Morgunblaðið - 29.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.1995, Page 1
56 SÍÐUR B 194. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Komur ferðamanna til Bandaríkjanna Dreg’ið verður úr eftirliti með flugfarþegum Los Angeles.^ The Daily Telegraph. BANDARÍSK stjórnvöld hyggjast aflétta tolla- og innflytjendahömlum sem settar eru á milljónir erlendra ferðamanna árlega. Er þetta gert á sama tíma og ótti manna við hryðjuverk og eiturlyfjasmygl hefur aukist mjög. Reuter KONUR frá Mexíkó, Bólivíu og Bandaríkjunum heilsast við komuna til Huairou í gær þar sem óopinbera kvennaráðstefnan fer fram. „Mikilvægasta ráðstefna SÞ“ Tillögur nefndar sem skipuð var fulltrúum ýmissa opinberra stofnana, auk vinnunefndar Als Gore, varaforseta, kveða m.a. á um að flugfarþegar frá „hættulitl- um“ löndum fari um sömu komu- hlið og farþegar í innanlandsflugi og komist þannig hjá leit í far- angri og yfirheyrslum innflytj- endaeftirlits. Þá þurfa þeir ekki að gefa upp heimilisfang í Banda- ríkjunum eða gefa upp hvort þeir eru með tollskyldan varning með- ferðis. Þessi áætlun verður fram- kvæmd til reynslu á alþjóðaflug- vellinum í Miami frá og með nk. fimmtudegi. Ástæðan er sögð vera óánægja með tafsamt eftirlit við komu erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna. Hafa flugfélög kvartað mjög yfir þessu fyrir- komulagi, ekki síst í ljósi þess að ferðamönnum hefur fjölgað mjög. Um 467 milljónir manna komu til Bandaríkjanna á síðasta ári. í stað þess að farþegar þurfi að gera grein fyrir ferðum sínum verða nöfn af farþegalistum keyrð í gegn um tölvu og borin saman við lista yfir þekkta hryðjuverka- menn, eiturlyfjasala og aðra glæpamenn. Hafa embættismenn heitið því að fella úr gildi öll þau atriði sem kunni að koma í veg fyrir að lög- um um innflytjendur, eiturlyfja- smygl og tollamál verði framfylgt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti þessarar tilraunar. Dianne Feinstein, öldungadeildar- þingmaður, segist skelfingu lost- inn yfir mögulegum áhrifum minna eftirlits á baráttuna gegn eiturlyfjasmygli og hryðjuverkum. Peking. Reuter, The Daily Telegraph. FÁNI Sameinuðu þjóðanna var í gær dreginn að húni yfir alþjóð- legu ráðstefnuhöllinni í Peking þar sem kvennaráðstefna samtak- anna fer fram. Gertrude Mon- gella, framkvæmdastjóri ráðstefn- unnar, lýsti henni sem fjölmenn- ustu og mikilvægustu ráðstefn- unni í sögu Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur 4.-15. september og hana sitja sendinefndir frá 185 löndum. Auk þess er gert ráð fyrir að minnsta kosti 30.000 þátttakend- um í óopinberri ráðstefnu, sem haidin verður samhliða og tekur á fjölmörgum málum, svo sem fóstureyðingum, ofbeldi gagnvart konum og umskurði kvenna í Norður-Afríku. „Þetta verður stærsta og mik- ilvægasta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í sögunni, vegna þess að hún snýst ekki um einn sérstakan hóp,“ sagði Mongella. „Þessi ráð- stefna snertir sérhvert mannsbarn á jörðinni." Oopinbera ráðstefnan hefst á morgun, miðvikudag, og talið er að um 18.000 konur, sem sitja hana, hafi komið til Peking í gær. Hundruð lögreglumanna voru á götum Huairou, þar sem ráðstefn- an verður haldin, og öryggisverð- ir leituðu á öllum sem komu þang- að. Samþykkt að skilja ríkiog kirkjuað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR áratuga þóf samþykkti sænska kirkjuþingið í gær tillögur ríkisstjórnarinnar um aðskilnað rík- is og kirkju. Þar með getur sænska þingið samþykkt lög um efnið í haust, en aðskilnaðurinn kemst á 1. janúar árið 2000. Hann hefur í för með sér að enginn verður sjálf- krafa skráður í kirkjuna, heldur verður að skrá nýfædd börn í hana. Aðskilnaðurinn hefur verið hita- mál í Svíþjóð um árabil. Samþykkt- in felur í sér að kirkjan verður lút- ersk mótmælendatrúarkirkja, sem á að ná um allt land og starfa á lýðræðislegan hátt. Rekstrarféð kemur frá meðlimum, sem greiða kirkjugjald í hlutfalli við tekjur. Kirkjan mun sjá um greftrun, en enn er ófrágengið hvernig þeir, sem ekki tilheyra henni, greiða fyrir þá þjónustu. Þá hefur ekki verið ákveðið hvernig ríkið greiðir fyrir varðveislu menningarverð- mæta eins og gamalla kirkjubygg- inga. Kirkjan verður sjálf að jafna tekjurnar milli ríkra og fátækra sókna. Margir óttast að þær ríku dafni, meðan þær fátæku hafi ekki efni á að halda prest. JEAN Arthuis, t.h., tekur við embætti af Alain Madelin. 