Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ásdis María Guðrún Lovísa Franklín Ólafsdóttir Elite-keppnin í Seoul Tvær íslenskar stúlkur keppa TVÆR íslenskar stúlkur taka í dag þátt í undanúrslitakeppni Elite, „Elite Model Look ’95“, sem haldin er í Seoul í Suður-Kóreu. Stúlkumar tvær eru Ásdís María Franklín og Guðrún Lovísa Ólafsdótt- ir, en þær deildu fyrsta sæti í í Elite- keppninni hér í maí sl. Þær eru báðar sautján ára gamlar. í Seoul keppa 66 stúlkur, sem hafa unnið Elite- keppni í sínu heimalandi, um að kom- ast í alþjóðlega úrslitakeppni Elite. Keppnin er sögð geta veitt stúlkunum ýmsa möguleika þótt þær beri ekki sigur úr býtum, þar sem þeim gefist tækifæri til að komast í tæri við blaða- menn, ljósmyndarara og umboðsmenn víðs vegar að úr heiminum. Dýrir dropar á dómshús LÖGREGLAN hafði afskipti af fímm mönnum í fyrrinótt, sem allir höfðu kastað af sér vatni utan í vegg dóms- hússins við Lækjartorg. Mennimir geta reiknað með 5-7 þúsund króna sekt hver. Að sögn lögreglu er algengt að menn kasti af sér vatni við dómshús- ið, en á Lækjartorgi safnast jafnan mikill mannfjöldi saman um helgar. Samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur er bannað að kasta af sér vatni á almannafæri og gildir þá einu hvort droparnir lenda á dóms- húsi eða ekki. Of ungir í miðbænum FJÖLMENNT var í miðbæ Reykja- víkur í fyrrinótt og hafði lögreglan m.a. afskipti af unglingum, sem eru of ungir til að dveljast í miðbænum að næturlagi. Unglingar, 13-16 ára, mega vera úti einir síns liðs til miðnættis á sumrin, en frá 1. september styttist sá tími um tvær stundir. Lögreglan hafði afskipti af fímmtán unglingum í fyrrinótt, sem voru ýmist ölvaðir eða allsgáðir, en allir undir aldri. Fjórtán í fangageymslum FJÓRTÁN gistu fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavfk aðfaranótt laugardags. Af þessum fjórtán hafði einn verið gripinn við innbrot á Hverfisgötu, annar fyrir minni háttar líkamsárás í miðbænum og sá þriðji hafði valdið ófriði á heimili sínu. MORGUNBLAÐINU fylgir 28 síðna blaðauki sem nefnist Að læra meira. FRÉTTIR Hrafn aftur í Smuguna eftír viðgerð skipverja SKIPVERJAR á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK unnu sjálfir að viðgerðum á vél skipsins í höfn í Honningsvág í Norður Noregi í gær, eftir að varahlutur barst frá Sviss í fyrrinótt. Skipstjórinn, Hilmar Helgason, sagði í samtali við Morg- unblaðið á hádegi í gær að hann ætti von á að geta prufukeyrt vélina um kvöldmatarleytið og ef allt gengi að óskum yrði stefnan tekin á Smug- una um kvöldið. Hrafn Sveinbjarnarson kom til hafnar í Honningsvág á föstudags- kvöld í fylgd norsks varðskips, eftir þriggja sólarhringa þóf um hvort skipið mætti leita til hafnar í Nor- egi. í fyrstu var ætlunin að fá Norð- menn til að gera við vélina, en þeg- ar skipið kom til Honningsvág lýstu starfsmenn vélsmiðjunnar þar því yfir að þeir myndu ekki taka það verkefni að sér. „Það varð að ráði að við leituðum aldrei eftir aðstoð Norðmanna, held- ur ákváðum að gera sjálfir við,“ sagði Hilmar. „Við fengum varahlut frá Sviss aðfaranótt laugardags og höfum unnið sleitulaust að viðgerð- inni. Ég reikna með að henni ijúki um kvöldmatarleytið og þá getum við prufukeyrt vélina í 2-3 tíma. Ef allt gengur að óskum förum