Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Uppljóstranir um stríðsg’læpi Israela HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, vill að fram fari rannsókn á fullyrðingum um að ísraelar hafi myrt egypska stríðs- fanga meðan á Súezdeilunni stóð 1956 og í sex daga stríðinu 1967. ísraelar hyggjast hins vegar láta málið kyrrt liggja. „Við förum fram á rannsókn og greinargerð þess fólks, sem er ábyrgt,“ var haft eftir Mubarak í egypskum blöðum á miðvikudag. „Glæpur, sem fyrnist ekki“ „Við viljum ekki valda vanda- máli milli ríkjanna tveggja, en við viljum láta rannsaka mál sona okkar, sem voru drepnir,“ sagði Mubarak þegar hann ávarpaði námsmenn í Alexandríu á þriðju- dag. „Við verðum að fá að vita sannleikann. Þetta er glæpur, sem fyrnist ekki í tímans rás.“ Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, svaraði kröfu Mu- baraks á miðvikudag og viður- kenndi að „einangruð" atvik hefðu átt sér stað. Hins vegar væri hann þeirrar hyggju að til- gangslaust væri að velta sér upp úr fortíðinni vegna þess að grimmdarverk hefðu verið framin á báða bóga. ísraelar hafa boðist til þess að afhenda Egyptum þau skjöl, sem íjalla um málið. Aftur á móti er talið að runnar séu á þá tvær grímur um það hvort biðjast eigi afsökunar opinberlega. Að sögn lögfræðinga eru ísra- elsk lög þannig úr garði gerí að ekki er hægt að gera undantekn- ingu frá reglunni um fyrningu glæpa nema um stríðsglæpi nas- ista sé að ræða. Tildrög málsins voru þau að Arieh Biro, fyrrum liðsforingi í ísraelska hernum, sagði í viðtölum við blöð í Israel fyrr í þessum mánuði að hann hefði myrt egypska stríðsfanga, sem teknir voru eftir að ísraelar réðust inn á Sínaí-skaga í Súez-deilunni. Egyptar fóru fram á að þessi framburður yrði kannaður. Því næst gekk ísraelskur sagn- fræðingur, Arieh Yitzhaki, fram fyrir skjöldu og hélt því fram að ísraelskir hermenn hefðu myrt um 300 egypska stríðsfanga í átökum ísraela og araba árið 1967. ' Kröfur um stríðs- glæparéttarhöld ísraelar sögðu í síðustu viku að þeir væru að kanna þessi mál. Mikil reiði ríkir í Egyptalandi vegna þessara fullyrðinga og hafa komið fram kröfur um stríðs- glæparéttarhöld. „Þögn ísraelskra yfirvalda staðfestir [ásakanirnar] og gerir að verkum að þessir yfirmenn Upp er komin deila milli ísraela og Egypta um það hvemig faríð skuli með ásakanir um að ísraelski herínn hafi myrt egypska stríðsfanga. Egyptar vilja rannsókn, ______ en Israelar útiloka slíkt. UPPLJÓSTRANIR um að ísraelski herinn hafi myrt egypska stríðsfanga hafa neytt ísraela til að horfast í augu við fortíð sína. ísraelska hersins árin 1956 og 1967 ... falla undir alþjóðalög, sem kveða á um að þeir skuli sóttir til saka fyrir stríðsglæpi," sagði í yfirlýsingu egypsku mann- réttindasamtakanna (EOHR). I yfirlýsingunni sagði að þetta væru „svívirðilegustu“ grimmdar- verk, sem hefðu verið framin síð- an í heimsstyijöldinni síðari. Arabísku mannréttindasamtökin hvöttu til þess á miðvikudag að stofnuð yrði alþjóðleg nefnd til að kanna rannsóknirnar. Dagblaðið Al-Alhali, sem er málgagn Framfarasinnaða verka- mannaflokksins, flokks vinstri manna í Egyptalandi, sagði að halda ætti opinber réttarhöld yfir „hinum ísraelsku stríðsglæpa- mönnum“ í Egyptalandi. Þetta mál hefur einnig valdið miklum deilum í ísrael og talið er að það gæti haft afleiðingar fyrir háttsetta stjórnmála- og embættismenn. Mannréttinda- frömuður einn í ísrael sagði að j þessar frásagnir minntu á lýsing- ar á óhæfuverkum nasista. Frásögn Biros kom fram í kjöl- far þess að herinn svipti leyndar- hulinni af greinargerð um verkn- aðinn á Sínaí-skaga. Herforinginn fyrrverandi lýsti á hendur sér ábyrgð á að hafatekið 49 egypska hermenn af lífi. Þeim hefði verið skipað að leggjast á magann og því næst hefðu Biro og liðsforingi hans skotið þá með hríðskota- " byssum. Biro var í 890. herdeild fall- hlífarhermanna. Hann sagði að sveit sinni hefði verið skipað að halda suður á bóginn og hún hefði ekki getað tekið fangana með sér. Þeir hafi haft áhyggjur af því að fangarnir myndu leiða egypska herinn á slóð herdeildar- inar ef þeim yrði sleppt og því hafi verið ákveðið að skjóta þá. Oðru sinni hefði hann