Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HRÓBJARTUR ELÍ JÓNSSON, Óðinsgötu 15, Reykjavík, lést að morgni 25. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, ANNA HELGA KRISTINSDÓTTIR OLSSON, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 23. ágúst sl. Útför hennar fer fram fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 1. september 1995 kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Þór Gregor Þorsteinsson. Afi minn, FINNBOGI RÚTUR GUÐMUNDSSON múrarameistari frá Bíldudal, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Margrét Grímsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, JÓN ÓLAFUR ELÍASSON fyrrverandi kaupmaður, Blönduhlfð 27, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30. !S| Jón Kristinn Jónsson, Sesselja Ingólfsdóttir, AriJónsson, Lára Hrönn Árnadóttir, Anna Elíasdóttir, Magnús Guðmundsson, Jón Björnsson, Ólafur J. Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR frá Siglufirði, Miðvangi41, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Hilmir Guðmundsson, Ásrún Á. Olsen, Gréta Guðmundsdóttir, Hörður Arnþórsson, Bryndis Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og hluttekningu við andlát og útför afa okkar, JAKOBS FRÍMANNSSONAR fyrrv. kaupfélagsstjóra KEA. Sérstakar þakkir færum við bæjarstjórn Akureyrar, Kaupfélagi Eyfirðinga og Frímúrarareglunni á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jakob Frímann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir. + Jónas Einarsson fæddist á Hvammstanga 25. júní 1924. Hann lést í Landakotsspítala laugardaginn 19. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Elíes- ersson, bóndi og síðar verkamaður og kona hans Pálína Björnsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum í Óspaks- staðaseli og síðar hjá móðursystur sinni og hennar manni í Grænu- mýrartungu. Systkini Jónasar sem komust til fullorðinsára eru: Björn, f. 28.12 1918, látinn. Halla Inga, f. 11.2.1920 og Ingi- mar, f. 17.12 1926. Jónas kvæntist 9. maí 1953 Guðbjörgu (Stellu) Haraldsdóttur. Hún er fædd 26.3. 1927 og er frá Kerl- ingadal í Mýrdal, dóttir hjón- anna Guðlaugar Andrésdóttur og Haraldar Einarssonar. Jónas og Stella eiga 5 börn og eru þau sem hér segir: Aðal- JÓNAS Einarsson, fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hrút- firðinga á Borðeyri, er látinn. For- eldrar hans voru hjónin Pálína Björnsdóttir og Einar Elíesersson er þá bjuggu í Óspaksstaðaseli, einu syðsta býli sem þá var í byggð í Vestur-Húnavatnssýslu. Ekki var auður þar í búi enda fátækt land- læg. Hitt var þó sýnu alvarlegra að upp komu berklar á bænum en þeir voru einn versti vágestur og ógnvaldur þeirra tíma. Tvíbýli var þá í Óspaksstáðaseli, þar bjuggu og Jón, bróðir Einars, og kona hans, Sesselja, systir Pálínu. Til marks um þær hörmungar er sjúk- dómurinn olli var að á fimm árum féllu sjö manns í valinn, húsfreyj- umar báðar og fimm börn en það mun hafa verið helmingur fólksins á bænum. Nærri má geta að fólkið %rossar á ídði 'Jiydfrítt stáC- varanCegt e.fni O(rossarnir eru framleiddir úr fivíttiúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem encfíst um óftgmna tíð. SóCfíross (táfínar eiííft (íf) tHceð 100 smfrájörðu. (Hefðbuncfínn fíross m/munstruðum * endum. (Hceð 100 smfrá jörðu. Hringið í síma 431 1075 og fáið litabækling. k BUKKVERKi Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 3076. steinn, f. 26.1.1955, hann á eina dóttur, Stellu Mjöll. Har- aldur, f. 1.4. 