Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Baldvin ÚTIHÚSIN eru fallin og allt brunnið sem brunnið gat. Heyið er sennilega ónýtt af vatni og reyk. Stórtjón í eldsvoða í Bárðardal Fjárhús o g hlaða brunnu tíl kaldra kola SLÖKKVILIÐINU á Stórutjörnum barst tilkynning um eldsvoða í Sandvík í Bárðardal um kl. 22 síð- astliðið laugardagskvöld. Þegar slökkviliðið var komið á staðinn hálftíma síðar voru fjárhúsin fallin og ljóst að fáu yrði bjargað. Öll húsin eru meira eða minna ónýt, hey er mikið skemmt og sýnt að þarna hefur orðið stórtjón. Þá brunnu tveir hundar inni. Verið er að rannsaka eldsupptök en Sigurður Amarson vara- slökkviliðsstjóri segir að eldurinn hafi sennilega komið upp í véla- geymslu sem var í hluta fjárhús- anna og breiðst hratt út þaðan. „Það var engu hægt að bjarga. Við lögðum áherslu á að veija íbúðarhúsið því neistaflugið stóð á það í stífri norðan átt. Eldurinn var slokknaður eftir 3-4 tíma og þá átti eftir að moka út úr hlöð- unni. Þetta er stórtjón, bæði á húsum og heyi svo og vélum sem þama voru,“ sagði Sigurður. Sem fyrr segir drápust tveir hundar í eldsvoðanum en búfénað sakaði ekki. Dráttarvél og fleiri tæki í vélageymslunni skemmdust. í gær vom menn frá tryggingafé- lagi býlisins að meta tjónið. 133 ár frá kaupstaðarréttindum Dagskrá í Davíðshúsi ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 29. ág- úst kl. 20.30 verður flutt dagskrá um Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi í Davíðshúsi á Akureyri. Vaka-Helgafell stendur að þessari kvölddagskrá í samvinnu við Akureyrarbæ á afmæli bæjarins í tilefni af því að forlagið gefur nú út Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar í fjórum bindum á hundrað ára afmæli skáldsins, en Davíð var heiðursborgari Akureyrar. Óskar Pétursson frá Álftagerði syngur lög við ljóð Davíðs, Rósa Guðný Þórsdóttir leikari les úr verkum hans og Pétur Már Ólafs- son aðalritstjóri hjá Vöku-Helga- felli segir frá Davíð og skáldskap hans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Afmæli Akureyrar- kaupstaðar ÞAÐ er viðeigandi að birta þessa mynd af Minjasafnskirkj- unni á Akureyri á 133 ára kaup- staðarafmæli bæjarins í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, en bær- inn fékk kaupstaðarréttindi á því herrans ári 1862. Þótt þetta teljist varla stór- afmæli verður dagsins minnst með ýmsu móti. Söfnin verða opin, styttan af Nonna verður afþjúpuð við Nonnahús og í Davíðshúsi verður flutt dagskrá um Davíð Stefánsson svo eitt- hvað sé nefnt. Nonnastyttan afhjúpuð STYTTA Nínu Sæmundsson af Jóni Sveinssyni, Nonna, verður afhjúpuð við Nonnahús, Aðal- stræti 54, á afmælisdegi Akur- eyrar, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 17. Allir eru velkomnir að athöfn- inni og er aðgangur ókeypis. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 13 VEIÐIMAÐUR glímir við lax við Skurðbrot í Eyvindarlæk fyrir nokkru. Laxinn reyndist vera tíu pund og flugan var rauð Frances. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Víðidalsá svört af sjóbleikju FEIKNALEG sjóbleikjuveiði hef- ur verið á silungasvæðinu í Víði- dalsá. Ragnar Gunnlaugsson, bóndi á Bakka í Víðidal, segir að veiðin hafi verið meiri en í mörg ár og eru menn þó góðu vanir á þessum slóðum. Þá hefur laxveiði gengið vonum framar á aðalsvæði árinnar. Spár fyrir sumarið voru afleit- ar, en vel á áttunda hundrað lax- ar eru komnir á land, þar á með- al stærsti lax sumarsins á land- inu, 25 punda hængur. Svart af sjóbleikju „Júlí og ágúst hafa verið mjög góðir, það er svart af bleikju og það hafa flestir fengið mjög góða veiði. Þá er stærðin mjög góð, þetta er nær allt tveggja til fjög- urra punda fískur og þeir stærstu fímm punda. Það er einnig reyt- ingur af sjóbirtingi og einn og einn lax. Ég hef frétt af fímmtán löxum, en skráningin er þannig að menn færa veiðina inn á veiði- leyfíð og senda mér það. Það vantar talsvert upp á að ég hafi fengið allar skýrslur í hús. En til marks um veiðina þá hafa tvær stangir verið að fá upp í 90 til 100 fiska á tveimur dögum,“ sagði Ragnar á Bakka. Bleikjan hefur tekið allt agn, en mest hef- ur þó veiðst á flugu og maðk. Ragnar sagði ennfremur að laxasvæðið hefði gefið skaplega. Um