Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 34
—34 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ : MINNINGAR KRISTINJONINA ÞÓRARINSDÓTTIR + Kristín Jónína Þórarinsdóttir var fædd í Ólafsvík 4.júlíl921,húnlést á sjúkrahúsi Akra- ness 17. ágúst sl. Foreldrar Kristín- ar voru Þórarinn Guðmundsson, fæddur 7. apríl 1897 í Ólafsvík, dá- inn 19. mars 1961, og Fanney Guð- mundsdóttir, fædd 27. mars 1896 í 01- afsvík, dáin 25. mars 1964. Systkini Kristínar voru: Elías Þórarins- son, f. 20.7 1917, dáinn 15.11. 1979, Hrefna Þórarinsdóttir, f. 5.12. 1918, d. 14.7. 1988, Guðmundur Þórarinsson, f. 27.7. 1923, d. 20.8. 1989, Helga Þórarinsdóttir, f. 12.10. 1925, d. 29.9. 1958, Ólafur Þórarins- son, f. 21.7. 1928. Eiginmaður Kristínar var Sívar Hjelm, fæddur 21. desember 1915 í Vogi á Suðurey í Færeyjum, dáinn 23. mars 1974. Börn son, f. 11.10. 1940, maki Sigríður Hjelm og eiga þau 6 börn, eru 5 þeirra á lífi, og 9 barna- börn. 2) Þorsteinn Guðmundsson, f. 23.9. 1942, maki Erla Þórisdóttir og eiga þau 5 börn og 3 barnabörn. 3) Jó- hanna Hjelm, f. 22.4. 1944, maki Gylfi Scheving, eiga þau 4 börn og 4 barnabörn. 4) Lilja Hjelm, f. 27.7. 1947, maki Jóhannes Kjartans- son og eiga þau 3 börn og eitt barnabarn. 5) Herbert Hjelm, f. 3.9. 1950, maki Borghildur Vilhjálmsdóttir, þau eiga 3 börn og eitt barnabarn. 6) Sig- urjón Helgi Hjelm, f. 27.2. 1959, ókvæntur og barnlaus. 7) Krislján Valtýr Hjelm, f. 11.12.1962, maki Anije Möller. Kristján á 1 barn. Útför Kristínar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst Kristínar eru: 1) Bragi Eyjólfs- athöfnin kl. 14.00. MÓÐIR okkar er látin, í raun var mamma meira en það hún var líka pabbi okkar því fyrir rúmum 20 árum lést hann, Sívar Hjelm. Við vorum 11 ára og 15 ára yngstu bræðurnir og eldri systkinin búin að stofna heimili. Áfallið var mikið að verða ekkja með tvo stráka vart komna á unglingsár. Hlutirnir urðu að ganga upp, hún skipti bara um 3rgír og lét hlutina ganga. Hún sýndi óbilandi jafnaðargeð og bar full- komið traust til unglingsára okkar. Hún átti svo auðvelt með að skilja „hina hliðina" á málinu, okkar hlið unglinganna. Það var einfaldlega ekki hægt að bregðast manneksju sem skildi mann og treysti. Fullorð- insár okkar tóku við og barnabörn mömmu urðu unglingar og enn skildi mamma „hina hliðina" mjög vel og skildi alltaf. Það voru allir velkomnir á heimili hennar og var mjög mikill gestagangur hjá henni í kaffi og til að smakka hinar marg- rómuðu hveitikökur. Það fór enginn svangur frá henni hvorki við systk- inin né gestir. Mömmu fannst ein- ¦^. staklega skemmtilegt að fara út að skemmta sér og dansa, já hún gat dansað fram á rauðanótt, allir voru löngur orðnir þreyttir, þá sveif hún um dansgólfið eins og fiðrildi, geisl- andi af lífsgleði, og það var ósjald- an sem hún nefndi hvað það væri skemmtilegt að vera ung stelpa í dag og læra dans, hún mamma var alltaf ung stelpa þó svo árin liðu. Mamma hafði gaman af útiveru og leik og dáðist að ungu kraftmiklu íþróttafólki enda var hún annálaður göngugarpur. Hún tók þátt í starfí eldri borgara af miklum áhuga ásamt góðvini sínum Hilmari Pouls- en. Það var ósjaldan sem þau tvö fóru hringinn í kringum Snæfells- l*"jökul á jeppanum hans Hilmars og stoppuðu þau þá á Arnarstapa eða á Hótel Búðum til að fá sér kaffi- sopa. Reyndist Hilmar mömmu mjög vel og á hann þakkir fyrir. Nú hafa leiðir okkar við þessa gef- Sérfræðingar í blómaskre) tingum við öll iækifa*ri B) blómaverkstæði IMNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 andi og elskulegu persónu sem mamma var skilist. Sárið er djúpt og söknuðurinn mikill. Hún býr í hjarta okkar. Og við viljum minnast hennar með japönsku spakmæli. „Lífið er jafnlangt