Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 22
22 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FATASTÍLL FATASAUMUR TONALLITGREINING Persónuleg ímynd fyrir fyrirtækirSaumaklúbbarr hópar ath.t fyrirlestrar. Upplýsingar í símum 85-28778 09 5872270. Námsflokkar HafnarQardar Námsflokkar Hafnarfjarðar bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir fólk á öllum aldri. Tungumálanám m.a. íslensk málfræði, stafsetning, stærðfræði, íslenska fyrir útlendinga, enska, franska, Norðurlandamál, ítalska, spænska og þýska. Verklegt nám og listgreinar; trésmíði, málmsuða og málmsmíði, tréútskurður, fatasaumur, teiknun og málun, leturgerð og skrautritun, matreiðsla, Ijósmyndun o.m.fl. Námsaðstoð fyrir skólafólk í íslensku, stærðfræði, erlendum tungumálum og fleiri námsgreinum. Myndlistarkennsla fyrir böm og unglinga. Kennsla á rafmagnsgítar og trommur fyrir unglinga. Kennsla fyrir börn og unglinga í sænsku og norsku. Starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu. Námskeið fyrir atvinnulausa. Athygli er vakin á því að einstaklingar, hópar fólks og félagasamtök geta haft samband við Námsflokkana ef óskað er eftir fræðslunámskeiðum. Námsframboð haustannar verður kynnt um miðjan september og hefst kennsla 2. október. Upplýsingar em veittar á skrifstofu Námsflokka Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, sími 555 3444. Kennsla fer fram í Setbergsskóla, sxmi 565 1322. Næsta vetur munu deildir Rauða kross íslands meðal annars halda eftirtalin námskeið fyrir almenning um land allt. | Barnfóstrunámskeið í Námskeiðið er ætlað 11 til 14 ára unglingum og er markmiðið að | ; þátttakendur fái aukna þekkingu um böm og umhverfi þeirra og | öðlist þannig aukið öryggi við bamagæslu. Fjallað er um æski- f lega eiginleika bamfóstm, þroska bama, leikfangaval, mikilvægi | | fæðutegunda, matarhætti, aðhlynningu ungbama, pelagjöf og I hirðingu, slys í heimahúsum og veikindi. ■ 1 Almenn skvndihiáln Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátt- | takendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er 1 | um grundvallarreglur í skyndihjálp, endurlífgun, meðvitundar- leysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, bmnasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna ; skyndihjálp, aðbúnað og flutning slasaðra. Kennslustundafjöldi er lágmark 16 klukkustundir. I Slvs á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slvsum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvemig hugsanlega megi koma í veg fyrir I slík slys. Kennslustundafjöldi er 8 stundir. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Rauðakrossdeildum um allt land og hjá RKÍ á skrifstofutíma í síma 562 6722. Launþegar eiga oft kost á námsstyrkjum UNDANFARIN ár hefur það færst mjög í vöxt að vinnuveitendur og verkalýðsfélög styrki launþega til að sækja sér endurmenntun eða stunda námskeið. Mörg verkalýðs- félög veita félagsmönnum sínum nú kost á að sækja einhvers konar námskeið eða endurmenntun á nið- urgreiddu verði en réttindin eru afar mismunandi. Í þessum efnum virðast ríkisstarfsmenn njóta tals- vert rýmri réttar en launþegar á almennum vinnumarkaði og laun- þegar í félögum BSRB geta fengið allt að 60 þúsund króna styrki til endurmenntunar á þriggja ára fresti. Samkvæmt kjarasamningi að- ildarfélaga BSRB greiðir ríkissjóð- ur 0,22% af heildarlaunum starfs- manns í starfsmenntunarsjóð. í upphafi var um sameiginlegan sjóð allra félaga að ræða en undanfarin ár hafa sífellt fleiri félög ríkis- starfsmanna stofnað sjálfstæða sjóði