Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Frjáls áskrift - betri dagskrá væri fróðlegt að heyra eð_a sjá niðurstöðu könnunnar sem RÚV lét gera, þar sem hlustendur voru spurðir á hvað þeir væru að horfa. Þessi könnun var gerð, Heimir, hver var niðurstaðan? Við í samtök- unum fréttum af því að nýlega hafi einhver aðili látið Gallup gera könnun á því á hvað fólk væri að horfa. Góða ferð tilKína SAMTÖKIN Fijálst val, áhugahópur um valfrelsi í fjölmiðlum, voru stofnuð til að þrýsta á mjög eðlilega kröfu og einfalda, að fá að velja frjálst það efni sem það kaupir en sleppa öðru. Þessi krafa var lögð fram því margir eru þeirrar skoðunar að skyldu- áskrift að RÚV væri brot á þeim grunda- vallarrétti sem nú- tímamenn krefjast í lýðræðisþjóðfélagi. Það var einkennilegt að þegar við töluðum fyrst um þessa kröfu okkar þá héldu margir að við værum að leggja til að RÚV væri lagt niður. Útvarpsstjóri var einn þeirra. Við höfum svarað þessu í sífellu en þá vorum við spurð í kjölfarið hvernig viljið þið þá að RÚV sé rekið. Tækni og innihald Heimir Steinsson útvarpsstjóri sagði á fundi hjá okkur að sann- gjarnt væri að spyija fyrst við vilj- um annað form á rekstri RÚV; þá hvernig? Nú þegar við höfum svar- að því að nokkru þá vill Heimir að við tölum um innihald. Heimir, það er einmitt innihaldið sem við erum óánægð með og þar með erum við komin í hring í umræðunni. Það má hugsa sér að skipta allri þess- ari umræðu í nokkra hluta: 1. Rekstrarformið, s.s. hvaðan koma tekjurnar, áskrift, auglýsing- ar, kostendur. 2. Tæknin, hvernig útsendingum er komið á framfæri með hvaða tækjabúnaði og tækni. 3 Innhaldið, hveiju á að útvarpa? Ég er hjartanlega sammála Heimi að efnisinnihaldið er það sem mestu skiptir, um það snýst þetta allt. Spjótsoddur í menningarbar- áttu? Að 17.000 óánægðir áskrif- endur skrifuðu sig á lista samtak- anna var ekki síst vegna innihalds- ins, þó trúlega hafi komið til önnur sjónarmið sem réðu undirskrift við- komandi. Dagskrá ríkissjónvarps- ins er einfaldlega ekki það skemmtileg að áliti margra eða hefur ekki það til að bera, að menn séu fúsir til að greiða áskriftar- gjald. Hvað varðar menningarhlut- verk og þá fullyrðingu útvarps- stjóra að íslensk sjónvarpsleikrit séu spjótsoddur í menningarbar- áttu landsmanna þá er ég alveg tilbúinn að ræða það frekar. Menn- ingarhlutverk og skyldur RÚV eru stóriega ofmetnar, hver er raunin hvað varðar sjónvarpsleikritin, það þarf ekki annað en að lesa dag- skrána. Þetta eilífa tal um menn- ingar- og fræðsluhlutverk RÚV og íslenska dagskrágerð er eins og annað sem gert er á þessari stofn- un, að potast þar sem óháðir og fijálsir aðilar gera mun betur. Ef myndlist er það sem rætt er um þá fara menn á myndlistarsýn- ingu, ef leiklist er það sem horfa skal á þá fara menn í leikhús. RÚV er hvað varðar þessar listgreinar, sem og flestar aðrar, ein- ungis kynningarmiðill. Þetta gerir RUV ákaf- lega vel, enda í góðri æfingu eftir að kynna eigin dagsskrá. Hvað hlustum við ekki oft á kynningu útvarps- eða sjónvarpsefnis yfir daginn sem á að sýna um kvöldið, svo við tölum nú ekki um blessuðu dagskráþul- urnar, þær einu í öllum heiminum. Reyndar var það Rósa Ingólfs sem gerði þennan lið að sérstöku skemmtiatriði og sló við sjálfu skaupinu. Menningarhlutverk og skyldur RÚV, segir ~ Arni Svavarsson, eru stórlega ofmetnar. Sannsögli og trúverðugleiki Heimir segir í grein sinni í Morg- unblaðinu 16. ágúst sl. „Frétta- flutningur er eitt af