hvort sem grátið er eða hlegið. Engin leið er löng í samfylgd vina." Hennar minning lifir. Helgi og Kristján. Ég kveið því mikið að hitta tengdamömmu mína í fyrsta skipti en sá kvíði var óþarfi, því að hún var og er elskulegasta kona sem ég hef kynnst - jákvæð, hress og lífsglöð. Hún var ekki þessi gamla kona sem situr heima og lætur tím- ann líða. Hún hafði greinilega alit annað á prjónunum, og var það í raun mjög margt. Oft var hún á þeytingi um allan bæ, annaðhvort gangandi eða í bíltúr með góðvini sínum, Hilmari. Hvar fékk hún alla þessa orku? Jákvætt hugarfar. Hún var ekki að velta sér upp úr smá- munum og leit lífið björtum augum. Það var ósjaldan að hún og Helgi sonur hennar buðu mér í mat og oft þurfti ég að lengja í beltinu á buxunum þegar ég fór þaðan, eng- inn mátti fara svangur frá Kristínu. Ég mun sakna hennar mikið þótt kynnin okkar hefðu mátt vera miklu lengri. Börnum hennar og ættingj- um votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi hana. Antje. Ástkæra dúllan mín er farin. Ég sit heima hjá mér og horfi á myndina af henni og kertaljósin, trúi því varla að hún sé búin að kveðja. En það eitt sem vitum við er að öll eigum við eftir að kveðja, þó að það sé alltaf sárt að horfa á eftir þeim ástvini sem manni þykir svo vænt um. Amma Stína var alltaf svo hress og kát og hver man ekki eftir henni strunsandi niður á Ólafsbraut í vín- rauðu kápunni og með brúna eða svarta veskið sitt. Ég ætla ekki að rekja æviferil ömmu minnar heldur þakka henni fyrir það að hafa fengið þau forrétt- indi að eiga hana að. Alltaf var amma mín til staðar þegar ég þurfti á henni að halda bæði sem barn og gift kona. Þegar ég gifti mig fyrir átta árum, þá var það aldrei spurning hvenær það yrði, auðvitað 4. júlí á afmælisdegi ömmu, ég veit að hún var ánægð með það og lét hún mig oft vita af því. Það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu og afa í Grænuhlíð, en því miður hafði ég ekki afa minn í mörg ár, hann lést þegar ég var 11 ára, man ég eftir hvað amma var sorgmædd í langan tíma, en hún reif sig upp eins og endranær og fór út á vinnumarkaðinn, hún vann í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og skúraði á bæjarskrifstofunni í nokk- ur ár. Eftir að amma hætti að vinna fór hún að snúa sér að eldriborgara- starfinusem er mikið og blómlegt hérna í Ólafsvík og Hellissandi. Hún var alltaf sérstaklega ánægð þegar átti að fara í einhverja ferð eða á ball, var hún alltaf búin að pakka öllu niður vikuna áður en átti að fara í ferðina og dressa sig upp í fínu fötin löngu áður en ballið byrj- aði. Og ef hún hitti nágranna minn, hann Rúna sem var í hljómsveitinni Bros, þá var það fyrsta sem hún spurði hann, hvenær verður næsta ball hjá okkur gamla fólkinu. Svona var hún amma, vildi alltaf vera þar sem fjörið var. Síðastliðið haust eignaðist hún mJ°g góðan vin og dansfélaga sem heitir Hilmar og reyndist hann henni vel og sást það best þegar það fór að bera á hennar veikind- um, alltaf var hann að biðja hana að fara til læknis og láta athuga sig, því miður var þeirra samveru- tími of stuttur. Þegar ég keyrði ömmu á Akra- nesspítala í rannsókn 26. júlí sl. þá kom það ekki upp í minn huga að hún ætti ekki eftir að koma heim. Þessar stundir sem ég átti með henni á spítalanum voru yndislegar, henni þótt svo gott að láta dúlla við sig, bera á sig krem og varalita sig því hún vildi alltaf vera svo fín og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Hún vildi fylgjast með öllu sem var að gerast fyrir vestan og hafði líka áhyggjur af því að ég væri að hanga yfír henni, því ég hefði nóg að gera heima hjá mér, en hún varð líka róleg þegar ég sagði henni að ég hefði verið búin að lofa henni að vera eins mikið