1956, sambýliskona hans er Helga Gísladótt- ir. Guðlaug, f. 31.5. 1958, hún á einn son, Jónas Rafns- son. Sambýlismað- ur Guðlaugar er Halldór R. Lárus- son, þau eiga eina dóttur, Ásdísi Lov- ísu. Þórey, f. 9.5. 1961, eiginmaður hennar er Þór Jó- hannsson og eiga þau fjögur börn, Auði, Hildigunni, Berg- þóru og Kára. Silja, f. 1.4.1972, sambýlismaður hennar er Ólaf- ur Sigurður Eggertsson og eiga þau einn son, Eggert Emil. Jón- as var mestan hluta starfs- ævinnar kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur vann hann hjá Goða hf. Jónas verður jarðsunginn í Áskirkju, mánudaginn 28. ág- úst kl. 13.30. er eftir lifði hefur borið djúp sár og mikinn trega, ekki síst þau börn sem komin voru til nokkurs þroska og aldurs er þessi ósköp dundu yfir. Árið 1935 gefast bræðurnir upp og bregða búi. Jón hafði misst konu sína og tvö börn. Hann kom eina syni sínum er eftir lifði í fóstur í höfuðstaðnum. Elsti sonur Einars er lifði, Björn, fór til móðursystur sinnar er bjó á Kolbeinsá, Halla og Jónas fóru að Grænumýrar- tungu til Ingveldar frænku sinnar og Ingimar, yngsta barn Einars og Pálínu, fylgdi Þuríði ömmu sinni og var í skjóli hennar til fermingar- aldurs. Þegar þessir atburðir urðu var Jónas nafni minn tæplega 11 ára gamall. Var hann heimilisfastur í Grænumýrartungu allt þar til hann gerðist starfsmaður kaupfé- lagsins á Borðeyri. Á þessum tíma var Grænu- mýrartunga fjölmennt velmegandi menningarheimili. Þar var stórt reisulegt steinhús, raflýst frá vatnsrafstöð. Gunnar bóndi var fjölgáfaður og hefur eflaust haft djúp áhrif á hinn unga svein. Frænka nafna, Ingveldur, var mik- il húsmóðir, dugnaðarforkur og stjórnsöm. Nafna mínum lá alltaf hlýtt orð til þeirra hjóna og taldi sig eiga þeim gott að gjalda. Hygg ég að þetta hafi verið gagnkvæmt frá þeirra hendi. Oft heyrði ég síð- ar á ævinni Gunnar bera lof á gáf- ur og hæfileika nafna míns. Á þess- um árum var farskóli í Bæjar- hreppi. Kennt var á þremur bæjum innst í hreppnum, Gilhaga, Melum og Fögrubrekku, hálfan mánuð í senn á hveijum stað. Kennari okk- ar innbæinga var Bjarni heitinn Þorsteinsson. Undir hans hand- leiðslu stigum við fyrstu skrefin á okkar skólagöngu og hófust þar kynni okkar sem urðu því nánari er árin liðu. Við t.d. skrifuðumst oft á er hann var í Reykholti og ég í Reykjaskóla og raunar miklu leng- ur, en það er önnur saga. Haustið 1943 settist hann í Reyk- holtsskóla og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1946. Árið eftir réðst hann til kaupfélagsins á Borðeyri og hóf þar með ævistarf sitt. Fyrstu þijú árin vann hann við almenn verslunar- og afgreiðslustörf. Mörg- um mun í minni hve hraðhentur hann var og hve snyrtilegur búðar- varningurinn var frá hans hendi. Maðurinn var og hamhleypa til allra verka. Hann sagði eitt sinn frá því á góðri stundu að einn aldinn þegn á Borðeyri hefði látið þau orð falla í áheym manna þegar ráðning hans að kaupfélaginu var kunn að hann yrði aldrei lengi þar þessi flautaþyr- ill. Ekki urðu það orð að sönnu því að við kaupfélagið starfaði hann samfellt í yfir 30 ár. Á eftirstríðsárunum svonefndu varð á ýmsan hátt mikið uppbygg- ingarstarf í sveitum landsins. Menn voru fullir bjartsýni og þá hófst ræktunarbúskapur með miklum umsvifum. Hinn ungi kaupfélags- stjóri á Borðeyri lá þar ekki á liði sínu og var fljótlega