Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 43 I DAG BRIPS Umsjón GuAm. Páll Arnnrson I NYLEGRI grein í Evr- ópubridsblaðinu lætur Bret- inn Mark Horton móðan mása um þumalfingursregl- ur, sem hann hefur lært af betri spilurum landsins. Eina reglu hefur hann eftir Tony Forrester sem snýr að útspil- um: „Spilaður aldrei út frá kóng í trompsamningi ef þú átt annan skynsamlegan val- kost.“ Horton segir jafn- framt að trompútspil gegn geimsamningum séu ekki í miklu eftirlæti hjá veraldar- vönum spilurum og spyr síð- an: Hveiju á maður þá að spila út gegn fjórum spöðum með þessi spil hér? Vestur ♦ 6 ▼ K872 ♦ KG63 111111 ♦ K954 Sagnir gengu einfaldlega einn spaði, fjórir spaðar. Breska landsliðskonan Sally Brock fékk þetta við- fangsefni við spilaborðið. Hún þekkti reglu Forrester og gat ekki fengið 'sig til að trompa út. Hvað átti hún að gera? Hún valdi tígul og datt í lukkupottinn: Norður ♦ DK1074 ¥ GIO ♦ 872 ♦ ÁDG Vestur Austur ♦ 6 * 83 V K872 llllll * 9643 ♦ KG63 111111 ♦ Á95 * K954 ♦ 10732 Suður ♦ ÁK952 ♦ ÁD5 ♦ D104 ♦ 86 Sally hugsaði sem svo: Ef ég spila út hjarta eða laufi og makker á drottninguna í þeim lit, þá hef ég byggt upp einn slag. En með tfgli út gæti ég skapað tvo slagi á móti drottningu hjá makker. Sem sagt: Af tvennu illu er betra að spila út frá KG en bara kóng. LEIÐRÉTT Athugasemd - Röng mynd MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær, bls. 22, grein eftir Sigríði Björnsdóttur, mynd- þerapista á barnadeild Landakostsspítala/Borgar- spítala: „Athugasemd varð- andi skrif um aðstöðu leik- meðferðar á Barnaspítala Hringsins. Með greininni birtist röng mynd. Hér fylgir mynd af greinarhöf- undi. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Sýningar Lu Hong og Gunnars RANGHERMT var í blað- inu í gær að sýning á blek- og vatnslitamyndum eftir Lu Hong verði opnuð í Gallerí Fold í dag. Sama gildir um sýningu mynda Gunnars Á. Hjaltasonar. Sýningarnar verða opnaðar næsta laugardag, 2. sept- ember. Beðist er velvirðing- 'ar á þessu. Pennavinir ÞRÍTUGUR Dani, sem hef- ur áhuga á menningu og náttúru íslands, vill skrif- ast á við íslendinga á ís- lensku: Hans Nielsen, Godsbnnegade 3 ST.TH, 1722 Knbenhavn, Danmark. Arnað heilla OrjÁRA afmæli. Mánu- í/ vldaginn 28. ágúst nk. verður níræð Ágústa Magnúsdóttir, frá Einars- höfn, Eyrarbakka. Eigin- maður hennar var Sig- urmundur Guðjónsson, starfsmaður Sand- græðslu ríkisins, en hann lést árið 1985. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Álfheimum 13, Reykjavík, á morgun sunnudaginn 27. ágúst frá kl. 15. pT /\ÁRA afmæli. Mánu- Ov/daginn 28. ágúst nk. verður fimmtugur Sigurð- ur Þór Magnússon, úr- smiður, Heiðarási 16, Reykjavik. Eiginkona hans er Auður Marinósdóttir. Þau hjónin verða með opið hús á heimili sínu á morg- un, sunnudaginn 27. ágúst milli kl. 17-19. Bama- og fjölskyldu|jósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 29. júlí í Dómkirkj- unni af séra Gísia Kolbeins- syni Ingunn Gissurardótt- ir og Hjálmar Magnússon. Heimili þeirra er Skúlagata 14, Stykkishólmi. Bama- og Qölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst í Vídalíns- kirkju af séra Bjarna Þór Bjarnasyni Hafdís Hilm- arsdóttir og Bjarni Jón Jónsson. Heimili þeirra er Langamýri 20, Garðabæ. Með morgunkaffinu að horfast í augu við framtíðina. TM Rog U.S. Pat. 0«. — all nghts rosorvod (c) 1996 Los Angoloe Timos Synd.cato ÞAÐ er merkilegt að þú skyldir taka eftir þessu, því aldrei tekur lögregluþjónn eftir þegar ég fer eftir umf er ðarreglunum. Farsi © 1995 Farcus Cartoona/dist. by Universal Press Syndlcale UJAIS 6 L-A CöÚCTUAfcT £nýar álu/ggjur-tzj Lae.t ekki 5}uk,h'ng<x. /77/W borpa. ix mrban, <*. fnzmlenginju TóC/iclur." STJÖRNUSPA eftir l'ranees l)rake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú vilt ráða ferðinni og finna nýjar iausnir á göml- um vandamáium. