Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 35 . BJARNIHANSSON + Benedikt Bjarni Hansson var fæddur að Hrafna- björgum í Ogur- hreppi 7. apríl 1901. Hann lést 18. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Benedikt Hans Benediktsson og Guðrún Guðmunds- dóttir í Efstadal, Ögurhreppi Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Bjarni var kvæntur Kristínu Jóhanns- dóttur frá Þverdal í Aðalvík. Börn þeirra eru Há- kon, f. 28. janúar 1928, Her- mann, f. 28. janúar 1928, látin 4. júní 1946, Oddur, f. 27. októ- ber 1932, Kristín f. 27. október 1932. Útförin fer fram frá ísafjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ELSKU pabbi er látinn eftir langa ævidaga. Var hvíldin honum kær- komin, enda árin orðin mörg. Pabbi var mjög ern, hafði góða sjón og var engum háður. Þó að aldurinn væri orðinn 94 ár þá leit hann alls ekki út fyrir að vera svo gamall. Margs er að minnast og vil ég þakka honum og móður minni meðan hún lifði fyrir umhyggjuna og ást við mig, börn mín og barna- börn. í mörg ár átti ég skjól hjá þeim eftir að ég skildi og börnin mín voru búin að stofna sín heim- ili. Pabbi var skipstjóri á einum af Samvinnubátunum, en er í land kom vann hann á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar í um 30 ár. Þar leið honum vel og eignaðist marga vini sem sýndu honum alla tíð tryggð og fyrir það vil ég þakka. Pabbi og mamma voru mjög samrýnd, fóru í kirkju og á sam- komur og pabbi sýndi mömmu mikla hlýju er hann fór með henni suður hinstu för hennar, sat hjá henni er hún lést 4. júní 1982. Eftir það var hann einn í sinni íbúð, það var hans ósk. Ég veit að nú eru þau saman, en mamma hefði orðið 99 ára er hann lést. Það er alltaf sárt að sjá á eftir sínum, en þetta er leið okkar allra. ísafjörður verður ekki sá sami fyrir mig. Ég vil koma þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss ísa- íjarðar fyrir góða umönnun. Elsku pabbi, far þú í friði, þakka þér og mömmu heimilið sem ég átti alltaf víst hjá ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þín dóttir, (V. Briem.) Kristín Sveiney. Mig langar að minnast frænda míns og vinar Bjarna Hanssonar. Ég kynntist honum fyrst heima á Eyri en þangað kom hann í heim- sókn til foreldra minna ásamt konu sinni Kristínu Jóhannsdóttir, hún lést árið 1982, sjaldan hef ég séð samstilltari hjón. Það fylgdi því ávallt tilhlökkun og eftirvænting að fá gesti í fámenninu heima og víst er það að Bjarni og Stína voru góðir gestir, og það var gaman að vera í návist þeirra. Oft nutum við líka gestrisni þeirra á Engjavegin- um þar sem þau áttu notalegt og fallegt heimili. Bjarni var hæglátur maður, hafði góða kímnigáfu og var ein- staklega orðheppinn, hann var hlé- drægur og eklri allra, en tryggur þeim sem hann tók. Við erum þakk- lát fyrir vináttu hans í gegnum árin. Berglind Ósk og Jón Dagur kveðja ísafjarðarafa og fjölskyldan öll góðan vin. Við sendum börnum hans og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum vestur í dag. Þóra B. Jónsdóttir. í dag er til moldar borinn Bjami Hans- son, sem síðast bjó á dvalarheimlinu Hlíf 1, ísafirði. Bjami andað- ist í Fjórðungssjúkra- hsúsinu á ísafirði föstudaginn 18. ágúst. Bjarni Hansson fæddist að Hrafnabjörgum í Ögur- hreppi árið 1901. Faðir hans andað- ist þegar Bjarni var aðeins átta ára gamall og fór drengurinn þá í fóst- ur til séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur. Séra Sigurður var og er landsþekktur héraðshöfðingi og frammámaður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Hann rak stórbú í Vigur sem auk þess var höfuðstaður á Vestfjörðum í menningarlegu tilliti. Heimilið í Vigur var annálað mynd- arheimili og er svo enn eins og fjöl- margir ferðalangar, sem heimsótt hafa Vigurbændur, geta borið vitni um. Á þessu heimili dvaldist Bjarni Hansson næstu 10 árin og hefur munaðarleysinginn án efa notið þar góðs