Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.ÁGÚST1995 15 I ) ) I ) ) ) > > i > i > > voru aðframkomnir af þorsta. Fyrst hefði hann hellt úr vatns- brúSa sínum fyrir framan þá og síðan myrt þá. „Myndi gera þetta aftur“ Biro hefur sagt í viðtölum að hann hafi iðrast gerða sinna, en bætt við: „Undir sömu kringum- stæðum held ég að ég myndi gera þetta aftur.“ Yfirmaður 890. herdeildarinnar var Rafael Eitan, leiðtogi Tsomet, flokks þjóðernissinna. Eitan var yfirmaður ísraelska hersins og ráðherra og hyggst sækjast eftir embætti forsætisráðherra á næsta ári. Hann hefur ekkert vilj- að segja um þetta mál. Þegar Biro var spurður hvort Eitan hefði fyrirskipað morðin var svarið: „Spyijið hann.“ Ariel Sharon, fyrrum varnar- málaráðherra, sem enn er frammámaður í Likud-bandalag- inu, var einn stjórnenda fallhlífar- hermanna á þessum tíma. Biro telur ólíklegt að hann hafi vitað af morðunum. Uri Avnery, þingmaður og friðarsinni, hefur lagt fram ákæru á hendur þessum þremur mönn- um, Biro, Eitan og Sharon, hjá lögreglu og saksóknaraembætt- inu. Ásakanir sagnfræðingsins Yitzhaki um grimmdarverk í sex daga stríðinu beinast að þekktri könnunarsveit hersins. Hann seg- ir að sveit þessi hafi myrt milli 300 og 400 egypska og palest- ínska hermenn, sem voru á flótta frá Gaza-svæðinu til Egyptalands og voru strádrepnir. Sumir hefðu veitt mótspyrnu, en aðrir verið skotnir eftir uppgjöf. Binyamin Ben-Eliezer var yfir- maður sveitarinnar þegar þetta gerðist. Hann er nú húsnæðis- málaráðherra í stjórn Rabins og neitar að hafa komið nálægt morðum á stríðsföngum. kopar-, títan-, og pegmatítnámur. Spurningin um það hvernig arðin- um af þessum námum er skipt er því nærtæk. Trounov sagði þó engan ágrein- ing vera milli Petrozavodsk og Moskvu af þessum sökum; lögin sem segðu fyrir um hvernig þess- um auði væri skipt væru skýr og framkvæmd þeirra vandræðalaus. Enn ein auðlind Karelíu er eign- araðild að fiskimiðum, m.a. í Bar- entshafi. Trounov vísaði því frá sér að tjá sig á nokkurn hátt um það hver stefna Karelíu væri varð- andi þessa auðlind, sem íslending- ar hafa mestan áhuga á. Hann staðfesti aðeins, að Karelía ætti kvóta í Barentshafi, en sjávarút- vegsmál lægju utan hans starfs- sviðs og benti á, að í nóvember kæmu hingað menn sem hefðu þau mál á sinni könnu og myndu ræða þau við íslendinga. Karelískir dag- •* íll* I byijun nóvember næstkomandi er áætlað að „Karelískir dagar“ verði haldnir í Reykjavík. Skipu- lagning þeirra er samstarfsverkefni sendiráðs íslands í Moskvu og rúss- neska sendiráðsins hér. Þá mun forseti sjálfstjómarlýð- veldisins, Andrei Stepanov, koma hingað með fylgdarliði, skipuðu málsmetandi mönnum úr stjóm- kerfí og viðskiptalífí. Er ætlunin að á „Karelísku dögunum" gefist Karelíumönnunum færi á að hitta fulltrúa íslenzkra stjórnmála og viðskiptalífs, með það fyrir augum að efla tengslin milli landanna og auka viðskipti. Ætlunin er að gera karelískri menningu hátt undir höfði í sér- stakri dagskrá á karelísku dögun- um og kynna hana fyrir Islending- um. Menning þessa norðlæga jaðarsvæðis rússneska stórveldisins hefur ekki farið hátt hér á landi hingað til og að sögn Trounovs eiga „Karelísku dagarnir" ekki sízt að þjóna þeim tilgangi að bæta úr því. Ekki er búist við því að egypsk stjórnvöld muni sækja mjög hart að ísraelar rannsaki þessi mál til hlítar. Sagt er að egypski herinn hafi myrt sex ísraelska hermenn, skorið af þeim kynfærin, plokkað úr þeim augun og skilið eftir upp- reista með augun í höndunum. Þá segir vitni að Egyptar hafi myrt 20 ísraelska hermenn með því að skjóta þá í hnakkann og raðað þeim á bakka Súez-skurð- arins í Yom Kippur-stríðinu árið 1973. Sagt er að Egyptar vilji ekki fá á sig gagnkröfur um að mál af þessu tagi verði rannsökuð. Vegið að eðli síonismans? ísraelar hafa löngum talið her sinn yfir gagnrýni hafinn og verið stoltir af framgöngu hans. Um leið hefur verið litið svo á að ísra- elsríki hafi verið stofnað með heiðri og sæmd og saga þess væri flekklaus. Nú er þetta að breytast og ísraelar virðast reiðu- búnir til sjálfsgagnrýni í deilum sínum við araba. Fram eru komn- ir hinir svokölluðu „nýju sagn- fræðingar", sem eru að endur- skoða goðsagnirnar um ísrael og segir einn þeirra, Benny Morris, að í huga almennings vegi frá- sagnir af grimmdarverkum á víg- vellinum að „eðli síonismans" eða þeirrar stefnu að mynda sjálf- stætt ríki gyðinga í Palestínu. Sharon hefur kallað þessa til- hneigingu til að líta í eigin barm „sjálfsmorð þjóðar“. Hann for- dæmir morð á stríðsföngum, en bætir við: „Það er mjög erfitt að skilja aðstæður á vígvellinum í erfíðum styijöldum þegar maður situr í djúpum hægindastól í loft- kældu herbergi." Avnery lítur hins vegar svo á að þessi naflaskoðun beri heil- brigði og sjálfstrausti vitni. Israelska dagblaðið Yediot Aharonot sagði fyrir viku að nauðsynlegt væri að rannsaka málið, ekki bara vegna Egypta, „heldur vegna okkar sjálfra, sam- visku okkar, viðhorfa okkar og grundvallarreglna". Heimildir: Daily Telegraph, International Herald Tribune, Reuter og Time. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.