Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ER VERIÐ AÐ EYÐILEGGJA FJÖLÞJÓÐA RANNSÓKNAVERK- EFNIIÞ JOÐMINJAS AFNI? Opið bréf til háttvirts menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar UM ER að ræða norræna sam- vinnuverkefnið Byggð- og tímatal í N-Atlantshafi, sem hefur að markmiði að farið sé ofan í saum- ana á aldri landnámsins á íslandi og í Færeyjum. Verkefnið er sam- vinnuverkefni fornleifafræðinga og sérfræðinga sem vinna við kol- efnisaldursgreiningar frá íslandi, Noregi og Danmörku. Sérfræðing- ar við Háskóla íslands og sænskar háskólastofnanir vinna auk þess að einstökum greiningum fyrir verkefnið. Verkefnið er styrkt af Norrænu samvinnunefndinni í húmanískum fræðum, NOS-H, með hátt í átta milljónum króna. Verkefnisstjóri er undirrituð. Til að gangur mála skiljist er ástæða til að greina frá þremur höfuðþáttum verkefnisins: I fyrsta lagi benda háar kolefnisaldurs- greiningar úr byggðaleifum til þess að landnámið á Islandi og íFæreyj- um sé eldra en ritaðar (íslenskar) miðaldaheimildir gefa til kynna. Umtalsverður mismunur á tíma- setningu ritlandnáms og kolefnis- aldursgreininga á viði, koluðum af manna völdum, hefur orðið til þess að þeirri tilgátu hefur verið varpað fram, að áhrif frá úthafinu og/eða eld- og hveravirkum svæðum geti valdið „of háum“ kolefnisaldri. Eitt af markmiðum verkefnisins er því að mæla hvort slíkra áhrifa gæti í gömlum tijám á íslandi og í Færeyjum af þekktum aldri. Annar mjög mikilvægur þáttur í verkefninu er að kolefnisaldurs- greina manna- og dýrabeinaleifar úr meintum heiðnum gröfum eða kumlum. Ástæðan er sú, að grafir gefa þrengri tímasetningu en sýni i úr byggðaleifum, þar sem menn hafa yfirleitt búið um lengri tíma. Meintar heiðnar grafir eða kuml hafa að stórum hluta verið tíma- sett með hliðsjón af því að aldur þeirra liggi einhvers staðar á bilinu frá ritlandnámi, u.þ.b. 870-874, fram að kristnitöku, kringum alda- mótin 1000. Af þessu leiðir, að það er mikilvægt að aldursgreina valin kuml til að nálgast betur aldur landnámsins hér á landi. Þriðji meginþáttur verkefnisins á íslandi er að kolefnisaldursgreina lífræn sýni í kringum gjóskuföll (gosöskulög) sem talin eru frá fyrstu öldum byggðar, einkum i , kringum landnámsgjóskuna svo- nefndu, en hún er upprunnin frá gosi í Vatnaöldum við Veiðivötn. Þegar hafa verið tekin allnokkur sýni í kringum landnámsgjóskuna og nærliggjandi gjóskulög fyrir verkefnið. Þar hefur verkefnið not- ið aðstoðar sérfræðinga við Há- skóla íslands. Óstjórn og skollaleikir Eins og ég greindi frá í persónu- legu bréfi til yðar dags. 31. maí síðastliðinn, hefur verkefnið þrátt fyrir leyfi þjóðminjaráðs, stjórnar- nefndar Þjóðminjasafns, ekki feng- ið nauðsynlegan aðgang að manna- og dýrabeinum úr gröfum svo að unnt sé að velja sýni til aldursgreiningar fyrir norræna Byggða- og tímatalsverkefnið. Þetta ástand er óbreytt þrátt fyrir endurteknar staðfestingar þjóð- minjaráðs á leyfi um aðgang að beinunum. Þegar aug- ljóst var orðið, að ekki virtist ætlunin að leysa vandamálið innan Þjóðminjasafns, urðu þessar stöðugu hindr- anir að beinasafninu til þess að ég leitaði ítrek- að til forvera yðar á ráðherrastóli með beiðnir um að hann leysti málið. Beiðnir mínar eru því til staðar í ráðuneyti yðar. Þeim var aldrei svarað. Ég átti því ekki annars úrkosta en að leita til umboðsmanns Alþing- is til að bjarga þessum lykilþætti í norræna rannsókna- verkefninu, sem ég gerði í mars- mánuði