Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8
8 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Allt milli himins og jarðar í Tóm- stundaskólanum Á FIMMTA þúlund nemendur stunda ýmiss konar nám í Tómstundaskó- lanum á ári hverju, að sögn Þráins Hallgrímssonar skólastjóra. Tóm- stundaskólinn, sem er í eigu 26 af stærstu stéttarfélögum landsins, hefur nú yfirtekið rekstur Málaskólans Mímis og njóta nú félagsmenn aðijdarfélaga Tómstundaskólans jafnframt afsláttar í Mími. í Tómstundaskólanum geta börn, unglingar og fullorðnir sótt dag -, helgar- eða kvöldnámskeið og aflað sér fræðslu um hvort heldur er svæðanudd, matargerð, tungumál, myndlist, leiklist eða hattagerð, eða nær óteljandi aðra hluti. Verð námskeiðanna í skólanum fer talsvert eftir lengd en er á bilinu 2-20 þúsund krónur. Fullt verð fyrir 20 stunda námskeið er 10.900 krónur. Afsláttarverð til aðildarfélaga er 9.810 krónur en að auki greiða mörg aðildarfélögin námskeiðin niður fyrir félagsmenn þannig að þeg- ar upp er staðið greiða margir nemendur 4.500 krónur fyrir 20 stunda námskeið. Eftirfarandi eru nokkur sýnishorn af hinu fjölbreytta og um margt óvenjulega námsúrvali Tómstundaskólans. Endurmenntunarstofnun Háskólans 150 námskeið fyrir almenning og sérfræðinga SWAHILI og afrísk matargerð. Nemendur Tómstundaskólans eiga þess kost að kynna sér mat og matarvenjur í Kenýa, Tanz- aníu og Uganda á fjögurra stunda kvöldnámskeiði um aust- ur-afríska matargerð sem Ruth Nannyanzy heldur. Kennt verður að útbúa þrjá rétti sem allir eru algengir í Miðaustur-Afríku. Kjöt-Sambúsas er afrískt brauð fyllt smásöxuðu kjöti, lauki og kryddi. Rétturinn, sem minnir á eggjarúllur er frá Tanzaníu. Fiskikótilettur er réttur frá Kenýa, gerður úr fiskflökum, kryddaður, steiktur og borinn fram með kartöflumauki. Steiktir bananar að hætti Tanzaníubúa eru steiktir í mjólk og eggjum og bornir fram hjúp- aðir í sykri og sírópi. Ruth Nannyanzi, sem er há- skólamenntaður fatahönnuður frá Uganda, kennir einnig swah- ili, tungumálið sem notað er víða um Afríku í verslun og ferða- þjónustu. Málið er blanda af bantu og arabísku. Námskeiðið tekur 20 stundir og stendur í 10 vikur. Farið verður í grundvallar- atriði tungumálsins með sér- stakri áherslu á talmálið, fjailað um orðaforða daglegs lífs og einnig ýmis atriði í menningu Afríkubúa, t.d. ýmis boð og bönn, sem gott er að kunna í ríkjum Afríku. Að hanna húsið sitt Húsbyggjendur þurfa hvorki að hafa þekkingu á húsateikningum né öðrum tæknilegum atriðum til að sækja sex kvölda námskeið Vatnars Viðarssonar arkitekts sem kallast „ Að hanna eigið hús“ og stendur í 18 stundir. Þátttakendur, sem geta mest verið 10 talsins, mæta með af- stöðumynd og hæðablöð af lóðum sínum og er fjallað um lóðir, stað- setningu húss á byggingarreit, helstu kvaðir sem bæjaryfirvöld ítalska og pasta Paolo Turchi lætur ekki nægja að kenna nemendum Tómstunda- skólans ítölsku því eins og sést á myndinni leiðbeinir hann þeim einnig um hvernig á að búa til pasta að hætti ítala. Paoli Turchi er ítalskur doktor í bókmenntum og klassískum málum og hefur undanfarin ár kennt við Tómstundaskólann. í haust kennir hann hraðnámskeið í ítölsku í byijun september, áður en haustönn Tómstundaskólans og haustmisseri við HÍ hefjast. Námskeiðið er ætlað kröfu- hörðum nemendum sem vilja búa sig undir háskólanám eða stefna að efri námsstigum í ítölsku. Áhersla er lögð á helstu þætti ítalskrar málfræði og þekkingar- atriði sem háskólanemar í tungu- málinu eiga að kunna skil á en oft verður misbr estur á. leggja á húsbyggjendur. Farið verður yfir mikilvægi og samspil sólarljóss og útsýnis. Þá er fjallað um