gengið fram á egypska hermenn, sem Fulltrúi stjórnar rússneska sjálfstjórnariýðveidisins Karelíu „Karelískir dagar“ í undirbúningi Stjómarerindreki rússneska sjálfstjómarlýð- veldisins Karelíu var hér í opinberum erinda- gjörðum í liðinni viku. Auðunn Arnórsson fékk hann til að skýra frá þeim. Júrí Trounov, aðstoðarmaður varaforseta sjálfstjórnarlýð- veldisins Karelíu, var í viku- heimsókn hér á Iandi í þeim er- indagjörðum m.a. að kynna sér fyrirkomulag og starfsemi Happ- drættis Háskóla íslands og Lottósins, þar sem Karelíumenn sjá í þeim fyrirmyndir að nýjum lausnum á fjármögnunarvanda háskólans í Karelíu og á vanda félagslega kerfisins þar. Heimsókn Trounovs er liður í undirbúningi heimsóknar Andreis Stepanovs, forseta sjálfstjórnar- lýðveldisins hingað til lands, en hann er væntanlegur á „Karelíska daga“ sem halda á í nóvember nk. Fyrirmynda að nýjum fjármögnunarleiðum Ieitað Verðbólgan sem geysað hefur í Rússlandi hefur gert það að verkum, að kaupmáttur eftirlauna hefur skroppið ískyggilega sam- an. Aldraðir, fatlaðir og fleiri þjóðfélagsþegnar sem minna mega sín eru illa staddir þegar hið opinbera félagslega kerfi stendur ekki lengur undir því fjár- hagslega að sinna hlutverki sínu. „Við vonumst til að geta gert félagslega kerfið í lýðveldinu fjár- hagslega sjálfstæðara með hjálp lotterís að íslenzkri fyrirmynd," sagði Trounov í samtali við Morgunblaðið. Háskóli Karelíu í höfuðborginni Petrozavodsk er gömul stofnun. Byggingar hennar hafa ekki notið mikillar umnirðu á Iiðnum áratug- um sovétstjórnar og þarfnast víð- tækrar standsetningar. Auk þess vanhagar stofnanir háskólans um tæki og gögn. Fjárþörfin er því mjög aðkallandi. Því eru stjórn- völd Karelíu í leit að nýjum leiðum til að styrkja stoðir hinna félags- legu stofnana landsins. Trounov átti hér fundi með Morgunblaðið/Kristinn JÚRÍ Trounov framkvæmdastjórum bæði Happ- drættis Háskólans og íslenzkrar getspár. „Það fyrirkomulag sem er á Happdrætti Háskóla Islands og íslenzka Lottóinu er mjög at- hyglisvert. Ég mun leggja til að það verði tekið til fyrirmyndar í Karelíu og vonast til að hægt verði að taka upp svipað kerfi þar,“ sagði Trounov. íslenzkir sérfræðingar í happdrættismálum munu að líkindum vera kallaðir til ráðgjafar Karelíumönnum ef af þessu verður. Éina happdrættið sem núna er til í Karelíu er rússneska ríkis- lottóið, sem stjórnað er frá Moskvu. Finnar fjárfesta Frá því járntjaldið féll hafa tengsl Karelíu við nágrannann í vestri, Finnland, aukizt til muna. Trounov ságði aðspurður, að Finnar fjárfestu nú í timbur- og pappírsvinnslu í Karelíu. Finnsk- karelísk samstarfsverkefni á því sviði eru einn helzti vaxtarbrodd- urinn í iðnaði Karelíu um þessar mundir. Námuvinnslan í héraðinu er mjög umfangsmikil. Nýjar námur hafa fundizt, sem innihalda mikið magn af vanadíumi, og töluvert magn af úraníumi, gulli og pallad- íumi, en fyrir eru stórar járn-, Staðreyndir um Karelíu SJÁLFSTJÓRNARLÝÐ- VELDIÐ Karelía er um 172.400 ferkm stórt hérað, sem er hluti af rússneska ríkjasambandinu og af- markast af 800 km löngum landamærum við Finnland í vestri, Hvíta haf í austri og Kólaskaga í norðri. Þar búa um 800.000 manns, þar af um 200.000 í höfuðborginni Petrozavodsk. Kirov-járnbrautin, sem liggur frá Murmansk til Pétursborgar, er mikilvæg- asta samgönguæð lýðveldis- ins og liggja allir helztu bæir að henni. Hinn 227km Iangi skipaskurður milli Hvíta hafs og Finnlandsflóa ér ekki síður mikilvæg sam- gönguæð. Sögulega skiptist héraðið í tvennt, Austur- og Vest- urkarelíu. Austurkarelía hefur tilheyrt Rússlandi síð- an 1323, en stærstur hluti Vesturkarelíu var hluti af Finnlandi fram að lokum Seinni heimsstyrjaldar. Hátt í 70 af hundraði íbú- anna eru Rússar, en í hérað- inu búa einnig stórir hópar Hvítrússa, Úkraínumanna, Finna og Karelíumanna, sem eru náskyldir Finnum. I Karelíu er miklar auð- lindir að finna; stórir nytja- skógar og ríkar námur í jörðu eru grundvöllur at- vinnulífsins. Námu- og málmvinnsla, timbur- og pappírsframleiðsla eru aðal- stoðir þess. Karelía á jafn- framt töluverðan hluta fisk- veiðikvótans í Barentshafi. \ I I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.