Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ » MANNLÍFSSTRAUMAR Sagnfrædi///vers vegna var sprengjunum kastabf Hiroshima og Nagasaki í ÁGÚST árið 1945 var japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki eytt með kjarnorkusprengjum. Þetta var í fyrsta sinn í mannkynssögunni að slík vopn voru notuð. Allar götur síðan hafa þessar tvær sprengjuárás- ir verið mjög umdeildar og lítið þurft til að menn færu í hár saman út af þeim. EN hvers vegna var sprengjunum varpað? Hin opinbera skýring er sú að þeim hafi verið beitt til að knýja í'ram uppgjöf Japana og þann- ig koma í veg fyrir innrás á Japans- eyjar er hefði áreið- anlega orðið dýr í mannslífum talið. Því verður ekki neitað að þetta gekk eftir. Srepngj- unum var varpað 6. og 9. ágúst. Þann 14. ágúst gáfust Japanir upp. Það verður að hyggja að fleiri ástæðum. Innrásin mikla á Japans- eyjar átti ekki að hefjast fyrr en 1. nóvember. Þangað til átti að halda uppi þungum loftárásum á eyjarnar en þær hefðu verla kostað mörg bandarísk mannslíf þar sem loftvarn- ir Japana voru í molum. Á meginland- inu var Japansher að syngja sitt síð- asta. Það er því engum blöðum um það að fletta að í ágústbyrjun 1945 voru Japanir búnir að vera og aðeins tímaspursmál hvenær þeir gæfust upp. Áf þessum ástæðum vaknar sú spurning; hvers vegna lá svona á að varpa sprengjunum? Hvers vegna kusu bandarískir ráðamenn að klára kjarnorkuvopnabirgðir sínar með þessum hætti í stað þess að koma sér upp fleiri sprengjum ef tvær skyldu ekki duga til? Svarið virðist felast í þeirri samþykkt Möltu-ráð- stefnunnar, er var haldin í febrúar 1945, um að Rússar skyldu blanda sér í stríðið við Japan tveimur til þremur mánuðum eftir fall Þjóðvetja. Tveimur dögum eftir eyðingu Hirosh- ima, eða þann 8. ágúst, sögðu Rúss- ar Japönum stríð á hendur. Daginn eftir var Nagasaki ejd;t. Bandarískum ráðamönnum lá á að ljúka stríðinu við Japani, ekki síst til að hefta sem mest jandvinninga Sovétríkjanna í Asíu. í þriðja lagi setti lýðræðisfyrir- komulagið í Bandaríkjunum pressu á þarlend stjórnvöld að nota sprengj- una. Það hafði kostað gífurlega fjár- muni að búa til þessar fyrstu kjarn- orkusprengjur — og hvað gat betur réttlætt þessi fjárútlát en árangursrík niðurstaða? Nú má spyija; af hveiju áttu bandarískir ráðamenn að hika við að nota hið nýja vopn? Hvers vegna átti notkun þess að ýta eitthvað frekar við samvisku manna en til dæmis loftárásin á Dresden í febrúar 1945 eða hinar grimmilegu og vel skipu- lögðu loftárásir Bandaríkjamanna á japanskar borgir er hófust í mars 1945? Aðeins fimm vikum áður en Harry' S. Truman settist á forsetastól vörp- uðu B-29 flugvélar Bandaríkjamanna tvö þúsund tonnum af napalm- sprengjum á Tókýó á einni nóttu. Flugmennimir gátu fundið óþefinn af brennandi holdi borgarbúa, sem kvöldust í vítislogum, leggja upp til sin. Um 83.000 manns létust. 40.000 særðust og 'A hluti höfuðborgar Jap- ans breyttist í brunarústir. Hið kaldr- analega við þetta var að þessar „hefð- bundnu" loftárásir björguðu Tókýó undan kjarnorkusprengjunní. Vænt- anleg skotmörk hennar urðu að vera sem minnst skemmd svo fá mætti sem réttasta mynd af krafti sprengj- unnar. Þegar allt er skoðað verður ekki séð að napalm-sprengjan, eða sprengjur yfirleitt, séu á neinn hátt „mannúðlegri" en kjarnorkusprengj- an. Að vísu má benda á röskun erfða- vísa er geislun veldur og þannig gera kjarnorkusprengjuna álitsljótari en „hefðbundnari sprengjur". Til að auka kaldrana þessarar umræðu má hins vegar benda á að ef lofther Bandaríkjanna hefði fengið að beita sér svo sem einum mánuði lengur en raun varð á hefði mannfall meðai Japana væntanlega orðið mun meira en það varð í kjamorkurásunum tveimur. Málið er að við sættum okkur ekki eingöngu við sigur í vopnaviðskipt- um, við viljum einnig vera móralskir sigurvegarar. Staðreyndin er sú að við eigum erfitt með að horfast í augu við að stríð breytir mönnum í skepnur; það má ekki falla blettur á