Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 C 3 ...blabib - kjarni málsins! Tímamót í sögu Corolla 1966: Fyrsti Corolla bíllinn kynntur í Japan, i fyrstu búinn I, 11, fjögurra strokka vél. 1967: Corolla kynntur í Evr- ópu. 1969: Corolla verður fyrstu Toyota bíla framleiddur í meira en milijón eintaka. 1970: Rúmbetri Corolla af annarri kynsióð kynntur, fáan- legur með 1,2 1 vél. 1970: Corolla nær næstmestri sölu innfluttra bíla í Bandaríkj- unum. 1971: Salvador Caetano I:M: V:T: S:A. i Portúgai opnar Corolla bílsamsentingarsmiðju þar sem hægt er að setja sam- an 1.200 bíla á mánuði. Fram- leiðsiu var hætt 1979. 1971: 1,6 1 vél kynnt. 1974: Þriðja kynslóð kynnt. 1976: 5 milljónir Corolla bíla framleiddir. 1976: Útfluttir Toyota bílar til Evrópu orðnir 1 milljón talsins. 1979: Fjórða kynslóðin kynnt. 1988: 10 milljónir Corolla bíla framleiddir. 1983: Fimmta kynsióð kynnt, sú fyrsta með framhjóiadrifi. 1984: Samstarfssamningur við General Motors um fram- leiðslu Chevy Nova og Corolla FX. 1988: Sjötta kynslóð kynnt. 1988: Toyota opnar bflaverk- smiðju í Kanada. 1990:15 milljónir Coroila framleiddir. 1992: Sjöunda kynslóðin kynnt. 1992:20 milljónir Corolla framleiddir. 1994: Corolia í fyrsta sæti í J. D. Power könnunum í Bandaríkjunum og Bretlandi og tilefndnur sem besti bíllinn yngri en fimm ára af TUV. 1995: Corolla lendir í fyrsta sæti í könnun J.D. Power í Bretlandi annað árið í röð. 1995: Corolla endurbætt, 1,8 lítra vél endurbætt með meiri vinnslu við lægri snúnings- hraða. ■ NÝJU gormarnir komnir undir bílinn. 35“ dekkja í snjó sé u.þ.b. 20% meiri en 33“ dekkja sökum lengri og breiðari snertiflatar og meiri hæðar undir hásingu. „Sé sömu reiknireglu beitt í samanburði á upprunalegum 28“ hjólum og 35“ hjólunum fæst sú niðurstaða að drifgetan hafí aukist um ca. 205%, þ.e. hafí þrefaldast þótt slíkur samanburður hafí takmarkaða þýðingu. BF Goodrich All Terrain dekkin sameina gott grip í snjó og leðju við lítið veghljóð á mal- biki,“ segir Guðmundur. Breytingarnar Bílabúð Benna sá um allar breytingar á bílnum. Bíllinn var hækkaður um 70 mm á boddíi, hjól hækka bílinn að auki um 80 mm. Yfirbyggingin fjarlægist því jörð um samtals 200 mm og við það stendur bíllinn betur upp úr straumnum og flýtur síður upp þegar ekið er yfír vatnsföll. Klippt var úr brettum að fram- an og aftan. Að framan þurfti að stækka hjólaskálarnar örlítið inn í farþegarýmið auk hefðbundinnar úrklippunar úr brettum og fram- stuðara. Að aftan var klippt úr brettum fram að afturhurðum og einnig í afturstuðara. Tryggilega er gengið frá öllum suðum og klippingum með kítti og ryðvörn og að lokum eru brettakantar í sama lit og bíllinn og stigbretti var soðið á grindina. Aukaraf í Garðabæ setti auka- rafkerfi í bílinn til að mæta tengi- þörf aukabúnaðar. Þar er segullið- um og öryggjum öllum komið fyr- ir á einum stað og aðeins er sótt- ur einn plús og mínus í rafgeym- inn. Þetta eykur bæði öryggi og gefur yfirsýn yfír tengingar, auk þess sem