Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 29 MINNINGAR + Laufey Páls- dóttir fæddist í Ólafsvík 19. júní 1931. Hún andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 22. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ósk S.J. Guð- mundsdóttir frá Ól- afsvík, f. 11.8.1898, d. 15.11. 1987, og Páll Þorgilsson frá Fróðárhreppi, f. 14.5.1890, d. í apríl 1939. Laufey var fimmta í röð níu systkina er upp komust. Þau eru 1) Siguijón, f. 7.5. 1921, 2) Júlíus, f. 12.7. 1922, 3) Guðveig Bjarnadóttir, f. 27.8. 1926, 4) Krislján, f. 7.5. 1921, d. 4.3. 1965, 6) Lilja, f. 26.12. 1932, d. 10.11. 1967. 7) Aðalheiður, f. 28.5. 1934, og tvíburarnir Hinrik og Guðmundur, f. 14.9. 1938. Laufey giftist Gunnari Eyj- ólfssyni, f. 12.1. 1927, d. 10.10. 1977, frá Húsatóftum á Skeið- um 17. apríl 1954. Laufey og Gunnar áttu fjögur börn, fyrir átti Laufey tvö börn, 1) Pál Edward Sigurvinsson, f. 21.9. 1949, kvæntur Hönnu Björk Ragnarsdóttur, þau eiga tvær dætur, Erlu Laufeyju og Unu Nú kveð ég þig, móðir, er kærust mér varst og klökk í huga þín minnist. í lífinu gleði og gæfu mér barst þótt gatan of stutt nú mér finnist. Þú áttir svo góða og glaða iund, þótt gengir með sorgir í barmi, þá gastu af hjarta oft hlegið um stund og hrint frá þér lífsins harmi. Þú varst eins og reyrinn sem bognar í byl, en úr beygjunni aftur sig réttir og lifnar og angar er léttir til og ljóma þá sólskinsblettir. En reyrinn hann fellur sem hvert annað strá er haustið með köldum mundum þekur með hélu brosandi brá blómanna á fdgrum grundum. Vertu sæl, mamma, ég veit að ég má vonast til endurfunda. Ég veit að þú færð í framtíð að sjá feprð skínandi lunda. Nú laus ertu úr fjötrum sem lífið þér skóp og létt af þér sjúkdómsins þrautum, og ástvini fama í heilum hóp þú hittir á eilífðarbrautum. (R.G.) Börnin. Sóleyju, áður átti Páll tvö börn með Elínu Eiríksdóttur, Elísabetu Ósk og Sigurvin, 2) Ólöfu de Bont Ólafsdóttur, gift Robert de Bont, þau áttu eina dóttur, Selmu Rún, f. 23.10. 1991, d. 29.5. 1995. Börn Gunnars og Laufeyjar eru 1) Helga Guðrún, f. 17.3. 1955, hún á börnin Gunnar og Berglindi, 2) Óskar Eyjólf, f. 27.11. 1956, d. 7.3. 1967, 3) Sæþór, kvæntur Hrefnu Kristjánsdóttur, þau eiga soninn Kristján Má. Fyrir átti Sæþór soninn Gunnþór Óskar. Fósturbörn Sæþórs og börn Hrefnu eru Ásgeir og Sif, 4) Sigurður Þröstur, hann á soninn Gunnar. Laufey og Gunnar hófu bú- skap á Seltjarnarnesi. Arið 1957 fluttust þau til Ólafsvíkur og bjuggu sinn búskap þar. Síð- ustu tíu árin hefur Laufey búið í Kópavogi. Útför Laufeyjar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður frá Hafn- arfjarðarkirkjugarði. Það verður tómlegt hérna heima þegar elsku amma er farin frá okkur, og það er skrítið að hugsa sér að hún eigi aldrei aftur eftir að koma upp í eldhús og spjalla og hlæja eins og hún gerði á næst- um hveijum degi. Hún var alltaf svo kát og glöð og það var ótrú- legt hvað hún gat hlegið mikið. Þegar Gunni bróðir sagði henni eitthvað sniðugt, þá engdist hún stundur og saman af hlátri. Henni fannst ofsalega gaman að dansa og syngja og hún söng alla daga. Amma hefur alltaf búið hjá okkur og verið svo góð og yndisleg því er