Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/ Kristinn BÆKUR Stjórnmál SJÓNARRÖND Jafnaðarstefnan - viðhorf eftir Sva- var Gestsson, 176 bls. Myndrit, töfl- ur, skrá um heiti og efnisatriði. Iðunn, Reykjavík 1995. I Hafíð, bláa hafið hugann drepr. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað Liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma iönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Amarson). Því ber að fagna þegar for- ystumaður í íslenskum stjómmálum skrifar bók um hugmyndafræði, bók sem á að gera heillega grein fyrir grundvall- arviðhorfum hans og framtíðarsýn í stjómmálum, „vegahandbók" eins og hann kallar það sjálfur, af því að við „þurfum að vita nokkurn veginn hvert við erum að fara“ (bls. 99). Það er ekki algengt að íslenskir stjómmálamenn skrifi um hug- myndafræði. Þó má nefna Jón Þorláksson, Bjarna Benediktsson, Brynjólf Bjarnason, Jónas frá Hriflu - og Gylfi Þ. Gíslason skrif- aði tvær bækur undir heitinu Jafn- aðarstefnan, sem er einmitt undir- titill bókar Svavars. Svavar Gestsson hefur gjarnan verið talinn persónugervingur hinnar sósíalísku arfleifðar í Al- þýðubandalaginu. Ekki síst þess vegna hljóta viðhorf hans að telj- ast forvitnileg, nú þegar hin sósíal- ísku þjóðfélagskerfi Austur-Evr- ópu em hmnin og kalda stríðinu lokið. Jafnaðarstefna Það vekur athygli, að Svavar kýs að nota heitið jafnaðarstefna um hugmyndir sínar, en það heiti hefur um áratugaskeið verið notað um hugmyndir sósíaldemókrata í Vestur-Evrópu. Því fer þó fjarri, að Svavar boði hefðbundna jafnað- arstefnu á evrópska vísu - og raun- ar fjallar hann lítið sem ekkert um hefðbundna jafnaðarstefnu, nema hvað hann segir á einum stað: „Sósíaldemókratar sem svo eru nefndir halda því nú fram að Evr- ópusambandið sé eins konar nú- tímasósíalismi“ (bls. 32). Svavar er hins vegar harður andstæðingur þess. Raunar nefnir Svavar sögulegan klofning jafnaðarmanna og komm- únista, sem hann telur að hafi snúist „að nokkm leyti um afstöð- una til Sovétríkjanna" (bls. 8). Flestir aðrir myndu rekja þann klofning fyrst og fremst til þess að kommúnistar höfnuðu lýðræði og studdu Sovétríkin skilyrðis- laust. Og þó Svavar hafni alræði öreiganna fer því fjarri að hann telji kommúnistaflokka á Vestur- löndum hafa vaðið í villu: „Það Bíða mín þar æskudrauma lönd . . . þarf ekki að deila um það lengur að barátta þessa fólks skipti sköp- um í heimalöndunum; það var bar- átta fyrir frelsi undan oki fátækt- arinnar, fyrir sjálfstæði hvers manns“ (bls. 9). Fáir verða til þess nú um stundir að telja að barátta fámennra og áhrifalítilla komm- unistaflokka hafí „skipt sköpum“ fyrir þróun Vesturlanda til frelsis og almennrar hagsældar; flestir myndu nefna þróun markaðskerfis, sem hægri menn börðust harðast fyrir, en jafnaðarmenn féllust á um miðja öldina, velferðarkerfis, sem jafnaðarmenn börðust fyrir en hægri menn féllust á um miðja öldina, og iýðræðis, sem bæði hin- ir stóru hægriflokkar og jafnað- armenn studdu frá því á fyrri hluta aldarinnar. Og fráleitt væri að halda því fram, að frelsi hafi verið meira eða lífskjör betri þar sem kommúnistaflokkar voru tiltölu- lega stórir (eins og í Frakklandi, á Italíu og á íslandi) heldur en þar sem þeir voru afar litlir (eins og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð). Lýðræði, markaður, velferð Svavar vill skilyrðislaust hafa „sjálft lýðræðið, fjölflokkakerfið" (bls. 15). Eignarhaldið á fyrirtækj- unum er hins vegar „aukaatriði þegar allt kemur til alls“ (bls. 17). Hann vill „slá því föstu að við notum markaðinn til að dreifa vör- um og þjónustu“ (bls. 140). Góður sósíalisti, sem vildi fá útskýrt af hveiju Svavar vill að