Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 14
14 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fræðsla fyrir vinnumarkaðinn Á VEGUM fræðsludeildar Iðn- tæknistofnunar eru haldin nám- skeið fyrir vinnumarkaðinn á hveiju ári. Að sögn Þuríðar Magn- úsdóttur, déildarstjóra fræðslu- sviðs, er það í samræmi við mark- mið stofnunarinnar um að þjóna vinnumarkaðnum með fræðslu og ráðgjöf. „Námskeiðin eru afar fjölbreytileg og eru ýmist öllum opin eða ætluð ákveðnum starfs- hópum. Sum þeirra standa öllum fyrirtækjum til boða en önnur eru sérhönnuð fyrir einstök fyrirtæki. Þá höfum við flutt inn námskeið erlendis frá,“ segir Þuríður. „Við hjá fræðsludeild leggjum áherslu á að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðunum. Til dæmis með skipulagðri verkefna- og hóp- vinnu. Enda er kjörorð okkar skemmtileg fræðsla í fullri al- vöru,“ segir hún. Sem dæmi um námskeið á veg- um Iðntæknistofnunar má nefna námskeið í myndbandagerð. Það hefur einkum verið ætlað þeim aðilum sem vilja notfæra sér myndmiðla til kynningar á starf- semi, einstökum verkefnum, vöru eða þjónustu. Námskeiðið stendur í átta daga og tekur samtals 32 kennslustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda á hveiju námskeiði er tíu manns og er allur tækjabún- aður á staðnum. Fyrirhugað er Alþjóðlegir pennavmir Incernational Pen Friends útvegar þér a.m.k. 14 jafnáldra penriavini frá ýmsum lörldum, sem skrifa á ensku. Samskonar þjónusta á þýsku, frönsku, spænsku og portúgölsku. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Reykjavík, sími 881-818). ' að halda slíkt námskeið á hausti komanda og mun það kosta 25.000 krónur. Einnig má nefna leiðbeinenda- námskeið á vegum Iðntæknistofn- unar, en það hefur verið haldið reglulega undanfarin ár. Það er ætlað leiðbeinendum í atvinnulíf- inu og öðrum sem vilja koma fræðslu- og kynningarefni til skila á markvissan hátt. Námskeiðið er fyrirhugað í haust og mun standa yfir í tvo daga eða sam- tals 16 kennslustundir. Það mun kosta 16.500 krónur. Þá má geta námskeiðs fyrir verkstjórnendur úr öllum greinum atvinnulífsins. Markmið nám- skeiðsins er í fyrsta lagi að þátt- takendur þekki lagalega og fé- lagslega stöðu sína innan fyrir- tækja og geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. í öðru lagi er markmiðið að þátttakendur geti gert grein fyrir mismunandi stjómunaraðferðum og tekið á málum er varða fyrirtækið og starfsfólk á markvissan og upp- byggjandi hátt. Námskeiðið er haldið reglulega fjórum til fimm sinnum á ári en auk þess eru haldin sérnámskeið fyrir þau fyr- irtæki sem þess óska. Hvert nám- skeið stendur yfir í tvær vikur eða samtals 90 kennslustundir. Há- marksfjöldi þátttakenda er 15 manns. Mörg fleiri námskeið á vegum Iðntæknistofnunar mætti tína til. Til dæmis Vinnuvélanámskeiðin, námskeið um samsetningu hita- veituröra, starfsnám í ræstingum, námskeið um stofnun og rekstur smáfyrirtækja, starfsfræðslu fyrir iðnverkafólk í fataiðnaði og svo mætti lengi telja. NYí OKUSKOLINN Viltu nýta þér helgarnar? Meirapróf (vöru-, hóp- og