Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 D 3 V- ÍÞRÓTTIR Bikarinn fór til KR sjö sinnum á fyrstu átta árunum sem keppt var um hann — 1960-1964, 1966 og 1967. Bjarni Feiix- son og Ellert B. Schram léku öll þessi ár með KR. Framarar léku aftur á móti ellefu bikarúrslitaleiki á nítján árum — 1970-1989 og fögnuðu sigri sjö sinnum. ' Izudin Daði Dervic er að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik á fimm árum. Hann lék með FH-ingum árið 1991, Völsurum árið 1992 og KR-ingum í fyrra. Salih Heimir Porca varð bikarmeistari með Val 1992, eins og Daði og með KR í fyrra. Kristján Finnbogason, markvörður KR, Mihajlo Bibercic og Guðjón Þórðarson, þjálfari, urðu allir bikarmeistarar með Skagamönnum 1993 og KR-ingum í fyrra, þannig að þetta er þeirra þriðji bikarúrslita- ieikur í röð. Akranes vann bikarinn 1986 — lagði Fram að velli 2:1. Þá lék Birkir Krist- insson í markinu hjá Skagamönnum og síð- an í markinu hjá Fram þegar liðið lagði KR, 3:1, 1989. Leikurinn fór fram 27. ág- úst, þannig að það eru nákvæmlega sex ár liðin á morgun — þegar liðin rnætast aftur. Ríkharður Daðason, Steinar Guðgeirs- son, Birkir Kristinsson og Kristján Jónsson léku allir með Fram í bikarúrslita- leiknum gegn KR árð 1989. Kristján leikur á morgun sinn 200. leik með Fram Af KR-ingunum sem nú verða í sviðsljósinu, léku þeir Þormóður Egilsson og Heimir Guðjónsson úrslitaieikinn gegn KR árið 1989. I irslitaleikur liðanna er fjórði úrslita- leikurinn þar sem liðin mætast. Árið 1960, þegar liðin mættust fyrst í úrslitum, vann IGt og 3:0 tveimur árim síðar, 1962 á Meiavellinum gamia. Fram vann hinsveg- ar 3:1, á Laugardalsvellinum árið 1989. Ráðist úrslitin ekki á 90 mínútum á morgun verður framlengt í tvisvar sinnum 15 mínútur. Dugi það ekki til að ná fram úrsiitum þurfa liðin að mætast að nýju og verður sú viðureign á Laugardals- vellinum miðvikudaginn 6. september. Styrktaraðili Bikarkeppninnar er Mark- aðsnefnd Mjólkuriðnarins, sem greiðir siguriiðinu 350 þúsund krónur, en það lð sem tapar fær 150 þúsund. Leikurinn er sá sextándi þar sem leik- menn KR og Fram hafa ást við í bikar- keppninni frá upphafí. Liðin hafa hvort um sig sigrað í sjö leikjum og tvívegis gert jafn- tefli. Fram hefur skorað 30 mörk gegn 24 mörkum KR í leikjunum. Innbyrðisviðureignir Fram og KR í 1. deild- inni í sumar eru ekki Frömurum að skapi. Liðin mættust í 3. umferð og þá vann KR 3:1 og í 12. urnferð vann KR aftur, nú 1:4. "í’Veir knattspyrnugarpar sem voru fyrir- ■ liðar í úrslitaleik liðanna 1960 - Gunn- ar Guðmannsson lijá KR og Guðmundur Óskarsson hjá Fram - munu ásamt Eggerti Magnússyni formanni KSÍ, heilsa uppá leik- menn liðanna fyrir leik. Gunnar skoraði fyrsta markið í úrslitaleik — úr vítaspymu í sigurleiknum gegn Fram, 2:0. Guðmundur átti þá skot sem hafnaði á þverslánni á marki KR-inga. Vona að Birkir standi sig vel, en ekki of vel Guðjón Þórðarson þjálfari hefur í nógu að snúast því lið hans mun leika í Evrópukeppninni um miðjan september. „Það er nóg að gera og spenna í mönnum en maður vill ná fram góðu andrúmslofti og reyna að skapa þann vinnuvana sem venjulega er til staðar því