auðvelt er að bæta við öðrum búnaði síðar. í bílinn er kominn farsími og CB-talstöð en eftir er að koma fyrir GPS-stað- setningatæki og aukaþokuljósum með lágum og breiðum geisla. Breytingarnar kosta með öllu staðgreiddar 447.712 kr. Guð- mundur er ánægður með bílinn eftir breytingamar: „Bíllinn er allur léttur í stýri og prýðilega öflugur í snattið. Góð yfírsýn er yfír mælaborðið og öll stjórntæki létt í notkun. Gott útsýni er fram og til hliðanna og betra aftur úr TILBOÐ ÓSKAST í Grand Cherokee Laredo 4x4, árgerð '93 (ekinn 30 þús. mílur), Plymouth Voyager, árgerð '91, Geo Prizm, árgerð ’90, Ford Bronco U-15 XLT 4x4, árgerð ’89 og aðrar bif- reiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. ágústkl. 12-15. Ennfremur óskast tilþoð í Pettibone gaffallyftara rafknúinn 4.000 Ibs., árgerð ’84. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Morgunblaðið/Sverrir SIDEKICK eftir breytingarnar, kominn á 35“ dekk og 200 mm hærri en við komuna til landsins. STARFSMENN á verkstæði Bílabúðar Benna koma 35“ dekkjunum undir bíiinn. Móöueyöir í speglunum ALLIR kannast við móðu og regn- dropa á útispeglunum í röku veðri. Toyota hefur fundið leið til þess að leysa þetta vandamál með tækni sem eyðir allri móðu á örfáum sek- úndum. Um er að ræðatækni sem byggir að hluta á hitaelementi á bak við spegilglerið og að hluta tæki sem gefur frá hátíðnihljóð og veldur titringi sem hristir dropana af speglinum. Hitaelementið og hátíðnititrarinn er stýrt með tölvu í bílnum. Búnaður þessi er þegar kominn í dýrari gerðir Toyota í Japan og verður einnig settur í dýrari gerðir útflutningsbíla. FRUMGERÐ nýrrar „Bjöllu“ Volkswagens er hönnuð upp úr Concept 1 bílnum sem teiknaður var í hönnunarstöð VW í Kali- forníu. Bíllinn var sýndur á bíla- sýningunni í Detroit í fyrra og olli svo miklu fjaðrafoki að nú hefur verið ákveðið að fjölda- framleiða hann. Áætl- að er að hann verði kom- inn á Suzuki Sidekick JX settur q 35" dekk og hækkadur upp cc vél með rafstýrðri ijölinnsp- rautun og snertilausri kveikju. Aflið er 95 hestöfl við 5.600 snún- inga á mínútu og snúningsvægi 132 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Uppgefin meðaleyðsla er 9,61./100 km. Bíllinn er með fímm gíra kassa með yfírgír og sam- byggðum millikassa. Gírhlutföll í 1. gír eru 3,652, 2. gír 1,947, 3. gír 1,379, 4. gír 1,000, 5. gír 0,795 og bakkgír 3,670. Drifhlut- fall er 5,375 og heildarniðurgírun í 1. gír í lága drifinu 36:1. Hand- virkar driflokur eru á bílnum. Driflæsingar gætu auklA drifgetu „Það hefur ekkert verið átt við drifhlutföll eða hlutfall í milli- kassa. Gírunin eftir breytingu minnir á niðurröðun gíra í sjálf- skiptum bíl. Fimmti gírinn kemur aðeins tii skjalanna á þjóðvega- hraða eftir breytinguna. Þægilegt er að taka af stað í 1. gír og tog- ið er nægilegt fyrir snaggaralegt innanbæjarsnatt í fyrstu þremur gírunum. Mörgum jeppamönnum kann að þykja sem lægri niðurgír- un út í hjól væri æskileg til að ná sem bestu floti og drifgetu í snjó og