Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 39 1,5 til25 punda lax- ar í Laxá RÉTT UM þúsund laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal í sumar og þó það sé fjögurra stafa tala eru margir ósáttir við gang mála í sumar. Aðrir segja á móti að miðað við slæmar spár fiskifræð- inga fyrir Norðausturland sé þetta betri veiði heldur en margur þorði að vona. Miðað við venjulegt veiðisumar hefur verið lítið af laxi í ánni í sumar, sérstaklega þegar að er gáð, að eins og á undangengnum árum hefur mjög stór hluti aflans verið veiddur fyrir neðan Æðar- fossa og í Kistukvísl. Alls hafa rúmlega tíu laxar um eða yfir 20 pund veiðst, sá stærsti skráður 25 pund í Nesveiðum. Einnig veiddist 1,5 punda hrygna í Neðri Háfholu í fyrradag. Nóg af urriða „Þetta hefur gengið afar vel og ágúst hefur að mörgu leyti komið betur út heldur en í fyrra. Eigin- lega hefur ágúst ekki verið síðri heldur en júlí og er það frekar óvenjulegt," sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Amarvatni, veiðivörð- ur við urriðasvæðið í Laxá í Mý- vatnssveit. Hún sagði um 1.440 físka komna á land og meðalþyngd hefði verið mjög góð. „Sá stærsti í þó nokkur ár veiddist fyrir nokkrum dögum, það var Haraldur Lúðvíksson sem fékk fískinn sem var 11 pund, á fluguna Black Ghost í Stekkjar- haga í Steinbogaey. Nokkra áður veiddist 7 punda fískur í Hrafns- staðaey í landi Hamars. „Sá 11 punda var gríðarlega fallegur físk- ur, 74 sentimetrar og hængur með myndarlegan krók. Haraldur hefur lengi veitt hérna og er öllum hnút- um kunnugur. Þetta er 32. sumar- FRÉTTIR BÚIÐ er að koma fyrir nýju veiðihúsi við urriðasvæðið í Laxá í Mývatnssveit. Eitt og annað á þó eftir að gera til að veiðimenn geti dvalið í húsinu, en veiðiréttareigendur áætla að frá og með næsta sumri verði veiðimönnum boðin afnot af því. ið hans í Laxá,“ bætti Hólmfríður við. Líflegt í Laxárdal Hólmfríður á Arnarvatni sagði veiði einnig hafa verið góða á neðri hluta urriðasvæð- isins, í Laxárdal. Þar eru tölur þó jafnan lægri og svæðið að mörgu leyti talið vand- veiddara. „Síðast að ég vissi voru komnir um 700 fiskar á land í Lax- árdalnum og fisk- ur óvenju vænn að jafnaði. Sem dæmi má nefna feðga sem fóru heim með tíu fiska fyrir skömmu. Enginn var undir 3 pund- um. Þá var Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, hér fyrir nokkru og í afla hans voru ÞESSIR dönsku veiðimenn voru ánægðir með vaktina á Alviðrusvæðinu í Soginu fyrir nokkru, 12 punda lax, 7 punda sjóbirtingur og 3 punda bleikja. þrír 6 punda. En þessu fer að ljúka hérna, það er aðeins veitt úr ág- úst,“ bætti Hólmfríður við. Háar tölur úr Laxá á Asum í gær voru komnir um 1.270 laxar á land úr Laxá á Ásum og hefur veiðst prýðilega að undan- förnu. Mikill lax er ofanvert í ánni, sérstaklega í Langhyl, en lax er stijálli neðar. Enn reytist inn nýr fiskur, en ekki í miklu magni. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að lengja veiðitím- ann í Laxá og verður veitt fram í miðjan september. SkotíSogið Veiði hefur verið mjög brokk- geng í Soginu í sumar, það hafa komið skot og skot, en dottið nið- ur á milli. Síðustu vikuna hefur veiði glæðst nokkuð, sérstaklega í Bíldsfelli og Syðri Brú, en á báð- um svæðum hafði veiði verið með lélegasta móti. Svæðin tvö höfðu í gær gefíð 22 laxa hvort. Á sama tíma hafði Alviðra gefið 82 laxa og Ásgarður 52 laxa. Góður tími er eftir í Soginu, þannig að ekki er loku fyrir það skotið að áin rétti úr kútnum áður en yfir lýkur. Minningar- athöfn vegna fósturláta FÓSTURREITUR var vígður í Fossvogskirkjugarði í sept- embermánuði 1994. Var hann svar við endurteknum óskum for- eldra um útfaraþjónustu vegna fósturláta og var stefnan mótuð af starfsfólki Landspítalans og starfsfólki Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis. í október- mánuði var vígður minnisvarði um líf sem