Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 26
.26 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUFRETTIR ■ STEINN Ká- rason, garð- yrkjufræðingur og skrúðgarð- yrkjumeistari, höfundur bókar- innar Tijáklippingar, er burða- rásinn í námskeiðahaldi Garð- yrkjumeistarans. Grænn skóli Garðyrkjumeistar- ans býður í vetur upp á sérsniðin námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf um blómaskreytingar, garðyrkju og umhverfismál. Meðal annars verða í boði fyrir- lestrar og námskeið um tijáklipp- ingar, tijáplöntuuppeldi, Vorverk í görðum og viðhald lóða, sum- arbústaðalandið, umhverfismál, Sumarblómaræktun og smplönt- un, matjurtaræktun og kryddjurt- ir, pottaplöntur, blómaskreyting- ar, vorlauka og haustlauka, fræ- söfnun og te- og lækningajurtir. í fréttatilkynningu Garðyrkju- meistarans segir að stundaskrá námskeiðahaldsins í vetur verði nánar auglýst síðar en Steinn Kárason gefur nánari upplýs- ingar, ■ SJÖTTA starfsár Myndlistar- skóla Garðabæjar er senn að "heljast. Skólinn býður upp á námskeið fyrir böm og fullorðna. Farið er í gegn um ýmsa gmnnþætti myndlistar svo sem frumform, myndbyggingu og litablöndun, auk leirmótunar, dúkskurðs og fleira. Barnanámskeiðin eru bæði fyrir byijendur og þá sem hafa áður verið í skólanum. í vetur verður auk þess boðið upp á námskeið í leikbrúðugerð og teikninámskeið fyrir unglinga. Námskeiðsgjald er 10.000 krónur. Námskeiðin standa í 13 vikur og er kennt í tvo tíma í senn, einu sinni í viku. Fyrir fullorðna eru í boði nám- skeið í málun og peppírsgerð. Námskeiðsgjald fullorðinna er 12.000 kr. Innritun verður frá kl. 16-19, 7.,8. og 11. september í húsnæði skólans, Kirkjuhvoli, Kirkjulundi 1, Garðabæ. Morgunblaðið/Golli HILDUR Hannesdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt Sigríði Pétursdóttur, saumakennara til vinstri, og Soffíu Þórðardóttur. „í RAUNINNI er ekkert erfitt, maður þarf bara að læra „trix- in“,“ segir Hildur Hannesdóttir, sem nú er að Iáta rætast gamlan draum sinn um að fara á sauma- námskeið. Hún er á kvöldnám- skeiði í fatasaumi hjá Sigríði Pét- ursdóttur, saumakennara. „Mig var lengi búið að langa til að læra að sauma og var búin að ganga með það í maganum að fara á námskeið. Ég hafði reynt svolítið að vinna upp úr sjálfri mér en tókst ekki sem skyldi með flíkurnar og ákvað að skella mér á námskeið hjá Sigríði þegar vin- kona mín benti mér á hana,“ seg- ir Hildur sem segir að hún stefni að því að ná valdi á að sauma alls konar fatnað, fyrst og fremst fyr- ir sjálfa sig og dóttur sína. „Auðvitað getur maður sparað sér stórfé á því að sauma sjálfur en fyrir mig er þetta fyrst og fremst spurning um að geta sjálf stjórnað efnum og stíl og geta þess vegna verið öðruvísi,“ segir Hildur. Hún er ein fjögurra I rauninni er ekkert erfitt kvenna, sem nú eru á fimm kvölda námskeiði hjá Sigríði Pétursdótt- ir, en það er að sögn Sigríðar hámarksfjöldi á hveiju námskeiði. Mest fjórar í einu Hildur segir aðspurð um það hvað henni þyki erfiðast við að læra saumaskapinn að í rauninni sé ekkert erfitt þegar maður sé búinn að læra það. „Maöur þarf bara að læra „trixin" sem maður þarf að kunna, eins og að gera vasa, fellingar og eitt og annað sem er nauðsynlegt að læra að gera rétt til að maður geti orðið ánægð- ur með flíkina." Hildur segist bú- ast við að taka fleiri saumanám- skeið enda sé ekki við því að búast að á fimm kvöldum sé hægt að læra alla leyndardóma fatasaums. Sigríður Pétursdóttir hefur haldið saumanámskeið á heimili sínu undanfarin þijú