Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ísland og flóttamannavandinn ísland taki upp flóttamannakvóta JÚ, JÚ, við höfum nóg pláss fyrir flóttafólk, hr. Toolen. Það eru svo margir sem skella sér í siglingu hjá okkur í góðærinu... Auglýst eftir athugasemdum víð tvöföldun Vesturlandsvegar Breikkun talin vera full- nægjandi í fimmtán ár Hljóðmengun eykst um 4-5 desibel til ársins 2030 SKIPULAG ríkisins hefur auglýst tillögu um tvöföldun Vesturlands- vegar um Mosfellsbæ og getur allur almenningur gert athuga- semdir við fyrirhugaða fram- kvæmd og skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum hennar til 2. októ- ber nk. Framkvæmdin, sem á að hefjast á næsta ári, felur í sér að Vestur- landsvegurinn verði tvöfaldaður frá bæjarmörkum við Reykjavík að Þingvallavegi og að endur- byggð verði gatnamót vegarins við Skarhólabraut, Langatanga, Hafravatnsveg og Álafossveg. Einnig að byggja nokkur göng undir Vesturlandsveg fyrir gang- andi umferð, þar af þrjú í fyrsta áfanga. Gatnamót Vesturlands- vegar og Hafravatnsvegar munu færast um 150 metra til suðurs samkvæmt núverandi áætlunum. Flutningsgeta of lítil í samantekt um framkvæmdina sem unnin er á vegum Vegagerðar ríkisins, Mosfellsbæjar og verk- fræðistofunnar Fjölhönnunar hf., kemur fram að markmið stækkun- arinnar er að auka verulega flutn- ingsgetu vegarins og gatnamóta og auka öryggi gangandi og akandi vegfarenda. Hámarksum- ferð á sunnudagseftirmiðdegi að sumri til um veginn nemi 1.300 bílum á klukkustund í aðra áttina, en eðlileg flutningsgeta í aðra átt á tveggja akreina þjóðvegi sé um 1.000 bílar á klukkustund. Tvö- falda þurfi því veginn til að hann anni núverandi hámarksumferð með góðu móti. Flutningsgeta Vesturlandvegar eftir breikkun í fjórar akreinar ásamt lagfæringum á gatnamót- um, sem mörg hver þykja ófull- nægjandi með hliðsjón af um- ferðaröryggi og flutningsgetu, er talin vera nægjanleg næstu 15 árin, miðað við umferðarspár. Vegur fluttur á kafla Áætlað er að tvöföldun vegarins fylgi að mestu núverandi vegi að undanskildum kaflanum frá Langatanga að Brúarlandi. Þar er áætlað að flytja veginn allt að 200 metra í suður og er færslan mest við Hafravatnsveg. Einnig þarf að skera veginn inn í landið á móts við núverandi aðkomu að Lága- fellskirkju. Fulltrúar Vegagerðar, Mosfells- bæjar og Fjölhönnunar hf. telja að fyrirhugað framkvæmdarsvæði sé ekki náttúrufarslega sérstakt með tillti til dýralífs, gróðurfars eða landslags, og verði því fram- kvæmdimar ekki til lýta eða breyta dýralífi. Helstu neikvæðu hliðar séu auk- in hljóð- og loftmengun vegna aukinnar umferðar. Úttekt Rann- sóknarstofnunar byggingaiðnað- aríns sýni að umferðarhávaði muni aukast um það bil 0,5-1,0 desibel fram til ársins 2008 og um 4-5 desibel til ársins 2030 frá því sem nú er. Byggja þurfi og styrkja hljóðvarnir á nokkrum stöðum, en Ioftmengun sé innan þeirra marka er reglugerðir kveða á um. í heild vegi þeir þættir sem mæla með framkvæmdinni þyngra en þeir sem mæla á móti henni. Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar Ötult starf í þágu mannúðar o g friðar í 78 ár Dr. William H. Wunder LIONS-HREYFINGIN hefur nú starfað í meira en 78 ár og er alþjóðahreyfing með um 1,4 milljónir meðlima í flestum löndum heims. Á íslandi eru um 2.500 manns’starfandi í Lions-, Lionessu- og Leo- klúbbum. Alþjóðaforseti Li- onshreyfingarinnar, Dr. William H. Wunder, kom hingað til lands um helgina og átti fundi með íslenzku Lions-fólki. Dr. Wunder tók við embætti alþjóðaforseta í byijun júiímánaðar sl. og var í þetta sinn á leið heim til Bandaríkjanna frá l'Riga í Lettlandi, þar sem verið var að stofna nýjan Lionessu- klúbb. - Hvert er erindi þitt til íslands? „Ég vil kynnast íslenzku Lions-fólki, kynna mér hver vandamál þess eru, sjá hvort ég geti veitt því einhveija aðstoð og freista þess að deila með því ráð- um. Ég vil að það finni að okkur er annt um það og starfsemi þess.