markaðurinn hafí eitthvert hlutverk, gengi hins vegar í geitarhús að leita ullar. Svavar útskýrir ekki þá kosti markaðarins, sem hafa orðið til þess að evrópskir jafnaðarmenn styðja markaðsbúskap og einka- eign á flestum fyrirtækjum. Hins vegar ræðir hann lesti markaðarins að hætti sósíalista: „Reynslan sýn- ir að gróðakenningin, kapítalism- inn, svarar að sjálfsögðu ekki áleitnustu spurningum lífsins. Vandamálin sem hann skapar blasa alls staðar við: í hungrinu, fátæktinni, atvinnuleysinu, eiturly- fjaneyslunni, hernaðarbröltinu“ (bls. 17). Þessi sýn er öndverð evr- ópskri jafnaðarstefnu. Margir jafn- aðarmenn - og aðrir - munu vafa- laust fallast á að engin hagfræði- kenning svarar ýmsum áleitnustu spurningum lífsins. En jafnaðar- menn hafa fallist á markaðskerfið fyrst og fremst vegna þess að þeim virðist það duga betur til að vinna bug á fátækt og hungri en aðrar tegundir hag- skipunar sem í boði eru. Og fáir trúa því lengur að eiturlyíja- neysla og hernaðar- brölt ákvarðist af gerð hagkerfisins, hvað þá að þetta tvennt sé sér- staklega bundið kapít- alismanum. Svavar hefur fleira við markaðskerfið að athuga. Hann segir að því sé „jafnvel haldið fram að misskipting sé forsenda efnahags- legra framfara. Að það sé ekki hægt að skipta öllu alveg jafnt vegna þess að þar með hefjist stöðnun því þá sé eng- inn hvati eftir í hagkerfinu. Og það er vissulega nokkuð til í því að efnahagslegur ávinningur er mikil- væg forsenda þess að mannskepn- an hreyfi sig fram á við. En því viðhorfi er vísað á bug sem sið- lausu að misskipting auðæfanna sé forsenda framfara11 (bls. 98). Hér virðist því haldið fram, að markaðskerfið sé siðlaust, af því að flestir munu fallast á, að í markaðskerfi sé útilokað að „skipta öllu alveg jafnt“. Enda hafa evrópskir jafnaðarmenn fall- ist á, að markaðskerfinu hljóti að fylgja nokkur ójöfnuður. Þeir vilja hins vegar nota ríkisvaldið til þess að draga úr þeim ójöfnuði - en greinir reyndar á um hversu langt sé óhætt að ganga í þeim efnum. Hrun Vesturlanda? Greining Svavars á þeim vel- ferðarsamfélögum, sem jafnaðar- menn hafa átt ríkan þátt í að móta, bendir heldur ekki til þess að hann eigi mikla samleið með þeim: „Ef andstæðurnar halda áfram að skerpast munu þjóðfélög Vesturlanda hrynja af því að fólk líður ekki til lengdar harðstjórn fátæktarinnar, atvinnuleysið. Staðreyndir atvinnuleysisins eru ein ástæða þess að einmitt nú er þörf fyrir pólitískt uppgjör. En ástæðan er líka sú að stjórnmála- kirkjurnar hafa hrunið til grunna. Ekki bara sú sovéska heldur líka sú kapítalíska þar sem milljónirnar ganga um atvinnulausar" (bls. 91). Hér virðast miðstýrður áætl- unarbúskapur Sovétmanna og markaðsskipan Vesturlanda lögð að jöfnu. „Kapítalíska stjórnmála- kirkjan" er væntan- lega sú hugmynda- fræði sem orðið hef- ur ráðandi á flestum Vesturlöndum og felur í sér blöndu lýðræðis, markaðs- skipunar og velferð- arkerfis. í ljósi þess- arar greiningar er ekki skrýtið að Sva- var vísar lítt til evr- ópskra (t.d. nor- rænna) samfélaga sem fyrirmynda. Félagslegur markaðsbúskapur í Austur-Asíu Á hinn bóginn talar hann af augljósri velþóknun um þau hag- kerfi Austur-Asíu þar sem hag- vöxtur hefur verið mestur, Japan, Hong Kong, Suður-Kóreu, Singap- úr, Tævan, Indónesíu, Malasíu og Tæland, en í hagkerfum þessara landa birtist að hans mati „eins konar félagslegur markaðsbúskap- ur“ (og notar hugtakið augljóslega ekki í sömu merkingu og breski jafnaðarmaðurinn David Owenl). Svavar hefur það eftir sérfræðing- um Alþjóðabankans að „tekju- aukningin hafi dreifst jafnar í þess- um löndum en víðast annars stað- ar . . . Þar [í Japan] hafa fyrir- tækin ekki fengið að reka fólk út