hjá henni meðan hún væri að ná sér og Stína systir passaði strákana þegar Ási væri úti á sjó. En amma náði sér aldrei upp úr þessum veikindum og síðustu tveir dagarnir voru erfiðir að horfa upp á þessa lífsglöðu konu fá þriðja blóðtapann og leggjast undir hníf- inn síðasta daginn sem hún lifði, en sú aðgerð tókst vel. Því miður var það ekki nóg, því annar sjúk- dómur hafði blossað upp og það er sá sjúkdómur sem læknavísindin eiga ekki svo auðvelt með að eiga við. Meðan ég stóð við rúmið hennar ömmu þegar hún var að kveðja þá flaug margt um hugann minn sem ég vil lýsa með þessum ljóðum. Úr fjarlægð heyrist fagnaðshljómur og fáni blakti á hverri stöng. Það barst í húsið eins og ómur af æskuleikjum, gleði og söng. En kringum þig var kyrrt og rótt og hvíslað lágt og stigið hljótt. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lifs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Benediktsson) Ég minnist með þakklæti, hyað amma var góð og hlý við mig, Ása og strákana okkar. Ég vona að góður guð styrki okkur öll og styðji í þessari miklu sorg, minning um ömmu okkar mun lifa í okkar hjarta. Þín Margrét G. Scheving. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá~ að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma fmnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Við bræðurnir vonum að langömmu líði vel núna og þó að söknuður sé mikill erum við þakk- látir fyrir þann tíma er við nutum samvista við hana. Friðbjörn og Gylfi. Mín ástkæra amma er nú horfin frá mér, þessi lífsglaða kona sem lífið lék við, tekin svo hratt að ég varia átta mig á því. Fyrstu æsku- minningar mínar af ömmu nöfnu voru þegar hún bjó að Ólafsbraut 40, Ólafsvík, og ósjaldan hljóp ég niður brekkuna til að komast í heim- sókn til hennar. Eftir að amma flutti að Engihlíð 22 og ég fékk bílpróf urðu ferðir mínar nær daglegar til að bjóða henni í bíltúr eða bara til að spjalla. Ömmu fannst frábært að koma með okkur stelpunum á rúntinn og hlusta á músik, þótt ald- urmunur á okkur væri 50 ár, hún var svo ung í anda. Amma gat hlustað á mann láta dæluna ganga án þess að þreytast eða sýna manni óþolinmæði, hjarta hennar var stórt og göfugt, vinir mínir voru vinir hennar. Ómmu er best lýst þegar ég lenti í alvarlegu umferðarslysi í apríl síðastliðnum. Það var baráttu- vilji hennar og dugnaður sem hélt mér gangadi og á ég henni að þakka bata minn í dag. Vegna fjarveru minnar frá vinnu hef ég verið tíður gestur hjá ömmu, stundum oft á dag að spjalla við hana og góða vin hennar Hilmar um allt milli himins og jarðar, böll, gamla tímann, og er þessi tími demantur í mínu lífi. Amma sýndi mikinn kjark og ró- lyndi í veikindum sínum. En maður verður að sættast við Guðs verk. Hjarta mitt er fullt af söknuði og ég er hálf manneskja í dag. Ég leit aldrei á þig sem eldri manneskju heldur jafnaldra og bestu vinkonu eins og máltækið segir, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Elsku amma, hvíl í friði í guðsríki, þín verður sárt saknað. Og með þessum kveðjuorðum. Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin hvað grætti oss þá. Oss þykir þungt að skilja en það er Guð að vilja. Og gott er allt, sem Guði er frá. Þín Kristín Scheving. Kristín var mér eins og amma. Þegar ég kom í fyrsta sinn í fjöl- skylduna tók hún mér opnum örm- um. Hlátur hennar var smitandi og hún var elskuleg og umhyggjusöm persóna. Við bundumst mjög sterk- um vináttuböndum og við áttum marga góða stund saman. í hvert sinn sem ég var miður mín var hún mér ætíð innan handar. Vinátta okkar deyr aldrei vegna þess að hún er og verður ævinlega í hjarta mínu. Eg elska hana og sakna hennar. Ég mun minnast hennar í bænum mínum þangað til við hittumst aftur í himnaríki drott- ins. Megi Guð blessa þig. Þín vinkona að eilífu, Maggy. JOHANN ÞORSTEINSSON + Jóhann Þor- steinsson, bóndi í SandaseU, fæddist 4. september 1897 að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Jóhann andaðist laugardag- inn 19. ágúst síðast- liðinn að 11júkrunar- heimilinu á Kirkju- bæjarklaustri. J6- hann var sonur Þor- steins Pálssonar, f. 1847, og Jóhönnu Einarsdóttur, f. 1859. Kona Jóhanns var Vilborg Guð- mundsdóttir, f. 12.12. 