Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Listasumar-Akureyrarbær Garðyrkjufélag Akureyrar Afmælishald í söfnum bæjarins NÚ ER Listasumar ’95 brátt á enda en lok þess hafa verið miðuð við af- mæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Ýmislegt verður gert til að minnast afmælisins og ber þar helst að nefna afhjúpun styttu af Jóni Sveinssyni, Nonna, við Nonnahús. Þá verða flest söfn bæjarins opin eins og undanfar- in ár og aðgangur ókeypis. Minjasafnið verður opið kl. 11-17 og 20-23. í tilefni dagsins verður flutt söngvaka í kirkju safnsins en söngvökurnar voru fluttar á Listas- umri nú í sumar og í fyrra við mikl- ár vinsældir. Nonnahús verður opið kl. 10-17 og klukkan 17 verður styttan af Nonna afhjúpuð. Davíðshús verður opið kl. 15-17 og kl. 20.30 verður þar flutt dagskrá um Davíð Stefánsson. Deiglan er opin kl. 11-18. Þar stendur nú yfír sýning írskra og ís- lenskra listamanna á gjömingum, myndböndum og hljóðverkum. Þeir eru Amanda Dunsmore, Dougal McKenzie, Sean Taylor, Hannes Lár- usson, Hildur Jónsdóttir, Magnús Pálsson og Valborg S. Ingólfsdóttir sem sýnir myndverkið Þijár tillögur að sveitaferðum með nesti. í Ketilhúsinu er hluti skúlptúr- sýningarinnar sem staðið hefur á Akureyri í ágúst og verður nú brátt tekin niður. Það fer því hver að verða síðastur að fá sér gönguferð um svæðin þar sem verkunum er komið fyrir. Hægt er að nálgast kort í Deiglunni, Ketilhúsinu, Minjasafninu og víðar. TIMBURPALLARNIR í Háagerði 3 vöktu sérstaka athygli nefndarinnar. Harður árekstur við Hlíðarbæ Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir EINS og sjá má er bíllinn handónýtur og nánast kraftaverk að ökumaðurinn skyldi stíga út úr flakinu. Ók undir kyrrstæðan heyvagn urinn sá sitt ráð óvænna að sveigja aftur inn á hægri vegarhelming og lenti þá undir heyvagninum auk þess sem bíllinn sem kom á móti rakst utan í hlið bílgins. Bíllinn sem skall á heyvagninum er gjörónýtur. Ökumaðurinn tvi- kjálkabrotnaði og var fluttur á sjúkrahús en miðað við hve aðkom- an var ljót þótti mikil mildi að hann skyldi ekki slasast meira. Ekki urðu slys á fólki í hinum bílnum. MJÖG harður árekstur varð við Hlíðarbæ norðan Akureyrar laust fyrir kl. 14.30 síðastliðinn laugar- dag. Þá lenti fólksbíll undir hey- vagni og gjöreyðilagðist en öku- maðurinn þótti sleppa ótrúlega vei miðað við aðstæður. Að sögn lögregluvarðstjóra ætl- aði ökumaðurinn að fara fram úr heyvagninum sem var kyrrstæður á veginum með sprungið dekk. Þá kom annar bíll á móti og ökumað- GARÐASKOÐUNARNEFNDá vegum Garðyrkjufélags Akur- eyrar hefur nú ákveðið hvaða garðar í bænum hljóta viður- kenninggr árið 1995, en slíkar viðurkenningar eru veittar ann- að hvert ár. Með þessu framtaki vill Garðyrkjufélagið hvetja bæjarbúa til að stuðla að fegrun bæjarins. Eftirtaldir einkagarðar hljóta viðurkenningu Garð- yrkjufélags Akureyrar að þessu sinni: Bakkasíða 3; eigendur Unnar Arnórsson og Hugrún Marta Magnúsdóttir. Duggu- fjara 8; eigendur Bessi Skírnis- son og Eiríksína Þorsteinsdótt- ir. Háagerði 3; eigendur Hauk- ur Tryggvason og Steinunn Jónsdóttir. Þingvallastræti 20; eigendur Krislján Jónsson og fjölskylda. Auk þess ákvað nefndin að veita Hafnarstræti 92 viður- kenningu en þar eru fyrirtækin Bautinn, Smiðjan, ísbúðin og Herrabúðin til húsa. Eigandi hússins er Hafnarstræti 92 hf. í garðaskoðunarnefnd sátu Rebekka Sigurðardóttir, Arni Steinar Jóhannsson og Ingi- Handmenntakennarar í framhaldsskólum Fagfélag stofnað til að standa vörð um verkmenntir SÍÐASTLIÐINN föstudag komu fata- og textílkennarar í fram- haldsskólum landsins saman til fundar í Punktinum á Akureyri í þeim tilgangi að stofna formlegt félag starfandi kennara í þessum greinum. Undirbúningsfundur hafði áður verið haldinn og fulitrú- ar hópsins fóru á fund Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra tií að vekja athygli á stöðu greinar- innar innan skólakerfisins. Á