Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ftNNAb yvo/zrhR trftu' /NN / MSSANO/H B/MOUfi/ ]of oO^ O ö BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Auður, Auður Eir, þú mæðist í mörgu Frá Helgu R. Ingibjargardóttir: DROTTINN svaraði henni: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæð- ist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. 'Maria valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið“ (Lúk.10, 41-42). Ég sé hér í blaðinu að þið, dr. Benjamín Eiríksson, og þú, síra (= sir = herra) Auður Eir, rökræðið um kyn guðdómsins._ Er þess þörf? Hvað segir Jesús? „Ég og faðirinn erum eitt“ (Jóhs. 10:29). Þetta eru orð sonar Guðs og þeim er óhætt að trúa og treysta nú sem fyrr. (Hebr. 13:8). Ykkur ágætu konum í kirkjunni, sem að undanfömu haf- ið glímt við breyta kyni Guðs — sem er ekki hið eina nauðsynlega — vil ég benda á tímabært og verðugt verkefni — einmitt fyrir ykkur. Fyrir einum 3 árum bjó með móður sinni í götunni minni lítill fallegur hnokki, 4-5 ára. Faðirinn mun hafa verið farandverkamaður og fjarverandi þá. Þessi kútur kom oft sídegis og er kvölda tók yfir götuna í garðinn til mín, horfði greindarlega og athugull á mig fást við grös og að snyrta kringum plöntur. Við spjölluðum og urðum góðir vinir. í blíðunni eitt sumar- kvöldið gleymdum við vinirnir okk- ur í góðri samveru okkar og spjalli. Ég leit á klukkuna og sagði vð þennan ljúfa granna minn: Heyrðu nú, klukkan er orðin margt, heldur þú ekki að mamma fari að sakna þín, því nú er kominn háttatími fyrir litla menn? Jú, sagði vinurinn, en hélt þó ekki heim til sín yfir götuna, heldur horfði fallega og spyrjandi á mig. Þá forvitnaðist ég og spurði: Farið þið ekki með bæn- irnar, þú og mamma, áður en þú ferð að sofa? Sá litli varð undrandi á svipinn og spurði gætilega: Bæn- ir, hvað er það? Ég fann til angurs og mig setti hljóða og líklega hefur þessi litli, fallegi drengur séð undr- unarsvip á andliti mínu. Loks svar- aði ég: Þú skalt spyrja mömmu og farðu nú heim til hennar. Senn höfum við íslendingar yljað okkur við kristinn dóm r 1000 ár og þess verður væntanlega minnst með verðugum hætti á Þingvöllum árið 2000. Nú heiti ég á ykkur, vígðu konur kirkjunnar, að þið haf- ið forgöngu um að vinna markvisst að því á næstu 4 árum, að allar íslenskar mæður hafi kennt börnum sínum bænir og bænavers fyrir hina komandi, stóru kristnihátíð okkar. Og áfram nú með dug og dáð. HELGA R. INGIBJARGARDÓTTIR, Þórsgötu 7a. Hægt er að ^ útiloka aðild íslands að ESB Frá Bjarka Má Karlssyni: EINS og Morgunblaðið hefur greint frá samþykkti nýafstaðið SUS-þing breytingartillögu við ályktun um utanríkismál. I stað orðanna „ekki er hægt að útiloka aðild íslands að ESB“ kom textinn „hægt er að útiloka aðild íslands að ESB“. Tæplega er hægt að finna dæmi um skýrari og afdráttarlausari kú- vendingu á orðalagi en hér um ræðir, svo algjörlega er breytt um kúrs frá fyrirliggjandi drögum. Engu að síður er það túlkun Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur, formanns utanríkisnefndar SUS, að aðild hafi alls ekki verið hafnað, en þeirri skoðun lýsir hún í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu fimmtudag- inn 24. ágúst. Pólitísk niðurstaða hennar er orð- rétt þannig: „Því miður var þessi breytingartillaga samþykkt, sem breytir þó ekki innihaldi ályktunar- innar að neinu leyti(!)“. Svona endemis hringavitleysa er vart sæmandi jafn vel gefinni mann- eskju og formanni utanríkisnefndar SUS. Svona má ekki trampa á skýr- um vilja meirihlutans. Öllum, sem á staðnum voru, var ljóst um hvað málið snerist. Nei þýðir nei, Jó- hanna, líka í Evrópumálunum. Þá er sá siður löngu aflagður að láta drepa boðbera slæmra frétta. Kjartan Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, sagði aðeins satt og rétt frá því sem gerðist á þing- inu og það var alls ekki „mjög gróft“ hjá honum að gera það. Hann skýrði réttilega frá því sem samþykkt var og hallaði hvergi réttu máli. „Því miður“. Hitt er aftur annað mál að for- manninum er fijálst að vera ósam- mála meirihluta félaga sinna og færa rök fyrir stefnu sinni. En stað- reyndum skulum við ekki hnika. Tillagan var samþykkt, þótt sumum þyki það „því rniður". BJARKIMÁR KARLSSON, flutningsmaður breytingartillögu þeirrar, sem samþykkt var við utanríkismálaályktun SUS. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.