til að veita þessum peningum til eigin félagsmanna. Styrkur þriðja hvert ár Talsverður hluti ríkisstarfs- manna sækir þó enn sína styrki í hinn upphaflega starfsmenntunar- sjóð, sem veitti 3.200 styrki fyrir samtals um 70 milljónir króna á árunum 1991-1993. Allir ríkis- starfsmenn sem verið hafa í starfí í eitt ár geta sótt um starfsmennt- unarstyrki, annaðhvort til sameig- inlega sjóðsins eða til sjóða eigin félaga. Ágúst Geirsson er annar fulltrúa BSRB í stjóm starfsmenntunar- sjóðsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn greiddi allt að 60 þúsund krónur af kostn- aði hvers starfsmanns sem sækti námskeið sem samþykkt væri að styrkja. Sá sem hlyti hámarks- styrkinn gæti ekki sótt um til sjóðs- ins að nýju fýrr en að þremur árum liðnum. Lægri styrkur vegna tölvunáms Hámarksstyrkur vegna tölvu- námskeiða er helmingi lægri, eða 30 þúsund krónur, og sama fjár- hæð er veitt vegna styttri nám- skeiða erlendis. Flestir ríkisstarfsmenn, sem fá styrkveitingu vegna skemmra náms samþykkta, fá því allan kostnaðinn greiddan af vinnuveit- anda sínum en algengustu um- sóknir eru vegna námskeiða sem kosýa 7-35 þúsund krónur. Ágúst Geirsson sagði að starfs- menntunarsjóður ríkisstarfsmanna styrkti fólk til að sækja fjölbreytt námskeið en einna mest eftirspurn hefði verið í tungumálanám og tölvufræðslu. Almennt er áskilið að það nám sem ríkisstarfsmaður vill stunda komi honum að notum í starfi sínu fyrir ríkið en sjóðurinn hefur frá upphafi, að sögn Ágústs, haft það meginsjónarmið að flestallt nám komi fólki til góða í starfi, svo sem tungumála- og tölvunám. í reglugerð sjóðsins segir að hann hafí það að markmiði að sjóðsfélagar beri ekki kostnað eða verði fyrir tekjutapi af námi sem er miðað við að þeir geti tileinkað sér framfarir á sínu sviði og orðið færir um að takast á við vanda- samari störf en þeir gegna þegar námið hefst. Almennt tómstundanám, svo sem leiklistarnámskeið, myndlist- amámskeið, handíðanámskeið er Mjög mismunandi regl- ur gilda um stuðning vinnuveitenda og verkalýðsfélaga við endurmenntun starfs- fólks/félagsmanna. Verkalýðsfélögin leggja aukna áherslu á styrki af þessu tagi en í þessum efnum er rétt- ur ríkisstarfsmanna yfirleitt mun rýmri en réttur fólks á almennum vinnumarkaði. þó ekki styrkt nema þar sem hægt er að leiða líkur að því að námið auki hæfni starfsmanns; slíkt þekktist t.d. ef starfsmaður á upp- eldissviði sækir handíðanámskeið. Nokkrir hópar ríkisstarfsmanna, t.d. lögreglumenn og aðrir þar sem færni í akstri er hluti af starfs- skyldu, geta einnig sótt um styrki til að stunda nám til aukinna öku- réttinda. Vísindasjóðir þjá BHMR Réttur háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins í aðildarfélög- um BHMR til starfs- og endur- menntunarstyrkja er nokkuð frá- brugðinn en þó er áskilið líkt og hjá BSRB-fólki að um sé að ræða nám sem tengist starfi. Ríkið greiðir 0,22% af dagvinnulaunum háskólamenntaðra starfsmanna sinna í starfsmenntunarsjóð. Að auki er greitt í sérstaka vís- indasjóði í umsjá fagfélaganna upphæð sem nemur 1,5% af dag- vinnulaunum. Að sögn Birgis Bjöms Sigur- jónssonar, hagfræðings BHMR, er hámarksstyrkur úr starfsmennt- unarsjóði 35 þúsund krónur vegna námsferðar til útlanda en 12 þús- und krónur vegna verkefnis innan- lands. Þijú ár verða að líða milli úthlutana til sama starfsmanns. Að jafnaði eru aðeins veittir styrkir vegna náms á fagsviði við- komandi. Ef um atvinnulausan fé- lagsmann eða mann sem er að skipta um fagsvið er að ræða gilda þó sérstakar og rýmri reglur. Vísindasjóðir háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, sem eins og fyrr sagði eru fjármagnaðir með upp- hæð sem jafngildir 1,5% af dag- vinnulaunum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, úthluta ýmist árlega til allra félagsmanna jafnri upphæð eða safna í sjóð sem fé- lagsmenn geta sótt um framlög úr til endurmenntunar eða rann- sóknarstarfs. Birgir Bjöm sagði að háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn nýttu sér yfirleitt vel rétt sinn til starfs- menntunarstyrkja þriðja hvert ár enda væri háskólamenntuðu fólki nauðsynlegt að fylgjast með fram- förum í sínum greinum. Fólk með gömul háskólapróf sem ekki hugi að viðhalds- og endurmenntun verði úreltur vinnukraftur með tímanum. Tveir hópar háskóla- manna, læknar og háskólakennar-1 ar, hafa ríkari endurmenntunar- skyldur en að ofan greinir og njóta því ríkari stuðnings vinnuveitand- ans. Misjafnt á almennum vinnumarkaði Engar sambærilegar, almennar reglur gilda á almennum vinnu- markaði um þátttöku vinnuveit- enda í styrkjum vegna endur- menntunar og er mjög mismunandi hvaða réttindi félagsaðild veitir. Að sögn Halldórs Grönvold hjá ASÍ eru starfsmenntunarstyrkir á almennum vinnumarkaði að mestu bundnir við félög iðnaðarmanna, sem eru í fararbroddi í menntunar- málum á almennum vinnumarkaði, en stærstu verkalýðsfélögin hafa í vaxandi mæli varið eigin sjóðum til að styðja félagsmenn til frí- stundanáms og sérnáms án sérs- takrar „skattlagningar" á vinnu- veitendur. Þótt hafa Sókn og fleiri félög ófaglærðra staðið fyrir svo- kölluðum kaupaukanámskeiðum sem samkvæmt kjarasamningum veita félagsmönnum launahækk- anir. Eitt þeirra verkalýðsfélaga sem gengið hefur lengst í að styrkja félagsmenn sína til endurmenntun- ar eða símenntunar er Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. Að sögn Péturs A. Maack, fram- kvæmdastjóra VR, veitir félagið öllum fullgildum félagsmönnum sínum 8.000 króna menntunar- styrk en greiðir þó aldrei meira en helming námskeiðsgjaldsins. Lágmarksfélagsgjald VR- félagsmanns er 3.600 krónur og má búast við að stór hluti þeirra félagsmanna sem njóta endur- menntunarstyrkja fái jafnvel allt félagsgjald sitt endurgreitt frá fé- laginu. Fullgildur félagsmaður telst sá sem unnið hefur a.m.k. 60% starf í eitt ár miðað við lág- markslaun. 849 VR-félagar hlutu styrki í fyrra Fullgildir félagsmenn eru um 12 þúsund. í fyrra nutu 849 félags- menn styrkja að upphæð samtals 4,5 milljónir króna. Greiðslur eru sendar félags- mönnum eftir að námskeiði er lok- ið enda framvísi þeir sönnun fyrir því að þeir hafi náð tilskildum námsárangri. Þau réttindi sem flestir launþeg- ar á almennum vinnumarkaði njóta til sérstakra kjara til náms vegna félagsaðildar tengjast Tómstunda- skólanum, sem er í eigu MFA og veitir félagsmönnum 26 af stærstu stéttarfélögum landsins 10% af- slátt af fullu námsgjaldi, að sögn Þráins Hallgrímssonar skólastjóra. Niðurgreitt tómstundanám Að auki styrkja mörg aðildarfé- laganna 26 félagsmenn með því að greiða helming þess sem eftir stendur. Þannig þurfí félagsmenn ýmissa af stærstu stéttarfélögum landsins aðeins að greiða sjálfír 45% af fullu námskeiðagjaldi í skólanum. Stuðningur verkalýðsfélaganna við félagsmenn sína til náms í Tómstundaskólanum er ekki bund- inn við endurmenntun eða starfs- menntun heldur nær til frístunda- náms að eigin vali en í skólanum er boðið upp á tugi námskeiða, þar á meðal kennslu í fluguhnýtingum, hattagerð, nám í 11 tungumálum og bókfærslu, svo fátt eitt sé talið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.