Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 19 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir LISTAMENNIRNIR sem koma fram á tóuleikunum í kvöld. Óháð listahátíð Snákahviss á tónleikum í KVÖLD eru tónleikar á dagskrá Óháðrar listahátíðar. Verk tón- skáldsins Lárusar Halldórs Gríms- sonar verða áberandi því flutt verða fjögur verka hans, þar af eitt verk sem Lárus hefur nýlokið við og heyr- ist nú í fyrsta skipti. Einnig verða flutt' verk eftir tónskáldin Báru Grímsdóttur, Paul Smadbeck, David Eilis og Alice Gomes. Lárus hefur sjálfur haft yfirum- sjón með skipulagi tónleikanna. „Það var komið að máli við mig um hvort ekki væri hægt að skipuleggja tón- leika jneð verkum mínum á hátíð- inni. Ég varð við því og setti saman þessa dagskrá sem er blönduð úr mínu efni og annarra. Hún spannst líka út frá flytjendunum og því sem þeir voru með í gangi hjá sér,“ sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið. Tónbönd og tölvur Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur verkið Farvegir eftir Lárus sem samdi það fyrir Þorstein sem lék það þegar hann sigraði í Tónvakanum, tónlistar- keppni sem Ríkisútvarpið stendur fyrir. Þórir Jóhannsson bassaleikari kemur fram í Sónötu op. 42 eftir David Ellis og er það frumraun hans sem einleikara á kontrabassa. Helga Biyndís Magnúsdóttir píanóleikari og Geir Rafnsson slagverksieikari frum- flytja verkið „The mission“ eftir Lár- us sem hann lauk við nú í sumar. Apaköttur, apaspil... kvikmyndasögunni, það vefst ekki fyrir snillingunum hans George Luc- as í dag að skálda upp eina ótrúlega eðlilega apynju (leikin af stúlku í apabúningi með tölvustýrt gerviand- lit) og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þetta eru bestu þættir myndarinnar ásamt kvikmyndatökunni og tónlistinni hans Jerrys Goldsmith, sem m.a. á undurgott lag yfir titlunúm í lokin - þegar allir eru roknir á dyr. Að öðru leyti er Kongó hálfgert klúður af mynd í þessari stærðargráðu. Reynt er að fylgja sögunni á hunda- vaði, myndin göslast linnulaust áfram. Tæpt á öllu örskotstund, engu líkar en maður sé að fletta teiknimyndablaði. Marshali hrakar ótrúlega frá fyrri myndum sínum tveimur, einkum þó Alive, sem var besta skemmtun. Ekki bætir leik- hópurinn úr skák, hann er afleitur og enginn verri en Tim Curry. Enda- leysan sem veður uppi í framvind- unni og íjöldi aulalegra atvika væri efni í heilt Morgunblað. Kongó er ekkert annað og meira en B-mynd prýdd dulitlum B-myndasjarma, lúx- us tæknivinnu - undanskiljum blá- mennina sem búið er að velta upp úr Pillsbury’s Best líkt og iamba- kótelettum. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNPIR Háskólabíó, Bíóhöll- i n , Borgarbíó Akur- ey ri KONGÓ (CONGO) +'/-i Leikstjóri Frank Marshall. Handrits- höfundui- John Patric Shanley, byggt á samnefndri metsölubók eftir Mich- ael Crichton. Kvikmyndatökusijóri Alan Davieu. Tónlist Jerry Goldsm- ith. Aðalleikendur Dylan Walsh, Laura Linney, Emie Hudson, Joe Don Baker, Tim Curry. Bandarísk. Paramount 1995. BANDARÍSKT stórfyrirtæki upp- götvar auðuga demantanámu í svörtusu Afríku. Fyrsti könnunar- leiðangurinn kemst ekki lífs af, sá næsti lendir í návígi við illvígar gór- illur og í hrikalegum náttúruhamför- um. Það hafa örugglega margir beð- ið eftirvæntingarfullir eftir kvik- myndagerð Congo, en Michael Cric- hton sendi hana frá sér fyrir tæpum áratug. Þessi