Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir AUDI A6 er hátæknivæddur bíll með einstaklega góða aksturseiginleika. Sterkur, traustur og nákvæmur Audi A6 AUDI verksmiðjurnar þýsku hafa endumýjað alla sína bílalínu og jafnframt gefið henni nýtt nafn. Nú kallast bílarnir A, minnsti bíll- inn er A4, sem kynntur hefur verið á þessum síðum og á næsta ári er væntanlegur á markað A3 smábíllinn. A6 er millibíllinn en A8 álbíllinn er þeirra stærstur. Bílamir hafa fengið ákaflega lof- samlegar umsagnir í erlendum bílablöðum en A6, sem er nýlega kominn til landsins á vegum Heklu hf., umboðsaðila Audi, verður til umfjöllunar hér að þessu sinni. Audi A6 er sterklegur útlits, breiður og með fremur hvössum línum. Yfirbyggingin er úr gal- vaniseraðu stáli og bjóða verk- smiðjurnar tíu ára ryðvarnar- ábyrgð með A6 línunni. Bíllinn býður strax af sér góðan þokka, þýska nákvæmni í hönnun og traustleika. Grillið er hátt og framlugtimar stórar og merkið fræga, hringirnir fjórir sem bind- ast saman og yngri bílaáhuga- menn ragla oft saman við merki ólympíuhreyfingarinnar, setur sterkan svip á framendann. Gluggar eru stórir. Sterkur, traustur, nákvæmur eru hugtök sem koma upp í hugann fremur en rennilegur og sportlegur en þau eiga hins vegar best við Audi S6. Oft er það ráð til að fá hlut- laus viðbrögð við útliti bíls að aka honum niður Laugaveginn og fylgjast með augngotum vegfar- enda. Ef eitthvað er að marka þetta ráð þá er Audi A6 athyglis- verður bíll sjónrænt séð. Rúmur að Innan A6 er afar rúmgóður að innan, höfuðrými með því hæsta sem gerist í fólksbílum, og fóta- og olnbogarými mjög gott. í bílnum sem prófaður var eru sæti klædd svörtu tauáklæði sem og hluti hurðaspjalda. Svört teppi eru á gólfi. Gott rými er milli framsæta og auðvelt að koma þar fyrir far- síma eða öðram búnaði. Sætin era mátulega hörð og handstillan- leg á þijá vegu. Mæiaborðið er bogadregið með einföldum og auðlesanlegum, kringlóttum mælum. Lengst til V6 vélin er „innpökkuð" og snyrtilegt er umhorfs í vélarrými. Audi A6 í hnotskurn Staðalbúnaður: Samlæsing- ar, rafdrifnar rúður og úti- speglar, líknarbelgur, ABS- hemlalæsivöm, fjórir hnakkapúðar, vökvastýri, afl- hemlar. Vél: V-6, 2,6 Iftra, 150 hest- öfl, bein eldsneytisinnspýting. Eyðsla: 7,5 1 á 90 km hraða, 9,2 I á 120 km hraða, 13,6 1 f innanbæjarakstri. Hámarkshraði: 207 km á klst. Hröðun úr kyrrstöðu: 8,2 sek. úr 0-80 km/klst, 11,5 sek. úr 0-100 km/klst. Lengd/breidd: 4.796 mm/1.783 mm. Hæð: 1.430 mm. Farangursrými: 610 lítrar. Verð: 3.380.000 kr. Umboð: Hekla hf. ■ Morgunblaðið/Sverrir MÆLABORÐ og stýri er úr frauðplastefni, rúður eru stórar og útsýni gott. TRAUSTLEGUR bíl' í efri millistærðarflokki. Sjálfskiptur með 2,6 lítra vél kostar hann 3.380.000 kr. vinstri er hitamælir, öllu minni en snúningshraða- og hraðamæl- arnir fyrir miðju. Stafrænn kíló- metrateljari er neðst á hraðamæl- isskífunni sem telur einnig hveija eitt hundrað metra. Hægra megin við hraðamælinn eru fjórar minni skífur með bensínmæli, klukku, olíuþrýstingsmæli og hleðslu- mæli. Sjálft mælaborðið og stýri er úr einhvers konar frauðplast- efni. í miðjustokk era þijár loft- rásir og fyrir neðan þær níu rof- ar, þar af sjö sem gegna hlut- verki. Þar er m.a. hægt að velja um sex hitastillingar í ökumanns- og farþegasæti. í báðum sól- skyggnum eru upplýstir speglar og ijögur lesljós eru í bílnum. Hnakkapúðar era fjórir. Rúðurn- ar eru rafdrifnar og öryggisatriði er að verði rúðurnar fyrir fyrir- stöðu þegar þær era dregnar upp dragast þær sjálfvirkt niður