atlætis. Átján ára gamall færir Bjarni Hansson sig svo um set og gerist sjómaður í Hnífsdal utar í Isafjarð- ardjúpi. Sjómennskan varð svo hlut- skipti Bjarna næstu rúm 30 ár, hlut- skipti, sem hann valdi sér sjálfur og undi vel við. Bjarni var dugandi sjómaður og verklaginn og stéttvís svo af bar. Þótt hann legði önnur störf fyrir sig þegar hann var kom- inn yfir miðjan aldur, þá leit hann alltaf á sig sem sjómannj var ávallt í Sjómannafélaginu á Isafirði og borgaði þangað sín gjöld. Sjó- mannafélag ísfirðinga gerði Bjarna að heiðursfélaga sínum og var það verðskuldað. Þá var Bjarni einnig heiðraður á sjómannadaginn fyrir störf að sjómennsku. Um þær mundir sem Bjarni var að byrja starfsæviferil sinn var stofnað á ísafirði Samvinnufélag ísfirðinga. Tilgangur þess var að hefja útgerð á Isafirði eftir að mest- allur floti ísfirskra báta, annarra en smábáta, hafði verið seldur til útlanda og atvinnuleysi blasti við bæði til sjós og lands. Stofnun Sam- vinnufélags Isfirðinga var eitt af afrekum ísfirskra alþýðuflokks- manna og voru samvinnufélagsbát- arnir landsþekktir fyrir góðan að- búnað að sjómönnum og glæsileika. „Birnirnir", en svo hétu Samvinnu- félgsbátarnir, báru hvarvetna af öðrum skipum fyrir þær sakir hversu vel um þá var gengið og viðhald gott og lögðu þeir grund- völlinn að þeirri snyrtimennsku, sem síðan hefur auðkennt skip, sem gerð hafa verið út frá ísafirði. Á þessum bátum hefur Bjarni unað sér vel enda hið mesta snyritmenni sjálfur. Hann var stýrimaður á ein- um bátanna,. Gunnbirni, í heil 18 ár og síðar skipstjóri á öðrum, Val- birni. Rúmlega fimmtugur ákvað Bjarni Hansson svo að skipta um starfsumhverfi og fór í land. Vann hann ýmis störf fyrstu þrjú árin en réðst þá til Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði sem ráðsmaður og vann þar til 85 ára aldurs. Þá taldi hann sig hafa skilað góðu dagsverki og tími kominn til þess að njóta elliár- anna. Það auðnaðist Bjarna en hann var maður mjög heilsuhraustur. Það var ekki fyrr en nú í sumar þegar hann fór að kenna sér alvarlega meins en andlegum kröftum sínum hélt hann óskertum fram á andláts- stund. Verkefni Bjama sem ráðsmaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði var að hafa umsjón með húsi og tækjum, annast aðdrætti og vinna ýmis störf í samvinnu við lækna og hjúkrunarlið. Á menntaskóla- árum mínum leysti ég Bjarna Hans- son tvívegis af í orlofi hans á sumr- um og kynntist því þá af eigin raun hversu vel Bjarni leysti sín verk af höndum og í hversu miklum metum hann var hjá samstarfsfólki. Bjarni Hansson var afskaplega vandaður maður bæði til orðs og æðis. Hann var mikið snyrtimenni, mjög ein- lægur maður og afskaplega trúr og dyggur í störfum sínum. Sam- starfsfólkinu þótti vænt um hann, enda var hann góðmenni, sem vildi öllum vel. Eiginkona Bjarna hét Kristín Jóhannsdóttir. Hún var falleg kona og bar sig vel og stórglæsileg í hátíðarbúningi sínum, sem var hinn íslenski búningur. Hún og Bjarni áttu vel saman og þau voru falleg hjón. Saman áttu þau tvenna tví- bura, en áður átti Kristín fjögur börn. Börn þeirra Bjarna og Kristín- ar eru þessi: Hákon, vélstjóri á ísafirði. Hann er kvæntur Huldu Guðmundsdóttur og eiga þau fimm böm. Hinn tvíburinn hét Hermann Alfreð en hann beið bana í hinum hörmulega bruna á ísafirði árið 1946, þegar stórhýsið Fell brann. Yngri tvíburarnir eru Oddur Jakob, sjómaður á ísafirði, og Kristín, bú- sett í Reykjavík. Éiginkona Odds heitir Ingibjörg Jóndóttir og eiga þau fimm börn. Kristín átti Albert Ingibjartsson, verkamann á ísafirði, en þau skildu. Kristín er nú búsett í Reykjavík og maður hennar er Bergur Hjartarson. Kristín átti þrjú börn en eitt þeirra, stúlka, fórst í hinu hörmulega flugslysi í Ljósu- fjöllum. Kristín Jóhannsdóttir, eig- inkona Bjama, andaðist árið 1982. Mér er þessi fjölskylda mjög minnisstæð. Ástæðan er ekki síst sú, að hún bjó í Alþýðuhúsinu