líklega er margt til í því. Þó má reyndar líkja endanlegri niðurgírun þegar hleypt hefur ver- ið úr dekkjunum til hálfs og minnka við það þvermál þeirra, við að hlutfallið væri ca. 50:1 á dekkjum með eðlilegum þrýstingi og þvermáli. Á Renniverkstæði Árna Brynjólfssonar í Hafnarfírði Morgunblaðið/Guðmundur Löve BÚIÐ að skera úr brettunum. hafa verið hönnuð og smíðuð ný tannhjól í millikassahlutann sem gefa hlutföllin 3:1 í lága drifinu eða 60:1 út í hjól. Læsingar á drifin gætu aukið klifurgetu í snjó og minnkað hættu á festum þegar hjólgripi er ábótavant," segir Guð- mundur. Bíllinn kemur á dekkjum sem eru 28“ í þvermál á 16“ felgum og með belgbreiddina 8“. Bíllinn var settur á 35“ Goodrich All Terrain dekk með belgbreidd 12,5“. Felgur eru 15“ American Racing álfelgur, 10“ að breidd. Guðmundur segir að drifgeta þ.e. yfirbyggingu var lyft um 70 mm frá grind með því að setja nælonklossa við aila 8 boltana sem halda yfírbyggingunni á grind-. inni. Lengja þurfti í gírstöngum og stýrisstöng vegna þessa. Emu upphækkunarkerfi var sett í bíl- inn. Lengri gormar voru settir undir sem gefa u.þ.b. 30 mm lyft- ingu auk aukinnar slaglengdar en að auki voru settir 20 mm klossar undir þá gorma. Lengri demparar voru settir að framan og aftan vegna hækkunarinnar og lengri ijöðrunar. Heildarhækkun á gormum var því 50 mm. Stærri en í mörgum jeppum. Bíllinn er fljótur að hitna og miðstöðin öflug. Fimm farþegar rúmast sæmilega þægilega í bílnum og furðu auðvelt er að stíga upp í hann miðað við hjólastærð og hækkun. Fjöðrunin er góð og stór dekk bókstaflega „éta“ ójöfnur og þvottabretti. Farangursiými er þó takmarkað ef fjórir ferðast saman. Bíllinn er rásfastur og kastar ekki afturendanum til og veghljóð er minna en búast mætti við á malbiki. Hann er mjög ryk- þéttur og loftkælingin er ómetan- leg þegar ekið er í sumarsól á rykugum vegum. Þótt bíllinn hafí ekki verið prófaður enn í vetrar- færi standa vonir til þess að hann spjari sig vel sakir léttleika síns og hagstæðrar þyngdardreifíngar. Samkvæmt gróflegum útreikning- um mætti bíll á 38“ hjólum ekki vera nema u.þ.b. 1.550 kg til að ná jafnhagstæðu hlutfalli milli þyngdar og drifgetu. Ef til vill mætti bæta við driflæsingum og driflækkun í millikassa og væri þá kominn enn álitlegri jöklajeppi," sagði Guðmundur. ■ Fjöðrunin og stór dekkin éta ójöf nur og þvottnbretti SUZUKI Sidekick JX, þ.e. ameríska útgáfan af styttri gerð Vitara, árgerð 1995 hefur verið breytt og bíllinn gerður að smáum en knáum fjallabíl. Um breytingarnar sá Bílabúð Benna en þetta mun vera í fyrsta sinn sem settir eru 35“ hjólbarðar undir bíl af þessari gerð hér á landi. Auk þess var skipt um fjöðrunarbúnað. Eigandi bílsins er Guðmundur Löve. Sidekick kostaði hingað kom- inn 1.750.000 kr. með vsk en hann var fluttur inn af EV bílum. Bíllinn er vel búinn eins og jafnan er með amer- íska bíla. Meðal staðalbúnaðar má nefna aflstýri, snúningshraða- mæli, bremsuljós í afturrúðu, aft- urrúðuþurrku, litaðar rúður, loft- kælingu