stofnfundi félagsins kom fram að handmenntakennsla í framhaldsskólum hafi ekki fengið mikið rými innan um „bóknáms- pressu“ undanfarinna ára og að markmið félagsins væri að efla veg fagsins innan framhaldsskólanna. Að sögn Sigrúnar Ingibjargar Arnardóttur handmenntakennara var talin rík þörf á því að stofna félag kennara í fata- og textílgerð í framhaldsskólunum en hún sagði að félagið yrði þó ekki í neinni samkeppni við félag handavinnu- kennara í grunnskólunum heldur væri lögð áhersla á samvinnu. „Handmenntakennslan hefur verið á niðurleið hér á landi og við höfum dregist langt aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum. Við búum við þær aðstæður að hafa of marga nemendur saman í einu og of stuttan tíma. Það er ekki raunhæft að ná viðunandi árangri við þessar aðstæður því hand- menntir krefjast mikillar einstakl- ingskennslu og markmið okkar er að það verði ekki fleiri en 8 nem- endur í hverjum hópi,“ sagði Sig- rún. Verknám jafn nauðsyn- legt og bóknám í ályktunum stofnfundarins er hin mikla kennsluskerðing sem orðið hefur á handmenntakennslu í grunnskólunum hörmuð og talið er tímabært að gera úttekt á kennslu verkmennta fyrr og nú. Því er fagnað að víða um land eru að myndast sprotar í atvinnuskapandi verkefnum í handverki, sem er bæði nýsköpun og nytjaiist og tilraun tii að endurvekja og nýta menningararfleifð okkar. Minnt er á að nauðsynlegt sé að samræma námsefni í þessum greinum í hinum ýmsu framhaldsskólum og því beint til menntamálaráðuneytisins að beita sér fyrir úrbótum með aðstoð fagfólks. Sigrún gat þess að nú væri komin upp umræða um nauðsyn þess að efla verkmenntakennslu í framhaldsskólunum en þau orð vildi hún sjá í verki. Það væri talið dýrt að kenna verkmenntir, hóparnir væru fámennari og því ekki eins góð nýting á kennsluhúsnæði, en hún sagði að slíkar úrtöluraddir mættu ekki kæfa málið. Verknám væri jafn nauðsynlegt og bóknám og tölvufræðsla þegar horft væri til framtíðar og þar gætu margir fundið rétta hillu í lífinu. Undirbúningshópurinn hlýddi á fyrirlestur hjá fínnska textílhönnuðinum Sirrka Könönen og sat námskeið í silkimálun um helgina þegar búið var að ganga frá stofnun félagsins. Sigrún sagði að ætlunin væri að hittast aftur á námskeiði á Laugarvatni í vetur og halda þá uppbyggingu félagsins áfram. Fegurstu garðarn- ir valdir björg Eyfells. Að sögn Rebekku var áherslan lögð á nýja garða í þetta skipti en að tveimur árum liðnum mun sérstaklega verða horft til gamalla og gró- inna garða, heildstæðra og fal- legra gatna, frágangs lóða við fyrirtæki og útileiksvæða barna. Niðurstöður garðaskoðunarnefndar Bakkasíða 3. Vel hefur tekist til að samhæfa garð og hús. Aðkoma sérstaklega falleg. Garðurinn er allur mjög vel hirtur og sérstaka athygli nefndarinnar vakti matjurta- garður og smekklegir safnkass- ar fyrir garðaúrgang. Duggufjara 8: Fallega upp- byggður nýr garður í gömlu hverfi. Val á grjóti og notkun þess vakti sérstaka athygli nefndarinnar. Skemmtilegar tjarnir setja svip á garðinn og samspil garðsins við tjarnar- svæðið í innbænum er athyglis- vert. Háagerði 3: Vel hirtur og fallegur garður. Urval trjáa og runna og frábær útiaðstaða fyr- ir fjölskylduna á timburpöllum vakti sérstaka athygli nefndar- innar. Skemmtilegar lausnir varðandi hæðarmun á lóðinni. Þingvallástræti 20: Nýupp- gerður garður í gömlu hverfi. Garðurinn er sérstaklega vel hirtur og athyglisverðir blóma- kassar á áberandi stað gleðja augað. Hafnarstræti 92: Nýuppgert og endurbætt hús í fallegu um- hverfi. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika vegna plássleysis hafa umhverfismálin verið leyst á mjög smekklegan hátt með hellulögnum og gróðurbeðum. Allur frágangur er fyrirtækjum á miðbæjarsvæðinu til eftir- breytni. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson BAKKASÍÐA 3. Aðkoman þykir afar falleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.