það skilar sér í leikinn," sagði Guðjón. „Áhersl- an er alltaf á næsta leik þó að mik- ið sé í gangi, einbeitingin var á Evrópuleik í vikunni og verður á bikarleikinn núna. Bikarleikur er líka alltaf bikar- leikur og oft hefur það sem talið er sterkara liðið tapað og úrslitin í leikjum okkar í deildinni hjálpa okk- ur ekki neitt. Fram er með marga góða leikmenn og án efa er helsti þröskuldurinn vinur minn Birkir Kristinsson markvörður, ég ætla að vona að hann standi sig vel - en ekki of vel,“ sagði Guðjón. „Vörn þeirra er reynd þó að hún hafi verið gloppótt í sumar og Krist- ján Jónsson er mikilvægur í bikar- leikjum þó að honum hafi ekki geng- ið sem best í sumar. Staða þeirra í deildinni er ekki raunhæf, miðað við mannskapinn sem þeir hafa.“ Guðjón hefur skipt mönnum út úr liðinu í sumar. „Þjálfari fer alltaf eftir tilfinningu sinni við valið og ég hef vanið mig á að reyna að vera samkvæmur sjálfum mér. Ég hef áður tekið menn út úr liðinu þegar þeir hafa ekki lagt á sig eins og ég tel að þeir eigi að gera. Það kemur því í ljós á sunnudaginn hverjir byrja, en það er líka gott að eiga menn á bekknum og fá þá ferska inn ef breyta þarf til. En menn verða að beijast fyrir sæti í liðinu. Reynslan ein sker úr um hvernig þessi leikur þróast og það getur al- veg farið eftir því hvernig andrúms- loftið er þegar komið er á völlinn hvort breyting verður á leikskipu- lagi. Annars erum við vanir að reyna að sækja og ég á frekar von á að við verðum framar á vellinum en hitt. Þetta er að vísu bikarleikur og ég á von á að bæði lið byrji af var- fæmi,“ sagði Guðjón. Aðspurður um hvort mikið sé um meiðsli í liðinu, sagðist hann vonast til að Steinar Adolfsson verði tilbú- inn í leikinn. „Það er nokkurs konar misþyrming að nota meidda menn en Steinar hefur tekið því af karl- mennsku, hann er mikilvægur fyrir liðið og skilar sínu.“ JOE Royle er búlnn að senda knöttinn í netlö hjá Keflvíkingum á Goodison Park árið 1970, án þess að Þorsteinn Ólafsson, markvörður, Elnar Gunnarsson, Guðni Kjartansson og Grétar Magnússon komi nokkrum vörnum við. Royle er nú framkvæmdastjóri Everton. Tímamótaleikur KR KR-ingar leika tímamótaleik þegar þeir mæta Everton í Evrópukeppni bikarhafa á Laugar- dalsvellinum — leikurinn verður 200. leikurinn hjá íslensku liði í Evrópukeppni frá því að KR tók fyrst þátt í Evrópukeppni 1964. Þá voru mótheijar KR-inga einnig frá bítlaborginni Liverpool. KR, sem hefur leikið tuttugu Evrópuleiki, tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool, 0:5 og 1:6, og urðu þeir að bíða í 31 ár eftir sínum fyrsta Evrópusigri, sem kom í vikunni — þegar Grevenmacher var lagt að velli, 2:0. íslensku liðin hafa fagnað sigri í 21 leik — ÍA oftast, eða sjö sinnum. Everton hefur áður leikið hér á landi í Evrópukeppni — 1970 gegn Keflavík í Evrópukeppni meistara- liða. Keflvíkingar léku fyrst á Goodison Park og skoraði Friðrik Ragnarsson fyrsta mark leiksins, sem Everton vann 6:2. Friðrik skor- aði bæði mörk Keflvíkinga, en hetja þeirra var Þorsteinn Ólafsson, markvörður, sem átti stórleik. Joe Royle, núverandi framkvæmdastjóri Everton, lék með liðinu gegn Kefla- vík og