Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ARIÐ 1985 var viðburða- ríkt ár. Nýrnaveiki kom upp í Laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafirði og kjara- dómur hækkaði laun æðstu embættismanna ríkisins um 25%. Hrafn Gunnlaugsson var val- inn leikstjóri ársins í Svíþjóð, Hófí hlaut titiiinn ungfrú heimur, Karl Þorsteins varð skákmeistari íslands, Reynir Pétur Ingvarsson gekk hringinn í kringum landið og Spaugstofan var sett á laggirnar. Ymislegt hefur drifíð á daga íslensku þjóð- arinnar síðan. Margt hefur fallið í gleymskunn- ar dá eins og gengur og gerist. Það á hins vegar ekki við um Spaugstofu- menn. Pálmi, Siggi, Randver, Karl Ágúst og Örn hafa skemmt okkur með ærslalátum sín- um og fyndni, saman eða hver í sínu lagi sleitulítið síðan. Hver er saga Spaugstofunnar? Örn: Við byijuðum á því að gera fjóra grín- þætti fyrir Ríkissjónvarpið árið 1985 undir nafninu Spaugstofan. Það var að ég held fyrsta tilraun Sjónvarpsins til að gera heilsárs grín- þætti, fyrir utan áramótaskaupið. Randver: Þá var Laddi með okkur, en ekki Pálmi. Örn: Þegar þessari vinnu lauk urðu breyting- ar á hópnum. Laddi gekk til liðs við Gríniðj- una, en Pálmi slóst í okkar hóp. í kjölfarið gerðum við tvö áramótaskaup. Árið 1989 gerð- um við svo þessa fyrstu þætti sem við kölluð- um 89 af stöðinni. Randver: Þeir héldu svo áfram til ársins 1992, þegar við gerðum hlé á samstarfinu. Órn: En þetta er nú bara sjónvarpssagan. Við gerðum ýmislegt annað, skemmtum í út- varpi og komum fram á skemmtunum um allt land. Samkeppni við sjálfa okkur í ÁRDAGA: Örn, Karl Ágúst og Pálmi láta gamminn geisa í sjónvarpssal. Á að taka sjónvarpsþráðinn upp aftur? Karl Ágúst: Já. Það er í bígerð að byija með nýja þáttaröð í janúar á Ríkissjónvarpinu. Tekur stöðin aftur til starfa? Pálmi: Það stefnir allt í það. Þetta verður byggt á svipuðum grunni þótt það verði von- andi ekki nákvæmlega eins. Örn: Væntanlega ekki sömu brandararnir. Randver: Kröfurnar eru orðnar svo miklar. Við verðum að finna einhvern flöt til að standa undir þeim. Hefur samkeppnin kannski aukist? Randver: Samkeppnin er aðallega við sjálfa okkur. ^ Karl Ágúst: Við fundum það greinilega ár eftir ár að það varð alltaf erfiðara að byija aftur. Fólk hafði alltaf töluverðar væntingar. Pálmi: Maður fínnur þessa kröfu um að þátt- urinn sé alltaf ferskur. Örn: Það var skrýtið að fólk var allt- af að taka þáttinn út eftir helgina. „Hann var nú ekki eins góður og síðast" eða „Hann var miklu betri en síðast - þetta var besti þáttur sem ég hef séð.“ Þættimir voru jafnvel orðnir bitbein á vinnustöðum og fólk var farið að keppast um að koma okkur skemmtilega eða óþægilega á óvart með athugasemdum um hitt og þetta. Randver: Þetta setti pressu á okkur. Vinna allan sólarhringinn Horfið þið á gamla þætti? Örn: Já, ég hef gert það. Sjónvarpið gaf út spólur með gömlum þáttum og ég hef reglulega gaman af því að horfa á þær. Hvernig fer vinnan fram? Örn: Við ákváðum að taka þetta mjög skipulega og það fyrirkomulag hefur gengið upp til þessa. Við reyn- um að vinna þetta eins og menn frá 10 til 5. Karl Ágúst: Við byijum á því að koma saman þar sem við fremjum heilarok, eða „brainstorming“ og lát- um dæluna ganga hver ofan í annan. Þá förum við yfir fréttir síðustu daga og setjum fjöldann allan af óljósum hugmyndum á blað. Síðan förum við nánar í saumana á því og komum með hugmyndir um hvernig hægt væri að taka hitt og þetta fyrir. Á endanum sest einn maður niður og skrifar handritið. Pálmi: Það má ekki gleyma því að þetta starf er í gangi hjá manni meira og minna allan sólarhringinn. Maður er sífellt að reyna að láta sér detta eitthvað í hug, sofandi og vak- andi, skoðandi menn og málefni. Randver: Við tökum upp fréttir, horfum á þær og leitum að skemmti- legum setningum í viðtölum við stjórnmálamenn, ég verð að segja það. Karl Ágúst: Alveg hættur að hafa HVER er hver? Örn og Karl Ágúst í kven- gervi ásamt Fríðu förðunarmeistara til hægri og Kristínu Ernu upptökustjóra. Spaugstofan