Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 10
10 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Myndlistarskóli Margrétar Byrjenda- 03 framhaldsnámskeiö í myndlist fyrir fólk á öllum aldri. Kennt í litlum hópum. Sérstakir barna- 03 unslinsatímar. Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma 562 2457. "Fy ri rt’æU.iýféílög og eiuvs+pklin^ar* ge.\o P pan+að kynuviuv^ar^undi eða Við+öJ. TMámsköið í vi^koi'fasfjö^num vei*Sa kaldiu: Fyi*n í\luti. 26 .—27. ágúsl og 9.—TO. sepl Seiimi Wuti <f.— 8. sept. og 10^23. sept. y\vulo»*......lislin að lifo viljandi. ZJnnyitun Kjó J7nnsaei-Éndwrmetthtwn. Soffía Uáeo Koflsdóttip jAvotat'-kennai'i sími 5Ó2 0450. Kenndar eru eftirfarandi aðferðir: ^slökunarnudd 2Udassfskt nudd ^íþróttanudd jffheildrænt nudd / N ^nudd við vöðvaspennu U , Útskriftarheiti: Nuddfræðingur Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga Upplýsingar f sfma 567-6612 alla virkadaga riUDDSRÖLI RaFHS QEIRDALS Myndbær hf. býbur | fyrirtækjum, félagasamtökum, skólum og bókasöfnum eftirfarandi myndbönd: 1. Skyndihjálp. 2. Nýliðafræðsla - öryggi á sjó 3. Gæðastjórnun í heyöflun. 4. Að eldast með reisn. 5. Varnir gegn innbrotum. 6. Öryggi barna utandyra. 7. Brunavarnir í heimahúsum. 8. Öryggi við skurðgröft og gryfjur. 9. Lærum að þekkja stafina. 0. Gagn og gaman - fyrir börn. myndhær hf. Suðurlandsbraut 20, símar S53 5 150 og 553 1920, símbréf 568 8408 , Morgunblaðið/Golli ÞORGRIMUR Jónsson við stjórntæki yfirvélstjóra á Hofsjökli, stærsta frystiskipi íslenska kaupskipaflotans. Vélstjórar eiga kost á 32 endurmenntunamámskeiðum í vetur Bera ábyrgð á millj' ónaverðmætum „SEM betur fer eru fleiri og fleiri útgerðir að átta sig á mikilvægi þess að styðja vélstjóra til að sækja sér endurmenntun,“ segir Þorgrímur Jónsson, yfirvélstjóri á Hofsjökli, stærsta frystiskipi í ís- lenska kaupskipaflotanum. Þor- grímur telur nauðsynlegt fyrir vélstjóra að fylgjast með nýjung- um í faginu og hefur sjálfur lagt áherslu á að afla sér endurmennt- unar. Hann sótti í vor tvö þeirra námskeiða sem Vélstjórafélag ís- lands hefur gengist fyrir, m.a. í samvinnu við LÍU. Þorgrímur segir að allt fram á síðustu misseri hafi viðtekið 6ið- horf, einkum hjá smærri útgerð- um, verið það að ef menn væru komnir með lærðan vélstjóra í vinnu ætti að vera hægt að ætlast til þess að hann gæti séð um vél- arnar. Með milljóna verðmæti í höndunum „Þetta viðhorf er sem betur fer að breytast og menn sjá að framfar- imar eru svo miklar að það sem vélstjórar lærðu í skóla fyrir 15-20 árum er meira og minna orðið úr- elt,“ segir Þorgrímur Jónsson. Breytt starfsumhverfi Hann bendir einnig á að ekki sé mikið vit í því að ráða vélstjóra til að hugsa um vélar, sem séu milljóna eða tugmilljóna króna virði, en spara smáaura til að tryggja að starfsmennirnir hafi vald á nýjustu fagþekkingu. Þorgrímur tekur fram að þetta eigi ekki við um vinnuveitendur hans sjálfs því að útgerð Hofs- jökuls hafi greitt kostnað af endur- menntun hans. Sem yfirvélstjóri á Hofsjökli hefur Þorgrimur ekki aðeins um- sjón með aflvélum skipsins heldur einnig kæli- og frystivélum í lest- um skipsins, þar sem oftar en ekki er að finna viðkvæman farm, fisk fyrir