svo erfitt að sætta sig við það að hún sé farin að eilífu. Ég óska þess að hún hitti aftur son sinn sem dó tíu ára og afa Gunnar sem hún saknaði alltaf mikið. Þeg- ar ég sá ömmu svona veika þá trúði ég því ekki að hún væri að fara að deyja, ég hélt henni myndi batna eins og hún var vön að gera. Og ég býst hálfpartinn við að hún bíði eftir mér í bakhúsinu með soðna ýsu og hlýjuna sína. Þegar við lágum saman á Borgarspíta- lanum fyrir nákvæmlega ári, ég með mitt lærbrot og hún í sínum veikindum, þá kom hún oft á dag til mín þótt hún hefði enga heilsu til þess. Það var svo uppörvandi og gott að hafa hana svona ná- lægt sér. Það verður erfítt að hefja eðlilegt líf án ömmu í bakhúsinu, því það var stór hluti í lífí mínu. En ég veit að andi hennar mun alltaf vera hér hjá okkur. Ég sakna þín elsku amma. Ég elskaði þig og mun alltaf gera. Guð blessi þig. Berglind Dögg Bragadóttir. Nú ertu héðan farin, inn í ljósið bjarta. Ég man fyrst þegar ég hitti þig, Eyja mín, þá var ég bara 17 ára og síðan hafa liðið 27 ár. Ég var svo lítil og feimin, en þú tókst á móti mér með opinn faðm. Það var svo gaman oft á Vallholtinu, mikið hlegið og það gat nú enginn verið alvarlegur þegar þú tókst þig til í þínu besta hláturkasti, þú hafð- ir svo smitandi hlátur að enginn komst hjá því að byrja að hlæja með þér. Þú bakaðir líka bestu hveitikökur í heimi og oft færðir þú mér nýbakaðar hveitikökur og kaffí í rúmið á morgnana, þegar ég átti heima hjá þér. Þótt leiðir okkar sonar þíns skildu, þá vorum við ætíð vinkonur í gegnum árin. Og þitt blíða og góða viðmót til mín öll árin huggaði mig oft. Ég fæddi þitt fyrsta barnabarn, Elísa- betu Ósk, þá var mikil hamingja í Vallholtinu þegar við mæðgur kom- um heim. Elsku Eyja, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér í gegnum árin. Ég sakna þín, tengdamamma, eina tengdamamman sem ég átti í raun. Guð leiði þig í þínu nýja lífi, Eyja mín. Ég elska þig. Elín tengdadóttir. Okkur langar til að minnast Laufeyjar sem vann með okkur í Örva undanfarin ár. Við erum þakklát fyrir að hún bar með sér sólskinið og kenndi okkur að meta gleðina þrátt fyrir mótlæti. Við sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur með þessum orðum: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið ... En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu ... (Óþ. höf.) " Starfsfólk Örva. Amma mín er dáin. Farin á annað tilverustig. Það er skrítið að hugsa til þess að hún skuli vera farin. Hún sem var mér svo ofboðslega mikið, hún sem gaf mér svo mikla ástúð öll mín ár, hún sem kenndi mér svo margt, hún sem var svo stór hluti af mér. Amma! Þú sem varst svo mikill sjúklingur þín síðustu ár og var Borgarspítalinn orðið þitt annað heimili, og var maður orðinn hálf ónæmur fyrir því, þegar þú varst lögð inn, því af reynslunni vissi maður alltaf að þú kæmir til baka, og það gerðir þú líka alltaf. Þegar þú komst aftur var ekki á þér að sjá að þú væri sjúklingur, lífsgleð- in skein úr hlýju brosi þínu, söng- ur þinn fyllti heimilið okkar af hlýju og ást, og ást þín og ein- lægni fýllti mig lífskrafti og stolti, stolti að hafa átt þig sem ömmu, og ekki er ég aldeilis búin að missa þetta