heldur upp á 10 ára afmæli sitt þessa dagana með hringferð um landið, en sjónvarpsþættir hennar hefjast að nýju eftir áramót. Meðlimir hennar * tóku sér hlé frá annríkinu til að hitta Ivar Pál Jónsson og rifja upp helstu atburði liðinna ára. áhyggjur. Örn: Við byijuðum reyndar á því að klippa okkur saman við stjórnmálamenn strax í gömlu þáttunum. Pálmi: Við teljum okkur vera sterkt pólitískt afl í alirí þjóðfélagsumræðu. Randver: Pálmi er stjórnmálavængur Spaug- stofunnar. Pálmi: Þetta er nú frekar lífspólitísk umíjöllun en flokkspólitísk. Stingum á kýlum þjóðfélagsins Er ekki erfitt að þurfa stöðugt að vera fyndinn? Eruð þið ekki stundum í fúlu skapi og nennið ekki að vera fyndnir? •Randver: Jú, það er oft mjög erfitt. Karl Ágúst: Samt kemur maður sér oft í gott skap með því að skoða hlutina frá óvenju- legu sjónarhorni. Örn: Það hjálpar okkur að taka skipulega á hlutunum. Einnig má oft gera hluti meinfyndna, þótt þeir séu kannski ekki beint fyndn- ir. Stinga aðeins á kýlum þjóðfé- lagsins. Við höfum komið okkur upp ákveðnu kerfi og erum famir að þekkja kímnigáfu þjóðarinnar nokkuð vel. Pálmi: Auðvitað eru menn misjafn- lega upplagðir og stundum' hafa þeir mikið fyrir hlutunum. Stundum er jafnvel gúrkutíð og ekkert að gerast. Þegar menn hins vegar eru vel upplagðir eða mikið að gerast í þjóðfélaginu virðist þetta allt koma af sjálfu sér. Verður starfið erfiðara með árunum? Karl Ágúst: Nei. Reynslan er ansi mikils virði í þessu eins og öðra. Bæði höfum við mikla reynslu af því að semja efni og ákveðna til- finningu fyrir því hvað fólki finnst fyndið. Örn: Við erum Iíka farnir að þekkja miðilinn nokkuð vel og tæknina. Pálmi: Það má líka að segja að RAGNAR Reykás hefur ýmislegt að segja fréttamönnum Stöðvarinnar. Til vinstri má sjá víðfrægan fjallabíl hans. um það bil 20-30% fyndninnar verði til fyrir framan kvikmyndavélarnar. Það er oft tvennt ólíkt, handritið og útkoman. Randver: Það á nú kannski sérstaklega við um einn karakter. Karl Ágúst: Já, Ragnar Reykás e'r mjög gef- inn fyrir að valsa út fyrir handritið. Örn: Stundum er kannski búið að skrifa margra blaðsíðna handrit sem svo er óþekkj- anlegt á endanum. En innihaldið heldur sér. Pálmi: Menn verða að vera ansi fljótir að til- einka sér textann fyrir framan myndavélarn- ar. Við höldum alltaf framleiðslufundi á fimmtudagsmorgnum til að kynna starfsfólk- inu handritið. Ég held að þeim hafi sjaldnast stokkið bros við að lesa handritið. Hreint brjálæði Nú er vinnsla þáttanna nokkuð hröð. Karl Ágúst: Þeir sem þekkja til sjónvarps- mála vita að það- er hreint bijálæði að taka upp 25 mínútna leikinn þátt á einum og hálf- um til tveimur dögum. Það veltur á því að við höldum sönsum og það stendur oft tæpt. Örn: Starfsfólk Sjónvarpsins stendur þó ávallt með okkur. Mér er sérstaklega minnistætt hve sviðsstjórinn okkar, hann Guðmundur Guð- jónsson tók alltaf vel á móti okkur á laugar- dagsmorgnum. Randver: Alltaf með bros á vör. Pálmi: Og Helga Pálmadóttir ekki síður. Karl Ágúst: Vegna þess hversu oft við þurfum að vinna þáttinn á síðustu stundu þarf ekki annað en eitt bilað segulbandstæki til að þætt- inum seinki. En þessi vinnubrögð þurfa að vera með þessum hætti að okkar mati til að þátturinn sé ferskur. „Hvurn fjárann hef ég gert?“ Hvað er það ófyndnasta sem þið hafið gert? Pálmi: Mér dettur' nú í hug eitt atriði hjá okkur j Hornafirði, sem lítið var hlegið að. Karl Ágúst: Við voram á hringferð um land- ið og eitt atriðið hjá okkur var þannig að Pálmi var í hlutverki íþróttafréttamanns sem lýsti fótboltaleik. Inn í þetta fléttuðum við nöfnum þekktra persóna á hveijum stað. Randver: Síðan var heilmikil uppbygging að mikilli sókn í leiknum sem endaði með því að slegið var fram nafni sem alls staðar á land- inu sló algjörlega í gegn. SPAUGSTOFUMENN hafa engu gleymt þrátt fyrir stutt hlé frá samstarfinu. Sigurður Sig- urjónsson var staddur í Noregi, en Ragnar Reykás kom í stað hans við myndatökuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.