Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐARBOGI yfir Skutulsfjörð Morgunblaðið/Kristinn JARÐGÖNGIN á Vestfjörðum. íbúatala frá 1. des 1994 er eftirfarandi: ísafjörður 3531 íbúi, Þingeyrarhreppur 480, Flateyri 379, Suðureyri 320, Súðavíkurhreppur 227 og Bolungarvík 1139 íbúar. Vestfirðingar hafa löngum verið ólík- ir öðrum lands- mönnum. Á Vest- ijörðum voru fleiri galdramenn en í öðrum landshlutum. Vestfirðingar tala öðruvísi en aðrir og kveða fastar að orði. Þeir sem tala tæpi- tungu á Vestfjörðum eru aðfluttir!" Þetta stendur í nýlegum bæklingi um Vestfirði handa ferðamönnum. En nú eru galdramennirnir fluttir burtu og eftir situr venjulegt fólk sem reynir að líta lífið raunsæum augum. 20. desember - næstkomandi verða Vestfjarðagöngin opnuð fyrir umferð. Samgönguráðherra árið 1990, Steingrímur J. Sigfússon, taldi brýna ástæðu til að flýta jarð- göngum á Vestfjörðum. Það var samþykkt af meirihluta alþingis- manna sem voru mjög bjartsýnir á áhrifamátt ganganna. Búa mætti til eitt sveitarfélag úr ísafjarðar- kaupstað, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mos- vallahreppi og Mýrarhreppi. Kostimir við jarðgöng voru gefnir út í bæklingi árið 1991. Hafa mætti einn flugvöíl, samnýta hafnir, skóla, heilsugæslustöðvar, opinberar stjómsýslubyggingar og menning- armiðstöðvar. Blómleg byggð myndi fylgja í kjöjfarið, atvinnulíf batna, þjónusta og félagslíf. En tíminn líð- ur, togurum fækkar og sveitarfélög- in eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Hvers vegna helia forsvarsmenn þeirra sér ekki út í að undirbúa umskiptin sem munu eiga sér stað með jarðgöngunum? „Fólkið vill ekki sameinast" Enginn efast um gildi jarðgang- anna. Þau stytta leiðir milli stað- anna. Þau tryggja öryggi íbúanna og koma i veg fyrir einangrum vegna ófærðar. Þau liggja gegnum Botnsheiði til Suðureyrar við Súg- andafjörð og gegnum Breiðadals- heiði til Flateyrar við Önundarfjörð og greiða leið til Þingeyrar við Dýrafjörð og áfram suður. Þau geta haft ýmsar góðar afleiðingar og hljóta að leiða til hins og þessa, að mati manna, en það er samt ekki nauðsynlegt að þau muni gera það. Vilji manna og viðhorf ræður nefni- lega miklu um hvort möguleikarnir sem jarðgöngin opna verða notaðir eða ekki. „Fólkið vill ekki sameinast,“ seg- ir Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, „Það er bara ekki almenn- ur áhugi fyrir einu sveitarfélagi.“ Það er hrætt við afleiðingarnar og finnst samruni nágrannanna í Vest- urbyggð; Barðaströnd, Bíldudal, Patreksfírði og Rauðasandshreppi, ekki hvetjandi. Jónas Olafsson segir að sveitar- stjórnarmenn í byggðum umhverfís jarðgöngin geti lítið talað saman vegna þess að ríkisvaldið hafi ekki sett fram skýra stefnu í helstu málaflokkunum. Einnig hafi bág fjárhagsstaða sveitarfélaganna sett strik í reikninginn. Þau hafí naum- ast fyrir daglegum rekstri. Hann telur að blómleg byggð verði aðeins ef fískikvótinn verði aukinn. Það vantar hráefni og í sameiginlegu sveitarfélagi mætti jafna það milli byggðanna. Hjónabandsmarkaðurinn stækkar Eitt sveitarfélag á ekki að merkja að allt verði á ísafirði, heldur dreif- ing milli staðanna.' Fólkið óttast nefnilega að missa þá þjónustu sem það hefur nú þegar og þyrftu þjón- ustúfulltrúar helst að véra á hverj- um stað.; Það er enginn kraftur í sámein- ingarmálum. Menn hafa verið að þreifa sig áfram en ekkí fundið hinn jákvæða grundvöll til að fara virki- lega af stað, segir Jónas, -sem telur heillavænlegast að byija á því að ræða við ríkisvaldið. Sjálfur