möguleg byggingarefni og kosti þeirra og galla og tekin fyrir og skoðuð hönnun þeirra bygginga sem þátttakendur hafa hug á að reisa. Það verður gert innan þeirra skorða sem nám- skeiðstíminn setur leiðbeinanda og þátttakendum. Kennsla í skáldskap Anton Helgi Jónsson ljóðskáld kennir ljóðagerð við Tómstunda- skólann. Ætlunin er að kenna áhugasömum hagnýtar aðferðir við yrkingar og ljóðagerð. Helstu einkenni ljóða verða útskýrð með dæmum og gert er ráð fyrir að hver þátttakandi yrki nokkur ljóð þær 5 vikur sem námskeiðið stendur yfir. Alls er kennt í 15 stundir með stuttum fyrirlestrum þar sem gefin verða dæmi og lesin Ijóð þekktra skálda. Vikulega verða lögð fyrir heimaverkefni úr fyrirlestrum og verður lagt fyrir að yrkja ljóð og umsnúa texta í ljóð. í tímum verður farið yfir skáldskap nemenda, Ijóð gagn- rýnd og góð ráð gefin. ■ NÆRRI lætur að um 10.000 manns hafi sótt námskeið í Félags- málaskóla UMFÍ þau 25 ár sem hann hefur starfað. Hver sem er getur pantað nám- skeið ef tryggð er Iágmarks þátt- taka. Verð miðast við lengd nám- skeiða en hver þriggja tíma eining kostar 1.000 kr. Námsþættir skólans eru fyrst og fremst á sviði félagsstarfs í fijálsum félagasam- tökum. Auk almennra námskeiða eru kennd tölvunámskeið, sem m.a. miðast við félagatal og móthald. ENDURMENNTUNARSTOFN- UN Háskóla Íslands gengst senni- lega fyrir umfangsmeiri endur- menntunarstarfsemi en nokkur annar aðili hér á landi. Endur- menntunarstofnun ér fjárhagslega sjálfstæð. Starfsemi hennar er ekki kostuð af almennum framlög- um ríkisins til háskólans heldur er staðið undir starfseminni að öllu leyti með innritunargjöldum þátttakenda í námskeiðunum. Endurmenntunarstofnun HÍ held- ur um 150 námskeið á hveiju misseri. Stærstur hluti námskeið- anna er ætlaður fólki sem gegnir ákveðnum störfum en um það bil 30 námskeið eru haldin á hveiju misseri sem eru almenns eðlis og er hugsað sem tómstundanám fyr- ir almenning. „Á þessum kvöldnámskeiðum, sem eru öllum opin, erum við að reyna að gera almenningi aðgengi- leg ýmis viðfangsefni háskólans eins og bókmenntir, listir, lista- sögu, heimspéki, samfélagsmál og kvikmyndir,“ segir Margrét Björnsdóttir, endurmenntunar- stjóri Háskólans. - Iíverjar eru helstu nýjungarn- ar í vetrarstarfinu? „Af slíkum námskeiðum má nefna að Hjörleifur Sveinbjöms- son, sem þýddi bókina Villta svani og var við nám í Kína, ætlar að halda sögulegt námskeið sem hann kallar „Kínverskur samtími villtra svana“. Jón Böðvarsson hefur alltaf haldið eitt námskeið um fornsög- urnar. Á þessu misseri verður hann með námskeið um þijár Borgfírðingasögur; Gunnlaugs- sögu, Hænsna Þóris sögu og Bjarnar sögu Hítdælakappa. Við verðum með tvö kvöld nám- skeið um heimspeki. Annað um heimspeki valds og tilfinninga en hitt um hugmyndir nýfijálshyggj- unnar og áhrif hennar á pólitískan samtíma okkar. Róbert H. Haraldsson, heim- spekingur og kennari við HÍ, kenn- ir á fyrra námskeiðinu en um ný- fijálshyggjuna kennir ítalskur gi- stikennari, Valeria Ottenelli. Hún kennir á ensku og mun meðal ann- ars fjalla um hugmyndir Hayeks, Nozicks og Friedmans. Við verðum með fjölskyldunám- skeið í fyrsta skipti. Nanna K. Sig- urðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir, sem báðar kenna í Háskólanum, ætla að halda námskeið um fjölskyldulíf okkar tíma, samskipti foreldra og barna og samskipti hjóna. Þær fjalla um þær breytingar sem hafa orðið á fjölskyldulífi og það álag og þær kröfur sem fjölskyldur eru undir. Þær ætla að miðla niðurstöð- um rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á íslenskum fjölskyldum og samanburði á högum íslenskra fjölskyldna og fjölskyldna á