höfuðverkefn- um ljósvakamiðla. Þar veltur mest á sannsögli og trúverðugri fram- setningu. Kannanir á viðhorfum íslenskra hlustenda og áhorfenda leiða í ljós hve eindregið menn reiða sig á fréttastofur Útvarpsins og Sjónvarpsins." Við í samtökunum höfum oftar en einu sinni bent á að fullyrðingar RÚV um að stofn- unin sé svo mikilvæg, hvað varðar öryggi landsmanna, standist ekki þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Það sýndi sig í snjóflóðunum í vetur að RÚV hvorki heyrðist né sást þegar á þetta reyndi. Þrátt fyrir þessa staðreynd heyri ég enn ýmsa fréttamenn og aðra dags- skrárgerðarmenn RUV fullyrða að svo sé. Hér fer ekki mikið fyrir sannsögli og trúverðugri framsetn- ingu. Þegar talað er um kannanir Aðhald með áskrift Það er einkennilegt að stjórnend- ur og ráðamenn skuli ekki skilja að skylduáskriftin að RÚV veldur því að innihaldið er ekki betra en raun ber vitni hjá RÚV sem og öðrum ljósvakamiðlum. Það er nán- ast alveg sama hvað boðið er uppá hjá RÚV, það getur haldið áfram útsendingum eins og ekkert hafi ískorist. Á sama tíma yfirgnæfa þeir markaðinn hvað varðar auglýs- ingatekjur, vegna stærðar sinnar, sem aðrar stöðvar þurfa að reiða sig svo verulega á. Með öðrum orð- um, RÚV þarf ekki að hafa áhygg- ur af tekjumissi en fijálsu stöðvarn- ar þurfa að draga saman og ein- falda útsendinguna, m.ö.o. lakari dagsskrá. Þetta atriði á einkum við útvarpsstöðvarnar. Hvað varðar sjónvarpið þá veldur skylduáskrift- in því að sumt fólk neyðist til að sleppa Stöð 2 þrátt fyrir að það kysi frekar að horfa á þá stöð held- ur en RÚV. Innheimtuaðgerðir Að lokum þetta, hér að ofan flokkaði ég umræðuna og þar á meðal kallaði ég einn þáttinn rekstur. Hluti af þessum rekstri er innheimta afnotagjalda og þær aðferðir sem notaðar ery til að finna sjónvarpsnotendur. Á fundi okkar á Hótel Loftleiðum í fyrra var þetta örlitið rætt og komu þá fullyrðingar bæði frá útvarpsstjóra sem og fjármálastjóra RÚV, að lýsingar af innheimtuaðgerðum væru ekki á þeim vinnubrögðum sem stofnunin tíðkar. Fólk út um allt land hefur haft samband við okkur og gefið okkur lýsingu á þeim hroka og yfirgangi sem það mætir af hálfu starfsmanna inn- heimtudeildar og verktaka sem m.a. sjá um vörslusviptingu. Lýs- ing á þeim vinnubrögðum líkjast einna helst því sem maður sér kvikmyndum. Þessi þáttur í um- ræðunni um RÚV verður tekinn fyrir á næstunni. Það er ástæða til að minna menn á, að til eru lög í landinu um það með hvaða hætti má innheimta afnotagjöld RÚV. Svo eru einnig til lög í landinu um friðhelgi heimilanna. Höfundur er ritari félagsins „Frjálst val frjáls áskrift - betri dagskrá". HUGMYNDIR um mannréttindi eru afar ólíkar sem skýrist m.a. af því að fólk elst upp við ólíkar aðstæður. Sú umræða sem fram hefur farið um Kína og þá ráðstefnu er þar er fyrirhuguð hefur að hluta til fjallað um skoð- un manna á því að það sé brot á mannréttindum að hjón í Kína fái aðeins að eignast eitt bam. Eins og oft vill brenna við vantar sjálfstæða um- ræðu um orsök ástands- ins. Menn eru sammála um það að mannréttindi séu réttindi sem hveijum manni séu áskilin. Umræðan snýst á hinn bóginn um foreldrana en ekki, þótt undarlegt sé, um hin ófæddu börn. Mannréttindi líðandi stundar geta vissulega einungis átt við um fædda einstaklinga því sá sem ekki er til er ekki orðinn að manni og þarf því á Ábyrgðarleysi fólks byggir á því, segir Olaf- ur Reynir Guðmunds- son, að ekki er borin virðing fyrir réttindum framtíðarinnartil að