Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fólk víða um land og erlendis stundar fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri Stórt skref stigið til jöfnunar náms með fjarkennslu MIKILL áhugi er fyrir fjarkennslu um tölvur sem Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur boðið upp á síð- ustu þijú misseri, eða frá vorönn 1994. Markmið með fjarkennslunni er að auka enn þjónustu skólans við þá sem vilja leita sér menntunar hvort heldur til réttinda af ein- hverju tagi eða annars og þá telja forsvarsmenn skólans að með fjar- kennslu um tölvur sé stigið stórt skref til jöfnunar aðstöðu manna til náms á framhaldsskólastigi. Haukur Ágústsson deildarstjóri öldungardeildar og umsjónarmaður fjarkennslu Verkmenntaskólans á Ákureyri sagði að nemendur í fjar- kennslu væru á öllum aldri, þeir kæmu úr öllum landshlutum, eru jafnvel staddir í útlöndum og væru úr ýmsum starfsgreinum. Hópurinn væri því afar íjölbreyttur en ætti það sameiginlegt að vilja bæta við þekkingu sína og nýttist þessi leið vel. í nemendahópnum á síðustu önn var til að mynda einn búsettur í Sviss, nokkrir sjómanna, fólk úr sjávarplássum og til sveita en einnig fólk sem bjó á þéttbýlli stöðum landsins. Markmiðið að ljúka stúdentsprófi með fjarkennslu Tilraun hófst með fjarkennslu í upphafi vorannar 1994 en hún gafst það vel að ákveðið var að halda áfram og byggja upp námsframboð stig af stigi allt til hinna ýmsu lokaprófa sem tekin eru af brautum skólans. „Það er markmiðið hjá okkur að bæta við fleiri áföngum og greinum inni í kennsluna þannig að með tímanum geti fólk lokið stúdentsprófi eða öðrum prófum héðan frá skólanum eingöngu með fjarkennslunni. Þetta er þegar komið vel á veg á nokkrum brautum, t.d. félagsfræðibraut," sagði Haukur. Grunnbúnaður sem nemendur þurfa til að stunda fjarnám er tölva og móthald og eru flestar þær tölvutegundir sem algengastar eru hér á landi nothæfar, en móthaldið má ekki vera minna en 14.400 baud en við það tengist tölvan við símkerfí Pósts og síma. Hver nemandi fær netfang á íslenska menntanetinu og sendir skólinn póst til nemanna á heimilisfang þeirra þar. Nánast einkakennsla Námsefnisyfírferð, kennsla og kröfur í fjarkennslu Verkmennta- skólans á Akureyri eru mótaðar með hliðsjón af hinu sama í almenn- um deildum skólans og nemendur nota sömu kennslubækur og notað- ar eru í dagskólanum. Fyrirkomulag námsins er með þeim hætti að kennari sendir nem- um reglulega fyrirmæli um hvað vinna skuli, verkefni, ritgerðir og fleira um tölvunetið. Nemendur senda úrlausnir sína til baka um netið sem kennarinn fer síðan yfir, skrifar við sínar athugasemdir og sendir nemunum aftur með leið- réttingum eða athugasemdum eftir aðstæðum. Á milli kennara og nemenda eru því ávallt mikil sam- skipti þó fjöll og dalir skilji að og má nánast segja að um einka- kennslu sé að ræða. Árangur hefur farið eftir því, en hann hefur verið yfir meðallagi. Haukur sagði að árangur fólks í námi með þessum hætti væri sámkvæmt erlendum rannsóknum jafnan betri og að minnsta kosti jafngóður og hjá fólki sem situr tíma í venjulegum skóla. Fjöldi námskeiða í boði „Okkar markmið er að þjóna þeim sem ekki geta sótt skóla og væntum þess að fólk geti tekið loka- próf frá skólanum með þessum hætti. Við erum ánægð með hversu góðar viðtökur við höfum fengið en um 50 mar.ns voru skráðir í nám við upphaf síðustu annar,“ sagði Haukur. Nú á komandi haustönn verður boðið upp á nám í byijunar- og framhaldsáföngum í bókfærslu, bóklegri íþróttafræði, dönsku, eðlis- fræði, efnafræði, ensku, félags- fræði, íslensku, næringarfræði, rekstrarhagfræði, sálfræði, sögu, stærðfræði, verslunarreikningi, verslunarrétti, þjóðhagfræði og þýsku. Vera Hraundal á Þingeyri Fjarnám' ið hefur sparað tíma „ÉG ER mjög ánægð með fjar- kennsluna," sagði Vera Hráundal á Þingeyri, en hún hefur lokið nokkr- um áföngum á síðustu misserum og er nú í haust á leið til náms við Iðnskólann í Reykjavík þar sem hún ætlar að læra húsgagnasmíði. Stjórnar tímanum sjálfur „Ég frétti af þessum möguleika í fyrra vetur, eiginlega alveg á síð- ustu stundu. -Ég náði að skrá mig og byijaði á að kaupa mér notaða tölvu, síðan fékk ég lánað móthald, þannig að ég þurfti ekki að kosta miklu til en það er ekki vafi á að ég