Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 D 3 Iðnaður sameinast í Starfsmenntafélagi MIKIL endurmenntunarstarfsemi fer fram innan iðngreina hér á landi. Sérstakir eftirmenntunarskólar ein- stakra iðngreina eru reknir sameig- inlega af atvinnurekendum og laun- þegum. Þar má nefna Fræðsluráð byggingariðnaðarins, Fræðsluráð málmiðnaðarins, Prenttæknistofnun og Rafíðnaðarskólann. I því skyni að efia samstarf í end- urmenntunarmálum milli iðngreina hefur undanfarið verið unnið að stofnun Starfsmenntafélags. Mark- mið þess verður að styrkja þróuna- starf fyrirtækja með því að auðvelda skipti á þekkingu, bæði í samskiptum innanlands og við útlönd. Fræðslusetur í haust Starfsmenntafélagið mun einnig hafa frumkvæði að þverfaglegum námskeiðum og sinna fræðslu vegna nýrra alþjóðlegra krafna í umhverfís-, tölvu- og markaðsmál- um. Fyrst um sinn mun starfsemin einungis ná til endurmenntunar en í framtíðinni verður líka hugað að grunnmenntun. Að sögn Inga Boga Bogasonar, upplýsinga- og fræðslufulltrúa Sam- taka iðnaðarins, hefur verið unnið að undirbúningi að stofnun Starfs- menntafélagsins síðan í febrúar. Á annan tug félaga hafa tekið þátt í undirbúningnum en nú hefur sjötíu aðilum verið boðin þátttaka. Ráðgert er að félagið verði form- lega stofnsett í lok september. „Fé- lagið er opið fyrir bæði löggiltar starfsgreinar og þær sem ekki hafa hlotið löggildingu, hvort sem er iðn- greinar eða til dæmis störf innan verslunar. Við höfum til dæmis boð- ið Verslunarskólanum aðild að félag- inu auk iðn- og fjölbrautarskóla um allt land. Við sjáum fyrir okkur að kröfur um stutt starfsnám muni aukast mjög í framtíðinni í mörgum greinum. Þetta hefur'þegar gerst í löndunum í kringum okkur og at- vinnulífíð hér er að vakna til vitund- ar um gagnsemi slíks náms. Á þessu sviði mun Starfsmenntafélagið beita sér.“ í haust verður opnað fræðslusetur á vegum Samtaka iðnaðarins við Hallveigarstíg 1, í Húsi iðnaðarins í nánu samstarfí við Starfsmennta- félagið. í húsinu verða kennslustof- ur og skrifstofuaðstaða fyrir ýmsar iðngreinar. Með samnýtingu verður fræðsla og önnur starfsemi á vegum iðn- greinafélaga gerð hagkvæmari og samvinna eykst. Húsaleiga verður niðurgreidd af Samtökum iðnaðar- ins ti! að gera smærri félögum kleift að vera með. Þarna verður til húsa Prenttæknistofnun, Fræðsluráð málmiðnaðarins, fulltrúar bakara- meistara og hárgreiðslumeistara og líklega gullsmiðir, ljósmyndarar og fleiri. í nýja húsnæðinu verður einnig aðstaða sem Samtök iðnaðarins leggja til fyrir starfsmann á vegum Sammenntar, samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla, sem mun með- al annars vinna að verkefnum fyrir Starfsmenntafélagið. Sammennt er rekin af Rannsókn- arþjónustu háskólans, að hluta til með stuðningi ESB, og hefur meðal annars umsjón með nýjustu menntaáætlun ESB, Leonardo. Starfsmaðurinn mun meðal annars geta auðveldað fyrirtækjum, fagfé- lögum og skólum aðgang að áætlun- inni og svarað spurningum um hana. Fjölbrautaskóli Vesturlands ♦ ♦ Oldunga- deildí Stykkis' hólmi Fjolbrautaskóli Vesturlands verður í fyrsta sinn í sögu skólans með öldungadeild í Stykkishólmi þar sem boðið verður upp á áfanga á framhaldsskólastigi. Á fyrstu önn verður einkum um að ræða almenna byijunaráfanga en væntanlega verða sérgreinar sjúkraliðanáms kenndar á næstu önnum auk sér- greina á öðru stigi vélstjórnar. Nám fyrir óákveðna á Reykholti í sumar tók Fjölbrautaskóli