leigubifreið) Námskeið hefst 15. sept. nk. og stenduryfir næstu 4 helgar. Allar nánari upplýsingar í síma 588-4500. Nýi ökuskóiinn, Klettagörðum 11 (í E.T.húsinu gegntViðeyjarferjunni). Mor^unblaðið/Sverrir LAUFEY Jensdóttir fór á námskeið hjá Iðntæknistofnun áður en hún stofsetti verslunina Oskubusku. Laufey Jensdóttir verslunareigandi sótti rekstrarnámskeið Iðntæknistofnunar Námskeiðið jók sjálfstraustið LAUFEY Jensdóttir, sem rekur verslunina Öskubusku í Reykja- vík, sótti námskeið Iðntækni- stofnunar um stofnun og rekstur smáfyrirtækja. Hún segir að námskeiðið hafi komið sér mjög vel og slík námskeið auki veru- lega sjálfstraust þeirra sem þau sæki. Laufey fór á námskeiðið í fyrrahaust en hún var þá að undirbúa stofnun verslunarinnar Öskubusku, sem nú flytur inn föt fyrir „fijálslega" vaxnar konur eins og hún orðar það. Hún seg- ist hafa lært mikið á námskeið- inu. „Það er mjög ráðlegt að sækja slík námskeið áður en haldið er í viðskipti af þessu tagi,“ segir Laufey. „Fyrst og fremst er manni kennt að leita upplýsinga um hvar er hægt að leita aðstoðar og þekkingar, sem er mjög mikilvægt. Þá er einnig farið í markaðssetningu og hvernig velja á markhóp.“ Laufey segir að námskeiðið hafi styrkt sig mjög og trúna á það sem hún var að fara að gera. „Auk þess er fólki þarna kennt að gera greiðslu- og rekstrará- ætlanir, sem og stofnkostnaðará- ætlanir. Þetta voru hlutir sem ég vissi vel að ég þurfti að gera en námskeiðið ýtti undir að ég gerði þá því þá var sjálfstraustið í góðu lagi.“ Allt nám af hinu góða Laufey segir að reksturinn gangi vonum framar en áréttar að það verði enginn nýríkur sem stofnar fyrirtæki. „Það byija all- ir á núlli. Ég lærði það til dæmis á námskeiðinu að áætla allt nógu lágt til að byija með, þannig að allt fyrir ofan það er bónus. Ég hafði mjög gott af því að sækja námskeiðið enda er allt nám af hinu góða,“ segir Laufey. Hjörtur Hjartarson, hjá fræðsludeild Iðntæknistofnunar sagði við Morgunblaðið að í þeim hópi sem sækti námskeið um stofnun og rekstur smáfyrir- tækja væru þeir fleiri sem ekki færu út í rekstur enda hefði nám- skeiðíð þá fært þeim heim sann- inn um að sú hugmynd sem þeir fóru af stað með væri ekki líkleg til að standa undir arðbærum rekstri. „Mesta gagnið af þessum námskeiðum hefur sennilega verið að þau hafa forðað fólki frá dýrum mistökum með því að sýna fram á í tæka tíð að hug- myndirnar gengju ekki upp,“ sagði hann. Starfsnám ■ aðstoð við rannsóknir Námskeið fyrir starfandi rannsóknamenn og fólk sem hefur áhuga á störfum á rannsóknastofum hefst 5. september n.k. Þátttakendur læra grundvallaratriði í efnafræði, örverufræði og matvælafræði ásamt tækja- notkun til að þeir geti starfað sem rannsóknamenn hjá hinu opinbera og hjá matvæla- og iðn- fyrirtækjum. Starfsnámið á einnig erindi til þeirra sem vinna að gerð GÁMES (HACCP) áætlana. Námskeiðið er 134 stundir. Gert er ráð fyrir 160 stunda starfsþjálfun að námskeiði loknu, hafi menn ekki starfað á rannsóknastofum. Námskeiðið hefst 5. september og lýkur 7. desember. Kennt verður e.h. á þriðjudögum