telur hann eitt sveitarfélag æskilegt og treystir mönnum sem eru kosnir til að hugsa um allra hag að gera það. JLÍfið yrði bærilegra fyrir unglinga og hjónabandsmarkaðurinn myndi stækka með bættum samgöngum. Gallinn er bara sá að atvinnulífið á Vestfjörðum er allt of einhæft, efla þyrfti iðnað og aðstoða hugvits- menn. Jónas segir að fólk sé orðið þreytt á ástandinu og hinn harði vetur og neikvæða umræða um Vestfjarðaaðstoðina hafi lagst illa í það. Vestfjarðagöngin eru farin að hafa áhrif. Hjón flytja á Þingeyri. Konan mun kenna við skólann en maðurinn vinna sem rafvirki á ísafirði. Önnur hjón eru að kaupa hús á Flateyri en ætla að starfa á ísafirði. Vilja ísfirðingar gomsa allt í sig? ísafjörður er höfuðstaður Vest- fjarða. Kaupstaðurinn er fjölmenn- astur eða með um 3500 íbúa. Hann er miðjan og þangað leita íbúar smærri staða eftir þjónustu, íbúar frá Súðavík og Bolungarvík norðan- megin við jarðgöngin og Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og fleiri hreppum, vestanmegin. ísafjarðarkaupstaður getur rekið þá þjónustu sem boðið er upp á dags daglega en fjárhags- staðan er samt ekki góð. I umræðum um sameingingu staða í kringum jarðgöngin hefur VIUA ÍSFIRÐINGAR GÍNA YFIR ÖLLU, GLEYPA MINNI STAÐINA Í SIG OG GLEYMA ÞEIM SVO? tvennu verið haldið stíft fram upp á síðkastið. Annarsvegar að ísfírð- ingar vilji gína yfír öllu, muni gleypa minni staðina ef ekki gleyma þeim. Og hinsvegar að ísfirðingar vilji ekki borga skuldir hinna sveitarfé- laganna. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á ísafirði segir ekki réttmætt að segja að ísafjörður ætli að gomsa allt í sig. Hann er miðstöð þjón- ustunnar og það hlýtur að vera betra fyrir stórt sveitarfélag að hafa sterk- an Iqama heldur en að dreifa honum milli staða. Það er líklegra til að halda velli og eiga t.d. möguleika á flutningi á stofnunum frá höfuð- borgarsvæðinu. Kristján Þór telur að sveitarfélög sem hafí ekki fyrir rekstri eigi ekki að ráðast í framkvæmdir. Og þau eru illa stödd vegna þess að þau eru að reyna að halda uppi sömu þjón- ustu og var þegar allt lék í lyndi. Sveitarfélag sem hefur misst 100 íbúa af 500 hefur misst of mikið til að geta veitt íbúum sínum sömu þjónustu og áður. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann,“ segir Kristján, „staða margra sveitarfélaga er þannig að annaðhvort missa þau Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri á ísafirði. HALLDÓR Karl Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri. allt sem þau hafa, eða sameinast undir einni yfírstjóm. Núna eru átta sveitarstjómir á svæðinu og 50 ólík- ar skoðanir sveitastjómarmanna. Áframhaldandi þvarg heimamanna leiðir til afturfarar . Nú ríður á að tala hreint út um hlutina, tæpitungu- laust.“ Eins dauði er annars dauði Halldór Karl Hermannsson sveit- arstjóri á Suðureyri segir að ekkert vitrænt hafi gerst í sameiningarmál- um vegna opnunar jarðganganna. Samstarf hefur hingað til verið erf- itt vegna harðra vetra. Hann vonar að gott samgöngukerfi muni sjálf- krafa sýna mönnum gildi sameining- ar. Halldór segir að vissulega óttist íbúar smærri staða að þeir verði útundan í einu stóm sveitarfélagi með ísaijörð sem þungamiðju. Þeir eru hræddir um að þjónustan fari burt. Á hinn bóginn er ísafjörður háður jaðarbyggðunum og ef þær flosna upp fylgir hann á eftir. Halldór segir að dauði eins sé dauði annars, öfugt við málsháttinn „Eins dauði er annars líf“ (líka þekkt sem ,,brauð“). Árið 1980 bjuggu 500 manns á Suðureyri og aflinn var 10 þúsund tonn. Árið 