hundruð milljóna króna. Gífurleg breyting hefur orðið á starfsumhverfi vélstjóra, bæði til sjós og lands, þau 24 ár sem liðin eru síðan Þorgrímur lauk námi í faginu. í nýjustu skipunum eru vélarrúmin sjálf mannlaus en vél- stjórar fylgjast með ástandinu á tölvuskjám. Óson-eyðandi efni hafa verið gerð útlæg í kælikerfum og sú breyting kallar á að menn afli sér nýrrar þekkingar á nýjum efnum og nýrri tækni. Þriðja meg- instarfssvið vélstjóra hér á landi er í orkuverum. Námskeið á 5 stöðum á landinu Vélstjórafélag íslands hefur undanfarið gengist fyrir átaki til að auka framboð á_endurmenntun fyrir félagsmenn. í vetur verða í boði 32 námskeið í 12 greinum sem haldin verða á fimm stöðum á land- inu. Að sögn Björns Hersteins á skrifstofu vélstjórafélagsins verða í boði námskeið um stýrt viðhald, iðntölvur og PC-tölvugrunn, kæli- tækni, rafmagnsteikningar og teikningalestur, viðhald og rekstur fiskvinnsluvéla, ábyrgð og skyldur yfirvélstjóra og rekstrarbókahald og áætlana- og útboðsgerð. Björn Hersteinn segir að kæli- tæknimál séu í brennidepli í fagmál- um vélstjóra, enda hafi óson-eyð- andi efni á borð við freon verið gerð útlæg úr kælikerfum og þeirri breytingu fylgi ýmsar tækniframf- arir. Efla bókhalds- og kostnaðarvitund Miklar kröfur um tölvuþekkingu séu nú gerðartil vélstjóra á flestum sviðum enda sé tölvutæknin nýtt til að annast fyrirbyggjandi við- hald. Þá sé sífellt lögð aukin áhersla á að efla bókhalds- og kostnaðarvitund vélstjóra til að auka kostnaðarvitund þeirra og gera þá að hæfari yfirmönnum og stjórnendum. Flest endurmenntunarnámske- ið fyrir vélstjóra í vetur verða haldin í Reykjavík en einnig í Vestmannaeyjum, Akureyri, ísafirði og Neskaupstað. Lág- marksþátttaka er 6 manns. Nám- skeiðin standa yfirleitt í 2 daga, frá kl. 8-16.30 og kostar þátttaka frá 7.500-15.000 kr. Stjórnunarskólinn * Betri tækifærisræður STJÓRNUNARSKÓLINN mun í vetur halda nám- skeið þar sem mönnum og konum verður kennt að haida tækifærisræður. Konráð Adolphsson skóla- stjóri segir að hér sé um nýjung að ræða en greini- leg þörf sé fyrir slík námskeið hér á landi. Konráð, sem sjálfur mun leiðbeina á námskeiðinu, segir að helsti gallinn á tækifærisræðum íslendinga sé sá að þær séu of langar en í annan stað skorti þær oft markvisst upphaf og endi. Æskileg lengd slíkrar ræðu sé 2-4 mínútur. Hann segir að marga menn langi til að ávarpa vini sína á merkisafmælum þeirra en viti annað hvort ekki hvernig þeir eigi að bera sig að eða kunni ekki að byggja siíkar ræður nægilega vel upp. Eins segir Konráð að það vefjist fyrir mörgum að ávarpa t.d. gesti í brúðkaupum barna sinna jafn- vel þótt þeir telji mikilvægt að halda ræðu við slík tækifæri. Mönnum í þessari stöðu og öðrum áhugasömum er námskeiðið ætlað en það mun standa í.þrjú kvöld og kosta um 16 þúsund krónur. Nokkur námskeið af þessu tagi verða væntanlega haldin í vetur, bæði morgun- og kvöldnámskeið. Konráð segir að námskeiðið sé byggt upp á prak- tískum æfingum og þrautreyndum aðferðum sem þróaðar liafi verið í gegnum árin. í lok námskeiðis- ins eigi þátttakendur að vera færir í flestan sjó þeg- ar tækifærisræður em annars vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.