og þjófavamarkerfí. Óbreyttur vegur bíll 1.220 kg full- ur af bensíni en eftir breytingu 1.330 kg. Bíllinn hefur hagstæða þyngdardreifingu og hásingarnar sitja nálægt endum bílsins. Slaglengri gormar Guðmundur segir að bíllinn sé vel búinn undir að taka á móti farþegum og farangri sem þyngja flesta jeppa að aftan. „Þetta er mikilvægt fyrir aksturseiginleika og hemlun ekki síður en fyrir drif- getu í snjó þar sem flestir jeppar festa sig þegar þyngri hásingin er sokkin og því best að hafa sem næst jafnmikinn þunga á báðum,“ segir Guðmundur. Að framan veg- ur bíllinn 730 kg og 600 að aftan. Bíllinn kemur með sjálfstæðri MacPherson gormafjöðrun að framan. Heil hásing á gormum er að aftan. Þær breytingar voru gerðar á fjöðrun að Emu gorma- og demparakerfí var sett í stað upprunalegs búnaðar. Gormamir era mýkri og mun slaglengri en þeir uppranalegu og hækka auk þess bílinn um u.þ.b. 30 mm. Dempararnir era hins vegar stíf- ari og lengri vegna hins aukna fjöðrunarsviðs bílsins. „Fjöðrunareiginleikar bílsins era frábærir, einkanlega þó vegna sjálfstæðu gormafjöðrunarinnar að framan, þar sem bíllinn hrein- lega virðist fljóta yfír ójöfnumar. Aukin slaglengd fjöðrunarinnar gefur bílnum aukinn stöðugleika í ójöfnu landslagi auk þess sem hún fer mun betur með bíl og farþega þegar • hossast er eftir ósléttum fjallvegum," segir Guð- mundur. Bíllinn er með 16 ventla, 1.498 BÍLLINN fyrir breytingu. ÞRJÁR útfærslur af Toyota Corolla 1996 árgerð sem verða til sýnis um helgina. Ný og endurbætt Toyota Corolla TOYOTA er að verða þrítugur og hefur jafnan verið með söluhæstu bílum hérlendis og er vinsælasti bíll sögunnar og hefur selst í 23 milljónum eintaka. Nú hefur Toy- ota tekið skref í þá veru að gera 1996 árgerð Corolla auðveldari viðfangs og hagkvæmari í þéttri umferð nútímans. Nýi bíllinn verð- ur til sýnis hjá P. Samúelssyni, umboðsaðila Toytoa á íslandi, um helgina. 1,3 lítra, 16 ventla vélin hefur verið endurbætt í því skyni að auka vinnslu og aksturseiginleika þegar hraðinn er takmarkaður. Á sama tíma hefur eldsneytisnýting verið bætt og dreegið úr út- blæstri. Vinnslan í 1,3 lítra vélinni hefur verið aukin úr 111 Nm við 4.800-5.200 snúninga í 115 Nm við 4.100-4.500 snúninga á mín- útu. Corolla fæst sem stallbakur, hlaðbakur, þriggja eða fimm dyra, og iangbakur. Nýr framendi og aftursfuðari Þá hefur hlaðbakurinn fengið nýtt útlit að framan og nýr stuð- ari er að aftan. Forstrekkjarar á bílbeltum era nú staðalbúnaður og rafeindastýrður líknarbelgur er fáanlegur aukabúnaður. Nýtt sætaáklæði er í öllum gerðum og úrval lita á bílnum hefur verið aukið. Skiptingin á beinskipta kassanum hefur verið endurbætt og dregið hefur verið úr þyngd ýmissa hluta hjólabúnaðar. Þetta er sjöunda kynslóð Co- rolla. Corolla er mestseldi innflutti bíllinn í Evrópu og á síðasta ári seldust 130.000 Corolla bílar í álf- unni. Bíllinn er smíðaður í 14 lönd- um auk Japans. Bíllinn hefur feng- ið glæsilega útkomu í könnunum víða um heim, þ.