við beint í Smuguna." Engin óvild í Noregi Hrafn Sveinbjarnarson hafði ver- ið að veiðum í Smugunni í tíu daga þegar vélin bilaði og var kominn með 100 tonn af flökum. „Það er alls óvíst hvað úthaldið verður langt, því það er ýmist mokfiskerí eða allt steindautt í Smugunni,“ sagði Hilmar. Hilmar skipstjóri sagði að áhöfn skipsins hefði ekki fundið fyrir neinni óvild almennra borgara í Honningsvág. „Mannskapurinn hef- ur farið hér upp í bæ að versla og einhverjir kíktu á krá á föstudags- kvöld, en Norðmenn voru þeim mjög velviljaðir. Hafnarvörðurinn, sem við höfum haft mikil- samskipti við, kvaðst heldur ekkert kannast við að íslendingar væru litnir hornauga hér. Þetta er bara spurning um póli- tík, því hér verða haldnar fylkiskosn- ingar eftir hálfan mánuð.“ Hilmar sagði að skipið hefði ekki þurft að taka neinn kost í Noregi. „Við fengum vatn hjá hafnarverðin- um í gær, það var allt og sumt,“ sagði hann. Finnmark Dagblad/Ronald Andersen Við bryggju í Honningsvág TOGARINN Hrafn Sveinbjarnar- varðskips, eftir þriggja sólar- son kom til hafnar í Honningsvág hringa þóf um hvort skipið mætti á föstudagskvöld í fylgd norsks leita til hafnar í Noregi. Skip- Fyrsta ferð Arctic Air á þriðjudag Jómfrúarferðin á 19.880 krónur ARCTIC Air Tours ætlar að bjóða flugfarið til London og heim aftur á 19.880 kr. fyrir utan flugvallar- skatt í jómfrúarferð félagsins sem farin verður nk. þriðjudag, og er þá miðað við að komið verði heim aftur á föstudag. Gísli Örn Lárusson, stjómarfor- maður Arctic Air, segir að ferðin sem farin var sl. föstudag hafi verið með farþega Emerald Air og Arctic Air Tours þar einungis haft milligöngu um að útvega flugvél- ina, sem flutti þá út, en að öðru leyti sé um algjörlega aðskilinn rekstur að ræða milli þessara tveggja félaga. Gísli Öm segir að síðar í vik- unni verði tilkynnt um þau far- gjöld sem gilda munu í ferðum Arctic Air milli Keflavíkur og Gatwick-flugvallar við London. Ferðaskrifstofur munu annast sölu á farmiðunum. Báðust ekki afsökunar Haft var eftir Gísla Emi Lárus- syni í Morgunblaðinu í gær að sam- gönguráðuneytið hefði beðið afsök- unar á misskilningi sem valdið hefði töfum á brottför flugvélarinnar á föstudag. Jón Birgir Jónsson ráðu- neytisstjóri segir þetta ekki rétt. Umrædd flugvél hafi fyrst komið til landsins fyrir viku á vegum Emerald Air án fullnægjandi gagna um flugrekstrarleyfí innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Þá hafí vélin fengið bráðabirgðaleyfi til að taka farþega til baka með því skil- yrði að hún kæmi ekki aftur til landsins fyrr en fullnægjandi gögn bærust samgönguráðuneytinu. Vélin kom síðan aftur á föstu- daginn. Jón Birgir segir að þar sem engin frekari gögn hefðu borist hafi samgönguráðuneytið sett inn- ritunarbann á vélina í Leifsstöð. Klukkan 16.30 á föstudag hafí ráðuneytinu síðan borist símbréf með afriti af leyfi til bresks flug- rekanda um rekstur á vélinni. Leyf- ið var gefið út á fímmtudag, tók gildi á föstudag og gilti í fjóra daga. „Þá fyrst var hægt að líta á þetta fyrirtæki sem breskan aðila innan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Þá höfðum við samband við flugmálastjórn og flugmálastjóra, kl. 17.30 gerðum við Gísla Emi grein fyrir þessu og afléttum síðan innritunarbanninu um kl. 