Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin Meistaradeildin A-riðill: Panathinaikos (Grikklandi),_ Nantes (Frakklandi), FC Porto (Portúgal), Dynamo Kiev (Úkraínu). B-riðill: Spartak Moscow (Rússlandi), Legia Warsaw (Póllandi), Rosen- borg (Noregi), Blackbum Rovers (Englandi). C-riðilI: Glasgow Rangers (Skotlandi), Borussia Dortmund (Þýska- landi), Juventus (Ítalíu), Steaua Bucharest (Rúmeníu). D-riðill: Femencvaros (Ungverjalandi), Ajax Amsterdam (Hollandi), Real Madrid (Spáni), Grasshoppers Ziirich (Sviss). Evrópukeppni bikarhafa Leika á 14. og 28. september. Dag Liepaja (Lettlandi) - Feyenoord (Hollandi) Club Briigge (Belgíu) - Shaktyor Donetsk (Úkraínu) Dynamo Batumi (Georgíu) - Celtic (Skotlandi) Hradec Kralpve (Tékklandi) - FC Copenhagen (Danmörku) Lokomotiv Sofia (Búlgariu) - Halmstads BK (Svíþjóð) Reykjavik (ÍSLANDI) - Everton (Englandi) Inter Bratislava (Slóvakiu)'- Real Zaragoza (Spáni) Rapid Vienna (Austurríki) - Petrolul Ploiesti (Rúmeníu) Molde FK (Noregi) - Paris St Germain (Frakklandi) Dynamo Moscow (Rússlandi) - Ararat (Armeníu) AEK Athens (Grikklandi) - Sion (Sviss) Bomssia M’gladbach (Þýskalandi) - FC Sileks (Makedóníu) FC Teuta (Albaníu) - Parma (Ítalíu) Zalgiris (Litháen) - Trabzonspor (Tyrklandi) Sporting Lisbon (Portúgal) - Maccabi Haifa (Israel) Deportivo Coruna (Spáni) - Apoel Nicosia (Kýpur) UEFA-keppnin Leika á 12. og 26. september. Olympiakos Piraeus (Grikklandi) - Maribor Branik (Slóveníu) Barcelona (Spáni) - Hapoel Beer Cheva (ísrael) Lazio (Ítalíu) - Omonia Nicosia (Kýpur) Strasbourg (Frakklandi) - Ujpest Budapest (Ungveijalandi) AC Milan (Ítalíu) - Zaaglelbie Lubin (Póllandi) Bordeaux (Frakklandi) - Vardar (Makedóníu) Vitoria SC (Portúgal) - Standard Liege (Belgíu) Fenerbahce (Tyrklandi) - Real Betis (Spáni) Rotor Volgograd (Rússlandi) - Manchester Únited (Englandi) MyPa-47 (Finnlandi) - PSV Eindhoven (Hollandi) Lens (Frakklandi) - Beggen (Lúxemborg) Sparta Prague (Tékklandi) - Silkeborg (Danmörku) Lierse (Belgíu) - Benfica (Portúgal) Neuchatel (Sviss) - Roma (Ítalíu) Botve Plovdiv (Búlgaríu) - Sevilla (Spáni) Roda Jc Kerkade (Hollandi) - Olimpija (Slóveníu) Bayem Munich (Þýskalandi) - Lokomotiv Moscow (Rússlandi) Austria Memphis (Austurríki) - Dinamo Minsk (H-Rússlandi) Malmo (Svíþjóð) - Nottingham Forest (Englandi) Chernomorests Odessa (Ukraínu) - Widzew Lodz (Póllandi) Monaco (Frakklandi) - Leeds United (Englandi) Brondby (Danmörku) - Lillestroem (Noregi) Raitli Rovers (Skotlandi) - Akranes (ÍSLANDI) Slavia Prague (Tékklandi) - Freiburg (Þýskalandi) Slovan Bratislava (Slóvakíu) - Kaiserlautern (Þýskalandi) Intemationale (Italíu) - Lugano (Sviss) Farense (Portúgal) - Lyon (Frakklandi) Levski Sofia (Búlgaríu) Aalst (Belgíu) Werder Bremen (Þýskalandi) - Glenavon (N-Irlandi) Stavanger (Noregi) - Auxerre (Frakklandi) Spartak Vladikavkaz (Rússlandi) - Liverpool Zimbm Chisinau (Moldavíu) - RAG Riga (Lettlandi) UM HELGINA KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR: 1. deild kvenna: Valsvöllur: Valur-ÍBV....................14 2. deild karla: Þróttarvöllur: Þróttur - Stjarnan........14 3. deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - Dalvík..........14 ■Knattspymudeild UMF Selfoss á 40 ára afmæli á þessu ári, var stofnuð 15. desember 1955, og ætlar í því tilefni að bjóða öllum velunnurum deild- arinnar til kaffisamsætis í Selinu að leik loknum. Úrslitakeppni 4. deildar karla: Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum. Ármannsvöllur: Léttir - Grótta..............14 Sandgerðisvöllur: Reynir - Tindastóll.......14 Siglufjarðarvöllur: KS - KVA................14 Hornarfjarðarvöllur: Sindri - Ármann........14 SUNNUDA GUR: _ Bikarkeppni KSÍ Úrslitaleikur. Laugardalsvöllur: KR - Fram.................14 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót Vals heldur áfram í dag og á morgun, en í því taka þátt tíu úrvalsdeildarlið. HANDKNATTLEIKUR Ársþingi HSÍ, sem vera átti um miðjan septem- ber, hefur verið frestað til laugardagsins 30. sept- ember vegna ófyrirséðra aðstæðna. Barátta á Laugardalsvelli Morgunblaðið’/Gunnlaugur Rögnvaldsson FYRIRLIÐI KR, Þormóður Egilsson reynir hér að koma knettinum í átt að marki Fram en Joslp Dulic er til varnar. Birklr Kristinsson, helsta hindrun KR-lnga að mati þjálfara Vesturbæinga, er við öllu búlnn í markinu og aðrlr leimenn, bæði Framarar og KR-ingar, fylgjast spenntir með framvindu mála. Ekkert nema sigur BIKARÚRSLITALEIKUR KR og Fram verður á Laugardalsvelli á morgun og hefst leikurinn klukkan 14. Að venju ertalsvert umstang í kringum úrslitaleik- inn og liðin bregða út af vana sínu hvað undirbúning varðar. Allt er lagt undir í þessum eina leik, það er aðeins annað liðið sem sigrar og hvorugt liðið fær annað tækifæri. Sigur géfur sæti í Evrópukeppni bikarhafa að ári, en þar eru KR-ingar núna. ormóður Egilsson fyrirliði KR er leikja- hæsti leikmaður KR og hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki. „Það er alls ekki kom- in mikil spenna í mann fyrir leikinn en blaðamannafundurinn á föstudaginn kveikti þó eitthvað í manni,“ sagði Þormóður. „Framarar koma eflaust með sama hugarf- ari og við til leiks - ekkert nema sigur - enda skiptir þessi eini leikur öllu máli og aðeins eitt lið sem stendur uppi sem sigur- vegari. Það verður allt lagt undir í bikarleik- inn og hann gefur sæti í Evrópukeppninni að ári og því mjög mikilvægur. Það verður alls ekki hægt að halda aftur af sér í bikar- leiknum vegna næsta Evrópuleiks okkar,“ sagði fyrirliðinn. Hann sagðist ekki fínna mikið fyrir því að Vesturbæingar þrýstu á sigur en fyrst liðið væri komið þetta langt vildi fólkið að þeir ynnu leikinn. Spurður um hvort atvikið í fyrri leikn- um gegn Fram, þegar KR-ingar spiluðu knettinum áfram eftir innkast en Framm- arar áttu von á að fá hann sendan til sín, sagði Þormóður að mikið hefði verið fjall- að um atvikið en hann ekki orðið fyrir miklum ákúrum fyrir það, nema í síðari leiknum gegn Fram. Það væri hinsvegar ekki útilokað að hann fengi sendan tóninn úr stúkunni en yrði þá bara að leiða það hjá sér. Undirbúningur liðanna ólíkur Lokaundirbúningur liðanna síðasta daginn er tals- vert