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þér berst forvitnilegt .heim- boð, og þú færð óvænt tæki- færi til að gera hagstæð við- skipti. Njóttu kvöldsins með vinum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert með hugann við vænt- anlegt samkvæmi og átt erf- itt með að einbeita þér við vinnuna í dag. Hlustaðu á góð ráð. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Hugmyndir þínar hljóta góð- ar undirtektir í dag, og þú nýtur mikilla vinsælda. Þeg- ar kvöldar mátt þú eiga vin á góðum gestum. Krabbi (21. júnf — 22. júlf) >«18 Láttu ekki freistast til að eyða of miklu í dag. Þú hef- ur verk að vinna heima áður en þú getur slakað á í kvöld með vinum. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þér gefst óvænt tækifæri til að auka tekjurnar í dag. Þegar kvöldar verður ástin í fyrirrúmi, og ástvinir skemmta sér saman. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þér tekst að finna góða lausn á gömlu verkefni í dag, og þú hefur áhuga á að skreppa í ferðalag. Kynntu þér vel hvað er í boði. Vog (23. sept. - 22. október) Þróun mála á bak við tjöldin hefur verið þér fjárhagslega hagstæð að undanfömu, og þér hefur miðað vel áfram í vinnunni. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Hj0 Þér miðar vel áfram með verkefni úr vinnunni, oj lausn virðist í sjónmáli. kvöld getur þú slakað á í góðum félagsskap. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) m Þig langar að skemmta þér og slaka á í dag, og margt stendur til boða. Þér takst að telja ástvin á að fara með þér út. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér berast kærkomnar frétt- ir langt að, og góð lausn fmnst á máli er varðar vinn- una. Fjölskyldan er í fyrir- rámi í kvöld. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Þér berst heimboð í dag, eða þér gefst tækifæri til að fara í ferðalag. Einnig berast þér góðar fréttir varðandi vinn Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ástvinir ættu að nota tæki- færið til að skreppa saman í helgarferð og njóta sam- vista útaf fyrir sig. Góðar fréttir berast. Stjórnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stadreynda. í dag kynnir Carol-Eve fyrir þér leyndardóma KRINGLUNNI Komdu á Arbæjarsafn og njóttu þess að drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlýlegu og notalegu umhverfi í ganúa Árbænum. Eiimig þarftu að prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. DAGSKRA HELGARINNAR Laugardagur26. ágúst Sveitin: Velkomin í gamia Árbæinn þar sem kusan okkar er mjólkuð dag- lega I fjósinu, hellt upp á Rio-kaffi og lummur bakaöar í eldhúsinu og auðvitað eins og á öllum gestrisnum heimilum þá fá gestir aö bragða á veitingunum. Á baðstofuloftinu eru búnir til roðskór og brugðnar gjarðir. Þorpiö: Velkomin í 19. aldar húsin sem búin eru munum þessa tímabils. i einu húsanna (Suöurgötu 7) mun fríður flokkur kvenna sýna ýmsa fín- handavinnu sem heldri kvenna var siður í gamla daga og Dóra Jónsdóttir gullsmiöur smíðar og sýnir íslerlskt víravirki á sama staö kl. 13:00 - 17:00. Sunnudagur 27. ágúst ...PAÐ VAR SVO GEGGJAÐ... Kl. 14:00 og 16:00 leiðsögn um sýninguna "Það var svo geggjaö" þar sem fjallað er um lífið á árunum 1968 -1972. svonefndan.hippatíma. "Gamlir hippar" af þessari kynslóö sjá um ieiösögn og verða fólki tii upp- fræðslu í Prófessorsbústaö. Kl. 15:00 JESUS CHRIST SUPERSTAR. Páll Óskar Hjálmtýsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Matthlas Matthíasson flytja fáein lög úr þessari þekktu rokkóperu. Þessari sýningu er aö Ijúka og eru því síöustu forvöð fyrir börnin aö sjá hvaö amma og afi voru geggjuö. Einnig venjulegir dagskrárliðir og veitingar á svæðinu ARBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM ** SÍMI 5771111 *FAX 5771122 0PIÐ10-18 (lokað mánudaga)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.