“ - Hvaða boðskap flytur þú ís- lenzku Lions-fóiki? „Ég hyggst kynna fyrir því hugmyndir mínar um nauðsyn þess- að þroska leiðtogaefni innan hreyfingar okkar. I gegn um tíðina hef ég starfað í margs konar félög- um og fyrirtækjum og sannfærzt um það að án skilvirkrar, styrkrar stjórnunar á sér ekkert verkefni von um að skila árangri. Ég vil að í starfi Lionsklúbba sem og um- dæma verði lögð áherzla á stjórn- un og forystuþroska. Starfsemi klúbbmeðlima á að vera þannig að hún veki áhuga annarra á að taka þátt í starfmu og ganga til liðs við Lions-hreyfinguna. Ég segi ungu fólki sérstaklega að með starfí í Lions-klúbbi gefst því tækifæri til að safna reynslu, t.d. af stjórnunarhlutverkum, sem það í mörgum tilvikum hefur ekki færi á annars staðar. Þessi reynsla nýtist því síðan í starfi og á öðrum vettvangi í lífi þess, t.d. í sveitar-' stjórnum eða því um líku.“ - Eru þessar hugmyndir um þjálfun í stjórnun hluti af uppruna- legvm hugmyndagrundvelli Lions- hreyfíngarinnar? „Nei. Þetta er áætlun sem ég hleypti af stað fyrir um einu og hálfu ári síðan. Stjórn hreyfingar- innar samþykkti áætlunina. í aðal- stöðvum okkar í Oatbrook, lllino- is, var ráðið starfsfólk sérstaklega til að sinna þessu og núna er ver- ið að búa til efni til kennslu og þjálfunar í stjórnun sem nota á í Lionsklúbbum út um allan heim. Þannig munum við í höfuðstöðvum hreyf- ingarinnar sjá öllum Lionsklúbbum heims- ins fyrir efni og upp- lýsingum um stjórnun. Meginstarf og markmið Lions- hreyfingarinnar er þó eftir sem áður starf að mannúðarmálum. Stjórnunaráætlunin er aðeins við- bót, og vonandi hjálpar hún til við að gera aðalstarfið, mannúðar- starfíð, betra og skilvirkara." - Nýlega var kona kjörin um- dæmisstjóri annars af tveimur umdæmum Lions-hreyfíngarinnar á íslandi. Eru konur í sókn innan hreyfingarinnar? „Já, nú eru 36 umdæmi vítt og breitt um heiminn undir stjórn kvenna. Fyrsta konan sem kjörin var umdæmisstjóri var kjörin í Frakklandi fyrir 5 árum. Og nú Qölgar þeim á hveiju ári.“ ►Dr. William H. Wunder er frá Kansas í Bandaríkjunum. Hann er einn af stjórnarmönnum Marymont-háskólans þar og prófessor í markaðsfræðum og stjórnun við sama skóla. Hann starfaði fyrir herinn um 22ja ára skeið, m.a. í Víetnam. Dr. Wunder gekk til liðs við Lions- hreyfinguna fyrir 17 árum, þá sem einn af stofnfélögnum Li- onsklúbbs Wichita-flugvallar. Hann hefur verið formaður klúbbsins, umdæmisstjóri og fjölumdæmisstjóri og tók sæti í alþjóðastjórn samtakanna árið 1989. Á alþjóðaþingi hreyfing- arinnar, sem fram fór í Seoul í S-Kóreu í júlí sl. var Dr. Wund- er kjörinn alþjóðaforseti, en þessu æðsta embætti samtak- anna mun hann gegna í eitt ár. William H. Wunder og eigin- kona hans, Dorothy, eiga þrjú börn og fimm barnabörn. - Er eitthvert alþjóðlegt sam- starfsverkefni í gangi núna á veg- um Lionshreyfíngarinnar? „Já, það heitir SightFirst og er til þess gert að leggja baráttunni gegn blindu lið. Markmiðið er að útrýma læknanlegri blindu og blindu sem hægt er að komast hjá. 80 af hundraði þeirra 40 millj- óna manna sem eru blindir í heim- inum hefði verið hægt að bjarga undan þeim örlögum að verða blindir eða lækna þá. Um einn af hveijum fjórum blindra jarðarbúa varð blindur af völdum vagls. Með uppskurði er hægt að lækna eða koma í veg fyrir blindu af þessum völdum, en því miður á stór hluti mannkynsins þess ekki kost að gangast undir uppskurð af þessu tagi. Með SightFirst- áætluninni erum við m.a. að þjálfa upp starfsfólk til starfa við sjúkrahús í þróunar- löndum. Til að fjármagna verkefn- ið var efnt til fjársöfnunar út um allan heim, og söfnuðust yfir 130 milljónir bandaríkjadala í henni." - Hver hefur árangurinn af þessari áætlun orðið hingað til? „Okkur hefur nú þegar tekizt að gefa 750.000 manns sjónina, sem annars hefðu orðið blindunni að bráð til frambúðar." - / hverju felst starf alþjóða- forseta Lionshreyfingarinnar? „Kjörtímabilið er eitt ár. Ég mun heimsækja 80 lönd á þessu eina ári, stýra alþjóðlegum stjórn- arfundum og ávarpa 7 landsþing samtakanna, svo nokkuð sé nefnt. Þetta verður erilsamt ár.“ Höfum gefið 750.000 manns sjónina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.