37 óbreyttir borgarar farast og 85 særast í sprengjuárásum á Sarajevo Mannskæðasta árásin í Bosníu í hálft annað ár Reuter AÐKOMAN eftir sprenginguna í gær var skeifileg og gripu vegfar- endur til þess ráðs að flytja slasaða á sjúkrahús á einkabílum. Ekki búizt við miklum breytingum París. Reuter. STJÓRN íhaldsmanna í Frakklandi mun að sögn efnahagssérfræðinga ekki taka neinum umtalsverðum breytingum eftir afsögn hins róttæka frjálshyggjumanns í flármálaráðu- neytinu, Alains Madelins, á föstudag, eftir aðeins þriggja mánaða setu á ráðherrastóli. Eftirmaður Madelins, Jean Arthu- is, lýsti yfir þeirri stefnu sinni um helgina, að leggja mesta áherzlu á að taka á opinberri skuldasöfnun franska ríkisins. Efnahagssérfræðingarnir segja, að Alain Juppé forsætisráðherra hefði stýrt mikið til sjálfur efnahags- stefnu stjórnarinnar og takmarkað völd fjármálaráðherrans. Hin skyndilega afsögn Madelins hefur nært efasemdir erlendra fjár- festa á að stjórninni takist að ná takmarki sínu í efnahagsmálum. Féll gengi franska frankans nokkuð gagnvart þýzka markinu í gær. Sarajevo, Brussel. Reuter. ÞRJÁTÍU og sjö létu Iífið og 85 særðust er öflugum sprengjum var varpað á fjölfarnar götur í Sarajevo í gærmorgun. Er árásin sú mannsk- æðasta sem gerð hefur verið frá því að sprenging á útimarkaði skammt frá kostaði 68 manns lífíð fyrir hálfu öðru ári. Hafa stjórnvöld á Vestur- löndum og í Rússlandi brugðist hart við og fordæmt árásina en Banda- ríkjamenn hafa sagt hana ekki munu koma í veg fyrir áframhaldandi við- ræður um frið. Haris Silajdzic, for- sætisráðherra Bosníu, lagði hins veg- ar til að friðarumleitunum Banda- ríkjamanna yrði frestað og krafðist þess að Atlantshafsbandalagið (NATO)_ gerði loftárásir á Bosníu- Serba. í gær átti að hófst fundur stríðsaðila í París en komu Ilija Izet- begovic, forseta Bosníu, þangað var frestað um nokkrar klukkustundir í gær vegna árásinnar. Stærstu sprengjunni var varpað á götu fyrir utan fjölsóttan innimarkað en minni sprengja sprakk við leikhús skammt frá. Bosníustjórn og Bosníu- Serbar saka hvorir aðra um að bera ábyrgð á sprengingunum en talsmað- ur Sameinuðu þjóðanna segir sprengjunum hafa verið varpað frá stað sunnan borgarinnar, þar sem Bosníu-Serbar ráði lögum og lofum. Hins vegar kunni hið sanna aldrei að koma í ljós, þar sem Bosníuher sé einnig á svæðinu. Harðir bardagar brutust út í borg- inni í kjölfarið og seinnihluta dags var sprengju varpað á sjúkrahús í Sarajevo. Tveir særðust í þeirri árás. Prófsteinn á starfsreglur Árásin er prófsteinn á nýjar starfs- reglur sem settar voru fyrir skömmu, en þær gera heijum SÞ kleift að bregðast skjótt við ef gerðar eru árásir á „griðasvæði" SÞ. Geta yfir- menn þeirra snúið sér beint til NÁTO og óskað eftir því að loftárásir verði gerðar. Bið kann þó að verða á við- brögðunum þar sem fyrst verður að ganga úr skugga um hveijir vörpuðu sprengjunni í gær. Sögðu erlendir sendimenn að verði ekki brugðist við skjótt kunni það að gera að engu síðustu tilraunina til að binda endi á árásirnar. Holbrooke hvetur til loftárása Sprengjuárásin var gerð fáeinum klukkustundum áður en Izetbegovic átti að hitta Richard Holbrooke, aðal- samningamann Bandarikjanna, að máli í París til.að ræða nýja friðará- ætlun Bandaríkjamanna. Holbrooke hefur ekki viljað gefa upp í hveiju hún felst nákvæmlega, en segir að samkvæmt henni yrði Bosnía ein heild. Hún gæfi Serbum þó mögu- leika á aðskilinni stjórn, en að þeir yrðu að gefa eftir um 20 hundraðs- hluta lands. Holbrooke sagði að árásin myndi, ef eitthvað væri, efla mönnum móð í samningaviðræðunum. Sagði hann að Bosníu-Serbar væru aðalhindr- unin í vegi fyrir friðarsamningum og hvatti til þess að NATO gerði loftárásir til að þvinga Serba að samningaborðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.