Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gröfueigendur Dýptarmælir fyrir skurðgröfur eykur afköst, minnkar endurvinnu og í mörgum tilfellum sparar mælingamann. Mælirinn hentar á allar skurðgröfugerðir. Ánægðir notendur eru okkar bestu meðmæli. Vaskhugi hf. Skeifan 7, sími 568 2680. MEISTARAVERKFÆRIN NY KYNSLOÐ , HLEÐSLUBORVELA YfirburSir í verki • 3 vélarstærðir 9,5 volt, 12 volt og 14,4 volt. • Hágæðarafhlaða, með 40% lengri endingu. • Gífurlegur kraftur. 14,4 Vvél ' gefur 295W kraft. • Sérhannaður motor frá Elu. • 25% meiri kraftur. Útsölustaðir um allt land. Komdu eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. SINDRA mmmmm m mm m m mm a m m m w JyUðlT'l BORGARTÚNI31 • SÍMI 627222 LISTIR Gyðjugyllingar MYNDLIST Listhús 39 — Hafnarfirdi MÁLVERK Alda Armanna Sveinsdóttir. Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar til 28. ágúst. Aðgangur ókeypis UNDANGENGIN ár hafa risið miklar bylgjur trúarvakninga á íslandi, sem þó eru ekki allar með sama sniði. Flestir hafa tekið eftir tilurð ýmissa heittrúarsafnaða, sem hafa átt vaxandi fylgi að fagna á sama tíma og hin hefð- bundna þjóðkirkja hefur átt undir högg að sækja, m.a. vegna innri deilna og vafninga. Önnur og að líkindum ekki síður öflug bylgja á þessu sviði, sem margir telja hik- laust til trúarvakningar, er sá mikli áhugi á mannrækt og andlegum efnum sem kemur fram í svonefnd- um nýaldarhreyfingum. Þessir tveir-meginhópar eru um margt ólíkir, en báða má kenna við trúarlíf. En ólíkt því sem gjarna hefur átt sér stað með trúarvakn- ingar í sögunni hefur þess lítt orð- ið vart að þessum hreyfingum fylgdu nýjungar á listasviðinu, nýjar áherslur eða ný sýn á listina; hinn sjónræni þáttur hefur fremur orðið út undan. Það hefur fremur verið að nýald- arhreyfingar hafi nýtt sér mynd- efni með markvissum hætti í því efni sem frá þeim kemur, en þar hefur ekkert nýtt verið á ferð. Kunnugleg tákn eins og geislandi píramíði, mandala og sólarmerki böðuð í bleikri, mjúkri birtu hafa verið helstu einkenni hinnar vél- rænu myndgerðar sem sést hefur í prentmiðlum þeirra. Alda Ármanna Sveinsdóttir er að vinna í anda þessara hreyfinga í verkum sínum hér. Alda á að baki fjölbreyttan feril við myndlist og kennslu frá því hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og hefur haldið íjöl- margar sýningar víða um land. Hér byggir hún verkin á eins konar upphafningu kveneðlisins í anda nýaldarhreyfinganna, en yfir- skrift sýningarinnar er: „Gyðjan í merki ljónsins." Þetta kemur vel fram í þeim texta sem fylgir sýn- ingunni, en þar er að finna flest lykilorð þessa hugmyndaheims — táknmyndir kvenlegs eðlis, flæði tilfinninganna, orka, heilun, nánd, kærleikur — sem í tilbeiðslu sinni á hinni lítt skilgreindu gyðju minnir um margt á dýrkun kaþólskra á Maríu mey, móður Krists. Þetta er síðan endurtekið í titl- um myndanna, sem bera heiti eins og „Þar sem orkuformin hverfast um hvert annað“ (nr. 10), „Gyðjan kemur úr djúpinu, en hún kemur líka frá stjörnuhimninum" (nr. 8) og „Þegar orkubreytingar verða, falla gömlu formin og endurraðast og þá myndast rými fýrir gyðjuna" (nr. 5). Þegar jafn umfangsmikil við- fangsefni eru tekin til umfjöllunar hlýtur útfærslan að ráða öllu um heildarhrifin og hér veldur hún vonbrigðum. Flestar myndirnar byggjast á ópersónulegri ímynd gyðjunnar, sem er sveipuð bleikum FJÓRIR af meðlimum Loftfélagsins, Gunnar Grímsson, Birgir Baldursson, Sigurður Halldórsson og Sigurður Björnsson. Alda Ármanna Sveinsdóttir: „Við munum annast þig, Móð- ir Jörð.“ 1995. sætleika, sem þó verður aldrei inni- legur eða sannfærandi; til þess er svipurinn of íjarrænn og innihalds- laus — líkt og tóm sé að baki frem- ur en fylling lífs og orku. Svipaður munnsvipur snyrtifræðingsins á mörgum myndanna er gott merki um þessa stöðluðu ímynd. Hér er því fremur hægt að tala um gyll- ingar eða skreytingar en sterkar myndir þeirrar kvenmyndar, sem mundi hæfa viðfangsefninu. Listakonunni tekst best upp, þar sem andlitið ber vott um ákveðna persónu, líkt og í verkinu „Sköpun- in“ (nr. 6). Hér getur að líta heiðar- lega unna ímynd sterkrar konu, sem mundi sóma sér betur en flest- ar hinna í því upphafna hlutverki gyðjunnar, sem sýningin gengur út á. Hið persónulega er ætíð lykillinn að myndsköpun mannsins, þar sem styrkur og orka á að fá notið sín. Eiríkur Þorláksson Loftfélag ís- lands í Kaffi- leikhúsinu LOFTFÉLAG íslands mun halda tónleika í Kaffileikhúsinu i Hlað- varpanum miðvikudagskvöldið 30. ágúst kl. 22. Loftfélagið sem var stofnað 1988 hefur allt frá upphafi verið í útvarðarsveit spunatónlistar á íslandi og nálgast þetta tónlistar- form jafnt frá sjónarhóli klassískrar tóníistar sem djass- tónlistar. Á efnisskrá tónleik- anna eru sex ný verk, sem saman spanna höfuðtónlistarhefðir allra heimsálfa. Loftfélagið skipa þeir Ingólfur Örn Björgvinsson, Sigurður Björnsson, Sigurður Halldórs- son, Daníel Þorsteinsson og Birg- ir Baldursson. Loftfélagið kynnir til leiks nýjan meðlim, Gunnar Grímsson raftónskáld sem leika mun á raf- ræn hljóðfæri. Húsið opnar kl. 20 og er boðið upp á léttan kvöldverð fyrir tón- leikana. Miðaverð er 600 krónur. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.