Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐSTÆÐUR FJOL- SKYLDUFÓLKS FRÁ áramótum hafa 643 íslenskir ríkisborgarar flutt úr landi umfram aðflutta og frá árinu 1990 eru brott- fluttir íslendingar 1.031 umfram aðflutta. Það er ekkert nýtt, að fólk leiti eftir störfum erlendis, þegar illa árar hér heima. Margt bendir hins vegar til að ástæður fólksflóttans séu að þessu sinni aðrar en oft áður. í grein í Morgunblaðinu á sunnudag kemur fram, að það er ekki fyrst og fremst fólk án atvinnu sem flytur úr landinu heldur aðallega námsmenn, hámenntað fólk, iðnaðarmenn og ófaglært fólk. Fjölmennasti hópurinn er talinn vera iðnaðarmenn og þá er það ekki síst fjölskyldu- fólk, sem telur hag sínum betur borgið utan íslands. Það er ljóst, að kjararýrnun síðustu ára hefur verið íslenskum almenningi mjög þungbær og efnahagsbati undanfarinna missera hefur ekki skilað sér að neinu marki til launþega. Þar sem flestar stéttir hafa nýverið gert kjarasamninga til tveggja ára sér launafólk ekki fram á breyttar aðstæður í bráð. „Við fáum skýr svör frá fólki, sem segir að ekkert sé framundan, það búi við ótrygga vinnu, mjög lágan kaup- mátt og sjái ekki neina brejd;ingu á næstu mánuðum. Það hafi engu að tapa,“ segir Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn, en því stéttarfélagi hafa undanfarið borist marg- ar fyrirspurnir frá fjölskyldufólki um starfsmöguleika erlendis. Einnig er rætt við Ingva Örn Kristinsson, framkvæmda- stjóra peningamálasviðs Seðlabankans, en hann segir auðveldara fyrir barnafjölskyldur að búa á hinum Norður- löndunum en hér. Stjórnvöld hafi verið djörf í breytingum á til dæmis vaxta- og barnabótum og skattstiganum og hafi þær breytingar komið fólki á aldrinum 35-45 ára illa. Vaxtabótakerfið sé tekjutengt og virki því í raun sem viðbótarskattur. Á Norðurlöndunum séu vaxtagreiðslur vegna húsnæðiskaupa hins vegar víðast hvar frádráttar- bærar frá skatti. Tekjutenging endurgreiðslna námslána og barnabóta þyngja róðurinn enn fyrir fjölskyldufólk. Nýlegir útreikn- ingar á vegum Alþýðusambandsins sýna að jaðarskattur fjögurra manna fjölskyldu getur verið allt að 80%. Það má greina mikla biturð meðal þeirra sem ráðist hafa í húsnæðiskaup og fjölskyldumyndun á undanförnum áratug, ekki síst vegna þess hve aðstöðumunur kynslóða er sláandi þegar kemur að húsnæðiskaupum. í stað þess að verðbólga éti upp lán gerir verðtrygging þeirra að verkum að hvert verðbólguprósent hefur sömu áhrif og vaxtahækkun húsnæðislána um eitt prósent. Stöðugar breytingar á reglum varðandi skatta og bæt- ur geta líka fyrirvaralaust breytt forsendum fyrir fjár- hagsáætlunum fólks. Áætlanir sem voru raunhæfar þegar ráðist var út í fjárfestingu verða skyndilega marklausar. Sláandi dæmi er nefnt í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrra- dag af hjónum, sem greiddu 474 þúsund krónur í véxti af lánum vegna húsnæðiskaupa árið 1993 og fengu þá fullar vaxtabætur eða rúmar 203 þúsund krónur. Árið á eftir námu vaxtagreiðslur 452 þúsund krónum og tekjur voru svipaðar. Vegna breyttra reglna lækkuðu bætur hins vegar í rúmar 64 þúsund krónur. Þessi þróun ætti að vera stjórnvöldum alvarlegt um- hugsunarefni. Ef stórir hópar fjölskyldufólks treysta sér ekki til að búa á íslandi, þrátt fyrir tvær fyrirvinnur, er eitthvað mikið að. Það bendir margt til að of langt hafi verið gengið varðandi álögur á þessa þjóðfélagshópa og of glannalega farið í breytingar á reglum er hafa bein áhrif á fjárhagsstöðu fjölskyldna. í sumum tilvikum hefur fótunum verið kippt undan fjárhagsáætlunum fólks á óforsvaranlegan hátt. Verði þessari þróun ekki snúið við er hætta á vaxandi óánægju í þjóðfélaginu og auknum flótta fólks úr landi. Þessarar auknu spennu verður til dæmis vart í hinum harðnandi deilum í landinu um verð á mat og öðrum nauðsynjavörum. Við höfum ekki efni á að missa stóra hópa fólks úr landi. Slík blóðtaka er fámennu þjóðfélagi sár. