Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 37 . Guðspjall dagsins: Farísei og toll- heimtumaður. (Lúk. 18.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Pétur Þorsteins- son. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSASKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Halldór S. Grön- dal. Organisti Jakob Hallgrímsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa ki. I. 00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Org- anisti Hörður Áskelsson. Ensk messa kl. 14.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. Organisti Hörður Áskelsson. Tónleikar kl. 20.30. Trompetar og orgel. Ásgeir H. Stgeingrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet og Hörður Áskelsson, orgel. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. II. 00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson, Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: í sumarleyfi sóknarprests er bent á guðsþjón- ustu Áskirkju. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Vera Gulasci- ova. Prestur sr. Sólveig Lára Guð- mundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður í Árbæjarkirkju vegna safnaðarferðar Árbæjarsafnaðar. Guðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 árdegis. Sr. Halldór Reynisson prédikar, og prestar Árbæjarsafn- aðar þjóna fyrir altari. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Félagar úr kirkjukór Árþæjarsafnaðar syngja. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólason. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Þórunn Guð- mundsdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Einsöngur Sigurður Skagfjörð baritónsöngvari. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Ferming, altarisganga. Organ- isti Marteinn Friðriksson. Valgeir Ástráðsson prédikar. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga - messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK við Holtaveg: Samkoma á morgun kl. 17. Upp- hafsorð Einar Guðjónsson. Ræðu- maður Jóhannes Ingibjartsson. Barnagæsla á sama tíma. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa, altarisganga sunnudaginn 27. ágúst kl. 11. Organisti Steinar Guðmundsson. Baldur Rafn Sig- urðsson. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Kvöld- messa kl. 20.30 á morgun sunnu- dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 20 hjálpræðissamkoma. Olga Sigþórsdóttir talar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa kl. 11. Gunnar Krist- jánsson. REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 fyrir hádegi. Ferenc Utassy, organisti, kvaddur eftir fimm ára starf. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐA- OG Garðasóknir: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Séra Bragi Friðriksson messar. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. STRAN DARKIRKJ A: Bænastund kl. 18. Barn borið til skírnar. Svav- ar Stefánsson. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa og ferming í Haukadals- kirkju sunnudag kl. 14. Fermdur verður Unnar Steinn Björnsson, Víðivöllum 1, Selfossi. Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 17 sama- dag. Organisti Hilmar Örn Agnars- son. GARPDALSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14 á sextíu ára af- mæli kirkjunnar. Sr. ÞórirStephen- sen prédikar, sr. Sigurður Sigurð- arson, vígslubiskup helgar minn- ingarstein. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Tómas Guðmunds- son, Hveragerði. Organisti Ingunn Guðmundsdóttir. HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Juliet Faulkn- er. Sighvatur Karlsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Börn borin til skírnar, altarisganga. Messa kl. 12.45 í Dvalarheimilinu Höfða. Björn Jónsson. Guðsþjónustur á ensku í Hallgrímskirkju SÍÐASTA sunnudag hvers mánaðar kl. 14 verða í Hallgrímskirkju haldn- ar guðsþjónustur á ensku. Eru þær ætlaðar enskumælandi íbúum höfuðborgarsvæðisins sem og ferðafólki. Sr. Karl Sigurbjömsson annast guðsþjónusturnar, Hörður Áskelsson organisti leikur á orgelið og stýrir safnaðarsöng. Að guðsþjónustu lokinni eru veit- ingar á boðstólum í safnaðarheimili kirkjunnar. Ferming á sunnudag FERMING í Seljakirkju kl. 14. Fermd verða: Guðrún Eva Markúsdóttir, búsett í Lúxemborg, p.t. Sólvallagötu 6. Katrín Guðmundsdóttir, Kleifarseli 39. Sigurður Ómar Guðmannsson, búsettur í Lúxemborg, p.t. Hraunbæ 5. Þorsteinn Þór Villalóbos, Fljótaseli 19. FERMING í Haukadalskirkju, Skálholtsprestakalli kl. 14. Fermdur verður: Unnar Steinn Björnsson, Víðivöllum 1, Selfossi. LAGVAXIN, fjölær nellika. Nellikur (Dianthus) NELLIKUR eru ættaðar frá Miðjarðarhafslöndum og vaxa villtar norður eftir Evrópu og austur til Asíu. í hugum Grikkja voru blóm nelliku heilög og köll- uðu þeir þau dianthus sem þýða má sem blóm guðanna. Blómum nellika var stráð í drykki elsk- enda sem staðfesting á trúlofun þeirra. Þær þykja ákaflega róm- antísk blóm. Brúðgumar hafa til dæmis oft nelliku í hnappaga- tinu við brúðkaup sitt. Af nellikum eru til um eða yfir 300 tegundir. Þær hafa blandast mikið innbyrðis svo fjölbreytileikinn er mikill. Til dæmis eru