staðsettur er nálægt kirkjudyrum Fossvogskirkju. Þangað hafa syrgjendur getað komið með blóm og kertaljós og átt frátekinn stað. Þriðja skrefið í þeirri þjónustu sem nú er veitt er árleg minn- ingarathöfn og er hún opin þeim syrgjendum sem misst hafa í fóst- urláti. Athöfnin á þessu ári verður haldin í Fossvogskapellu þann 29. ágúst nk. kl. 17. Sjúkrahúsprest- ur ríkisspítala annast athöfnina. Eftir athöfnina verður boðið upp á kynningu og útskýringar á þess- ari þjónustu og gengið að minnis- varða um líf og síðan að Fóstur- reitnum fyrir þá sem það vilja. ---------» ♦ ♦---- Tónleikar á Sólon Islandus DANSKI þíanistinn Sigurd Bar- rett heldur tónleika á veitingahús- inu Sóloni íslandus sunnuaginn 27. ágúst kl. 22 og miðvikudaginn 30. ágúst kl. 21. Sigurd hefur komið til íslands áður og leikur hann tónlist úr ýmsum áttum allt frá Michael Jackson, jass, blús og klassíska tónlist. í fréttatilkynningu segir að vörumerki Sigurd Barrets sé ein- stakur hæfíleiki hans til að spila á augnablikið og áhorfendur. Töfra tónlistarinnar undirstrikar píanistinn á sinn sérstaka hátt með „Sigurd Barrett Special Lamp Show“. Á sunnudagskvöld hitar Valgeir Skagfjörð upp fyrir Barrett. Fj ölsky ldudagar við Höfnina ÝMISLEGT verður um að vera fyr- ir fjölskyldur sem leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn laugardag og sunnudag. Á Hvalnum, útivistarsvæði Mið- bakkans verður árabáturinn, eim- reiðin og leiktækin til afnota og sælífskerin og grunni sælífsbakkinn til skoðunar á botndýrum, fiskum og gróðri hafnarinnar. Nýlega hefur verið komið fyrir kynningartöflu með upplýsingum um veður og sjó- veður á hafnarsvæðinu og hvað þar er að gerast hveiju sinni. Á sunnudag verður sérstök kynn- ing á þörungum hafnarinnar frá þeim smásæju upp í stóra matþör- unga og vöxt þeirra í keijunum frá því að gróin komu inn í þau síðla vetrar. Leiktækjunum hefur verið breytt þannig að notkun þeirra minnir á hreyfíngar botndýranna í keijunum. Fleiri nýjungar verða kynntar ef veður leyfír. Miðbakkatjaldið sem verður stað- sett vestan við Hvalinn opnar á sunnudag kl. 11. Ýmsir þekktir aðilar standa þar að fiskmarkaði og sölu og kynningu á öðru sjávar- fangi. Þar verður selt lífrænt rækt- að grænmeti og kaffiveitingar upp á gamla mátann. Við súluna í tjald- inu verða kynningar á ýmsu er snertir sjóinn og sævarbúa. Tjaldið verður opið til kl. 17 á sunnudag og framvegis á laugardögum og sunnudögum. Eins er búist við að margir hafí hug á að notfæra sér aðstöðuna virka daga og á kvöldin. ■ SJÓSTANGA VEIÐIFÉLAG Reykjavíkur, Ellingsen og skemmtiferðaskipið Árnes standa fyrir þriggja tíma sjóstangaveiði- ferð í dag, laugardaginn 26. ágúst kl. 15-18. Farið verður frá Ægis- garði. Ellingsen kynnir búnað fyrir sjóstangaveiði og félagar úr Sjó- stangaveiðifélagi Reykjavíkur að- stoða fólk og leiðbeina. Með þess- ari ferð er verið að koma til móts við þá fjölmörgu sem hafa viljað kynnast þessari íþrótt en ekki haft tækifæri til þess fyrr, segir í frétta- tilkynningu. ■ AKUREYRINGUR datt í lukkupottinn nýlega. Einn af aðal- vinningunum í skafmiðaleik Kjör- íss og Legó kom i hlut Einars Brynjarssonar, Hrísalundi 12, Akureyri. Skafmiðinn í Kjörís- öskjunni færði Einari ferð fyrir fjóra til Danmerkur. Innifalin í ferðinni er hótelgisting á Hótel Lególandi, aðgangur að Lególandi, frítt í öll leiktæki þar og fleira. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins / ii A r Ifíl I IIAA ^ anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur k P 11111 ||l|j verið komið upp yfirlitssýningu á ljósmyndum sem n 1 ¥yiaLy lil Ragnar Axelsson tók í hálendisferð fyrir stuttu. Sýningin stendur til fimmtudagsins 7. september og er opin á opnunar- tíma blaðsins, kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. fSEidVSpmMíifoiifo MYNDASAFN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.