Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 31 Konur og börn í neyð: „Ómeðvitað sam- særi“ ffegn konum SJÁLFBOÐALIÐÁR Rauða kross íslands munu knýja á dyr landsmanna sunnu- daginn 3. september næstkomandi og leita eftir framlögum lands- 'manna til styrktar konum og börnum í gömlu Júgóslavíu og afskekktum fjalla- héruðum Víetnams. Hörmungamar í Bos- níu og nágrannalýð- veldunum eru færðar inn í stofu til okkar á hveiju kvöldi og grát- legt er að horfa upp á getuleysi hins svokall- __ Sigrún Árnadóttir aða samfélags þjóðanna til að binda enda á styijaldarátökin á Balkan- skaga. A hveiju kvöldi sjáum við að það eru fyrst og fremst konur og börn sem eru saklaus fórnarlömb átak- anna. Þannig er það í öllum styijöldum. Al- þjóðahreyfing Rauða krossins áætlar að mik- ill meirihluti saklausra fórnarlamba í stríði séu konur og böm. í bráð eru það konur og börn í Júgóslavíu og Víetnam sem þarf að líkna - en í lengd eru það konur og böm um allan heim sem við, sem erum aflögufær, þurfum að hjálpa til sjálfshjálpar. Nýútkomin skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (United Nations Development Pro- gramme), Skýrsla um mannlega þróun 1995, hrópar á aðstoð við þetta gríðarlega verkefni. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að eng- ar konur í heiminum standi jafn vel Landssöfnun Rauða krossins handa konum og börnum í neyð er, að mati Sigrúnar Árnadóttur, góð byrjun á brýnu átaki. að vígi og norrænar konur hvað varðar efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði. í skýrslunni er til þess tekið að í stjórnmálum séu norræn- ar konur virkastar allra kvenna í heiminum, 35% norrænna þing- manna séu konur og 31% norrænna ráðherra. Þar kemur einnig fram að á ámnum 1990-1994 hafí 15% íslenskra sveitar- og bæjarstjóra verið konur, 24% þingmanna og 15% ráðherra. Markmiðið er að færa lit í kinnar bamanna Sigríður Guðmundsdóttir I FJALLAHERUÐ- UNUM nyrst í Víet- nam, nærri landamær- unum að Kína, hefur tímabundið hungur verið iandlægt árum saman. Uppskeran dugar ekki til að brauðfæða íbúana. Þeir eru hungraðir þar til næsta uppskera hefur verið færð í hús. Bömin era smærri en þau ættu að vera, þau hætta að vaxa vegna þess að þau fá ekki nóg að borða. Og þá er líkaminn ófær um að beijast við sjúk- dóma á borð við malaríu og blóð- kreppusótt. Þær efnahagslegu og pólitísku breytingar, sem nú era að verða í Víetnam, leysa úr læð- ingi lífsorku sem hefur verið hald- ið niðri áram saman og skapa auk- inn hagvöxt í borgum og bæjum. En breytingarnar ná ekki út í sveit- irnar. Þar verða hinir ríku ríkari og hinir fátæku ennþá fátækari. Að auki er sveitafólkið ráðvillt: það er ekkert yfirvald lengur sem fyr- irskipar um alla skapaða hluti frá morgni til kvölds. Hjálp til sjálfshjálpar Hinir nýju tímar í landinu hafa einnig dregið úr aðgengi að lækn- isþjónustu og lyfjum. Heilsugæslu- stöðvar eru að vísu fleiri en áður — en það er langt á milli þeirra og lyf era ekki tii. Hinir veikustu í sveitunum komast því aldrei til heilsugæslustöðvanna. Þá er fólks- fjölgunin i landinu of ör og fólki ér refsað ef það eignast fleiri börn en tvö. Sektin fyrir hvert umframb- arn er 300 kíló af hrísgijónum — og það er þungur baggi fyrir fjöl- skyldu sem átti ekki nóg að borða fyrir. Enn verra er að getnaðar- varnir hafa til þessa verið nánast ófáanlegar. Þetta er sá raunveruleiki sem blasti við