nellikur ræktaðar hérlendis í gróðurhúsum til af- skurðar. Síðan eru þær sem telj- ast til garðblóma. Þær eru ein- ærar eða tvíærar og einnig margar fjölærar tegundir. Flestar nellikur sem við rækt- um hér í görðum þurfa frekar þurran og sendinn jarðveg og þrífast best á sólríkum stað. Þær fara því vel í steinbeðum og þær fjölæru flæða yfir steinana þeg- ar þær stækka. Nellikur má nota sem kantblóm og í upp- hækkuð beð og ker. Þær fara líka sérstaklega vel með rósum. Til þeirra sem hér ery ræktað- ar sem einær má telja stúdenta- nelliku (Dianthus barbatus) sortina Willie“ sem „Wee verður BLOM VIKUNNAR 317. þáttur 15-20 cm há. Blóm hennar vaxa í sveip og eru tvílit í bleik- um litum. Hún er einnig víða ræktuð sem tvíær, blómstr- ar þá sumarið eftir sáningu. Kínadrottning (Dianthus chinensis) er einnig ræktuð hér sem einær en kemur oft upp aftur næsta sumar, en blómstrar þá frekar seint. Það mætti líka taka hana upp og hafa í köldu gróðurhúsi yfir veturinn þá myndi hún blómstra fyrr sumar- ið eftir. Kínadrottningin hefur ljós- eða dökkgræn blöð og blómin vaxa á uppréttum stöngl- um. Þau eru einlit eða tvílit, hvít eða í bleikum eða dökkrauð- um litum með flauelsáferð og oft með depla eða hringi. Þar má nefna sortir svo sem „Telst- ar“, „Pairfait“ og „Cham“. Fjölærar nellikur vaxa í þúfu og mynda fljótt stórar breiður. Blöðin eru striklaga og vaxa oft upprétt og eru dökk- eða grá- græn að lit. Blómstönglar eru uppréttir eða skástæðir, langir og stífir og blómin einföld eða fyllt og eitt eða fleiri blóm á stöngli. Litur þeirra er hvítur, msjón Ágústa Itjörnsdóttir ljós- eða dökkbleik- ur og oft með ljós- ari eða dekkri hring í miðju. Krónublöðin eru tennt eða fli- pótt. Margar ilma vel og góðar til af- skruaðr einnig vegna þess hve þær standa lengi. Af fjölærum nel- likum má nefna dvergadrottningu (D. deltoides) sem hefur langan blómgunartíma og er mjög blómviljug og falleg. Hún er lágvaxin og tilvalin í steinbeð. Laufblöðin eru dökkgræn og blómin rósrauð, en til eru nokkr- ar sortir í fleiri litum. Lauga- drottning (D. gratianopolitanus) er fremur lágvaxin 10-30 cm og ilmar vel. Fjaðurnellika (D. plumarius) er lík laugadrottn- ingu og verður um 30 cm há. Skrautdrottning (D. superbus) verður 20-30 cm og hefur nokk- uð stór blóm. Allar þessar eru glæsilegar og vel til þess fallnar að hafa í garðinum sérstaklega þær sem ilma og svo vegna þess hversu lengi má njóta blóma þeirra. Fjölæru nellikurnar eldast ekki vel, það er að segja þær verða gisnar með aldrinum. Það er því ráð að fjölga þeim í tíma, en það er mjög auðvelt með græðlingum á sumrin og flestum þeirra er hægt að skipta. í vor verður síðan hægt að sá í nelliku, en fræ af þeim eru alltaf á lista Garðyrkjufélagsins. BETTY ARINBJARNAR 4- Betty Arinbjarnar var * fædd á Akureyri 16. nóv- ember 1919. Hún lést á heim- ili sínu 14. ágúst siðastliðinn og fór útförin fram 21. ágúst. MIG LANGAR að minnast Bettyar vinkonu minnar með nokkrum orð- um. Betty gekkst undir mikla hjartaaðgerð fyrir þremur misser- um og virtist hún hafa náð góðum bata þegar kallið kom svo skyndi- lega. Ég hafði komið til hennar nokkrum dögum áður en hún lést og hitt hana hressa og káta, því kom það mér á óvart þegar Soffía dóttir hennar hringdi tíl mín og tilkynnti mér lát hennar. Hún Betty ætlaði að lifa svo miklu leng- ur, en því miður varð henni ekki að ósk sinni. Betty var svo lífsglöð og skemmtileg og hafði ríka kímni- gáfu, var hreinskilin og sagði sína skoðun umbúðalaust. Hún var glæsileg kona og bar sig sérstak- lega vel. Þegar dóttir mín var lítil var hún ákveðin í því, að þegar hún yrði stór ætlaði hún að hafa sama flotta göngulagið og Betty. Við vorum báðar aldar upp á ísafirði og bárum hlýjar tilfinn- ingar til æskustöðvanna. Okkar vinátta hófst þegar við fluttum til Reykjavíkur ungar að árum og hefur hún haldist síðan. Það er svo margs að minnast eftir nær sextíu ára vináttu, allra bíóferð- anna þar sem við bæði hlógum og grétum saman, en helst vildum við að allar myndirnar enduðu vel, við vorum svo rómantískar í þá daga. Ég minnist skíðaferð- anna þar sem Betty fór alltaf efst upp á hæsta fjall og brunaði af stað hrópandi „frá, frá“ við mikla kátínu okkar hinna. Ég minnist allra annarra samverustunda við mas og hlátur og sakna hennar mjög. Betty giftist Sigurði Arinbjarn- ar 18 ára gömul og eignuðust þau þrjú börn, Reyni, Soffíu og Vil- borgu. Þeirra hjónaband var far- sælt og gott, það var því erfitt tímabil hjá Betty er hún missti mann sinn 1968, hún syrgði hann mikið og átti erfitt með að sætta sig við andlát hans. En hún lét ekki bugast og fór að vinna úti til að sjá heimili sínu farborða. Hún var vel liðin á sínum vinnu- stað vegna samviskusemi sinnar og dugnaðar. Betty bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, barnabörnum og tengdasonum, sem öll reyndust henni vel í veikindum hennar. Oft talaði hún um hvað hann Siggi sonur hennar Villu sinnar væri sér sérstaklega hjálpsamur og góður. Við Bjarni og fjölskylda okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda hennar. Unnur Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.