helgina voru komnir um 750 laxar á land og reytingsveiði alla daga. „Áin upp frá er auk þess bakkafull af bleikju. Svo mjög að það er varla hægt að renna í suma laxahylina án þess að fá bleikju á agnið," bætti Ragnar við. Lýsusvæðið líflegt „Þetta hefur verið miklu betra en í fyrra, það er mikið vatn á svæðinu og lax vel dreifður um allt. Það eru komnir 80 laxar á land sem er svipað og allt síðasta sumar. September hefur alltaf verið sterkur hjá okkur þannig að þetta verður miklu betra en í fyrra. Það væri búið að veiða miklu meira hérna ef það vantaði ekki veiðimenn. Það er helsti vandi okkar. Því miður erum við ekki í tísku núna,“ sagði Símon Sigurmonsson í Gistihúsinu Langaholti á Snæfellsnesi í gær- dag er hann var inntur eftir veiði- skap á vatnasvæði Lýsu. Auk laxveiðinnar hefur verið mjög góð silungsveiði í sumar, einkum framan af, og er það mest staðbundin bleikja og sjó- bleikja, en einnig nokkuð af urr- iða. Silungsveiðin hefur minnkað er liðið hefur á sumarið, trúlega vegna þess að þá eru menn að sækja í laxinn og veiðitækin bera keim af því. Núpá í 200 laxa Núpá á Snæfellsnesi er ný- skriðin í 200 laxa og hefur verið reytingsveiði að undanförnu. Að sögn Eiríks Eiríkssonar, eins leigutaka'árinnar, hafa menn ver- ið að fá allt frá fjórum löxum á dag niður í ekki neitt síðustu daga. „Það er nóg af fiski, en suma dagana tekur hann mjög illa,“ sagði Eiríkur. ossvogsstöðin hf plöntusalan í Fossvogi Opiðkl. 8-17, sími 564-1777 Meöan birgðir endast: Stafafura, 15 kr. stk. Fossvogsstöðin f. neðan Borgarspítalann. Með fangið fullt afgróðrí Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 4-j| 567-1800 ^ Suzuki Sidekick JX '91, rauður, 5 g., ek. 44 þ. mílur, upph., 30" dekk, álfelgur o.fl. Fallegur bíll. V. 1.380 þús. Einnig: Suzuki Vitara JLX '90, 3ja dyra, sjálfsk., ek. aðeins 59 þ. km. V. 1.190 þús. Toyota Hilux D. Cap '91, rauður, 5 g., ek. 62 þ. km, læstur aftan og framan 5:71 hlutföll, loftdæla, 35" dekk, álfelgur o.ffl. V. 1.890 þús. Daihatsu Charade 1,3 TX '94, ek. 25 þ. km., rauður, rafm. í rúöum, samlæs. V. 940 þús. Einnig: Daihatsu Charade TX Limited '92, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 690 þús. Hyundai Pony LS '93, grænn, 5 g., ek. 46 þ. km. V. 720 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Toyota Corolla GLi Hatschback '93, 5 dyra, 5 g., ek. 40 þ. km., 2 dekkjag., drátt- arkúla o.fl. V. 1.080 þús. Chevrolet Blazer S-10 Sport 4.3 '90, sjálfsk., ek. 67 þ. km. V. 1.690 þús. Toyota Corolla XL 5 dyra '88, 4 g., ek. 126 þ. km. V. 440 þús. MMC Pajero T. diesel langur '88, grá- sans., ek. 125 þ. km. V. 1.300 þús. Nissan Patrol diesil '84, 5 g., ek. 220 þ. km., 33" dekk, gott eintak. V. 1.090 þús. Subaru 1800 GL Station 4x4 '87, rauður, 5 g., ek. 124 þ. km., óvenju gott eintak. V. 590 þús. Subaru Legacy 1800 GL Station 4x4 '90, grásans., sjálfsk., ek. 103 þ. km. Gott ein- tak. V. 1.090 þús. Nissan Sunny 2000 GTI '93, svartur, 5 g., ek. 28 þ. km., ABS-bremsur, sóllúga, rafm. í öllu o.fl. V. 1.330 þús. Peugeot 106 XR '92, 5 g., ek. 68 þ. km. V. 720 þús. Sk. á dýrari 4ra dyra bfl. Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 VI '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. MMC Pajero V-6 (langur) '92, sjálfsk., ek. aðeins 65 þ. km., sóllúga, rafm. í rúð- um o.fl. Toppeintak. V. 2.950 þús. Daihatsu Feroza EL II '91, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 950 þús. (Vill Cherokee ’90-’91). Nissan Sunny 1.6 SLX Hlaðbakur '94, 5 g., ek. 27 þ. km. Sem nýr. V. 1.210 þús. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km., mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 '86, ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Daihatsu Charade TS '88, 3ja dyra, 4 g., ek. 119 þ. km., nýskoðaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 270 þús. Citroen CX 2000 '82, 5 g., góö vól, ný- skoöaður. V. 195 þús. Tilboðsv. 125 þús. Chervrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk., ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboösv. 160 þús. Löggild bílasala Toyota 4Runner V-6 '95, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu 31" dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.