sigurvegarann þar sem hann kemur ríðandi á hvítum fáki til bjargar prins- essunni. Kjarnorkusprengjurnar tvær í Hi- roshima og Nagasaki hafa, miklu frekar en önnur óhæfuverk er unnin voru af heijum bandamanna í seinna stríði, ógnað þessum siðferðilega sigri okkar og kámað skikkjufaid prinsins. Og hvers vegna? Við skulum ekki halda að það sé af manngæsku að við gagnrýnum notkun kjarnorku- sprengjunnar langt umfram annað er miður fór í heimsstyijöldinni síðari og herir bandamanna voru valdir að. Nei, það er einfaldlega sú staðreynd að kjarnorkusprengjan opnaði nýja möguleika í stríðsrekstri. Allt í einu hafði orðið til sprengiefni er gat bund- ið endi á lífsgöngu mannkyns. Það kallaði á vígbúnaðarkapphlaup er stóð í áratugi og allan þann tíma kvaldist almenningur af hræðslu um eigið líf. Kjarnorkusprengjan, ólíkt til dæmis napalms-sprengjum, var ógnun við alla jafnt; landann á ís- landi, negra í Timbuktú, búskmenn í Kalaharí, New York-búa og Moskvu-menn. Það er hræðslan um eigin hag sem hefur valdið því að örlítið kusk hefur viljað setjast á ímyndina um hina drenglunduðu bandamenn er um síðir réðu niðurlögum hvítra og gulra óberma í Þýskalandi og Japan. effir Jón Hioltason LÆKNISFRÆDI///m hvab verburfjallab? Pistlar um læknisfræði STUNDUM er talað um að við lifum á upplýsingaöld og einnig er talað um upplýsingabyltinguna og upp- lýsingaiðnaðinn. Þetta merkir að nú á tímum eru ýmiss konar upplýs- ingar mun aðgengilegri en áður og upplýsingar sem jafnvel þurfti að ferðast langar vegalengdir til að nálgast eru nú aðgengilegar hveij- um og einum á einfaldan hátt. Hér ber þó að hafa í huga að þetta allt saman á fyrst og fremst við um fræðimenn og sérfræðinga en ekki í sama mæli um almenning. Segja má að öllum fræðimönnum og sér- fræðingum sé skylt að stunda ein- hveija almenningsfræðslu, en slíka fræðslu má inna af hendi á margvís- legan hátt, m.a. með viðtölum, flutningi erinda, bókum, greinum í tímarit og dagblöð eða útvarpsþátt- um (fyrir hljóðvarp eða sjónvarp). IOKKAR heimshluta er nokkuð í tísku sú stefna að fólk skuli í ýmsum tilvikum leysa sín vandamál sjálft og stunda sjálfslækningar. Hér er venjulega um að ræða grein- ingu sjúkdóms og útvegun lyfs sem selt er án lyfseðils. Suma sjúkdóma og kvilla er einfalt að greina með hjálp lýsinga og mynda. Einnig getur verið um að ræða sjúkdóm sem var greindur hjá lækni og tekur sig upp aftur. Til að þetta geti gengið áfallalaust fýrir sig verður nægjan- íeg þekking ao Véra fyrir henái njá sjúklingi eða aðstandendum hans og nauðsynleg lyf þurfa að fást án lyfseðils (lausasölulyf). Hluti af þessari þróun er að úrval lausasölu- lyfja hefur aukist töluvert á undan- förnum árum, þó að Joessi þróun hafi verið hægari á Islandi en í sumum nálægum löndum. Ekki er að sjá að almenningsfræðsla um læknisfræði hafi aukist að sama skapi og er það miður. Margir ótt- ast þessa fjölgun lausasölulyfja og telja hana geta leitt til aukinnar og rangrar notkunar lyfja og hér er vissast að fara varlega og fylgj- ast vel með þannig að hægt sé að grípa í taumana ef þörf krefur. Pistlar eins og þessir leysa ekki þennan vanda en þeir eru eitt af mörgu sem þarf að gera til að fræða fólk og vekja það til umhugsunar. Hér ber að geta merks framlags Þórarins Guðnasonar læknis, sem í aiimorg ár 'rítáoí pistiá Uui íækfiís- fræði í Morgunblaðið. Það er svolítið erfitt fyrir sér- fræðinga að skrifa fyrir almenning svo vel fari og allt sé skiljanlegt; miklu auðveldara er að skrifa fyrir aðra sérfræðinga. Eitt af því sem veldur nokkrum erfiðleikum eru fræðiorð eða íðorð eins og farið er að kalla þau. Mikið er gert af því að búa til ný íslensk orð yfir hugtök í læknisfræði, eins og reyndar í flestum öðrum fræðigreinum, en notkun þessara orða leysir ekki allt- af okkar vanda vegna þess að fólk skilur þau ekki alltaf frekar en er- lendu orðin. Venjulega er besta lausnin sú að útskýra merkingu orðanna og getur þurft mislangt mál til slíkra útskýringa. Í