Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT SUNNUDAGUR 27.ÁGÚST 1995 9 Hússein Kamel fær ekki að koma til Kúveit Kúveit. Reuter. KÚVEITAR munu ekki veita Hús- sein Kamel Hassan, sem var hátt- settur embættismaður í Iraks- stjórn, en flúði land, leyfi til þess að koma til Kúveit, vegna þess að „hendur hans eru ataðar kú- veitsku blóði,“ sagði í kúveitsku blaði í gær. Hússein Kamel, sem flúði frá Baghdad til Jórdaníu fyrr í mánuð- inum, sagði í viðtali sem birt var á föstudag, að hann hefði áhuga á að fara til Kúveit og Saúdi Arab- íu til þess að útskýra ástandið og fá hjálp yfirvalda í þessum löndum við að koma Saddam Hússen, ír- aksforseta, frá völdum. Blaðið al-Watan hefur eftir kú- veitskum embættismönnum að Hússen Kamel fái ekki leyfi til að koma til landsins. Skjalfestar heimildir séu óræk sönnun þess að hann hafi verið í fararbroddi þeirra íraka sem rændu og rupl- uðu í Kúveit á meðan hernámi íraka stóð eftir innrás þeirra 1990. Suður-Kórea fa^st i miklu úrfelli Seoul. Reuter. AÐ minnsta kosti 36 hafa farist og 16 er saknað vegna gífurlegs úrfellis í Suður-Kóreu undanfarna fjóra daga. Embættismenn segjast búast við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Veðurfræðingar segja að engar horfur séu á að úrkomunni linni, en hún var um 300 mm á þremur dögum. Búast megi við öðru eins, því hitabeltisstormur stefni að vesturströnd Kóreuskagans. Franskt herskip óvelkomið Brussel. Reuter. YFIRVÖLD í belgíska bæn- um Ghent hafa ákveðið að ekkert verði af heimsókn skips frá franska flotanum til bæjarins. Vilja bæjaryfirvöld með þessum hætti mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutil- raunum Frakka í Suður- Kyrrahafi. Ákvörðunin gæti valdið pólitískum titringi, en frammámaður í Ghent sagði við belgíska útvarpsstöð að bæjaryfirvöld teldu það skyldu sína að mótmæla ákvörðun Frakklandsforseta. Nokkrir bæir í Belgíu hafa að undanförnu tilkynnt að þar séu franskar vörur ekki hafð- ar á boðstólum. Reuter „Baðher- bergi“ á Mururoa SJÓMENN frá Cook-eyjum stökkva syngjandi frá báti sínum, samkvæmt gamalli hefð, þegar þeir koma til hafnar í Papeete á Tahiti. Bátur eyjaskeggja verður meðal þeirra sem taka þátt í hópsiglingu til Mururoa-eyja í mótmælaskyni við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka þar. Jean-Jacques de Peretti, fransk- ur ráðherra málefna yfirráða- svæða erlendis, sagði í gær að ef einhver myndi sigla inn fyrir tólf mílna mörk, sem sett hefðu verið við Mururoa, yrði honum fylgt vinsamlega til baka. Sagði ráðherrann að svæðið innan markanna væri eins og einkabað- herbergi. „Tólf mílna svæðið er svipað og ef maður væri inni á sínu eig- in baðherbergi og segðist vera í baði, þá myndi maður ekki vilja að einhver væri að æða þangað inn. Það sama á við um okkur,“ sagði ráðherrann. Ollum væri fijálst að efna til mótmæla utan svæðisins. rri*i T7" ' Til Kanan nr ms frá kr. 43.432* Við þökkum frábærar undirtektir við Kanaríferðum Heimsferða í vetur. Enn einu sinni hefur Heimsferðum tekist að tryggja farþegum sínum einstök kjör til Kanaríeyja. í fjórða sinn kynnum við nú glæsilegar vetrarferðir okkar til Kanarí. Beint flug í sólina með nýjum Boeing 757 vélum Air Europa og nýir gististaðir sem sameina frábæra staðsetningu á ensku ströndinni og frábært verð til Kanaríeyja í vetur. Bókaðu fyrir 10. september og tryggðu þér lægsta verðið. Nýir gististaðir hjá Heimsferðum Nú kynnum við spennandi valkosti í gistingu á ensku ströndinni. Frábærlega vel staðsettir gististaðir á ensku ströndinni eða í Maspalomas. Doncel - Corona Blanca - Sanla Fe - Lenamar - Sonora Golf - Parque Nogal- Los Salmones. Fararstjórar Heimsíerða Heimsferðir tryggja þér örugga og trausta þjónustu í fríinu á Kanarí. Jakobína Davíðsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir og Anna Þorgn'msdóttir gjörþekkja Kanaríeyjar og hugsa vel um farþega okkar í vetur. Verð kr. 43.432 *M.v. hjón með 2 börn, Corona Blanca, 22. nóvember. Verð með sköttum og forfallagjaldi. Verð kr. 73.160 M.v. 2 í íbúð, Sonnenland, 31. janúar. Verð með sköttum og forfallagjaldi. Beint leiguflug í allan vetur 1 23. okt. 30 nætur | 22. nóv. 24 nætur 16. des. 18 nætur ^ 3. jan. 4 vikur Æ 31. jan. 3 vikur H 21. feb. 3 vikur ^ 13. niars 3 vikur 3. apríl 18 nætur HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.