skoraði tvö mörk á Goodison Park og einnig tvö mörk á Laugar- dalsvellinum, annað eftir að Þor- steinn varði vítaspyrnu hans. Ever- ton vann 3:0. Með liðinu léku einnig tveir aðrir „stjórar" hjá Everton að undanförnu, Howard Kendall og Colin Harvey, einnig Alan Ball, framkvæmdastjóri Man. City, sem skoraði þrennu gegn Keflavík. Þijú önnur ensk lið hafa leikið á íslandi í Evrópukeppni — Totten- ham gegn Keflavík 1971, Aston Villa gegn Val 1981 og QPR gegn KR 1984. KR tapaði 0:3 og 0:4. Ensku liðin hafa alltaf hrósað sigri og skorað 49 mörk gegn fjórum í tíu leikjum. Mótheijar Skagamanna í UEFA- keppninni er Raith Rovers, sem vann íþróttafélagið Götu frá Fær- eyjum 4:0 heima og gerði 2:2 jafn- tefli í Færeyjum í undankeppninni. Raith tryggði sér sæti í skosku úr- valsdeildinni sl. keppnistímabil, komst í UEFA-keppnina eftir óvæntan sigur á Celtic í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar. Eftir jafn- tefli, 2:2, vann Raith í vítaspyrnu- keppni 6:5. Þjálfari liðsins er Jimmy Nicholl, fyrrum leikmaður Man. Utd. Heimavöllur liðsins, Starkes Park, tekur 7.500 áhorfendur. Milan og Parma munu berjast ÍTALSKA1. deildin í knatt- spyrnu hefst á morgun. Talsverðar breytingar hafa orðið lijá flestum liðum nema ef vera skyldi þjá meisturum Juventus. Spark- fræðingar tejja að baráttan um ítalska meistaratitilinn muni fyrst og fremst standa á milli AC Milan og Parma, en Milan hefur meðal annars fengið Roberto Baggio til liðs við sig. Þó eru nokkrir sem tejja að meistaramir munu standa fyrir sínu og ■«— jafnvei ná að sigra aimað árið I röð. Meistararnir án lykilmanna MEISTARAR Juventus taka á móti Cremonese í fyrsta leik og verða tveir lykil- menn heimamanna fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það eru miðheijarnir Ales- sandro Del Piero og fyrirlið- inn Gianluca ViaUi. Michele Padovano kemur í staðinn fyrir Vialli og leikur fyrsta deildarleik sinn fyrir Juve eins og serbneski miðjumað- urinn Vladimir Jugovic og varnarmaðurinn Pietro Vi- erchowod. Á miðjunni með Serbanum verða Portúgal- inn Paulo Sousa og Frakk- inn Didier Deschamps en lið mega verða með þrjá er- lenda leikmenn í 16 manna hópi. Æfingaleikir skipta engu máli - AC Milan þykir líklegt til stórræða í vetur en liðið hef- ur verið gagnrýnt að undan- förau fyrir slælega frammi- stöðu í æfingaieikjuni. „Ég hef engar áhyggjur og eftir tvo mánuði sést hvað í Uðinu býr,“ sagði miðhetjinn Ro- berto Baggio en Fabio Cap- ello, þjálfari, kvað fastar að orði: „Æfingaleikir á undir- búningstimanum skipta alls engu máli." Beinar útsend- ingaráStöð2 EINS og undanfarin ár verð- ur ítalski boltinn á sínum stað tijá Stöð 2 á sunnudögum og hefjast beinar útsendingar fyrstu helgina í október eða eftir að Islandsmótinu í knatt- spymu lýkur. Dagskráin verður með sama sniði og áður en þar til beinar útsend- ingar hefjast verða mörk dagsins sýnd í þættinum Fót- bolti á fímmtudegi. ÚrsiitaieiRur Mjóikurbikarsins sunnudaginn 27. ógúst Ri. f4 kr og Fram fijúya með Fiugieiðum innaniands FLUGLEIÐIR INNANLANDS Reykjavíkurflugvelli -101 Reykjavík - Sími 5050 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.