hef sparað mér heilmikinn tíma með þessu námi. Ég er búin að ljúka flestum bóklegu fögunum við Iðn- skólann og þarf því sennilega að vera hálfum vetri skemur við skól- ann en ella,“ sagði Vera. Hún er í fullri vinnu, starfar á leikskólanum Laufási frá 8.00- 17.00 en stundaði námið þegar tóm gafst til að loknum vinnudegi. „Það var misjafnt hvenær ég var við lærdóminn, stundum settist maður við tölvuna eitthvað á hverjum degi, svo var hægt að sleppa úr einhveij- um dögum og taka tarnir inn á Morgunblaðið/Steinþór VERA Hraundal á Þingeyri. milli. Mér þótti mjög þægilegt að geta stjórnað tímanum sjálf, en maður varð að gera hlutina, það var ákveðinn skilafrestur á verkefn- um sem heldur manni að verki.“ Þarf aga Áður hefur Vera sótt nám i Keflavík, við öldungadeild þar og eins var hún í enskuáfanga við Menntaskólann á ísafirði en við það nám var notast við póstinn og þá þurfti hún að mæta sjálf til ísafjarð- ar til að taka prófið. í fjarkennsl- unni hefur hún tekið prófín í grunn- skólanum á Þingeyri. „Þetta er eins þægilegt og hægt er að hugsa sér.“ Vera hefur þær þrjár annir sem fjarkennslan hefur verið í boði sótt tvö til fjögur námskeið hveija önn. Á þeirri síðustu skráði hún sig í fjögur námskeið en sagði það held- ur mikið einkum eftir að til verk- falls kennara kom. „Það verður að hafa aga, ef maður ætlar sér að stunda þetta nám,það þýðir ekki að trassa hlutina. Að mínu mati er þetta mjög góður kostur fyrir þá sem ekki komast til náms, eins og fólk sem býr fjarri skólunum, á litlum stöðum úti á landi,“ sagði Vera. { í I ■ mm { :í Jieimilisiðnaðarsfióíinn Laufásvegi 2, símar 551 7800 og 551 5500 Vetrarstarf skólans hefst með spjaidvefnaðarsýningu Ólafar Einarsdóttur, Philippe Ricart og Sigríðar Halldórsdóttur í dag, sunnudaginn 27. ágúst, kl. 13.00. Philippe verður með sýnikennslu 6.—8. september kl. 14—16. Ndmskeið skólans hejjast síðan 11. september. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofix skólans í síma 551 7800. r Múrar á daginn, lærir á kvöldin Stúdent með fullri vinnu á 2 l/i ári „ÉG tek námið sem vinnu og er heppinn að konan mín er líka í námi. Við erum barnlaus og allur frítíminn og allt heimilislífið snýst um skólann," segir Jósef Gunnar Sigþórsson, 31 árs múr- ari í Reykjavík. Hann útskrifast væntanlega sem stúdent frá fé- lagsfræðibraut öldungadeildar Fjölbrautarskólans í Breiðholti um jólin eftir að hafa stundað rúmlega fullt nám með vinnu sinni í 2 'h ár. Hann segir að sér hafi alltaf gengið ágætlega í skóla en engu að síður hafi hann á sínum tíma dottið út úr fjölbrautarskólanum eftir að hafa lokið einni önn. „Ég endaði á samningi í múrverki en hafði ætlað mér í háskóla og var alltaf á leiðinni í skóla aftur. Það má segja að kreppa og lakari afkoma i múrverkinu hafi ýtt við mér að láta verða af því að byrja aftur,“ segir Jósef Gunnar. í háskólann í haust Hann fékk u.þ.b. eina önn metna þegar hann innritaðist í öldungadeildina haustið 1993. Síðan hefur hann að meðaltali lokið 23 einingum á hverri önn. Meðaleinkunnin er tæplega 8. Til að ljúka stúdentsprófi á fjór- um árum þarf að ljúka u.þ.b. 18 einingum að meðaltali á hverri önn. Jósef Gunnar segist líklega ætla að taka sér frí frá skólanum eftir útskriftina í desember en fara í háskólann í haust, senni- lega í bókmenntafræði og heim- speki. Jafngaman af öllu Hann segist ekki eiga sér nein ákveðin uppáhaldsfög í öldunga- deildinni. „Ég hef jafngaman af þessu öllu og held að ég sé nokk- uð jafn í flestum fögum.“ Jósef segir að það hafi auðveldað sér námið að yfir vetrartímann komi dauðir tímar í múrverkinu en í sumar er yfirdrifið nóg að gera og þessa dagana vinnur hann við að pússa að utan fjölbýlishús við Gullengi í Grafarvogi. Eiginkona Jósefs Gunnars Sig- þórssonar heitir Elsa Dögg Gunnarsdóttir og eins og fyrr greinir er hún einnig í öldunga- deild FB. Hún er þar á uppeldis- braut og er liðlega hálfnuð í námi til stúdentsprófs. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓSEP Gunnar Sigþórsson og Elsa Dögg Gunnarsdóttir voru í eldhúsinu að undirbúa síðustu máltíðina fyrir Reykjavíkurmara- þonið þegar ljósmyndarann bar að garði. Jósep Gunnar hljóp heilt maraþon en Elsa Dögg var með í skemmtiskokkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.