síðastliðnum. í beiðnum til fyrrverandi menntamálaráðherra er ferill málsins rakinn ítarlega allt þar til málið var lagt til um- boðsmanns Alþingis. í þeim kemur m.a. fram að skrifleg beiðni mín um aðgang að beinasafninu í Þjóð- minjasafni var upphaflega lögð inn í septemberlok 1993! Með tilkomu nýrrar ríkisstjómar taldi ég það rétta boðleið, að kynna yður málið í ofangreindu bréfi frá 31. maí sl., bréfi sem ég hef heldur ekki feng- ið nein viðbrögð við. Ég tel mig nú knúna til að tí- unda stöðu málsins enn á ný í þessu opna bréfi: Það reynist nán- ast ókleift að fá endurteknum leyf- um þjóðminjaráðs um nauðsynleg- an aðgang að beinasafninu fram- fylgt. Það sem gerir þetta mun örðugra er að ég sem verkefnis- stjóri fæ ekkert formlegt í hendur frá þjóðminjaráði varðandi leyfið. Formenn þjóðminjaráðs á þessum tíma, hafa hvorki fyrr né seinna svarað formlegum leyfisbeiðnum norræna samvinnuverkefnisins skriflega (þ.e. formlega) eins og þeim ber þó skylda til samkvæmt stjórnsýslulögum. Þetta breyttist ekkert með nýju þjóðminjaráði, sem skipað var á síðasta ári. Mér eru ekki einu sinni sendar fundar- gerðir þjóðminjaráðs (þar sem m.a. er íjall^ð um afgreiðslu beiðna minna), þó ég sé varamaður í ráð- inu (tilnefnd af Háskóla íslands). Ber það ekki vott um brotalöm, að ástæða skuli vera til að spyija opinberlega, þó það sé utan dag- skrár hér, hvernig varamaður í opinberri stjómsýslunefnd (þjóð- minjaráði) á að geta hlaupið í skarðið, ef ekki er séð til þess að hann fylgist með gangi mála? Stað- an varðandi afgreiðslu leyfisins var framan af sú, að verkefnið mátti bíða þess að núverandi formaður þjóðminjaráðs fyndi sér tíma frá erilsömu stjórnmálastarfi til að fjalla um framgang Ieyfisins um aðgang að beinunum á einhvers konar rabbfundum með þjóðminja- verði, safnstjóra og mér. Nið- urstöður þeirra funda reyndust mér haldlausar þegar á reyndi gagnvart þeim sem situr á beinun- um. Safnstjóri, sem ítrekað hafði verið falið að vera milligöngumað- ur um aðgang að beinunum, var greinilega ekki fær um að sinna því hlutverki þegar til kastanna kom. Þrátt fyrir loforð safnstjóra í byijun desember 1994 um það að ég fengi að- gang að tilteknum beinum í Þjóðminja- safni, fékk ég skrif- lega orðsendingu frá honum mánuði síðar, að það væru öll tor- merki á því að það næði fram að ganga, og ég skyldi skrifa enn eina beiðnina til þjóð- minjaráðs þar að lút- andi, þrátt fyrir áður veitt leyfi. Þar utan hafði mér verið uppá- lagt að afla nákvæmra lýsinga á því hvernig staðið yrði að sýnatöku vegna kolefnisaldurs- greininga, en hún fer fram við Þjóðminjasafn Danmerkur í Kaup- mannahöfn. Beiðni sem þessi jafn- gildir þeirri kröfu að viðkomandi stofnun, þ.e. Þjóðminjasafn Dan- merkur, sanni að hún sé traustsins verð. Hér á í hlut sú stofnun sem var að bjarga Þjóðminjasafni ís- lands úr hneysu silfursjóðsmálsins. Auk þess hefur danska Þjóðminja- safnið áður aldursgreint allnokkur bein úr íslenska Þjóðminjasafninu í tíð núverandi þjóðminjavarðar. Ætla má, að þeir sem bera ábyrgð á beinasafninu í Þjóðminjasafni íslands viti þess vegna mæta vel hvernig staðið er að sýnatöku vegna kolefnisaldursgreininga á manna- og dýrabeinum! Tilgangur þessa sífellda fyrirsláttar viðkom- andi starfsmanna Þjóðminjasafns er greinilega sá að leggja stein í götu norræna verkefnisins. Þeir hundsa ákvarðanir þjóðminjaráðs. Formaður þjóðminjaráðs og þjóð- minjavörður virðast hvorki geta tekið á getuleysi né yfirgangi