lifa mannsæmandi lífi. litlum réttindum að halda sem kennd eru við menn. Spumingin ætti hins vegar að vera sú hvort hin ófæddu böm Kína myndu fá notið sinna mannréttinda ef þau fæddust í þenn- an heim. Hlutskipti foreldranna, sem þó fá að eignast eitt bam, er hér al- gert aukaatriði. Til þess að svara þessari lykilspumingu þarf einfald- lega að kanna ástandið í heiminum í dag. Mannfjölgun í heiminum er að tor- tíma möguleikum framtíðarinnar til þess að geta lifað eðlilegu og jafn- framt mannsæmandi lífi. Vatnssvæði em þuirkuð, árfarvegum er breytt, andrúmsloftið mengað og lögmál náttúrunnar tmfluð svo að óbætt tjón hlýst af. Hver mun útvega hinum ófæddu atvinnu? Hver mun veita þeim brauð til þess að borða? Hvaða svæði á að nota til ræktunar? Hvaðan á drykkjarvatnið að koma? Verður um hreint drykiqarvatn að ræða? Er einhver sem _ veltir þessu fyrir sér? í stað þess að höfða til ábyrgð- ar vísa menn til vilja og áhuga foreldranna á því að eignast fleiri börn og vísa til hinna svokölluðu mannréttinda rétt eins og engir aðrir eigi rétt á þeim - og síst af öllu framtíðin. Ábyrgðarleysi fólksins byggir á þvi að ekki er borin virðing fyrir réttind- um framtíðarinnar til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Ástæðan fyr- ir því er sú að þeim mun fleiri böm sem foreldrar í Kína eignast þeim mun minni möguleika á það eina barn sem samkvæmt skynseminni hefði aðeins átt að fæðast til þess að njóta þeirra réttinda sem við krefj- umst í dag - og m.a. þeir sem í dag byggja Kína. Kína er hluti stærsta vandamáls mannkyns. Vatnsskortur er afleiðing manníjölgunarinnar og eitt alvarleg- asta vandamálið nú er að sjá fólki fyrir vatni, sem þó er grundvöllur lífs. Fyrir þá sem ennfremur munu fara til Peking er því hollt að vita að vatn- ið, sem þeir munu drekka, er tekið allt að 900 km frá borginni. Af hveiju halda menn að ástandið sé eins og það er? Sjá menn ekki orsök ástandsins? Sumar þjóðir geta e.t.v. ekki sakir allsnægta skilið vandamálið. Erum við einfaldlega ekki í sömu sporum og þeir sem aldr- ei hafa sé hafíð en vilja þó kenna okkur fískveiðar? Stefna yfírvalda í Kína er réttlæt- anleg. Með því að umheimurinn beini athygli sinni að Kína er ennfremur von til þess að hann skilji sina eigin ábyrgð. Menn verða að lifa í samræmi við aðstæður. Virðing fyrir framtíð- inni er það sem mörg okkar skortir. Verðmætum er eytt sem framtíðin átti rétt á að njóta góðs af. Þá fyrst er um brot á réttindum manna að ræða. Höfundur er nemi. Rosenthal , pegar pú vehir gi0f Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Flísefni - regnkápuefni í miklu úrvali Haust og vetrarefnin byrjuð að koma fiA Opið mán - föst rinivi ki. io -18. Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Ofi laUfiard ú Sími 568-7477 frá 1/9, 10-18 Árni Svavarsson Ólafur Reynir Guðmundsson 4'mdesíf ...í stöðugri sókn! GR 1400 • H: 85 B:51 D:56 cm • kælir: 140 I. Verb kr. 29.350,- GR 1860 • H:117 B:50 D:60 cm • Kælir: 140 lir. • Frystir 45 Itr. Ver& kr. 41.939,- Verð s/gr. \ ,44.016,0 GR 2600 • H:152 B:55 D:60 cm • Kælir 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. Ver& kr.49.664,- GR 3300 • H:170 B: 60 D:60 cm • Kælir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. Verö kr. 58.350,- GR 2260 • H:140 B:50 D:60 cm • Kælir:l 80 Itr. • Frystir 45 Itr. Ver& kr. 47.280,- eldhúsid og sumarbústnðirni. BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umboösmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.