Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJÚDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Per Aasen fyrrum sendiherra Noregs á Islandi Utanríkisráð- herramir leysi fiskveiðideiluna PER Aasen, fyrrum ritstjóri og sendiherra Noregs á íslandi, telur nauðsynlegt að finna sem fyrst lausn á deilu íslendinga og Norð- manna. Eigi það að takast, verði að fela utanríkisráðherrum land- anna það hlutverk og því verði norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry T. Olsen, að víkja til hliðar. Per Aasen kemst að þessari nið- urstöðu í grein í norska blaðinu Drammens Tidende í dag, þar sem hann fjallar um deilu þjóðanna. Aasen segir að tregða Norðmanna til að veita togaranum Hrafni Sveinbjamarsyni aðstoð vegna vélarbilunar verði að verða síðasta dæmið um slíka framkomu. „Báðir utanríkisráðherrar Nor- egs og íslands eru vel færir um að leysa deiluna. íslenzki utanrík- isráðherrann er einnig samstarfs- ráðherra Norðurlandanna og hefur á löngum stjómmálaferli sínum sýnt að hann er sannur Noregsvin- ur. Það em þessir tveir ráðherrar, sem verða að taka að sér lausn deilunnar. Hún hefur þróazt á þann veg að hafa áhrif á öll sam- skipti landanna. Allra sízt á með- ferð þessara mála heima í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Ráðherramir tveir verða án taf- ar að setjast niður og ná sam- komulagi um heildarlausn. Sú nið- urstaða verður að byggjast á því, að hinu góða samstarfi þjóðanna verði ekki stefnt í hættu, þrátt fyrir ólíka fiskveiðihagsmuni þeirra. Það er ekki óaðgengilegur kostur að tekið sé sérstakt tillit til þess, að ísland er nánast að öllu leyti háð sjávarútvegi," segir Aasen meðal annars í greininni. Aasen fjallar síðan um samning íslands og Noregs um nýtingu loðnustofnins. Um hann hafði Knut Frydenlund, þáverandi utan- ríkisráðherra, forystu fyrir hönd Noregs. Samninginn telur Aasen hafa verið þjóðunum til sóma. Morgunblaðið/Kristinn Köttur í gluggasyllu LJÓSMYNDARINN stóðst ekki mátið og smellti af J)egar hann rakst á þennan kött sleikja loppuna á gluggasyllu á ísafirði. Telja lán til Emerald tapað fé GUÐMUNDUR Þorsteinsson, fulltrúi í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, sagði á aðalfundi Landssambands kúa- bænda, að allt benti til að hlutafé og lánveiting lífeyrissjóðsins til Emerald Air sé sjóðnum glatað fé. Guðmundur sagði að stjórnin hefði eftir ítarlega skoðun ákveðið að leggja 10 milljóna króna hlutafé í Emerald Air. Hann sagði að stjórnin hefði gert sér grein fyrir því að þetta væri áhættusöm fjárfesting. „Við völdum slæman kost,“ sagði Guðmundur, en sagði ákvörðunina þó ekki óverjandi á þeim tíma sem hún var tekin. Guðmundur sagði að stjórn lífeyr- issjóðsins hefði enga vitneskju fengið um lánveitingar framkvæmdastjóra sjóðsins til Emerald Air fyrr en 21. ágúst, en lánveitingamar hófust í mars á þessu ári. Hann sagði að stjórn sjóðsins hefði þegar í stað verið boðuð til fundar. I framhaldi af því hefði stjórnin óskað eftir því að framkvæmdastjórinn segði þegar í stað upp störfum. Hann hefði orðið við þeirri beiðni á fundinum. Guðmundur sagði að þegar allir þættir málsins lægju fyrir hlyti stjómin að taka það til skoðunar hvort ekki væri rétt af henni að segja af sér. Jafnvel þótt stjórnin kæmist að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki að segja af sér, þá myndi hann ganga á fund ráðherra o g spyija hann hvort hagsmunum sjóðsins væri ekki best gætt með því að hann segði af sér. Héldu snark í eldi vera rigningu „ÉG HELD það sé frekar ástæða til að gleðjast yfír því að við emm öll lifandi fremur en að syrgja sumarbústaðinn," segir Sigur- laug Guðmundsdóttir, sem horfði á sumarbústað sinn í Þelsmörk skammt frá Vík í Mýrdal brenna til kaldra kola aðfaranótt sl. sunnudags. Sigurlaug hafði lagt þriggja ára vinnu ásamt vinum sínum og vandamönnum í að byggja upp bústaðinn sem var ótiyggð- ur. „Þetta vom mínar tilfinningar, peningar og þriggja ára vinna sem fóm þama á fímm mínútum. Að öðm leyti er þetta ekkert til að að gera stórmál úr. Ég er bara sæl yfir því að allir sluppu ómeiddir og bílamir skemmdust ekki því það var svolítið tæpt.