Vest- urlands að sér umsjón með kennslu í Reykholtsskóla eins og fram hefur komið. Námið í Reykholti er talið henta nemendum sem eru óákveðn- ir um val í framhaldsnámi og mið- ast við þá sem eru að bytja fram- haldsnám eða eru komnir skammt á veg í því. Sérstakt tillit er tekið til þeirra sem eiga við námsvanda að stríða. Meginmarkmiðið er að auka almenna kunnáttu nemenda í grunngreinum, gefa þeim kost á að ljúka hluta af framhaldsnámi eða fornámi og að auka þroska þeirra, sjálfstraust og samskiptahæfni. Þar verður einnig veitt ráðgjöf varðandi náms- og starfsval. ----♦-♦■■ ♦- Elsta fjar- kennslu- stofnunin BRÉFASKÓLINN er elsta fjar- kennslustofnun landsins, en 55. starfsár skólans er að hefjast. Árlega leita þangað um það bil 1.000 nem- endur, konur eru í meirihluta en sjó- menn eru einnig margir enda þykir skólinn hentug lausn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt eða vinna óreglulegan vinnutíma. Við nám í bréfaskóla eru notuð kennslubréf, hljóð- og myndbönd, sími og símbréf. Einnig er nú unnt að eiga samskipti með tölvupósti. í boði er nám í helstu greinum grunnskólastigs og á framhalds- skólastigi í t.d. ensku, efnafræði og stærðfræði. Einnig er veitt starfs- menntun í jafnólíkum greinum og bókfærslu, ferðaþjónustu, landbún- aðarhagfræði og sauðfjárrækt, véla- varðanám og siglingafræði. Nám í Bréfaskólanum kostar frá um 3.000 krónur en flest námskeið kosta 7.500-12.000 kr. 40 30 20 10 Nemendur í skrifstofustörfum Fyrir nám í VSN veturinn '94 - ’95 3 mánudum eftir útskrift 3Í1 Ji AJIAj J G Reynir Björnsson, sölufulltrúi Sigurplasts hf. Þegar ég byrjaði i Viðskiptaskóla Stjórn- unarfélagsins og Nýherja var ég með verslunarpróf frá Framhaldsskóla Húsa- víkur. Til greina kom að Ijúka stúdents- prófi eða fara í markaðs- og sölunám hjá VSN. Þar sem ég taldi að VSN gæfi meiri möguleika á góðu starfi að námi loknu, pá fór ég í hann. í upphafi fannst mér skólinn vera dýr, en eftir pví sem á leið sannfærðist ég um að námið væri rúmlega penínganna virði. Ég var svo lánssamur að fá vinnu hjá Sigurplasti hf. í gegnum skólann áður en að starfsþjálfun kom og hóf ég störf þar um mlðjan apríl sl. Ég mæli af heilum hug með námi við VSN. Kennslan er hnitmiðuð og hagnýt og kemur að góðum notum á vinnumarkaði. ‘ Stutt og hnitmiðað starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins. Hægt er að velja um morguntíma, hádegistíma eða síðdegistíma. oió'iifenfiTiííís'iíp Rós Magnúsdóttir, Ríkisbókhaldi Áður en ég hóf nám hjá VSN hafði ég ein- göngu unnið við afgreiðslu og ræstingar. Ég hætti í framhaldsskóla eftir tvö ár og því voru atvinnumöguleikar mínir ekki miklir. síðastliðið sumar fékk ég kynningar- bækling um skólann sendan heim. Hann vakti strax forvitni mína og bað ég um að sendar yrðu nánari upplýsingar til mín. Eftir lestur þeirra ákvað ég að slá til og sælga um. Þar sem ég er með ungt barn og þurfti að vinna með námi hentaði kennslutíminn mér vel, en aðeins er kennt þrjá tíma á dag. Undir lok skólaársins var haft samband við mig frá ráðningarskrifstofu, en skólastjóri skólans hafði bent á mig i sambandi við starf hjá Ríkisbókhaldi, þar sem ég starfa nú. Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í skrifstofustörf. Námstími er 2 x 13 vikur, 3 klst. daglega. iv sflfnféilffll ruifl ■ Miðskiptaskóli Stjórnunarféiagsins og Mýherja ÁNANAUSTUM 15-121 REYKJAVÍK FURUVÖLIUM 5 - 600 AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.