og fimmtudögum og annan hvern laugardag kl. 9:00 -13:00. Námskeiðsgjald er 2S.000 kr. Kennsla fer fram á Iðntæknistofnun, Keldnaholti. Marta Konráðsdóttir og Sólveig Pétursdóttir veita nánari upplýsingar og skrá þátttakendur í síma 587 7000, kl. 10 -12 daglega. lóntæknistof nun ■ ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt,112 Reykiavík FRÆÐSLUFRETTIR ■ UNNUR Guðrún Ottarsdóttir listþjálfi býður í vetur margskonar námskeið í listþjálfun. Myndlistar- kunnáttu er ekki krafist en nám- skeiðin miða við að virkja sköpun- argáfu þátttakenda og nýta hana til lausnar verkefna. Helstu námskeiðin nefnast List- þjálfun fyrir fagfólk, Skapandi stjórnun, teikninámskeið, sem er fyrir alla, líka þá sem ekki geta teiknað og listmeðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Unnur Guðrún er löggiltur með- limur í félagi amerískra listþjálfa. Námskeið hennar eru haldin á Skú- lagötu 26. NAMSAÐSTOÐ vi3 pá sati viíja m (cugra í grunnskóla •framhaldsskóla • háskóla Innritun i sima: 557 9233 9{fmndaj>jónuslan sf. • Þangbaktai 10, Mjódd I BB RH n ■■ ■§ I !■■■■! Rafiðnaðarskólinn hélt 189 námskeið fyrir 1.919 manns í fyrra Fjórðungur rafiðnaðar- manna sest árlega á skólabekk RAFIÐNAÐARMENN hafa byggt upp og rekið umfangsmikið eftir- menntunarkerfi undanfarin 20 ár og á síðasta ári sóttu hvorki fleiri né færri en 1.919 rafiðnaðarmenn þau 189 námskeið sem haldin voru í Rafiðnaðarskólanum. Rafiðnaðarskólinn tók til starfa árið 1985 og upphaflega var þar aðeins haldin ein gerð námskeiða en þegar ellefta starfsárið hefst í haust standa rafíðnaðarmönnum til boða 60 mismunandi gerðir nám- skeiða. Að jafnaði sækir um íjórð- ungur félgsmanna Rafiðnaðarsam- bandsins námskeið við skólann ár- lega. Samvinna við framhaldsskóla og ráðuneyti Meginverkefni skólans er að ann- ast námskeiðahald en hann sinnir einnig almennum fræðslumálum raf- iðnaðarmanna í samvinnu við menntamálaráðuneytið og fram- haldsskólana. Hlutverk skólans er að gefa rafiðnaðarmönnum kost á að fýlgjast með tækninýjungum og tileinka sér þær; að bjóða nám vegna sérhæfðra starfa; að gefa rafíðnað- armönnum kost á uppriíjun fyrra náms; að annast meistara- og lög- gildingarnám í rafmagns- og raf- eindaiðnaði og að koma á skipulögðu framhaldsnámi í námskeiðaformi auk þess að stuðla að betri grunn- og framhaldsmenntun rafiðnaðar- manna. Námskeiðum skólans má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: I fýrsta lagi námskeið sem_fjalla um fagleg og tæknileg efni. í öðru lagi nám- skeið á sviði rekstrar og stjómunar og í þriðja lagi tölvunámskeið, al- menn og sértæk. Hæfari og meðvitaðri Forstöðumenn Rafiðnaðarskólans eru Jón Ámi Rúnarsson og Sigurður Geirsson. Sigurður Geirsson segir að könn- un sem gerð var meðal rafiðnaðar- manna hafi leitt í ljós að menn telji mikinn ávinning fýlgja því að sækja námskeiðin, bæði auki það hæfni til að takast á við ný verkefni og eins verði menn hæfari og meðvitaðri í umræðu um tækninýjungar. Rafiðnaðarskólinn er til húsa í Skeifunni llb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.