þessum pistlum er ætlunin að ij'alla um læknisfræði í víðum skiln- ingi. Mikið verður fjallað um sjúk- dóma og lyf og m.a. reynt að koma á framfær'i fréttum um nýjungar, t.d. þegar sérstaklega áhugaverð ný lyf koma hér á markað. Einnig er ætlunin að fjalla um heilbrigða lífshætti og þá oft og tíðum að rifja upp hvað sé hollt og hvað óhollt. Inn í þetta kemur óhjákvæmilega umræða um vítamín, steinefni, fæðubótarefni, náttúrulyf og hjá- lækningar. Um sumt af því sem fjallað verður um geta verið skiptar skoðanir og er ekkert við því að gera. Tilgangurinn hlýtur þó ávallt að vera sá að auka þekkingu og heilbrigði fólks. eftir Mognús Jóhannsson ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Kœmi sér ekki vel ab getafengjb gert vib híla á ferbalögum um helgar? Bílaviðgerðir og bakvaktir ÞAÐ er stundum tekið svo til orða að það renni upp fyrir mönnum ljós. Það kom einmitt fyrir mig um daginn. SVOLEIÐIS var að ég fór aust- ur í sveit á áliðnum sunnu- degi. Dimmt var í lofti og drungalegt til að sjá í austrinu. Spennt í bílbelti setti ég ljósin á og ók af stað. Vinkona mín var með í för. Þegar við komum upp fyrir Rauðavatn tókum við eftir því að sumir bílar sem komu á móti okk- ur virtust blikka Ijósum þegar við fórum framhjá. „Eru þeir að blikka eða er vegurinn bara svona hæðóttur," sagði vinkona mín. „Örugglega svona hæðóttur, það er ekkert athugavert við bílinn hjá okkur, hann er nýkominn úr skoð- un, ég er ekki einu sinni með háu ljósin á,“ svaraði ég. En alltaf héldu einhveijir úr bílaröðinni á móti áfram að blikka. „Það er ekki lengur neinum blöðum um það að fletta að það er eitthvað athuga- vert við bílinn,“ sagði vinkona mín eftii Guðrúnu Guðlaugsdóttur og var nú orðin harla áhyggjusam- leg í röddinni. „Farðu út og athug- aðu það, ég skal stoppa á næsta útskoti,“ sagði ég. En það var komin niðdimm þoka þegar þessi orð voru sögð og vinkona mín taldi réttara að hafa þetta á annan veg. „Við stoppum frekar á bensínstöð- inni í Hveragerði, þá er líka hægt að kalla til mann ef eitthvað er að,“ sagði hún og þannig höfðum við_ það. í Hveragerði komumst við að raun um að bíllinn var með öllu ljóslaus. „Þetta eru ekki perurnar, þær eru örugglega heilar, þetta er ábyggilega sambandsleysi í rofan- um,“ sagði starfsmaður bensín- stöðvarinnar eftir að hafa klórað sér nokkra stund í höfðinu yfir hinum ljóslausa bíl. „Get ég ekki látið gera við þettta snöggvast," spurði ég. „Nei, hér er enginn stað- ur opinn núna. Þú verður bara að reyna að komast suður aftur í björtu,“ sagði maðurinn. Við það sat. Ég varð að aka mína leið í þokunni á Ijóslausum bíl, sárkvíð- andi fyrir minni næstu framtíð. Einkum óttaðist ég að einhver af „framúraksturshetjunum" myndi keyra á mig af því að hann sæi ekki ljóslausan bílinn nógu fljótt tilsýndar. Ég var heppin, ég slapp við ákeyrslu, mér tókst að komast austur í Biskupstungur og heim aftur áður en myrkur lagðist fyrir alvöru að og þokunni var meira að segja heldur létt á heimleiðinni. í þessum þrengingum öllum rann upp fyrir mér ljós; „Auðvitað ætti að vera bílaviðgerðarmaður á bakvakt í öllum bæjum um helg- ar,“ hugsaði ég. Það getur riðið á lífi fólks að vera á biluðum bíl. Þótt lagt sé af stað á heilum bíl getur hann bilað á leiðinni. Ef bíl- inn er mikið bilaður er sjálfhætt við ferðalagið, ef hann er hálfbilað- ur freistast maður til að halda ferð- inni áfram upp á von og óvon. Það er auðvitað ekki fallegt afspurnar en það verður að segja hveija sögu eins og hún er. Það eru ábyggilega fleiri en ég sem aka sína Ieið á bíl með biluð öryggistæki, en flestir myndu líka láta gera við þau áður en lengra væri haldið ef það væri unnt. Ætla má að óathuguðu máli að það kæmi bílaviðgerðarmönnum ekki illa að skipta með sér bakvökt- um um helgar, væntanlega fengju þeir einhver viðskipti út á það og bíleigendur þjónustu. Slíkt fyrir- komulag sýnist í fljótu bragði beggja hagur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.