Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 10
t t 10 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995_____________________________________ FRÉTTIR Félagsmálanefnd gerir tillögu um úrbætur hjá Brunamálastofnun Ráðherra segir lög- um verða breytt Félagsmálanefnd Alþingis sendi í gær þing- mönnum og félagsmálaráðuneyti skýrslu sína um málefni Brunamálastofnunar, þar sem gerðar eru tillögur um úrbætur _______-—--------------------->------------- innan stofnunarinnar. Kristín Astgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra segja að þörf sé á lagabreytingum. FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis telur að eftir að hafa kynnt sér málefni stofnunarinnar og það „erfiða ástand sem þar hefur ríkt um nokkurt skeið“ þurfi að endur- skoða lög og reglugerðir, einkum 3. grein laga um brunamál og brunavarnir, í þeim tilgangi að taka af allan vafa um hlutverk stjómar stofnunarinnar og verka- skiptingu milli hennar og bruna- málastjóra. Hins vegar þurfi að greina og taka á þeim örðugleikum sem ein- kennt hafa samskipti stjórnar Brunamálastofnunar og bruna- málastjóra til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig þegar ný stjórn tekur við. Nefndin bendir jafnframt á nauðsyn þess að sam- ræma reglugerð um brunamála- skólann gildandi lögum og einnig að brýnt sé að setja reglugerð um innheimtu brunavarnargjalds sem tryggingafélögin annast, sem hafi enn ekki litið dagsins ljós þótt að brýnt sé að svo verði, þar sem um miklar fjárhæðir sé að ræða. Ólíðandi ástand vegna deilna „Þá lýsir félagsmálanefnd yfir áhyggjum sínum yfir því að sam- starfsörðugleikar milli stjórnenda ríkisstofnunar skuli hafa komist á svo hátt stig að stjórn viðkomandi stofnunar segi af sér störfum eins og hún leggur sig ásamt skóla- nefnd. Stjórnendum ber skylda til að leysa slíkra samstarfsörðug- leika áður en í óefni er komið og að sinna því hlutverki sem þeim er falið lögum samkvæmt. Það er ólíðandi að ríkisstofnun, sem sinnir mikilvægu öryggishlutverki, skuli vera hálflömuð tímunum saman vegna innri deilna. Það er að sjálfsögðu á valdi félagsmálaráðherra og ráðuneytis hans að leysa vanda Brunamála- stofnunar og að tryggja að stjórnarhættir og samstarf verði með eðlilegum hætti í framtíð- inni,“ segir í skýrslunni. Páll Pétusson félagsmálaráð- herra segist hafa boðað lagabreyt- ingar um málefni Brunamála- stofnunar þegar hann kom til starfa í vor og bent á nauðsyn þess að skýra verkaskiptingu stjórnar og brunamálastjóra. Ábendingar nefndarinnar komi því ekki á óvart en hann geri engar athugasemdir við störf hennar. Vonar að friður skapist „Ég mun undirbúa það að breyta lögunum um Brunamála- stofnun á næsta þingi til að valds- mörk séu skýrari. Árið 1992 breytti félagsmálanend lagafrum- varpinu þannig að valdsmörkin urðu óskýrari, sem er hluti af þeim vanda sem skapaðist innan stofn- unarinnar. Mér finnst eðlilegt að breyta lögunum áður en reglu- gerðin verður sett, til að reglu- gerðin verði í samræmi við lögin en þurfi ekki að breyta henni eftir lagasetningu," segir Páll. Hann kveðst vona að friður skapist milli stjórnar og bruna- málastjóra _með nýjum lögum. Kristín Ástgeirsdóttir segir að nefndin hafí lokið við skýrsluna 7. júlí sl., en tafir á birtingu henn- ar skýrist af því að hún hafi verið til athugunar í forsætisnefnd þingsins. Það sé sökum þess að ekki hafi gerst áður að nefnd inn- an þingsins nýti sér 26. grein þing- skaparlaga er heimilar nefndum af eigin frumkvæði að fjalla um önnur mál en þau sem til hennar er vísað. Því hafi vaknað spurning- ar um hvernig ætti að fara með skýrsluna innan þings, þegar þing er ekki að störfum. Tilnefninga í stjórn beðið Kristín segir málið um margt vandmeðfarið þar sem brunamála- stjóri hafi ekki brotið af sér í starfi þótt hann sé erfiður í samvinnu. Nefndin gerir tillögur um laga- breytingar og það sé