þegar danski Rauði krossinn og sá víetnamski hófu samstarf um að byggja upp ein- falda heilsugæslu á völdum svæð- um í landinu. Þessi „einfalda heil- sugæsla“ felst í því að skapaður er aðgangur að hreinu vatni, veitt fræðsla um næringarþörf, tryggt framboð á algengustu lyfjum og getnaðar- vörnum og skipulögð fæðingar- og mæðra- hjálp. Sjálfboðaliðar í sveitaþorpunum fá þjálfun til að geta tek- ið leiðbeiningarhlut- verkið að sér. Rauði krossinn hjálpar fólki af stað með þekkingu og fjármuni og síðan er því ætlað að sjá um sig sjálft. Að öðrum kosti myndi verkefnið falla um sjálft sig jafn- skjótt og Rauði krossinn hyrfi á braut. íslensk framlög til fjallabúanna Rauði kross Danmerkur hefur stutt þetta verkefni undanfarin misseri - en nú stendur peninga- skortur áframhaldandi starfi fyrir þrifum. Fieiri þarf til. Rauði kross Islands hefur því ákveðið að leggja sitt af mörkum til að þessu verk- efni megi halda áfram - og hluta þess fjár, sem safnast í Landssöfn- uninni Konur og börn í neyð sunnu- daginn 3. september næstkomandi verður varið til starfsins meðal fjallabúanna í Víetnam. Fæðingarhjálp og mæðraeftirlit hefur til þessa verið óþekkt fyrir- bæri í fjallahéruðunum og því hef- ur barnadauði verið mikill og fóst- urlát tíð — enda vinna konurnar á akrinum allt til síðustu stundar. Staða kvenna á þessum slóðum er raunar um margt afar ólík því sem við þekkjum hér heima. Það er fyrst og fremst á þeirra eigin ábyrgð hvort þær verða bamshaf- andi. Fæðingin sjálf er sömuleiðis á þeirra ábyrgð. Þegar tíminn kem- ur fer konan út í skóg, fæðir barn sitt hjálparlaust og sker á nafla- strenginn með bambusflís. Ef hún kemur ekki aftur, þá hefur hún ekki haft það af. Komi hún aftur án barnsins, er það vegna þess að barnið hefur ekki haft það af. Á því ári sem liðið er frá því að Rauði kross Danmerkur og Ví- Fæðingarhjálp og mæðraeftirlit hafa verið óþekkt fyrirbæri í fjalla- héruðum Víetnam, segir Sigríður Guð- mundsdóttir sem vill minna á söfnun Rauða krossins fyrir konur - og börn í neyð. Ósýnilegt framlag kvenna Af þessu getum við vitaskuld verið stolt - en þótt ástandið hér heima sé að sönnu miklu betra en víðast hvar í heiminum þykir okkur eðlilega að betur megi standa að verki og að það miði hægt í áttina til raunveralegs jafnréttis karla og kvenna. í fyrmefndri skýrslu er komist að þeirri niðurstöðu að hvorki meira né minna en 16 tril- ljónir dollara (16.000.000.000.000) séu hvergi sjáanlegar í efnahags- skýrslum heimsins. í þessarri ótrú- legu fjárhæð er áætluð ólaunuð vinna kvenna og karla og vanláunuð vinna kvenna samkvæmt ríkjandi aðstæðum á vinnumarkaði. Af þessu er sá hlutur kvenna sem „ósýnilegur" er 11 trilljónir dollara, eða um 6500 billjónir (milljón millj- ónir) íslenskra króna. Höfundar skýrslunnar fullyrða að þessi lágu laun kvenna hefti ekki aðeins kaupgetu þeirra, heldur grafi enn frekar undir lágri þjóðfé- lagsstöðu kvenna í mörgum ríkjum, sem og rétti þeirra til að eiga eign- ir og eiga aðgang að fé lánastofn- ana. Aðalhöfundur skýrslunnar, Mah- bub ul Haq, fyrram ráðherra í Pa- kistan, orðar það svo að um allan heim sé í gangi „ómeðvitað sam- særi um að vanmeta vinnu kvenna og framlag þeirra til þjóðfélagsins." Hann bendir á að í nærri öllum löndum heims vinni konur lengri vinnudag en karlar en uppskeri samt minna fyrir erfiði sitt. Ef vinnuframlag kvenna kæmi fram á réttan