ólíkur. KR-ingar fara á létta æfingu í dag en halda síðan á Hótel Örk í Hveragerði þar sem þeir dvelja fram að leik og mæta beint í Laugardal- inn. Framarar ætla hinsvegar að fara að Laugar- vatni í dag, spila golf og skella sér síðan á kvik- myndahús í Reykjavík en svo halda menn til síns heima. „Við viljum að menn sofi í sínum rúmum og truflunin verði sem minnst. Það var gert 1989 og skilaði góðum arði,“ sagði Magnús Jónsson þjálf- ari Fram. En það eru fleiri sem undirbúa sig en leikmenn því stuðningsmennirnir ætla líka að hittast fyrir leik. Framarar mæta á Kringlukránna em KR-ingar verða á Eiðistorgi, þaðan sem rútuferðir verða á leikinn. Slæmur tími fyrir okkur Steinar Guðgeirsson fyrirliði Fram segir að bikarúrslitaleik- urinn komi á slæmum tíma þar sem liðið á í erfíðri fallbaráttu. „Það er náttúrlega spenna í kringum þennan leikenda er bikarúrslitaleikur stærsti leikur sumarsins. í þeim leik er allt eða ekkert en hjá okkur er deildar- keppnin númer eitt, tvö og þijú og við erum því í erfiðri aðstöðu og bi- karleikurinn því á erfiðum tíma. Menn eru að hugsa um deildina þar sem við eigum í harðri fallbaráttu og þurfum því að rífa okkur upp úr lægðinni," sagði Steinar. „Við verð- um að taka bikarinn því það hjálpar í deildinni, eflir sjálfstraustið, og menn vita þá hvemig er að vinna. Þó að okkur hafí verið spáð ofarlega og við vonast eftir því, verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum í slæmum málum en spáin truflaði okkur samt ekki. Fundurinn sem haldinn var með leikmönnum virkaði vel á okkur, menn vöknuðu og sáu hvernig komið er fyrir liðinu." Þróttarvöllur Þróttur - Stjarnan laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Nær Stjarnan aö tryggja sér 1. deildar sætiö eða koma þeir kærulausir í þennan leik? Stuðningsmenn Þróttar eru hvattir til að mæta. Spennan að magnast Spennan er að hlaðast upp hjá manni, hún er að magnast," sagði Magnús Jónsson þjálfari Fram. „Ég mun ekki tilkynna liðið fyrr en á laugardaginn en ég býst við að við spilum svipað og við höf- um gert í síðustu leikjum í deildinni því þar hefur orðið merkjanleg framför," bætti Magnús við en hann, Kristinn Rúnar Jónsson að- stoðarþjálfari og Ólafur Helgi Árna- son formaður knattspyrnudeildar Fram héldu fund með hverjum og einum leikmanni liðsins fyrir skömmu og gerðu mönnum grein fyrir stöðunni í deildinni. Magnús segir að sigur í bikar- leiknum sé mjög mikilvægur fyrir félagið því nauðsynlegt sé að kom- ast á stall eftir sumarið. Einnig sé ljóst að félög sem komast í Evrópu- keppni nái miklu forskoti, ekki síst peningalega og sigur sé einnig nauðsynlegur til að fylgja á eftir í deildinni. Peningalega geti Evrópu- keppni einnig haft áhrif á manna- breytingar. Én á Magnús von á að stuðnings- menn Fram mæti vel á völlinn? „Þó ekki hafi gengið vel í deildinni hef ég trú á að menn ijölmenni og hvet fólk til þess, því bikarkeppni er allt annar handleggur en deildarkeppni og oft ekkert samræmi á frammi- stöðu liða í bikar- og deildarleikj- um,“ sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.