fyrst og fremst á valdi félagsmálaráðherra og félagsmálaráðuneytis að taka á málinu. Einnig komi til greina að nefndin leggi fram frumvarp en það yrði aldrei gert í andstöðu við ráðuneytið. Ráðuneytið reynir nú, að sögn Kristínar, að skipa nýja stjórn Brunamálastofnunar en þeir sem skipa eiga í stjórna haldi nær allir að sér höndum, og t.d. vilja trygg- ingafélögin skoða nýja reglugerð sem var tilbúin innan ráðuneytis- ins. „Félögin vilja vita hvort eitt- hvert gagn sé í reglugerðinni og hvort hún megi verða til þess að auðvelda málin, því að menn sjá engan tilgang í að skipa nýja stjórnarnefnd ef þessi leikur held- ur áfram eins og hann hefur gert í mörg ár,“ segir Kristín. Páll segist hafa óskað eftir því að þeir aðilar sem eiga lögum sam- kvæmt að tilnefna fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar geri það, og hafi sumir gert það nú þegar, þar á meðal Samband íslenskra sveitarfélaga, og hann bíði eftir tilnefningu annarra. Hann minnist þess ekki að tryggingafélögin hafí óskað eftir að sjá reglugerðardrög- in, enda þjóni það litlum tilgangi þar sem ljóst sé að lögum og jafn- framt reglugerð verði breytt. FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ Kvisthagi — laus Góö 2ja herb. íb. í kj. í góöu þríb. v/Kvisthaga. Stutt í HÍ. Áhv. 2,6 hagst. langtlán. Laus strax. Lyklar hjá Fram- tíðinni. Verð 5,3 millj. Holtsgata — laus Góð 2ja herb. íb. á jarðh. í suður í 6-íb. húsi. Endurn. rafm. Laus strax. Verð 4,6 millj. Fellsmúli — laus 2ja herb. íb. á jaröh. í „Hreyfilsblokk- inni“. Laus strax. Lyklar hjá Framtíð- inni. VerÖ 3,9 millj. Skólavörðuh. — laus Góð 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæö »' tvíb. m. eérinng. GóÖ staðs. Laus strax. Lyklar hjá Fromtíðinnl. Verö aðeíns 3,9 millj. Hrafnhólar — laus 2ja herb. íb. á efstu hæö í lyftuh. Fráb. útsýni. Suðaustursv. íb. er nýl. stand- sett. Laus strax. Lyklar á skrifst. Verö 4,3 millj. Bollagata Góð 3ja herb. íb. í kj. í fjórb. Rúmg. herb. Áhv. 3,6 millj. hagst. langtíma- lán. Verö 5,9 millj. Álagrandi — laus Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb. Áhv. 3,3 millj. góð langtímalán. Laus fljótl. Verö 6,9 millj. Miðborgin — laus Falleg og mikið endurn. 3ja herb. íb. á 2. hæð í góðu steinh. Parket. Laus strax. Verö aöeins 5.350 þús. Brávallagata Á þessum vinsæla staö, björt og góö 3ja herb. íb. 85 fm á 3. hæð í góðu þríb. Nýl. rafm. og tafla. Verö 6,5 millj. Skúlagata — ódýr Góö 3ja herb. íb. á 4. hæð í góðu steinh. Nýl. þak. LAUS STRAX. Verð aðeins 4,9 millj. NÝTT Á SÖLUSKRÁ Huldubraut — Kóp. Vorum að fá í sölu nýtt parhús á tveimur hæðum, 260 fm meö innb. bílskúr. Húsiö er mjög skemmtilega hannaö. Arinn í 9tofu. Áhv. 6,8 millj. húsbr. Bein sala eða skipti á ódýrari eign. Verö 12,5 millj. Keilugrandi — 4ra herb. Mjög falleg og vel umgengin 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæö í góöu fjölb. ásamt stæði í bílskýli. Tvennar svalir. Parket. Flísar á baði. Hús nýlega málaö. Sanngj. verð 8,9 millj. Vesturbær — gott verð. Góö 5 herb. íb. á efstu hæö í fjölb. sem er nýl.* viðg. og málað. Stofa, 4 svefnh. Áhv. byggsj. 3,0 millj. Bein sala eða skipti á ódýr- ari eign. Hagst. verð 6,9 millj. Bogahlíð — laus. Mjög falleg 3ja herb. íb. á 3. hæö í fjölb. sem nýl. hefur veriö íekið í gegn aö utan og málaö. Ný falleg eldhúsinnr. Suðvestursv. og útsýni. Laus strax. Lækkaö verö 6,9 millj. Nokkuð um meinlaus útbrot í lófum og iljum NOKKUÐ hefur verið um að fólk leitaði til Læknavaktarinnar í Reykjavík með börn sem eru með útbrot í munni, lófum og á iljum. Að sögn Magnúsar R. Jónassonar, yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, er sjúkdómurinn meinlaus og sýnist oft meiri en hann í raun- inni er. Að sögn Sigurðar Björnssonar, smitsjúkdómalæknis, eru útbrotin af völdum veira, aðallega tveggja skyldra tegunda, Coxsachie A16 og Enteroveiru 71. Sjúkdómurinn