Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 18
18 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ GRÆNA GRÆNA SMIÐJAN • Spennandi dag- og kvöldnámskeið í sérstöku umhverfi. • Skipuleggjum námskeið fyrir félög og hópa. • Pappírsgerð • te og krydd • Körfugerð og m.m. fleira. Handverkshús, Breiðumörk 26, Hveragerði. Opiðalladaga kl. l3-l8.Sími 483 4983. FJÖLBRAUTASKÖLI StJÐURI ANDS Fjölbrautaskóli Suðurlands - Farskóli Suðurlands Viltu bœta stöðuþína á vinnumarkaðnum? Viltu láta gamlan draum rœtast? Skelltu þér þá á námskelð I Öldungadeildinni eða Farskólanum. Upplýsingar í síma 482-2111. AUKIN URÉTTIN ið til aukinna ökuréttinda hefst miðvikudaginn 30. ágúst kl. 18 Upplýsingar í síma 567 0300 frá kl. 13 - 20 alla virka daga. ÖKUSKÓLINN í MJ arabakka 3, Mjóddinni, síml 5©7 0300. A Stýrimannaskólinn í Reykjavík Námskeið - haust 1995 1. GMDSS — fjarskipti 2. Síglingasamlíkir & ARPA (tölvuratsjá) 3. Sjúkrahjálp fyrir sjómenn. Lyfjakista 4. Notkun AVO-mæla - bilanaleit 5. IMDG — Meðferð á hættulegum varningi 6. Tölvur fyrir starfandi sjómenn. 7. GPS-staðarákvörðunartæki. 8. 30 rúmlesta námskeið hefst 11. september. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stýrimannaskólans, símar: 551 3194 og 551 3046, bréfsími 562 2750 Stýrimannaskólinn verður settur fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Skólameistari. Morgunblaðið/Margrét Þóra NAMSKEIÐIN á handverks- og tómstundamiðstöðinni Punktinum er fjölbreytt. A dögunum leið- beindi Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir áhugasömum konum um sveppatínslu. Handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn á Akureyri Opið verkstæði fyrir alla áhugasama Á PUNKTINUM, sem er hand- verks- og tómstundamiðstöð til húsa að Dalsbraut 1 á Akureyri fer fram fjölbreytt starfsemi og þar býðst fólk að taka sækja margs konar námskeið. „Þetta er opið verkstæði fyrir alla sem áhuga hafa og við leitumst við að auka þekk- ingu fólks á ýmsan máta,“ segir Kristbjörg Magnadóttir forstöðu- maður Punktsins. Aðdragandann að því að Punkt- inum var komið á fót má rekja til fundar sem forsvarsmenn Ákur- eyrarbæjar boðuðu til með atvinnu- lausu fólki í janúar árið 1994, en þar var m.a. kannaður áhugi á stofnun alhliða handíðaverkstæðis til tómstundaiðju með kennslu fyr- ir atvinnulaust fólk. Undirtekir voru afar góðar og var þeim hópi sem falið hafði verið að sjá um undirbúning afhent húsnæði á Gleráreyrum, þar sem um áratuga skeið hafði verið rekin skóverk- smiðja. Með góðum stuðningi stofnana, félaga, fyrirtækja og ein- stakiinga tókst að fá öll helstu tæki til þurfti en einnig bárust fjár- styrkir frá opinberum aðilu, s.s. Akureyrarbæ, ráðuneytum og verkalýðsfélögum, en upphaflega hafði verið miðað við að starfsemin yrði fyrst og fremst fýrir fólk í atvinnuleit. Vefnaður, smíðar, saumaskapur og leirmótum voru í fyrstu helstu viðfangsefnin, auk námskeiða í skrautskrif og talaðri ensku, en síðan hefur starfsemin aukist og fjölmörg námskeið af margvíslegum toga eru þar í boði. Námskeið á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu Um síðustu áramót var það til að mynda að samkomulagi að Punkt- urinn tók að sér að sjá um nám- skeið á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu, MFA og hafa þau gengið mjög vel. Áhersla hefur ávalt verið lögð á að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og fá góða og hæfa leiðbeinendur. Námskeið á vegum MFA eru ein- göngu fyrir atvinnulaust fólk en með því að sækja slík námskeið styttir fólk bótalausa tímann svo- nefnda. Kristbjörg segir að oft hafi verið litið svo á að um hálfgerð neyð væri að ræða að þurfa að sækja þessi námskeið, en almenn ánægja hefði ríkt meðal þátttak- enda á þeim námskeiðum sem hald- in hafi verið til þessa. „Við höfum boðið upp á ýmis verkleg námskeið, sem yfirleitt eru mjög dýr, en þessi námskeið hér hafa nánast verið fólki að kostnaðarlausu. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvað fólkið er ánægt,“ sagði Kristbjörg. Fólk þyrstir í verklega þekkingu „Þessi námskeið hafa verið vel sótt og fólkið er ánægt,“ segir Kristbjörg. „Mér finnst sem fólk þyrsti í verklega kunnáttu, það er nokkuð sem virðist hafa gleymst í skólakerfinu. Við erum að mínu mati langt á eftir okkar nágranna- þjóðum á þessu sviði og eins hefur mér þótt á skorta að fólk bæri virð- ingu fyrir því sem vel er gert. Hins vegar er að verða þama nokkur breyting á, handverkið er að sækja mikið á.“ Áhugi á handverki og heimiiis- iðnaði lifnaði mjög í kjölfar þess að atvinna fór að dragast saman, sjálfsbjargarhvötin sagði til sín með minnkandi kaupmætti og fólk tók í auknum mæli að spara við sig aðkeypta þjónustu, m.a. endurbæt- ur á húsbúnaði, fatnaði og eins kaup á gjafavöru. Til að auka enn á fjölbreytnina hafa leiðbeinendur Punktsins leitast við að sækja námskeið í handverki, þannig sótti Ingvar Engilbertsson sem umsjón hefur með smíðum námskeið í öskjugerð nýverið og mun hann efna til slíkra námskeiða í haust og vetur. Þar er um að ræða svonefndar trafaöskjur og tín- ur úr viðarþinnum, sem sveipaðar eru í hring eða sporöskju og saum- aðar saman með tágum. Einnig sótti Guðrún Hadda Bjarnadóttir sem hefur umsjón með vefnaði nám- skeið í Svíþjóð í hálmvefnaði, en þá er ofíð með hálm sem ívaf. Slík námskeið verða einnig í boði á haustmánuðum. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Frá upphafi hafa námskeið í skrautskrift verið vel sótt og verða slík námskeið í boði í vetur. Þá verður námskeið í talaðri ensku alla þriðjudaga og fimmtudaga. Sauma- stofa Punktsins hefur verið endur- bætt og verða í vetur haldin þar námskeið í fatasaumi og viðgerð á fatnaði. Einnig í bútasaumi og þeir sem hafa áhuga á að prjóna ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Punktinum. Einnig má nefna að hönnunarvinna bæði hvað varðar ptjóna- og saumaskap verður í boði. Gluggaútstillingar, skyndihjálp, bókbandsnámskeið, bókhald, tré- skurður og fluguhnýtinganámskeið verða einnig haldin ef næg þátttaka fæst. Þá má nefna að í boði er til- sögn í silkimálun, taumálun, papp- amassagerð, skermasaum og körfu- gerð auk námskeiðs með trölladeig. Þá gefst einnig færi á að spreyta sig með grænlenskan perlusaum á Punktinum. í vetur er fyrirhugað að efna til námskeiðs í kertagerð, jurtalitun, hálmgerð og ullarþæfíngu og eftir áramót er í bígerð að standa fyrir námskeiði í þjóðbúningagerð. Góð aðstaða Margir hafa lagt leið sín á Punkt- inn með gamla muni og gert við þá þar en öll aðstaða, tæki og leið- beinandi eru á staðnum. Einnig eru öll helstu handverkfæri til járn- smíða á staðnum. Leirbrennsluofn er þar líka til og verður í vetur boðið upp á aðstöðu til leirvinnslu, postulínsmálunar og glermálunár. Leiðbeinendur eru með fasta við- veru á staðnum og efna til nám- skeið á þessu sviði í vetur. Um 60 manns koma að jafnaði daglega á handverks- og tómstund- amiðstöðina á Gleráreyrum, ýmist til að sækja þau námskeið sem þar voru í boði eða að vinna. Kristbjörg segir það draum þeirra sem að starfseminni standa að koma á ein- hvers konar samstarfi við skólana sem hefði að markmiði að auka virðingu fyrir handverki og að upp- hefla gamalt íslenskt handverk. „Á Norðurlöndunum er borin mikil virðing fyrir handverki sem er þar stór atvinnugrein. Við erum kannski á byijur.arreit, þetta er að þróast mikið hér á landi,“ segir Kristbjörg. Gamlir draumar rætast Upphaflega var starfsemi Punktsins ætluð fólki í atvinnuleit, en nú er þar opin vinnuaðstaða fyr- ir alla þá sem áhuga hafa. Krist- björg áætlar að um fjórðungur þeirra sem sæki staðinn sé atvinnu- laust fólk, fjórðungur heimavinn- andi húsmæður jafnstór hluti fólk í fullri vinnu með brennandi áhuga að læra handverk ýmiskonar og þá sé töluvert um eldri borgara. „Þeir koma hér margir og láta gamla drauma rætast, að læra meira. Það er virkilega gaman að sjá hvað margar eldri konur eru áhugasamar um að læra að smíða,“ segir Krist- björg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.