Norð- urlöndunum. Síðan ætlar Anna Sveinbjamar- dóttir kvikmyndafræðingur að vera með námskeið sem hún kallar Vöðvabúnt og veimiltítur og fjallar um ímynd kvenna í kvikmyndum og kvenhetjur kvikmyndatjaldsins í dag samanborið við karlhetjumar og það hvaða skilaboð em þessar myndir að senda til þeirra sem eru að læra sín kynhlutverk í dag. Dagur Þorleifsson sagnfræðing- ur verður með námskeið um austur og suðaustur-Asíu þar sem hann reynir að útskýra efnahagsþróun þessara þjóðfélága út frá sögu þeirra, trúarbrögðum og almennum lífsviðhorfum. Hingað kemur austyrrísk kona á vegum austurríska menntamála- ráðuneytisins til að halda fyrirlest- ur á námskeiði sem kállast „Tónar pg töfrar Vínar og Austurríkis“. íslenskir fyrirlesarar munu líka flytja fyrirlestra á þessu námskeiði um listasögu, tónlist og sagnfræði. Eitt námskeið verður haldið um trúarlist; biblíuleg viðfangsefni í bókmenntum og listum samtímans. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum kennir.“ -Hvað kostar að taka þátt íþess- um námskeiðum? „Það fer eftir lengd en þau kosta frá 3.900-8.800 krónum. Þau standa frá fjórum kvöldum upp í 10 kvöld og það er kennt tvo tíma í senn.“ -Er einhver verkefnavinna á kvöldnámskeiðunum eða gengst fólk undir próf? „Nei, fólk kemur bara og hlustar og hefur gaman af þessu. Það eru engar kröfur gerðar um ákveðna þekkingu. Stundum er fólki bent á einhveija texta til að lesa en það er aldrei skylda. Kennaramir dreifa gjaman útdráttum úr fyrirlestrum og einhveijum greinum sem fólk getur lesið ef það hefur áhuga og svo er bent á meira lesefni fyrir þá sem vilja. En þetta er alveg fijálst og eitt- hvað sem fólk gerir sér til ánægju. Það er verið að reyna að opna al- menningi leið inn í ýmis viðfangs- efni sem fengist er við hér í háskól- anum en jafnframt reynt að búa þau þannig út að þau séu áhuga- verð og alþýðleg eða alþýðleg nálg- un. Þetta em ekki námskeið fyrir fræðimenn. Auk kvöldnámskeiðanna emm við með almenn námskeið sem al- menningur gæti haft áhuga á. T.d. langt námskeið um hagnýta og fræðilega hagfræði þar sem farið er yfír á sex vikum helstu grund- vallaratriði í hagfræði og hagnýtar upplýsingar um helstu atvinnu- greinar, búskap hins opinbera, pen- inga og gengismál, samhengi helstu þjóðhagsstærða og vísitölur. Það verður kennt tvö síðdegi í viku. Við höfum fengið þar til liðs við okkar marga af helstu hagfræðing- um landsins og umsjónarmaður er Finnur Sveinbjömsson. Á öðra námskeiði verður fjallað um Evr- ópusambandið, stefnu- mótun innan þess, ákvörðunartöku, áhrif smærri ríkja og framtíð- arskipan sambandsins. Baldur Þór- hallsson stjórnmálafræðingur verð- ur með þetta námskeið. Um 30 námskeið hjá okkur varða skipulag, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Þar era kennarar bæði úr Háskólanum og ekki síður frá ráðgjafafyrirtækjum og stjómend- ur fyrirtækja sem náð hafa ár- angri í sínu starfi. -Hvað bjóðið þið upp á varðandi tölvusamskipti og Internetið? „Við höldum 12 námskeið um Intemetið. Bæði almenn kynning- arnámskeið og eins sérhæfð nám- skeið fyrir fólk úr viðskiptalífínu, heilbrigðisstéttir, lögfræðinga, fjölmiðlafólk og þá sem eru að reka Internet. Ég held að ég megi segja að við séum með mesta framboð á Intemetnámskeiðum hér á landi. Fyrir utan þessi styttri námskeið höfum við verið að þróa nám með starfi á ýmsum sviðum. Háskólinn býður enn ekki öldungadeildamám Kennsla hefst mánudaginn 18. september. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir 6-14 ára nemendur. Upplýsingar og innritun í síma 562-8283 kl. 16.00 - 18.30. Engar kröfur um ákveðna þekkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.