ár. „Ég er aldrei með fleiri en fjórar konur þjá mér í einu og reyni að hafa kensluna eins persónulega og ég get,“ segir Sigríður og segist sníða kennsluna að þörfum hverrar og einnar. Þess vegna ráði geta og væntingar hvers nemanda því hvað tekist sé á við á námskeiðinu og segir Sigríður að hún og hver og einn nemandi setji sér sameig- inlega markmið sem þær vilji ná á námskeiðinu. „Það fer enginn frá mér með minna en eina flik,“ segir Sigríður Pétursdóttir. Fimm kvölda, 16 klukkustunda námskeið kostar, að sögn hennar, 7.500 krónur og er þá innifalið blað með sniðum en hver þátttak- andi kaupir eigið efni og vinnur að eigin vali á eigin saumavél eða vél sem Sigríður útvegar. Módelskóli fyrir börn HEIÐRÚN Sverrisdóttir leikskóla- kennari og Anna Gunnarsdóttir fat- astílfræðingur munu í vetur starf- rækja módelskóla fyrir börn. Við ætlum að kenna börnunum leikræna tjáningu, almenna kurteisi og hegðun og hvernig þau eigi að hirða og þrífa sig. Svo verða æfðar tískusýningar. Eftir námskeiðin verðum við með þau á skrá,“ segir Anna Gunnarsdóttir. Innritum er í Suðurhúsum 1, Reykjavík. FRÆÐSLUFRÉTTIR ■ ITC (Intern- ational Train- ing in Com- munication) býður upp á námskeið, sem hlotið hafa yfir- skrifting „Breyttu áhhyggjum í uppbyggjandi orku.“ Á námskeiðinu Markviss mál- flutningnr er tekið á helstu þáttum mælskulistarinnar, þ.á m. ræðu- tækni, framkomu í ræðustól, tákn- máli líkamans, raddbeitingu, hand- riti og tekta. Á námskeiðinu Áhrifarik fund- arstjórn er farið yfir hvernig fund- arstjóri skuli bera sig að við að stjórna fundi á áhrifaríkan hátt. Rætt er um vald fundarstjóra, til- löguflutning og fundarsköp. Hvort námskeiðanna stendur yfir í tvö kvöld og kostar þátttaka 4.900 krónur. Félög og hópar geta samið um afslætti og hægt er að sveigja náms- efnið til að þörfum einstakra hópa. ■ AuPAIR vistaskipti og nám, Þórsgötu 26, hefur miiligöngu um að útvega 18-25 ára fólki Au Pair vist í Bandaríkjunum og 18-28 ára Au Pair vist í Evrópu. Skilyrði fyrir ráðningu er að au pair verði gert kleift að stunda mála- nám. I Bandaríkjunum greiðiri fjöl- skyldan ákveðna upphæð í námssjóð en annars staðar greiðir au pair yfir- leitt að fullu kostnaðinn við eigin nám. Þess er krafist að umsækjendur hafi reynslu af barnagæslu og al- mennum húsverkum og hafi ákveðna lágmarkskunnáttu í ensku eða tungu- máli þess lands sem sótt er um vist í. Umsækjendur mega ekki reykja og verða að hafa bílpróf. Nám til aukinna ökuréttinda Mannlegi en ekki vélræni þátturinn er í fyrrirúmi ÞEIR sem hyggjast afla sér aukinna ökurétt- inda geta valið um nokkra kosti. Þrír einkaskól- ar hafa veitt þessa fræðslu nokkur undanfarin ár og gangast sumir þeirra a.m.k. fyrir nám- skeiðum úti á landi. Nám til aukinna ökuréttinda stunda þeir sem öðlast vilja rétt til að aka leigubílum, vörubílum og fólksflutningabifreiðum, þ.e. rútum. í skólunum þremur, sem fest hafa rætur í þessari starfsemi undanfarin ár, er mögulegt að taka réttindi á hveija tegund ökutækjanna fyrir sig eða afla sér allra rétt- indanna í einu. Þá leið fara flestir að dómi talsmanna Ökuskóla íslands, Ökuskólans í Mjódd og Ökuskóla S.G. Starfsemi allra skólanna er háð opinberri námsskrá og eftirliti Umferðarráðs, en próf- dómarar eru jafnframt starfsmenn þess. Um- talsverð breyting hefur undanfarin ár orðið á námi til aukinna ökuréttinda miðað við það sem áður tíðkaðist og er breytingin einkum fólgin í því að við kennsluna er nú lagt mun minna upp úr kennslu um tæknileg atriði en því meiri áhersla lögð á „mannlega þáttinn"; kennslu í því sem snýr að mannlegum sam- skiptum og umferðarmenningu. „Meginmarkmiðið í dag með þessu námi er að útskrifa ökumann sem hugsar um umferð- ina, er meðvitaður um að hann sé að stjórna stóru ökutæki sem er enginn bamaleikur og sem rútubílstjóri sé hann meðvitaður um að hann er að sinna ákveðinni þjónustu og þarf að umgangast sína viðskiptavini sem þjónustu- aðili,“ segir Birgir Bjamason hjá Ökuskólanum í Mjódd. Mat a viðhaldsþörf Sigurður Gíslason hjá Ökuskóla S.G. segir að áður fyrr hafi menn lokið meiraprófi sem nokkurskonar hálf-útlærðir bifvélavirkjar þar sem meginþungi námsins hafi snúist um tækni- lega hluti. Nú sé mannlegi þátturinn í öndvegi en tæknileg kennsla miði fyrst og fremst við það að menn geti lagt mat á viðhaldsþörf og kunni að reka og hugsa um þau ökutæki sem þeir eru með í höndum. Morgunblaðið sneri sér ti! ökuskólanna þriggja og aflaði upplýsinga um verð á námi til aukinna ökuréttinda, miðað við að tekin séu próf sem veita rétt til að aka leigubíl, vörubíl og rútu. Að sögn Sigurðar Gíslasonar mun það varla kosta minna en 110 þúsund krónur í vetur að sækja námskeið hjá honum sem veit- ir öll réttindi. Að sögn Ingimundar Eymunds- sonar hjá Ökuskóla íslands er kostnaður við sams konar nám þar 98 þúsund og sama verð gildir í Ökuskólanum í Mjódd, að sögn Birgis. Hjá öllum skólunum eru námsgögn, aksturs- tímar og prófgjöld innifalin og kostnaður við allt sem tilheyrir, annað en ökuskírteinið sjálft, en það kostar um það bil 3.000 krónur. Bóklegt nám er 120-140 stundir og yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur ljúki því á um það bil fimm vikum. Ökuskólinn í Mjódd býr þó við áfangakerfi þar sem gert er ráð fyrir að nemendur geti stundað námið á þeim hraða sem hentar þeim best, t.d. ef nauðsyn krefur tekið eina grein um haust og aðra um vor. Yfirleitt er kennt á kvöldin og að einhverju leyti á laugardögum. Eins og fyrr sagði stunda flestir nám til fullra réttinda enda virðist tiltölulega óhag- kvæmara að læra t.d. aðeins á leigubíl, aðeins á vörubíl eða á vörubíl og leigubíl en afla sér ekki jafnframt réttindi til að aka rútu. Hjá Ökuskóla íslands kostar að sögn Ingi- mundar Eymundssonar 71 þús. kr. að afla sér réttinda til að aka vörubíl, 50 þúsund kostar að læra á leigubíl en fyrir 98 þús. kr. er hægt að læra á hvorttveggja og rútu að auki. Fyrir menn með gamalt meirapróf sem vilja fá rétt- indi á rútu er gjald 45 þús. kr. Allir skólarnir þurfa að uppfylla kröfur þær sem Umferðarráð gerir lögum samkvæmt. Skólarnir þurfa að fá eigin námsskrár sam- þykktar og að auki er m.a. gerð krafa um að tveir kennslufræðilegir ráðgjafar fylgist með og taki út kennslu og starfsemi skólanna. í öllum skólunum eru sömu bækur notaðar við kennslu í umferðarfræði og akstri stórra ökutækja en önnur kennslugögn kunna að vera mismunandi en eru þó innifalin í nám- skeiðsverði. Fagmenn í hverri stöðu Aðrar bóklegar námsgreinar eru helstar skyndihjálp, Bifreiðatækni og Ferða- og far- þegafræði. Við alla skólana starfa ökukennar- ar auk annarra sérfræðinga. Nokkrir þeirra ökukennara sem starfa við Okuskólann í Mjódd eru jafnframt kennaramenntaðir, að sögn Birg- is Bjamasonar. „Við teljum okkur vera með fagmenn í kennslu í hverri stöðu,“ sagði hann. Auk skólanna sem fyrr var getið eru öku- skólar starfræktir a.m.k. á Selfossi, Egilsstöð- um og Akureyri. Sigurður Gíslason og Öku- skóli Islands halda einnig námskeið til aukinna ökuréttinda viða um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.