1994 var aflinn 2400 tonn og íbúamir 320. Þessar tölur segja sína sögu. Tvennt á eftir að hafa skaðleg áhrif á byggð á Vestfjörðum á næst- unni. Annarsvegar ný reglugerð um smábátaveiðar, um hámarksafla og 100 vinnudaga á ári. Og hinsvegar að skrúfað hefur verið fyrir atvinnu- leyfi útlendinga utan Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) hér á landi. En þeir hafa einmitt reynst vel á Vestfjörðum og sumir hverjir hafa fundið maka og stofnað fjölskyldu. Þessar tvær aðgerðir ríkisvaldsins bitna illa á Vestfjörðum og eru í mótsögn við göfugan tilgang Vest- ijarðaganganna og umhyggju stjómvalda fyrir viðkæmri byggð. Þetta getur að mati Halldórs Karls haft afdrifaríkar afleiðingar á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Fiskveiðar smábátanna minnka og fólk missir vinnuna. Lífið á Vest- fjörðum er fískur og ekki um aðra vinnu að ræða. Þetta mun síðan leiða til þess að einhveijir í þjónustunni missa vinnuna á ísafírði. Það mun . líka gerast ef Súðavík byggist ekki öll upp aftur. Það hefur áhrif á tekj- ur ísafjarðar. Vestfírðingar hafa verið í þorski og rækju en ekki loðnu eða síld. Þar ev engin stóriðja og landið er ekki gott landbúnaðarsvæði. Vemleikinn er feikilega há ijöll, eyrar og sjór. Á Súgandafírði em tvær eyrar, Norðureyri og Suðureyri sem er byggð mannfólki sem stundar sjóinn og sækir þjónustu á ísa^örð. Ef rík- isvaldið vill að jarðgöngin inn í Súg- andaíjörð nýtist og byggð haldist verður það að fara gætilega í ákvörðunum sem snerta Suðureyri. Staðarvitundin segir „Nei“ við sameiningu sveitarfélaga „Ef tíu menn missa vinnuna á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, þá gætu fímm misst vinnuna á Isafírði og einn eða fleiri í Reykjavík,“ seg- ir Halldór Karl. Ef byggð legðist af á Vestíjörðum yrði ekki bara það fólk atvinnulaust heldur hópur fólks í Reykjavík. En hvers vegna taka sveitar- stjórnarmenn sig ekki til og þúa.til eina sveitarstjóm? ,,Það 'er.Vépna þess að íbúar minni staðanna eru hræddir um að vera ekki metnir af verðleikum og að verða undir,“ segir Halldór. Menn vilja halda í sína hreppsnefnd. Sameiginlegt sveitarfélag á að fela í sér bætta þjónustu til allra íbúa innan þess. Núna halda öll sveitarfélögin hvert fyrir sig uppi viðamikilli þjónustu sem þau ráða ekki við en gætu gert það með sam- nýtingu. Fámennu sveitarfélögin bera á hinn bóginn kvíðboga fyrir að missa það sem þau hafa og þurfa að sækja það til ísafjarðar. En spurningin er: Er það ekki eina leið- in til að lifa af? Eina leiðin til að snúa vörn í sókn. Jarðgöngin bjóða upp á nýja sókn. Staðarvitund íbúanna er aftur á móti erfíð við að glíma. Hún segir nei við sameiningu og er blind á möguleika jarðganganna. Menn hafa ekki verið að ræða sameiningu undanfarið í kjölfar jarðganganna og borið fyrir sig hörðum vetrum og fríum á sumrin. En núna er ef til vill að rofa til. Eftir opnum jarðganganna er afsökunin að komast ekki milli staða ekki lengur fyrir hendi, og nú er sú nýbreytni komin á að fram- kvæmdastjórar byggðarlaganna hittast mánaðarlega á óformlegum fundum til að ræða framtíðina, og eyða tortryggni milli manna. Tortryggnin beinist gegn stærsta sveitarfélaginu Tortryggnin hefur aðallega beinst gegn ráðamönnum ísaijarð- ar. Þar á bæ vildu menn í fyrsta lagi að sveitarfélögin öll tækju þátt í að greiða gatnagerðargjöld við sameiginlegt hús undir verkmennt- unardeild Framhaldsskóla Vest- fjarða. í öðru lagi að breyta kostn- aðarskiptingunni um fjórðungs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.