1893, d. 13.6. 1977. Börn þeirra eru Páll, f. 1924, giftur Þórhildi Elíasdóttur; Ingibjörg; f. 1925, gift Þorvaldi Halldórs- syni; Óli Ragnar, f. 1926, giftur Margréti Jómundsdóttur; Jó- hanna, f. 1928, gift Markúsi Runólfssyni; Sigurlína, f. 1929, gift Einari J. Gíslasyni; Steinþór, f. 1932, giftur Margréti ísleifs- dóttur og Gunnar, f. 1935, giftur Ingu Elíasdóttur. Jóhann verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin kl. 14. JÓHANNI í Sandaseli kynntist ég þegar Sigurlína dóttir hans giftist föður mínum og gekk okkur systk- inum í móðurstað. Það þurfti ekki löng kynni til að fínna' að I Jóhanni fór góð- hjartaður maður og skemmtilegur viðræðu. Jóhann bar þess merki að hafa mótast af ná- grenni við ógnarkraft brimskaflanna á Meðal- landsfjöru og þungan straum Kúðafljótsins. Hann var hógvær mað- ur og fór ekki um með háreysti en undir hægl- átu yfirborðinu var sí- kvikur hugur og frjór. Jóhann ólst upp að Svartanúpi í Skaftárt- ungu og Efri-Stein- smýri í Meðallandi. Hann hóf búskap að Króki í sömu sveit með Vilborgu Guðmundsdóttur frá Dalbæ. Þau fluttu síðan í Sandasel 1945 og bjuggu þar fram yfir miðjan áttunda áratuginn að þau brugðu búi. Einu sinni heimsóttum við Gísli J. Óskarsson frændi minn þau hjón meðan þau bjuggu í Sandaseli. Bær- inn var úr alfaraleið og skortur á ýmsum nútímaþægindum. Okkur var hjartanlega tekið og boðið upp á nýveiddan silung sem Jóhann hafði veitt í Kúðafljóti. Hann var vanur að draga þar fyrir og lét sig ekki muna um að ösla kaldan elginn. Sil- ungurinn var eldaður við sprek af fjörunni og þar sem Vilborg stóð við kamínuna trítlaði ein ærin inn og sníkti sér brauðmola. Þarna var lifað í sátt við lífið og tilveruna. Það kom snemma fram að Jóhann var laghentur. Hann var ekki nema fimm ára gamall þegar honum tókst að setja saman klukku sem eldri bróðir hans hafði rifið í frumparta. Eftir það öðluðust margar klukkur og viðkvæm úrverk nýtt líf í höndum Jóhanns. Hann var uppfinningasam- ur og sífellt að spekúlera í ýmsum tækninýjungum. Jóhann lét ekki van- efni aftra sér heldur nýtti það sem til féll á hugvitsamlegan hátt. Ýmsar uppfinningar hans báru vott snjallri hugsun. Hann sagði mér til dæmis frá dagatali sem hann smíðaði. Það sýndi vikudag, mánaðardag, ár, tunglstöðu og gerði ráð fyrir hlaup- ári. Með því að toga í spotta skipti um dag. Jóhann var með sporléttustu mönnum og það þótt hann væri orð- inn háaldraður. Þegar hann kom að vísitera hjá börnum sínum í höf- uðborginni lét hann sig ekki muna um að skokka á milli borgarhverfa, hátt á níræðisaldri. Fyrir þremur árum fórum við Ragnar Axelsson ljósmyndari að hitta Jóhann. Við renndum niður að Sandaseli. Þegar úr bíliium kom tók Jóhann á sprett, þá 96 ára, og skokkaði léttilega um gamla túnið sitt. Þessa góðu heilsu þakkaði Jóhann ekki síst því að hafa lagt sér til munns feitmeti úr sveitum landsins; rjóma, smjör og feitt kjöt. Síðast hitti ég Jóhann á Borgar- spítalanum nú í sumar. Hann var þá búinn að taka sitt banamein og nokk- uð af honum dregið. Engu að síður var hann hress í bragði og vildi fara austur á Klaustur sem fyrst. Við ævilok þessa heiðursmanns bið ég Guð að blessa minningu hans. _ Guðni Einarsson. • i f « I 4 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.