki......12,5 Tilraunaverkefnið„íbúðáefrihæð“....................................... 9,9 Samnýting bílastæða hjá KFUM & K v/ Holtaveg vegna Laugardalsins.......7,6 Styrkur til Þróunarf. Rvk. v.br. á 1. hæð Tollhússins fyrir Kolaportið..6,0 StyrkurtilheimaþjónustualdraðraávegumRKI................................5,2 íþróttafélagiðFjölnirv/framkvæmdaviðholræsi.............................4,0 ÞjóðdansafélagReykjavíkur...............................................1,5 TónlistarskólinníGrafarvogi(fyrirframgreiðslav/launa)...................5,0 Biðskýli í Lækjargötu...................................................1,2 MengunarrannsóknirviðKlettagarða.......................................0,4 LeigusamningurÍTRvegnahúsnæðisíJafnaseli...............................1,4 Iþróttafélagfatlaðra - rekstur ’95.....................................0,5 Tilleikfangasafnsdagmæðraoglagfæringaráhúsnæði..............-...........0,5 Landsmót í skólaskák...................................................0,05 Hala-leikhópurinn - tæknibúnaður.......................................0,05 Lúðrasveit Reykjavíkur - fasteignaskattur..............................0,06 Skáksamband Reykjavíkur - fasteignaskattur.............................0,986 LúðrasveitVerkalýðsins-rekstur.........................................0,260 ir. Aukafjái-veitingar þessa timabils rannu til eftirtalda aðila ( sjá töflu). Sigrún Magnúsdóttir verður sjálf að eiga það við sig hvernig hún fjall- ar um borgarmál og þá sem sitja með henni í borgarstjórn. Ég efast um að þær aðferðir hennar að fara með ósannindi gagnist borgarbúum. Verkefni borgarfulltrúa er að gæta hagsmuna borgarbúa. Vissulega get- ur okkur greint á um hvaða leiðir eru bestar til að ná því markmiði, en við ættum að geta forðast per- sónulegar ávirðingar. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- V manna í borgarstjórn Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.