hafist handa við margs kyns uppbyggingu. Það væri of langt mál upp að telja en þeir sem áhuga hafa geta lesið sér til um þessi efni í bókinni Strandir, 2. bindi, en þar er ítarleg frásögn skráð af Jónasi um sögu Kaupfé- lags Hrútfirðinga. Nafni minn festi fljótt rætur á Borðeyri en staðurinn átti sér merka sögu í verslun og var um skeið höfuðverslunarstaður við Húnaflóa. Þegar hér var komið sögu heyrði það sögunni til og fé- lagssvæði Kaupfélags Hrútfirðinga að mestu leyti bundið við byggðina beggja vegna fjarðar. Þó höfðu bæir austan við Hrútafjarðarháls svo og býli fremst í Laxárdal í Dölum lengi vel viðskipti sín á Borðeyri. Hinn 9. maí 1953 kvæntist nafni minn eftirlifandi konu sinni, Guð- björgu Haraldsdóttur, sem best er þekkt undir gælunafni sínu, Stella, en hún var ættuð frá Kerlingadal í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Þeim hjónum fæddust fjögur börn og einn dreng, Aðalstein Þorkels- son, tóku þau í fóstur og hefur hann ætíð verið sem eitt af þeirra börnum. Fyrstu árin bjuggu þau hjón í gömlu timburhúsi sem heitir Tóm- asarbær. Síðar var byggt hús fyrir kaupfélagsstjórafjölskylduna og heitir það Hlíðarhús. Bæði standa þau enn, hið fyrra sumardvalar- staður en Hlíðarhús er enn íbúðar- hús kaupfélagsstjórans. Heimili kaupfélagsstjórahjónanna á Borð- eyri var á þessum árum rómað fyr- ir gestrisni og höfðingsskap. Kaup- félagsstjórastarfið var þá, sem það er enn, krefjandi og oft ekki dans á rósum. Starfsdagurinn var sjaldn- ast miðaður við klukku heldur ver- ið að svo lengi sem þurfa þótti. Oft voru kvöldin og helgarnar hvað drýgstur tími enda þá helst næðis að vænta. í sláturtíðinni á haustin var álagið líklega hvað mest og oft snemma risið en seint sest. Stjórn- arfundir kaupfélagsins voru nær undantekningarlaust haldnir á heimili þeirra hjóna. Mér eru minn- isstæðar þær stundir. Það gjörði m.a. hið glæsta umhverfi og hlýja og þægilegt viðmót þeirra hjóna beggja. Það er enginn efi að á Borðeyri áttu þau sína hamingju- ríkustu daga. Bæði nutu þau vin- sælda og virðingar sveitunga og samferðamanna og völdust til ýmissa trúnaðarstarfa. Hann sat m.a. í hreppsnefnd Bæjarhrepps um tíu ára skeið og er hann hvarf þaðan að eigin ósk 1978 var Stella kjörin í hans stað og var fyrsta konan í Bæjarhreppi er þess trún- aðar naut. Jónas var einkar farsæll í starfi og naut óskoraðs trausts allra er hann í umboði kaupfélagsins átti viðskipti við. Á þessum árum var blómaskeið samvinnustarfsins í landinu. Þar var hann og vel hlut- gengur og hjónin Stella og Jónas á Borðeyri vel kunn og virt í röðum samvinnumanna vítt og breytt um landið. Hann var mikill náttúruunn- andi og þau bæði enda nutu þau þess ef stund gafst að hverfa á vit víðfeðmis landsins. Mun Jónas hafa verið einn helsti hvatamaður að hópferðalögum kaupfélagsstjórafé- lagsins. í þessum ferðum var oft fjölmenni mikið enda þóttu þau hin besta fjölskylduskemmtun. Þar var Jónas jafnan hrókur alls fagnaðar enda þekktur sagnamaður og skjót- ur til svars ef svo bar undir. Auðvit- að var nafni minn barn síns tíma eins og við öll. Héraði sínu og æskuslóðum unni hann af heilu hjarta og þótt hann kynni vel að meta fagurt landslag og stórbrotið stóð þó Hrútafjörðurinn og fólkið þar huga hans næst alla tíð. í desember 1980 urðu þáttaskil í lífi nafna. Þá lét hann af starfi MIIMMIMGAR____ JÓNAS EINARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.