hefur ekki hlotið íslenskt heiti en á ensku kallast hann „Hand, foot and mouth disease". Einkenni hans eru vatns- kenndar blöðrur í lófum, á iljum og í munni. Sigurður segir að sjúkdómurinn sé ekki óalgengur, hann stingi sér niður af og til en venjulega verði ekki faraldur. Hann smiti aðallega við snertingu og sé frekar léttvæg- ur. Engin meðferð sé til við honum en hann gangi yfir á nokkrum dögum. Sefhf, ém Fasteignamiðlun Siguröur Óskarsson lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 16 símar 588 0150 og 588 0140 Fax 588 0140 ÍÉLAGlffASTEIGNASAlA ÓDÝRAR ÍBÚÐIR Rofabær Miklabraut Hringbraut Víðimelur Vallarás Öldugata Sólvallagata Ránargata Austurströnd Kleppsvegur Álftamýri 53 fm 2. hæð 2 herb. 67 fm 3. hæð 4 herb. 62 fm 2. hæð 3 herb. 78 fm k. 2 herb. 54 fm 5. hæð 2 herb. 66 fm 4. hæð 4 herb. 53 fm 2. hæð 2 herb. 58 fm 1. hæð 3 herb. 67 fm 4. hæð 2 herb. 83 fm 4. hæð 5 herb. 68 4. hæð 3 herb. 2,8 áhv. 4,9 millj. laus 2,0 áhv. 4,7 millj. 2,7 áhv. 5,0 millj. laus 4,0 áhv. 5,0 millj. 2,4 áhv. 5,0 millj. lyfta 3,1 áhv. 5,2 millj. laus 5,4 millj. laus 2,5 áhv. 5,7 millj. 3,8 áhv. 6,5 millj. bílskýli/lyfta 2,3 áhv. 6,5 millj. 6,5 millj. laus MORGUNBLAÐIÐ Kennarar í 10. bekk semji ekki samræmdu prófin UMBOÐSMAÐUR bama, Þór- hildur Líndal, hefur sent frá sér álitsgerð þar sem þeirri tillögu er beint til menntamálaráðherra að í reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa verði kveðið á um að kennarar sem hafa með hönd- um kennslu í 10. bekk grunn- skóla megi ekki á sama tíma taka þátt í gerð samræmdra prófa. Forsaga málsins er sú að 9. maí sl. barst Þórhildi bréfleg ábending frá nemanda í 10. bekk um að gerð og fram- kvæmd samræmdra prófa væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem mælir svo fyrir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Við athugun málsins kom í ljós að starfandi kennarar 10. bekkjar grunnskóla hafa tekið þátt í undirbúningi og samn- ingu samræmdra prófa. Hins vegar er rétt að taka fram að kennarar fara ekki yfir úrlausn- ir nemenda sinna, né sitja þeir yfir þeim í prófinu. „Við munum að sjálfsögðu hafa álitsgerðina til hliðsjónar við ákvarðanir í þessu máli,“ sagði Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra. „Við fögnum þessu áliti og teljum að það sé mjög gagnlegt að fá ábendingar frá umboðsmanni bama um mál eins og þetta. Við munum reyna að fara eftir þeim í verki, eftir því sem efni leyfa. Við höfum þó ekki tekið endanlega afstöðu í málinu ennþá.“ Friðarkerti olli eldi ELDUR kviknaði á svölum timburhúss við Bakkastíg að- faranótt sunnudags og reyndist sökudólgurinn vera friðarkerti, sem staðið hafði á plaststóli á svölunum. Nágrannar héldu eldinum í skefjum þar til lög- regla kom á vettvang. Nágrannarnir sáu eldinn, stukku til og reyndu að slökkva. Þegar lögreglan kom á staðinn logaði í svalagólfi, handriði og upp eftir súlum í svalagólf hæð- arinnar fyrir ofan. Lögreglu- mennirnir slökktu eldinn með handslökkvitæki. Húsráðandi vaknaði eftir að slökkvistarfi lauk. Hann kvaðst hafa verið með logandi friðar- kerti á plaststóli á svölunum og hafði kertið brætt sig í gegn- um plastið með þessum afleið- ingum. Þrír umsækj- endur hættu við vegna lágra launa STAÐA við heimspekideild Há- skóla íslands var nýlega aug- lýst laus til umsóknar á alþjóða- vettvangi. 24 umsóknir bárust, en af þeim ijórum umsækjend- um sem dómnefndin taldi hæf- asta hafa þrír dregið umsóknir sínar til baka. Allir þrír nefndu lág laun íslenskra háskólakenn- ara sem ástæðu, segir í ályktun heimspekideildar Háskólans. Heimspekideild telur ástæðu til að vekja athygli á því að launakjör þau sem boðin eru kennurum við Háskóla íslands gera skólanum illfært að keppa um hæfustu starfsmenn og lýs- ir áhyggjum sínum yfir afleið- ingum þess fyrir framtíð menntunar í landinu. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.