á ný um 12 sm. Til hliðar við útvarpið er stillingarrofi fyrir útispegla en neðst á miðjustokknum eru mið- stöðvarrofarnir. Miðstöðin er fjögurra þrepa og afar öflug. Það er því allt til alls í farþega- rýminu en einhvern veginn læðist að manni sá granur að efnisnotk- unin ætti að vera vandaðri í bíl í þessum verðflokki. Það er að vísu í góðu lagi með svarta tau- áklæðið en gerviefnamassinn í stýrinu og mælaborðinu er full- gúmmíkenndur. Hins vegar er hægt að fá bílinn með leður- klæddum sætum og stýri og val- hnotu í mælaborði og þá fyrir meira verð. Hvorki meira né minna en níu vélar eru í boði í Audi A6, frá fjögurra strokka upp í átta strokka og með slagrými frá 1,9 lítrum upp í 4,2 lítra og hestafla- ijölda frá 90 upp í 290. Þar af eru í boði þijár dísilvélar, allar með beinni innspýtingu, TDI vél- ar. í boði eru tvær V-6 vélar, 2,6 lítra sem skilar 150 hestöflum við 5.500 snúninga á mínútu og há- markssnúningsvægi er 225 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. 2,8 lítra vélin skilar 174 hestöflum og hámarkssnúningsvægi er 250 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Skynræn sjálfskipting Bíllinn sem var reyndur er með 2,6 lítra vélinni og sjálfskiptur. Sjálfskiptingin, sem er fjögurra þrepa, er ein sú mýksta sem und- irritaður hefur reynt. Hún er ákaflega forstjóraleg og skiptir sér upp við nálægt 2.500 snún- inga og því lítið hægt að þenja bílinn enda þótt undir malli V-6 vélin. Þetta eykur náttúrulega spameytni bílsins og gerir akstur- inn mun ábyrgari og virðulegri jafnframt. Hins vegar stóð ég mig að því að skipta bílnum niður í 3 og jafnvel 2 í stað D til að fá ögn hressilegra upptak, sem þá var líka virkilega gott. Skýr- ingin á þessu er afar einföld. Sjálfskiptingin er skynræn. Svo- kallaður DSP tölvubúnaður í henni (Dynamic Shift Program) skráir ökulag ökumannsins og lærir inn á óskir hans, sem geta verið allt frá sparakstri til spyrnu- keyrslu. Bílnum, sem var reynd- ur, hafði verið ekið nálægt 200 km, og fyrri notandi greinilega verið léttstígur á bensíngjöfina. Það vora því að takast kynni með undirrituðum og DSP sjálfskipt- ingunni meðan á reynsluakstrin- um stóð. Þægilegt er að hafa á skjá í mælaborði yfirsýn yfir sjálf- skiptinguna. Audi A6 er ákaflega þéttur bíll og hljóðlátur. Stýrið er hárná- kvæmt og bíllinn er gjörsamlega límdur við veginn, jafnvel þótt ekið sé á töluverðum hraða í krappar beygjur. Hann svarar öllum óskum ökumanns, liggur fastur á vegi, jafnt á malbiki sem möl. Hemlarnir eru mátulega öflugir, en ekki svo að vanda þurfi ástigið eins og í sumum nýrri gerðum bíla. Sjálfstæð fjöðrunin dempar allar ójöfnur á vegi. Læsivarðir hemlarnir sjá til þess að bíllinn rásar alls ekki þótt hressilega sé hemlað á mal- arvegi. ABS-kerfið í Audi er með rafeindastýrðri hemlunardreif- ingu, EBV, sem nær fram há- markshemlun við mismunandi aðstæður. Þegar bílnum er heml- að í beygju dregur EBV úr heml- unarátaki á afturhjólum en bún- aðurinn nemur einnig hvort veg- gripi er ábótavant, t.d. á blautum eða hálum vegum eða á möl. Búnaðurinn tekur tillit til slíkra aðstæðna þegar hemlunarátakinu er dreift til hjólanna. Svona búinn og kostum gædd- ur kostar Audi A6 2,6 3.380.000 kr. Bíll af þessu tagi er því vart á færi venjulegs launamanns en fyrir þennan pening fæst mikill bíll með háþróuðum tæknibúnaði. Audi verksmiðjurnar hafa með A6 sýnt að þær eru í fararbroddi í tækniþróun eins og endurnýjun allrar Áudi línunnar ber reyndar með sér. ■ Guðjórt Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.