við- komandi undirmanna sinna í safn- inu. Ég hafði sýnt fyllstu þolin- mæði allt þar til loforð safnstjóra um aðgang að beinunum brugðust fyrir rúmlega»sjö (!) mánuðum síð- an. Þá ákvað ég að að leita ítrekað til forvera yðar á ráðherrastóli, svo séð yrði fyrir endann á þessum skollaleikjum í Þjóðminjasafni, sem farnir voru að stórskaða þetta fjöl- þjóðaverkefni og okkar ímynd er- lendis. Ég vil ítreka, háttvirtur menntamála- ráðherra, að málið bíður afgreiðslu yðar. Þjóðminjasafn fyrir hverja? Þessi stjórnunarkreppa í Þjóð- minjasafni skýrist betur í ljósi eftir- farandi staðreynda: í viðleitni und- irritaðrar til að nýta sér veitt leyfi þjóðminjaráðs til aðgangs að beinasafninu, barst mér bréf ritað á opinbert bréfsefni Þjóðminja- safns, frá starfsmanni í safninu, þar sem hann lýsir því yfir að hann einn hafi umsjón með mannabeina- safninu! Eftir að mér hafði borist þetta bréf, tjáði núverandi þjóð- minjavörður mér að engar sam- þykktir lægju fyrir um það, að við- komandi starfsmanni hafi verið falið að hafa yfirumsjón með mannabeinum í safninu. Meinið er, að viðkomandi starfsmaður hefur komist upp með það gagnvart þjóð- minjaráði og þjóðminjaverði að sitja nánast á mannabeinasafninu Þjóðminjasafn mismun- ar rannsóknaraðilum gróflega, segir dr. Mar- grét Hermanns-Auð- ardóttir, sem hér fjallar um aðgang að manna- og dýrabeinum í safninu í þágu fjölþjóðlegs rann- sóknarverkefnis. og gögnum Jóns heitins Steffensen prófessors um það. Beinin teljast til safngripa eins og aðrir gripir sem varðveittir eru í Þjóðminja- safni og heyra því undir þjóðminja- vörð, safnstjóra og þjóðminjaráð, sem stjómamefnd safnsins. Til að bæta gráu ofan á svart í þeim glundroða sem greinilega rík- ir í Þjóðminjasafni, þá mismunar safnið rannsóknaraðilum í þessum efnum á grófasta hátt. Skömmu áður en ég lagði inn fyrstu beiðni til þjóðminjaráðs í septemberlok 1993 um aðgang að manna- og dýrabeinum í Þjóðminjasafni, mál sem ég, íslenskur fornleifafræðing- ur, hef sótt án árangurs fram til þessa fyrir hönd Byggða- og tíma- talsverkefnisins, hafði danskur mannfræðingur, sem starfað hefur með ofangreindum starfsmanni safnsins, fengið ótakmarkaðan aðgang að mannabeinasafninu, eins og það lagði sig, til að stunda greiningar á því. Hann var fyrstur manna sem leyfður var slíkur að- gangur eftir fráfall Jóns heitins Steffensen prófessors. Daninn þurfti hvorki að leggja inn formleg- ar beiðnir til þjóðminjaráðs né var honum sett að gera þjóðminjaráði grein fyrir því í hvaða tilgangi eða hvernig hann hygðist nota grein- ingarnar eða skila til safnsins ein- taki af frumgreiningum hans á beinunum, eins og lög og reglur gera ráð fyrir þegar rannsókna- leyfi eru veitt erlendum aðilum. Hér er því um skýlaust brot á lögum að ræða, vegna fákunnáttu og óleyfilegrar greiðasemi, og auk þess vitnisburður um það að Þjóð- minjasafn mismunar rannsókna- raðilum gróflega varðandi aðgang að opinberum gögnum í safninu. Þess hefur verið gætt sérstaklega innan norræna Byggða- og tíma- talsverkefnisins að fara formlega og lagalega rétt að hlutunum. For- maður þjóðminjaráðs og þjóð- minjavörður ættu að gera sér grein fyrir því, að verið er að hindra framgöngu mikilvægs norræns samvinnuverkefnis. I lögum um Þjóðminjasafn segir m.a. að safn- inu beri að „stuðla að rannsóknum á minjum um menningarsögu Is- lendinga". Safnið er nú að brjóta þau gagnvart þessu rannsókna- verkefni vegna sjálftekins ofríkis einstaklings í