á.m. J.D. Power og hjá þýsku bifreiðaeftirlitsstofn- uninni, TÚV. ÞAÐ borgar sig að laga strax lakkskemmdir á bílnum, t.d. eftir steinkast, áður en ryð nær að myndast í skemmdinni. Nýr vaxlitur, ColorPenn, sem er að koma á markað í Evrópu, getur verið hag- kvæmur kostur þegar laga á lakkið. Með vax- litnum er hægt að laga rispur og lakkskemmdir eftir steinkast með því að teikna með pennanum yfir skemmdina þannig að þunnt vaxlag leggst yfir hana þar til búið er að fylla upp í skemmdina. Loks er strok- ið yfir uppfyllinguna með mjúk- um klút. Þegar bíllinn hefur verið þveginn nálægt 20 sinnum er ráðlegt að endurtaka með- ferðina. Vaxliturinn fæst í 18 mismunandi litum sem passa við flesta bíla. ■ RÚÐUFILMA sem breytir um lit. Rúðufilma í regnbog- ans litum NY gerð rúðufílmu er komin á markað en hún breytir um lit eftir ljósmagni. Filman kallast Private Eyes og er ætlað að draga úr sólargeislum inni í bílnum. Sums staðar eru í gildi reglur um hve mikið megi draga úr birtu inni í bílum með bún- aði sem þessum. í Danmörku má ekki draga úr birtumagni meira en sem nemur 70% en í venjulegum bílrúðum kemst um 82% af birtumagninu í gegn. Sums staðar er þó leyfilegt að hafa litaðar rúður sem hleypa aðeins 20% af birtu í gegn. Private Eyes hleypir 71% i gegn og kostar í Danmörku á bil- inu 2-4 þúsund ÍSK eftir stærð og mynstri. ■ HÁTÍÐNIHLJÓÐ og hiti eyðir móðu á speglum Toyota bíla. VAXLITUR sem lagar lakk- skemmdir. Vaxtúss í lukk- skemmdir Fmmgerð nýrrar Bjöllu í fyrsta sinn á götuna markað innan þriggja ára. Ný- lega náðist í fyrsta sinn mynd af frumgerðinni þegar henni var ekið í fyrsta sinn á götum. Bíllinn er einkum ætlaður á markað í Bandaríkjunum og lík- legt þykir að grunnverð á bíln- umjjar verði náiægt einni millj- ón ISK. Vonir VW standa til að bíllinn verði tískubíll meðal þeirra sem vilja öðruvísi bíla en ekki er búist við mikilli sölu til almennra nota. Þá er búist við að hann verði dýrari á Evrópu- markaði. Frumgerðin er að í nokkrum atriðum öðruvísi en sýningar- bíllinn sem aldrei var hannaður til fjöldaframleiðslu. Frumgerð- in er fyrir það fyrsta höfð stærri, nálægt fjögurra metra löng, eða mitt á milli Polo og Golf að lengd, entilgangurinn með því er að auka á innan- rými, farangursrými og til að bæta árekstrarvörn bílsins. Ólíkt gömlu Bjöllunni verður nýi bíllinn með vélina að framan og búist er við að hann verði boðinn með 1,4 og 1,6 lítra bens- ínvélum og sparneytinni dísil- vél. VW áætlar að smíða 100 þús- und bíla á ári, líkast til í verk- smiðju í Mexíkó þar sem upp- runalega Bjallan er enn smíðuð með framleiðsluleyfi VW. Hugs- anlegt er að einnig verði smíðuð blæjuútfærsla af bílnum ef eftir- spurn verður eftir henni. Einni spurningu er þó alveg ósvarað. Hvað nafn verður nýja bílnum gefið? Forráðamenn VW segja að einungis ein Bjalla sé tii en sumir spá því að endur- reisn þessa fræga nafns verði of stór freisting fyrir breiska stjórnendur fyrirtækisins. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.