allt, þótt þú hafír yfírgefíð litla veika líkama þinn, heldur hefur formið aðeins breyst. Ég veit að þú ert og verður ávallt hjá mér og veitir mér áfram það sem þú hefur gert tuttugu og tvö æviár mín. Minning mín um þig mun aldrei fara úr huga mínum og hjarta, því af þér ég lærði að það sem maður elskar, geymir maður í hjarta sér og lætur aldrei fara úr huga sér. Elsku amma mín, ég þakka fyr- ir þá gæfu og þá gleði sem öll okkar samskipti byggðust á og ég veit að við munum örugglega hitt- ast aftur. Starfsfólki Borgarspítalans var ömmu minni einstaklega nærgæt- ið og gott og sýndi henni mikla umhyggju og langar mig að þakka því fyrir það. Nú legg ég augun aftur 6, Guð þinn náðarkraftur raín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. Takk fýrir allt saman, elsku amma mín. Gunnar. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför óstkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓLA KR. GUÐMUNDSSOIMAR læknis, Stigahlíð 2, Reykjavik. Halla Hallgrímsdóttir, Sigrfður Óladóttir, Þóra Óladóttir, Ragnheiður Óladóttir, Guðný Óladóttir, Guðrún Edda Óladóttir, Solveig Lilja Óladóttir, Ólöf Halla Óladóttir, tengdasynir og barnabörn. LA UFEY PÁLSDÓTTŒ Crfisdrvkkjur A Veitingohú/ið GMH-lfin Sími 555-4477 Suðurfandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 7 0 hamingjuríkir haustdagar í Newcastle og nánasta umhverfi. Newcastle og nánasta umhverfi anga ag sögu og menningu sem auSvelt er a8 njóta. I sérstakri tíu daga ferS heldri borgara verSur stigiS aftur í aldir; fólk tekur (oátt í eldfjörugu miSaldarævintýri í dularfullum kastala, skoSar sögu víkinganna, stórbrotna menningu Rómverja og einhverja mestu náttúrufegurS Englands. FerSin hefst í Newcastle, heimilislegu heimsborginni, þar sem gist verSur fyrstu jorjár næturnar. I Newcastle er gaman aS gera góS kaup og hægt aS skreppa til dómkirkjubærjarins Durham og í BeamissafniS, óviSjafnanlegt safn þar sem gestirnir upplifa enska smábæjarrómantík frá árinu 1913. Frá Newcastle er stuttur akstur til York, en þessi fallegi bær bókstaflega angar af sögu Rómverja og víkinga. Þá tvo sólarhringa sem dvaliS er í York gefst gott tækifæri til aS kynnast notalegri gestrisni Englendinga, sem á enga sér líka. ÞaS er engin tilviljun aS VatnasvæSiS skuli taliS fegursta svæSi Englands. Fjöllin, dalirnir og vötnin á VatnasvæSinu mynda stórkostlega umgjörS um litlu bæina sem skemmtilegt er aS heimsækja þá tvo sólarhringa sem dvaliS er þar. FerSinni lýkur síSan í Newcastle, en á leiSinni þangaS verSur ekiS meSfram virkisveggnum sem Rómverjar reistu þvert yfir England. SíSasta kvöldiS í Newcastle verSur fariS í ógleymanlega kastalaveislu. Brottför 30. október, heimkoma 8. nóvember. Islenskur fararstjóri og íslenskur hjúkrunarfræðingur. Verð kr. Ver& miöast vi& sta&grei&slu fyrir 15. september. InnifaliS í ver&i er: Flug, flugvallaskattar, gisting, hálft fæði, ferðir til og frá flugvelli í Newcastle og rútuferðir. Verð miðast við einn í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFAN £ARHRAUNI 10 SÍMI 565 2266 Helgar- og vikuferðir alla fimmtudaga og mánudaga 19. október - 23. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.