safninu, sem stjórn þess lætur viðgangast. Óforsvaranlegt fyrirkomulag Tilgangur safna er að veita al- mennan aðgang að gripum og Margrét Her- manns-Auðardóttir gögnum, sem þeim hefur verið falið að varðveita. Að ofangreindu ástandi óbreyttu, hefur Þjóðminja- safn fyrir sína hönd svarað nor- ræna Byggða- og tímatalsverkefn- inu; það veitir ekki aðgang að beinasafninu, ekki einu sinni í rannsóknatilgangi! Auk þess er nauðsynlegt að vekja athygli á því, að umbúnaður og geymsluaðstæður manna- og dýrabeina í Þjóðminjasafni eru fyr- ir neðan allar hellur. Það er ótví- rætt mikill ábyrgðarhluti að geyma þessi lykilsöfn um íslenska mann- fræði og vistfræðisögu þjóðarinn- ar við núverandi aðstæður. Ég tel löngu orðið brýnt að sérfróðir aðil- ar gangi rétt frá beinunum og komi þeim fyrir við fprsvaranlegar aðstæður. Háskóli íslands hefur mannfræðingum og öðrum sér- fræðingum á að skipa, sem gætu auðveldlega tekið verkefnið að sér. Máliðhjá umboðsmanni Alþingis Þegar ljóst var að beiðnir mínar til fyrrverandi menntamálaráð- herra bæru ekki árangur, tilkynnti ég honum að ég myndi leita til umboðsmanns Alþingis, í von um að umboðsmanni tækist að leysa málið sem fyrst. Umboðsmaður tók málið tiltölulega skjótt upp, þrátt fyrir mikið álag á embættið. Þegar þetta er ritað hefur beiðnum hans til menntamálaráðherra ekki verið svarað, ekki heldur í ráðherratíð yðar, háttvirtur menntamálaráð- herra! Eins og að framan greinir kynnti ég yður þetta mál í bréfi 31. maí s.l., ef ske kynni að yður væri ekki kunnugt um að umboðs- maður Alþingis hefði tekið það að sér í stjórnartíð fyrirrennara yðar. Ætlar ráðherra að leysa málið? Að ofangreindu er ljóst að ís- landsþáttur norræna Byggða- og tímatalsverkefnisins hefur að stór- um hluta verið lamaður vegna hindrana í Þjóðminjasafni. Sem verkefnissjóra ber mér að gera samstarfsaðilum mínum í norræna Byggða- og tímatalsverkefninu sem og Norrænu samstarfs- nefnd- inni í húmanískum fræðum, NOS-H, reglulega grein fyrir fram- vindu verkefnisins. Áður en ég vísa málinu endanlega til styrkveitand- ans, NOS-H, sem gæti þýtt að ís- landsþáttur verkefnisins yrði lagð- ur niður, geri ég lokatilraun með þessu bréfi og bið yður, sem æðsta stjórnvald yfir Þjóðminjasafni, að sjá til þess, að verkefnið fái áð- gang að beinum í Þjóðminjasafni hindrunarlaust. Þá er fyrst hægt að meta hvaða bein úr Þjóðminja- safni eru best fallin til kolefnisald- ursgreininga fyrir norræna Byggða- og tímatalsverkefnið. Samtímis fengist mat á beinunum með tilliti til áframhaldandi varð- veislugildis þeirra. í stuttu máli felast beiðnir mínar í eftirfarandi spurningum: Getur háttvirtur menntamála- ráðherra tryggt að undirrituð ásamt tilheyrandi sérfræðing- um fái fyrir hönd norræna Byggða- og tímatalsverkefnis- ins að kanna og meta beinin í ró og næði í Þjóðminjasafni, án afskipta og afarkosta þeirra sem hafa hindrað verkefnið til þessa? Ef það gengi eftir, þá hvenær og hvernig? Með hliðsjón af slæmum varð- veisluskilyrðum og ástandi manna- og dýrabeina í Þjóð- minjasafni, telur háttvirtur menntamálaráðherra það ekki rétt, að sérfróðir aðilar taki að sér að ganga forsvaranlega frá beinunum og þeim verði komið til varðveislu við betri skilyrði en nú er? Mér skilst að slík skilyrði séu þegar fyrir hendi við Háskóla Islands. Höfundur cr í rannsóknnstöðu í fornleifafræði í minningu dr. Kristjáns Eldjárns. ■J I % € I I í i i í ( ( i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.