hátt í hagtölum ríkja, mundi það kveða niður allar goðsagnir um að karlmenn væra aðalfyrirvinnum- ar í heiminum, segir ul Haq. Lengri vinnudagur einskis virtur Meðal niðurstaða þessarar gagn- merku skýrslu, sem væntanlega verður eitt helsta vinnuplaggið á kvennaráðstefnunni í Kína, má nefna eftirfarandi: • Bæði í þróunarríkjum og iðnþró- uðum ríkjum fá karlmenn bróð- urpartinn af tekjunum og viður- kenningunni fyrir sitt efnahagslega framlag - en mestur hlutinn af vinnu kvenna er ólaunaðaður, van- metinn og einskis virtur. • Konur vinna lengri vinnudag en karlar í nsqu-hverju einasta landi. Af heildarvinnunnni, launaðri og ólaunaðri, vinna konur 53 prósent í þróunarlöndum og 51 prósent í iðnríkjunum. • Í iðnríkjunum fara rúmlega tveir þriðju af vinnuframlagi kvenna til ólaunaðrar vinnu, en einn þriðji til launaðra starfa. Vinna karla skipt- ist í öfugum hlutföllum. • í þróunarríkjum fara líka tveir þriðju af vinnutíma kvenna í ólaun- aða vinnu. Innan við einn fjórði af vinnu karla er ólaunaður. Menntun kvenna besta fjárfestingin Margvíslegar tillögur um umbæt- ur er að finna í skýrslunni, s.s. að hrinda í framkvæmd lykiláætlunum um bætta almenna menntun kvenna, auka fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir, og að veita meira lánsfé til fyrirtækja kvenna. Ljóst er að ávinningurinn af því að mennta stúlkuböm á sér fáar hliðstæður í þjóðfélagslegum íjár- festingum. Ávinningurinn er áþreif- anlegur fyrir konur, fjölskyldur þeirra og fyrir samfélagið. Kannan- ir hafa sýnt að fyrir hvert aukaár af menntun sem stúlkur fá fækkar barnsfæðingum um 5-10% og tekjur þeirra hækka um 10-20%. Samt er það svo, að af þeim 900 milljónum manna sem eru ólæsar og óskrif- andi { heiminum, era konur tvöfalt fleiri en karlar. Á síðustu áram hafa konur víða um heim náð nokkurri stjórn á lífí sínu með því að geta ákveðið sjálf- ar fjölda bama sinna og árabil milli þeirra. En samt geta konur í of mörgum löndum ekki gengið að heilsugæslu vísri og réttur þeirra í barneignamálum er ekki tryggður. Um 125 milljónir kvenna skortir enn aðgang að getnaðarvörnum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af orsökum tengdum meðgöngu. Og alnæmi er ein helsta dánarorsök kvenna í ýmsum stórborgum. Landssöfnun Rauða krossins leysir vitaskuld ekki allan þennan vanda - en dyggur stuðningur al- mennings getur verið góð byijun, til dæmis fyrir konurnar í fjallahér- uðum Víetnams. Og hvað varðar gömlu Júgóslavíu þá er augljóst og sjálfsagt að við hér á íslandi, sem flest eram aflögufær, sýnum samúð okkar og stuðning í verki með því að taka vel á móti sjálfboð- aliðum Rauða kross íslands á sunnudaginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross íslands etnam hófu samstarf um uppbygg- ingu einfaldrar heilsugæslu í fjalla- héruðunum hefur margt áunnist. Sum barnanna hafa aftur fengið lit í kinnamar. Markmið söfnunar- innar fyrir fjallabúana í Víetnam á sunnudaginn er að koma lit í kinnar allra bama á þessu svæði. Höfundur er skrífstofustjóri aI- þjóðaskrifstofu Rauða kross ís- lands. Bútasaumsefni 1.000 nýjar gerðir frá helstu framleiðendum voru að koma. Ávallt 400 bókatitlar á staðnum. Sími 568-7477 €$V!RKA Mörkin 3 V.ý við Suðurlandsbraut. °Pið - tO, 18. sf. ) ," -""""" \ - f: i ? sunnuaag 13-17 í verslunum okkar við Holtagarða ■ lf V A BONUS iffl 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.