Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1
PHnr^awlblte^ Fjölbreytt í Þjóðleikhúsinu/2 Holað innan tré/3 Geislaplötur eru eins og nafnspjald/4 MENNING LISTIR BLAh\j PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 26. AGUST 1995 Vinnuslys rithöfundar NÝ SKÁLDSAGA frá Gunter Grass heyrir til tíðinda og rit- stjórn tímaritsins Der Spiegel ákvað að gera henni vegleg skil. Frásögn og ritdómur birtust inni í blaðinu og forsíðan var helguð bókinni. Þegar blaðið kom út í upphafi vik- unnar varð Grass svo reiður að hann dró til baka grein, sem hann hafði samþykkt til birtingar í tíma- ritinu. Fyrir utan ritstjórnarskrif- stofur Der Spiegel í Hamborg safn- aðist múgur manns til að mótmæla. Forsíða blaðsins hleypti ólgunni af stað. Þar má sjá gagnrýnand- ann, Marcel Reich-Ranicki, rífa bók Grass í tvennt með fyrirlitningar- svip. „Viðbjóðsleg mynd" Grass kvaðst ekki vilja að orð sín birtust í blaði, sem setti „viðbjóðs- lega mynd af því þegar verið væri að rífa bók á forsíðu". Mótmælendurnir sögðu forsíðu- myndina óverjandi vegna þess að hún minnti á það þegar múslimar rifu „Sálma Satans" eftir Salman Rushdie í sundur í Bradford og bókabrennur nasista. Bókin nefnist „Ein Weites Feld" („Víður völlur") og er tæpar 800 síður og hafði Der Spiegei eftir Grass að þær hefðu auðveldlega getað orðið 2.000 hefði hann engu sleppt. Grass var fimm ár að skrifa bókina, sem fjall- ar um sameiningu Þýska- lands og gerist skömmu eftir fall Berlínarmúrsins, en nær einnig aftur til nítj- ándu aldarinnar, samein- ingar Þýskalands 1871. Grass er þekktasti núlif- andi rithöfundur Þjóðverja og hefur oft verið orðaður við Nóbelsverðlaunin. Bókin hefur verið aug- lýst með miklum látum og farið var að tala um „skáldsögu aldarinnar" áður en sýnishornum var dreift til fjölmiðla og gagn- rýnenda. FORSÍÐAN umdeilda: Hópur manns mótmælti fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Der Spiegel og sagði að myndin minnti á bókabrennur nasista. Giinter Grass Klappaði á upplestri Þegar Grass las kafla úr bók sinni fyrir skömmu var Reich-Ranicki, sem er einn þekktasti bókmennta- gagnrýnandi Þjóðverja, viðstaddur og var til þess tekið að hann fagnaði með lófataki að lestrinum loknum. Reich-Ranicki hefur skrifað um flestar bækur Grass, gagnrýndi „Tintrommuna" í upphafi, en sneri síðan við blaðinu og vegsamaði hana. Næstu bækur Grass féllu í góðan jarðveg hjá gagnrýnandan- um, en undanfarið hefur honum þótt frekar lítið til bóka hans-koma. Ritdóms Reich-Ranickis var því beðið með eftirvæntingu. Gagnrýnin er skrifuð sem opið bréf og hefst Reich-Ranicki handa á því að lofa Grass: „Ég tel að þér séuð framúrskarandi rithöfundur og gott betur: ég dáist að yður — Forsídumynd Der Spiegelsem sýnir nýja bók eftir Giinter Grass vera riffna í tvennt vekur reiði og mótmæli eftir sem áður. Þó verð ég að segja það, sem ég get ekki farið í graf- götur með: að skáldsaga yðar, „Ein weites Feld" er að öllu leyti misráðin." Á einum stað í bréfi sínu segir Reich-Ranicki að söguhetja Grass sé „tímaskekkja", sem orðið hafi til vegna „vinnuslyss rithöfundar- ins". Gagnrýnandinn tekur fram að Grass skorti ekki orðaforða, en neistan vanti: „Þess vegna verðum við, . . . lesendur yðar stynjandi að þola að þér endurtakið yðör í síbylju." Fjárhirðir með hund eftir Bertel Thor- valdsen á uppboði , Gallerís Borgar Stríðs- hijáð stytta Á LISTAVERKAUPPBOÐI Gall- 1 eris Borgar fimmtudaginn 31. ágúst næstkomandi verður boðin upp stór stytta, Fjárhirðir með hund, eftir dansk-íslenska mynd- höggvarann Bertel Thorvaldsen sem er meðal þekktustu mynd- höggvara 19. aldarinnar og þess tímabils í listum sem kennt er við nýklassík. Styttan sem hér um ræðir er hingað komin frá Dan- mörku en þar hefur hún staðið síðastliðin 70-80 ár að því er heim- ildir herma, í garði herraseturs á Jótlandi. I seinni heimsstyrjðld- inni notuðu nasistar hana til skot- æfinga að því haft er eftir eig- anda styttunnar. Á baki hennar má sjá gat eftir byssukúlu og vinstri armur er af við öxl. Spanskgræna er farin að setjast á hana og steypusamskeyti sjást greinilega vegna veðrunar. Hugsanlega eina eintakið Styttan er steypt í sink, sem telst frekar óvenjulegt því algeng-1 ast er að afsteypur séu gerðar í brons. „Sinkið er ekki eins sterkt • og heldur sér ekki eins vel og bronsið," sagði Pétur Þór Gunn- • -- arsson hjá Gallerí Borg. Hann sagði að þeir væru í sambandi við \ Thorvaldsen safnið i Kaupmanna- höfn sem væri að kanna aldur styttunnar og hvort fleiri eintök ; væru til og þeir muni senda þeim allar mögulegar upplýsingar á næstu dögtnn. Ekki hefur enn frést af annarri afsteypu né hvar ¦ frumeintakið er niðurkomið. „ Við fréttum af því nýlega að þessi stytta væri til sölu og við grennsluðumst fyrir um hana í kjölfarið og enduðum á því að flytja hana heim. Við«rum með hana í umboðssötu fyrir eigend- urna og mér finnst að hún eigi skilið virðingu og varðveislu hér á landi." Hann sagðist ekki eiga von á tilboðum erlendis frá enda sjaldgæft að erlendir safnarar fylgist með uppboðum hér á landi. „Aldrei áður hefur verið boðið upp svona stórt og mikið verk eftir Thorvaldsen hér á landi," sagði Pétur. Hann sagði erfitt að ímynda sér hvaða verð fengist fyrir styttuna en til að nefna eitthvað mætti vonast eftir verði á bilinu 500.000 til tvær miUjónir króna. Nokkur verk eftir listamanninn eru til á Listasafni íslands, upp- runaleg verk úr marmara auk afsteypa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.