18. Við höfðum því enga ástæðu til að biðj- ast afsökunar enda gerðum við það ekki,“ sagði Jón Birgir Jónsson. veijar á togaranum unnu sjálfir að viðgerð á vél skipsins eftir að varahlutur barst frá Sviss. Milljóna- Ijón hjá Trostan LJÓST er að tjón vegna ammon- íakleka í fiskvinnsluhúsi Trostan á Bfldudal skiptir milljónum króna, en allur unninn fiskur í frystiklefa eyðilagðist vegna ammoníakleka sem hófst þegar leiðslur gáfu sig aðfaranótt föstudags. Jakob Kristinsson, verkstjóri hjá Trostan, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, að tekist hefði að stöðva lekann úr leiðslum í frystiklefa. „Trygginga- félag okkar leitaði til slökkviliðsins í Reykjavík, sem sendi hingað mannskap og búnað,“ sagði Jakob. „Lekann tókst loks að stöðva eftir að ammoníakið hafði streymt út í sólarhring. Öll vara í frystiklefa er ónýt og þótt ekki sé búið að meta tjónið endanlega skiptir það milljónum króna. Þá á einnig eftir að kanna hvort skemmdir hafi orðið á flökum, sem voru í vinnslu og á fiski í hráefnisgeymslu." Vinnsla eftir helgi Jakob sagði að unnið yrði að því að loftræsta húsið um helgina og þrífa það hátt og lágt. „Við erum búnir að hleypa frosti á klef- ann aftur, en vonandi getum við hafið vinnslu á mánudag." A ► l-52 Fjölskyldur á fiótta ►Ejöldi íslendinga hefur flutt af landinu það sem af er árinu í von um betri afkomu. í athugun Morg- unblaðsins kemur í ljós að mikill hluti þessa fólks er barnafjölskyld- ur með meðallaun og á aldrinum 30-45 ára. /10 Uppljóstranir um stríðsglæpi ísraela ►Upp er komin deila milli Israela og Egypta um það hvernig farið skuli með ásakanir um að ísraelski herinn hafi myrt egypska stríðs- fanga. /14 Bíða mín þar æsku- draumalönd ►Ólafur Þ. Harðarson, stjóm- málafræðingur, skrifar gagnrýni um bók Svavars Gestssonar — Sjónarrönd sem nýlega kom út. /18 Á fimmtíu ára afmæli Finnlandsviðskipta ►Gunnar Flóvenz rekur sögu síld- arviðskipta íslendinga og Finna. /20 Með lax í f rumskógi undirboða ►í Viðskiptum/Atvinnulíf] á sunnudegi er rætt við Ragnar Hjörleifsson, framkvæmdastjóra Eðalfísks í Borgamesi. /22 B_______________________ ► 1-32 Grannar í ógöngum ►Jarðgöngunum á Vestfjörðum var ætlað að afstýra fólksflótta og hraða sameiningu sveitarfélaga. En heimamenn hika, og því er spurt: Koma göngin of seint? /1 Ég verða að segja það ► Spaugstofan heldurupp á 10 ára afmæli sitt þessa dagana með hringferð um landið, en sjónvarps- þættir hennar hefjast að nýju eftir áramót. /8 í kofanum frammi við ánna ►Reisulegt veiðihúsið við Hítará vekur athygli vegfarenda. Hér er skyggnst um í kofanum sem sá frægi maður Jóhannes á Borg á reisti á fjórða áratugnum. /16 BÍLAR____________ ► 1-4 Saturn - áhugaverður bíll ►Nýlega kom til landsins fyrsti bíllinn frá Satum Corporation verksmiðjunum, en þær voru stofn- að af General Motors árið 1984. /1 Reynsluakstur ►Sterkur, traustur og nákvæmur' Audi A6. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 40 Leiðari 26 Idag 40 Helgispjall 26 Fðlk í fréttum 42 Reykjavikurbréf 26 Bió/dans 44 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 49 Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréf til blaðsins 38 Mannlífsstr. 6b Brids 40 Kvikmyndir lOb Stjömuspá 40 Dægurtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.