Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 1
116 SÍÐUR B/C/D 193. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX * A Leirhnúk Sonur Saddams sagður ógna veldi föður síns Af eyrnaför- unum skulið þið þekkja þá LÖGREGLA í Hollandi er að þróa nýja tækni til þess að nota eymaför í stað hefðbundinna fingrafara sem sönnunargögn í afbrotamálum. Hanskaklæddir þjófar leggja oft eyrun við hurðir og glugga til þess að hlusta eftir hljóðum áður en þeir bijótast inn. Þannig skilja þeir eftir fullkomin og einstök sönnunargögn. Að leita eyrnamarka er venjubundið verk hjá lögreglunni núorðið, sem og að hafa leikfangabangsa með á afbrotastaði þar sem börn koma við sögu og kynnu að þarfnast huggunar. Frankfurt litli og Las Vegas SÍGAUNAR í Norður-Rúmeníu hafa tekið upp á því að nefna börn sín í höfuðið á eftirsóknarverðum bústöð- um. Mörg hundruð litlir strákar heita nú Frankfurt og Munchen, svo dæmi séu nefnd. Stúlkur eru oft nefndar Sviss eða Holland. Nýlega var svo fært til bókar nafn á ungbarni sem heitir Las Vegas. London. The Daily Telegraph. VÖLDUM Saddams Hússeins, forseta ír- aks, stendur ógn af elsta syni hans, Uday, að sögn Hússeins Kamels Hassans, tengdasonar Saddams. Hússein Kamel var háttsettur embættismaður í stjórn Saddams, en flúði, ásamt fleirum, frá Baghdad til Jórdaníu fyrr í mánuðinum. í viðtali við arabíska blaðið al-Ayat, sem gefið er út í London, segir hann að þótt forsetinn sitji enn við völd fari áhrif son- ar hans sívaxandi. Hússein Kamel segir ennfremur í viðtalinu að deildir innan hersins í Bagdad búi sig undir að gera byltingu. Enn utan seilingar Uday er að „reyna að velta föður sínum úr sessi, en enn sem komið er er það markmið utan seilingar hans,“ segir Húss- ein Kamel við al-Ayat. Hann segir ennfremur að völd Udays „yfir nokkrum háttsettum embættis- mönnum og í vissum ráðuneytum [séu] vel kunn staðreynd í írösku þjóðlífi. En samt ræður Saddam Hússein ennþá ríkj- um í írak.“ Hefur lært af föður sínum Völd Udays hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, og hann hefur notað ruddalegar aðferðir, sem hann hefur lært af föður sínum, til þess að ryðja hugs- anlegum óvinum úr vegi. Almennt er álit- ið að hann hafi skotið einn hálfbræðra Saddams til bana. Það atvik ýtti undir flótta Hússeins Kamels og fleiri embættis- manna. írökum líst illa á að Uday taki við af föður sínum, segir Hússein Kamel. „Það er skelfileg tilhugsun að Uday kunni að taka við. Hann er ekkert annað en siðleys- ingi, rétt eins og faðir hans.“ En vestrænir stjómarerindrekar í Mið- Austurlöndum telja að Saddam hafi góðar gætur á syni sínum og sé reiðubúinn að ryðja honum úr vegi eins og hveijum öðr- um óvini ef nauðsyn krefur. Andstæðingarnir njóta stuðnings innan hersins Hússein Kamel tjáði al-Ayat að hann teldi að tilraunir til að koma Saddam frá völdum yrðu gerðar innanlands. Andstæð- ingar stjórnarinnar nytu „mikils stuðn- ings“ innan stjómarhersins og annarra hersveita, og biðu eftir rétta tækifærinu til að gera breytingar. En orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að Saddam muni fara í útlegð. Fékk sagan byr undir báða vængi þegar þær fregnir bárust að Hoshi Mubarak, forseti Egyptalands, hefði boðið íraksforseta hæli, ef á þyrfti að halda. STRÍÐSGLJEPIR ÍSRAELSMANNA VIÐSHPnfflVBINULlF Á SUNNUDEGI Með lax í frum- skógi undirboða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.