skemmtilega blanda af hátækni og H. Rider Haggard fór beint á toppinn og tveir virtustu kvikmyndaframleiðendur Holly- wood, Richard Zanuck og David Brown, hrepptu hnossið fyrir offjár. ÚR kvikmyndinni Kongó. Þeir kiknuðu hins vegar á fram- kvæmdunum, banabitinn var gó- rillan Amy, ein aðalpersóna bók- arinnar. Þrátt fyrir að Zanuck/Brown stæðu fyrir apaleit sem að umfangi minnti á leitina að Scarlett 0’ Hara þá fannst engin ofurgáfuð górillan. Þá þótti þeim félögum myndin óárennileg til kvik- myndagerðar, það sýnir sig enn. Síðasti áratugurinn er eilífð í Þriðja „hljóðfærið" sem kemur við 3Ögu í „The mission", fyrir utan píanó og slagverk, er tónband en Lárus notar það töluvert í verkum sínum þ.á m. í tveimur öðrum verkum á tónleikunum. „Þvi hefur nú oft verið smurt á mig að ég sé raftónskáld vegna þess að ég nota tölvu og tón- bönd við mína listsköpun. Ég nota langt í frá alltaf tónbönd og tölvuna nota ég einungis sem verkfæri. Raf- tónlist byggist meira á því að þú lætur tölvuna vinna tónlistina að miklu leyti fyrir þig eftir ákveðnum forskriftum og skipunum. Ég nota tölvuna til að vera ekki með nótna- blaðasnifsi út um allt herbergi." Á tónböndunum er að finna hina fjölbreytilegustu hljóðanotkun og þar má finna alit frá munkasöng til snákahviss. Lárus safnar hljóðum inn á tölvuna með hljómhirði (sampl- er) og skeytir saman á ýmsan hátt. Tónbandið er eitt hijóðfæranna. „Þetta er hrynrænt að miklum hluta," sagði Lárus. Lárus hefur samið mikið af tónlist í gegnum árin og komið hefur út diskur með tónlist hans hjá íslenskri tónverkamiðstöð og á væntanlegum diski Caput hópsins er eitt verk eft- ir hann. Flytjendur á tónleikunum, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir, eru Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Arna Kristín Einarsdóttir flautu- leikari. Tónleikarnir verða í Iðnó og hefjast kl.20.30. * Dagskrá Oháðrar listahátíðar DAGSKRÁ Óháðu listahátíðar- innar þá flóra daga sem eftir eru, er eftirfarandi: í kvöld kl. 20.30 verða tónleik- ar með verkum eftir Lárus Hall- dór Grímssón, Báru Grímsdóttur, David Ellis og Alice Gomes. Flytj- endur Geir Rafnsson, Arna Krist- ín, Þorsteinn Gauti og Daníel Þorsteinsson. Aðgangseyrir 850 krónur. Á miðvikudagskvöld verða tónleikar með verkum eftir Snor- ra Sigfús Birgisson, Leif Þórar- insson og Finn Torfa Stefánsson. Aðgangseyrir 1.000 krónur. Islenska rokkóperan Lindindin verður sýnd í íslensku óperunni á fimmtudag og er það hátíðar- sýning. Lokaatriði hátíðarinnar eru gítartónleikar með Kristni H. Arnasyni á laugardag kl. 14. Aðgangseyrir 850 krónur. 200 sæti til London á kr. 16.930 Flug og hótel í 3 nætur kr. 19.530 Við hjá Heimsferðum erum stolt af því að hafa verið brautryðjendur í verðlækkun á ferðum til London þó að samkeppninni líki það stórilla. Nú höfum við sérsamið við flugfélagið sem flýgur fyrir okkur til London, Sabre Airways um 200 sæti á sérstökum kjörum fyrir viðskipta- vini okkar og bjóðum nú ferðir til London á verði sem aldrei hefur sést fyrr á íslandi. Bókaðu strax og tryggðu þér lægsta verð á Islandi í dag til London. 16.930 Verð kr. Flug og skattar til og frá London. Gildir 16., 23., 30. okt. og 13. nóv. 19.530 Verð kr. Flug, hótel Ambassador í 3 nætur, ferðir til og frá flugvelli í London, íslensk fararstjóm, skattar. Gildir 16., 23., 30. okt. og 13. nóv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.