í óvissu atvinnuleysisins til að ná fram hagræðingu eins og á Vestur- löndum . . . Það tókst að virkja fólkið til þess að finna nýjungar til að skapa sátt um ný vinnuferli - til að bæta kjör þeirra sem vinna á hveijum stað. Þar hefur verið blandað saman hagkvæmni og til- finningu“ (bls. 71-72). Svavar bætir því raunar við, að sérfræð- ingar Alþjóðabankans segi það grundvaliaratriði, að í öllum þess- um löndum sé fylgt markaðshag- kerfi. Þar með eru þessi kerfi vænt- anlega „siðlaus", en þrátt fyrir það hefur hann greinilega meiri trú á þe.irri þjóðfélagsgerð sem þar hefur þróast en þeirri á Vesturlöndum. II Bók Svavars skiptist í tvo hluta. Einn heimur nefnist sá fyrri og fjallar um veröldina alla. Þar er einkum rætt úm margvíslegt böl mannkyns: fólksfjölgun, örbirgð, hungurdauða, ósonlagið, gróður- húsaáhrif, ófriðarhættu, vélmenni. Rót vandans virðist vera velsæld Svavar Gestsson. og neysla á Vesturlöndum: „Það er semsé ekki fólksfjölgunin ein sem er vandamál heimsins um þessar mundir; hitt aðalvandamálið er nefnilega skammtímagróða- hugsun sem lætur allt lönd og leið fyrir augnabliksávinning og skjótfenginn gróða og þekkir ekki aðra mælikvarða" (bls. 24). Svipuð hugsun er á ferðinni þegar Svavar segir - og kemur kannski á óvart í ljósi aðdáunar hans á hagkerfum Austur-Asíu: „Kannski er ein- faldast að leggja hér áherslu á að hagvaxtarkapphlaupið er háska- legt og líka sú tilhneiging að mæla allt í peningum og hagkvæmni markaðarins" (bls. 23). Raunar segir Svavar berum orð- um: „Hins vegar er ljóst að mann- kynið þolir ekki áframhaldandi eyðileggingu náttúruauðlindanna og sívaxandi vöruframleiðslu . . . Vesturlandabúar verða því að horfast í augu við staðreyndir og þeir þurfa að gera margt í senn: I fyrsta lagi verða þeir að hætta að menga og eyðileggja umhverfið. Til þess geta þeir þurft að skerða Iífskjör sín í augnablikinu í þeim tilgangi að bæta lífskjör barna sinna í framtíðinni. I öðru lagi verða íbúar Vesturlanda að sætta sig við að skerða lífskjör sín svo íbúar þriðja heimsins fái aukið svigrúm til þess að bæta sín lífs- kjör“ (bls. 42). Ekki virðast hinir tveir „öldruðu risar“, Bandaríkin og Evrópusam- bandið, líklegir til að takast á við vandann. Svavar nefnir sérstak- lega, að landbúnaðarstyrki ESB þurfi „að taka af í meginatriðum þó ekki væri nema af tillitssemi við þá sem búa í þriðja heiminum og geta framleitt sömu landbún- aðarvörur með miklu lægri til- kostnaði en gert er í löndum Evr- ópusambandsins . . . Landbún- aðarmálin eru líka nefnd sem dæmi um hvað það er erfitt fyrir stórríki eins og ESB að taka ákvarðanir. Kerfið er þungt í vöfum og svifa- seint . . . Evrópusambands- báknið í Brussel er ófært um að taka á nokkru vandamáli“ (bls. 76-77). (Að vísu sýna nýlegar tölur frá OECD að styrkir til landbúnað- ar á Islandi eru miklu meiri en í ESB, þannig að smáríki virðast líka eiga erfitt með „að taka á nokkru vandamáli“). Ekki virðist meiri von í Banda- ríkjunum: þar búa menn við „stór- felld vandamál misréttis, fátæktar og vonbrigða . . . versta eitur- lyfjavandamál allra þróaðra ríkja . . . Hallinn á ríkissjóði er gífurlegur. Þar er versti eyðnifar- aldurinn utan Afríku. Þangað koma fleiri ólöglegir flóttamenn en til nokkurs annars ríkis . . . í viðbót við allt þetta er því spáð að Bandaríkjamenn geti farið verr en aðrir út úr gróðurhúsaáhrifum næstu aldar“ (bls. 77-78). Svavar segi'r enga lausn á vanda mannkyns í sjónmáli, en „ég sé fyrir mér þijú sáttmálasvið sem þurfa að verða til og mótun þeirra þarf að vera markviss og samtvinn- uð“ (bls. 26). Þessi þijú svið eru alþjóðlegur umhverfissáttmáli, al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.