á ísafirði andspænis íbúð foreldra minna handan gangsins á efstu hæð. Þá var nú búið þröngt á ísafirði og á efstu hæðinni í Alþýðu- húsinu bjuggu þá fjórar fjölskyldur og auk þess ein gömul kona í einu herbergi. Samskipti fólksins, sem þarna bjó, voru því óhjákvæmilega mjög náin og tókst góður vinskapur milli þess enda urðu allir að sýna mikla tillitssemi og samstöðu því svo margt var sameiginlegt. Heimil- in vom ekki stór og hvergi auður í garði, en sambúðin varð undantek- ingalítið svo góð að ævarandi vin- átta tókst með flestum þeim, sem saman bjuggu í þrengslunum á Al- þýðuhússloftinu. Betra sambýlis- fólk en þau Bjarna og Kristínu og börn þeirra er ekki hægt að hugsa sér. Þótt heimilið væri lítið og efnin ekki mikil var alltaf glerfínt hjá þeim hjónum, allt hreint og strokið, og vinarþeli að mæta. Oddur var fáum áram eldri en ég og auðvitað leit maður upp til sér eldri drengs og þótti heldur betur fengur í að fá lánaðar hjá honum indíánasögur og fá sæti á sleðanum hans og mun vera til mynd, sem tekin var af því tilefni og er það meira en hægt er að segja um sleðaferðir okkar Hall- dórs Hermannssonar. Eftir nokk- urra ára sambúð í Alþýðuhúsinu byggðu þau Bjarni og Kristín sér hús inni á Engjavegi en vinskapur- inn hélt áfram milli fjölskyldnanna sem skapast hafði í sambúðinni í Alþýðuhúsinu. Á hann bar aldrei neinn skugga. Löngu síðar endurnýjaði ég svo þennan vinskap við fjölskyldu Bjama Hanssonar en það var árið 1974, þegar ég fór fyrst í framboð á Vestfjöðrum. Bjarni Hansson var aldrei neinn vingull í lífi sínu né starfi. Þar sem hann gekk til verks var hann ávallt heill í gegn. Hann var alltaf trúr sinni sannfæringu. Þannig var hann einnig í aðstöðu sinni til þjóðmála og félagsmála. Hann var sjómaður og verkalýðs- sinni alla sína tíð og tók tryggð við það stéttarfélag, sem hann valdi sér - Sjómannafélag ísfirðinga. Með sama hætti tók hann tryggð við jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokinn og var þar alltaf heill, aldrei hálfur. Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna Hanssyni vináttu hans og stuðning. Ástvinum hans votta ég samúð mína. Góður maður er geng- inn. Sighvatur Björgvinsson, alþm. t Móðir okkar og tengdamóðir, VIGDÍS MAGNEA GRÍMSDÓTTIR, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnarfirði, lést að kvöldi fimmtudagsins 24. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Björnsdóttir, Axel Jóhannesson, Einar Helgason, Hulda Marinósdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir. t Móðir okkar, LOVÍSA GUÐRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Siglufirði, er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Grensásdeildar eru færðar innilegar þakkir fyrir einstaka umönnun og umhyggju í veikindum hennar. Jóhanna Birna Sigurðardóttir, Magnús Þór Sigurðsson og fjölskyldur. t Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR OLGA GUÐGEIRSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 68, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. ágúst. Eyþór Sigmundsson, Svava Sigmundsdóttir, Þorsteinn Sigmundsson, Ólafur Sigmundsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Guðgeir Sigmundsson, Hulda Silvia Jónsdóttir, Alfsa Guðrún Hansen, Særún Sigurjónsdóttir, Birgir Bjarnason, Pétur Ingi Hilmarsson, Sigríður Guðjohnsen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR frá Hallsbæ, Hellissandi, lést á sjúkradeild Hrafnistu, Reykjavík, 23. ágúst. Jónas Sigurðsson, Arnar Sigurðsson, Inga Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og barnabarns, AUÐUNS HLI'ÐKVIST KRISTMARSSONAR, Mávakletti 13, Borgarnesi. íris Hlíðkvist Bjarnadóttir, Kristmar Ólafsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Guðný Þorgeirsdóttir, Bjarni Hlíðkvist Jóhannsson, Inga Jóhannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að iengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.