“ Sigurlaug var ásamt bróður sínum og syni hans og eigin- manni vinkonu sinnar að vinna við bústaðinn. Þau vom á tveim- ur bílum sem lagt var við sumar- bústaðinn. Um kvöldmatarleytið grilluðu þau mat í djúpum járn- potti. Hafði rignt allan daginn „Við vomm lögst til hvílu og við systkinin hlustuðum í um tíu mínútur á það sem við töldum vera rigningu byija á þakinu. En þetta var ekki rigning heldur snark í eldinum. Eg hafði sett pottinn með grillkolunum út fyrir dymar á vömbretti sem ég hafði fyrir tröppur og fært pottinn tvisvar sinnum til. Eldurinn kom upp sex klukkutímum eftir að ég kveikti upp í koiunum. Auk þess var allt rennandi blautt því það hafði hellirignt allan daginn. Ég á eftir að fá skýringar frá sérfræðingum á því hvernig þetta gat gerst. En við sáum strax að það var ekkert vit í öðm en að forða sér.“ Jóhannes Nordal eftir stjórnarfund Alusuisse-Lonza í gær Akveðið skref fram á við og stefnt að lyktum málsins RÆTT var um hugsanlega stækk- un álversins í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári á stjómarfundi Alusuisse-Lonza í Zurich í gær. Að sögn Rannveigar Rist, upplýs- ingafulltrúa ÍSAL, var því frestað að taka ákvörðun um stækkun en framkvæmdastjóm fyrirtækisins falið að halda áfram frekari athug- unum á ýmsum atriðum sem enn eru ófrágengin í hugsanlegum samningum. Er þar einkum um að ræða fjárfestingarkostnað og stöðu samningamála gagnvart starfs- mönnum álversins, að hennar sögn. Jóhannes Nordal, formaður við- ræðunefndar Landvirkjunar og iðn- aðarráðuneytisins, segir að ekki hafi verið búist við að endanleg ákvörðun um stækkun yrði tekin á þessum fundi. „Það var búist við að stjómin fjallaði um málið og gæfi fram- kvæmdastjórninni ákveðnar heim- ildir til þess að halda áfram að vinna að lyktum þess. Ég get ekki séð annað en að þarna hafi verið tekið ákveðið skref fram á við og að stefnt verði áfram að því að ljúka málinu,“ segir Jóhannes. Hann kvaðst búast við að fljót- lega yrði ákveðið hvenær næsti við- ræðufundur með Alusuisse-Lonza verður haldinn. Iðnaðarráðherra bjartsýnni „Stjórn fyrirtækisins ákvað að fela framkvæmdastjórn og stjórn- endum ÍSAL að halda áfram þess- um viðræðum og semja um þá hluti sem út af standa," segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. „Ég tel að menn hafi stigið nokk- uð stórt skref í átt til þess að úr þessu geti orðið en á meðan hlutirn- ir em ekki fullfrágengnir getur ýmislegt gerst. Ég tel að með þess- ari ákvörðun höfum við færst enn nær því að þessir samningar geti tekist," sagði Finnur og kvaðst vera bjartsýnni en áður á að af samning- um verði. „Af okkar hálfu munum við leggja áherslu á að þessu verði hraðað eins og kostur er á næstu dögum og vikum," sagði ráðherra. Fundur með Jóni Baldvin og Svavari Gestssyni á Kornhlöðuloftinu JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði á fjöl- sóttum fundi á vegum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í gær að hann vildi líta á fundinn sem upp- hafið að samtölum þar sem á það yrði látið reyna hvort jafnaðarmenn gætu sameinast. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, tók undir þetta og kvað stjórnar- andstöðuna hafa tíma fram til miðs árs 1997 til að ná saman. Efnt var til fundarins í gær á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík til að ræða nýja bók Svavars, Sjónarrönd, Jafnaðar- stefnan: Víðhorf. F'ramsögu höfðu Jón Baldvin og höfundurinn. Var riíjað upp að það væru tæp þrjátíu ár síðan Jón Baldvin hefði verið síðast á fundi hjá Alþýðubandalag- inu í Reykjavík en það var í Tóna- bíói í apríl 1967. Sameininingarmál voru og mjög til umræðu. Jón Baldvin fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hann taldi að myndu líklega valda mestum erfiðleikum í samræðum vinstri manna. Nefndi hann sérstaklega í Upphaf viðræðna um sameiningu Morgunblaðið/RAX Framsögu á fundinum í gærkvöldi höfðu Svavar Gestsson, höfundur bókafinnar, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. því sambandi að þótt Alþýðuflokk- urinn hefði sett aðild að Evrópu- sambandinu á oddinn þá væri ljóst að sú yrði aldrei niðurstaðan fyrir tilverknað eins flokks. En í ljósi afstöðu forsætisráðherra til ESB- aðildar væri þar komið tækifæri fyrir vinstri menn til að sameinast um að taka frumkvæðið í íslenskum stjórnmálum. Jón Baldvin riefndi sérstaklega Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í sambandi við samein- ingu vinstri manna og kvaðst reiðu- búinn að gegna ljósmóðurhlutverki við að koma sameinaðri jafnaðar- mannahreyfingu í heiminn. Byrjaðir að tala saman Svavar kvaðst að mörgu leyti geta tekið undir greiningu Jóns Baldvins á því hvar ágreiningurinn væn mestur milli flokkanria. Það ætti að halda þessum samtölum áfram, ganga í það verkefni en gera ser ekki neinar gyllivonir. ,jVið erum byrjaðir að tala saman. Ahuginn hér í kvöld staðfestir það,“ sagði Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.