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að búa fjöl- skyldufólki lífvænlegar aðstæður svo að það hrekist ekki úr landi. GENGIÐ hefur verið frá samningum um endurfjár- mögnun bandaríska bank- ans Chase Manhattan Bank á stórum hluta skulda íslenska útvarpsfélagsins hf. sem rekur Stöð 2, Bylgjuna, Stjörnuna og Fjölvarp. Jafnframt mun bankinn fjármagna kaup núverandi meirihluta- eiganda í félaginu á hlutafé minnihlut- ans og ákveðið hefur verið að dóttur- fyrirtæki hans muni leggja fram 20% hlutafjár í nýju eignarhaldsfélagi um íslenska útvarpsfélagið. Reiknað er með að eigendaskipti á hlutabréfum minnihlutans fari fram í dag. Alls mun bankinn leggja fram 2,6 milljarða í þessum viðskipum. Samningar milli fulltrúa bankans og meirihluta IU voru undirritaðir á laugardagsmorgun en undirskriftin tafðist um 15 klukku- tíma vegna þess að sámningar bank- ans og fjámiögnunaraðila myndlykla- kerfis Stöðvar 2 drógust. Stapp vegna myndlyklasamnings . Fyrirhugað var að hefja undirritun samninga fulltrúa meirihlutans í ís- lenska útvarpsfélaginu og Chase Man- hattan Bank klukkan 14 á föstudag. Það dróst hins vegar til klukkan að verða.fimm um nóttina og undirritun lauk klukkan 10 á laugardagsmorgun. Spurður um ástæður þessa dráttar segir Sigurðyr G. Guðjónsson, stjórn- arformaður Islenska útvarpsfélagsins, að viðræður hefðu staðið yfir milli bankans og Lyngháls hf., sem ljár- magnaði myndlyklaskipti Stöðvar 2, um sameiginlega tryggingu. „Það tók lengri tíma en menn höfðu reiknað með,“ segir hann. Sparisjóðabankinn, Vátrygginga- félag íslands, Sjóvá-Almennar og Chase Mai hattan í Stö Islenska útvarpsfélagið hf. 97% eru í eigu Fjölmiðiunar hf. Hlutafé kr. 375.000.000 ■ / 3% eru í eigu 60-70 ein- staldinga og fyrirtækja 80% eru í eigu ... Útherja hf. Hlutafé kr. 279.700.000 20% eru í eigu Chase Investment Bank Ltd. Útherja eiga . ÍP^Hlutafé, milljónir kr. Hlutfall Jón Ólafsson 85,5 Sigurjón Sighvatsson 75,5 Haraldur Haraldsson 41,3 Jóhann J. Ólafsson 34,3 Sigurður G. Guðjónsson 14,5 Gunnar Þór Ólafsson 11,5 Guðjón Oddsson 9,4 Miðnes hf. Þorvaldur Jónsson 4,71] 1.7% 3,0Bl,l% Chase Manhattan Bank hefur lagt 2,6 millj- * arða kr. í lánafyrirgreiðslu við Islenska út- varpsfélagið og hluthafa þess og kaup á hluta- fé. í grein Helga Bjarnasonar kemur fram að erlendi bankinn hefur hlutabréf meðeig- enda sinna að veði fyrir veittum lánum. trygginga,- og fjármögnunarfyrirtækið Lýsing standa að Lynghálsi hf. en það fyrirtæki var stofnað í þeim eina til- gangi að ijármagna myndlyklaskiptin. Islenska útvarpsfélagið endurgreiðir þetta fé á fjórum árum. Myndlykþarn- ir eru verulegur hluti af eignum ÍÚ og í raun byggist rekstur Stöðvar 2 á þeim. Chase Manhattan vildi því, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, tryggja að þriðji aðili gæti ekki stöðv- að reksturinn með því að taka mynd- lyklana úr sambandi og var nýr samn- ingur við Lyngháls hf. forsenda hinna samninganna. Lyngháls hf. hafnaði því á sínum tíma að ganga inn í fjár- mögnunarpakka bankans og fá lánið endurgreitt á sjö árum og ákvað að standa utan við enduríjármögnun bankans á skuldum ÍÚ. Skuld þessi er liðlega 400 milljónir kr. Bankinn bauð síðar eigendum Lyng- háls hf. að kaupa af þeim samninginn eða breyta honum nokkuð gegn því að bankinn tryggði endurgreiðslu hans í lok næsta árs ef þeir á þeim tíma teldu hagsmunum sínum borgið með því. Eigendur Lyngháls hf. samþykktu síðarnefnda kostinn en gátu ekki sætt sig við ýmsa fyrirvara sem bankinn setti fyrir tryggingu sinni á upp- greiðslu lánsins. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins tókst samkomulag á föstudagskvöldið. Sömu heimildir herma að ýmislegt fleira hafi verið óklárt í samningum bankans og eig- enda íslenska útvarpsfélagsins og taf- ið undirritun samninganna. í samn- ingnum fellst Lyngháls hf. á nýjan skuldara að myndlyklasamningnum, þ.e. hið nýja eignarhaldsfélag, Fjöl- miðlun hf., og lækkun afborgana til loka næsta árs, gegn því að bankinn tryggi endurgreiðslu í lok næsta árs. Lánið sem Chase Manhattan Bank veitir íslenska útvarpsfélaginu er að fjárhæð 1.200 milljónir kr. og með því á að endurfjármagna stærstan hluta af skuldum fjölmiðlafyrirtækisins. „Það breytir heilmiklu að vera með einn lánardrottin sem fjármagnar allar skuldir fyrirtækisins. Það léttir á dag- legri fjármálastjórn og fyrirtækið er nú komið með öruggan bakhjarl," segir Sigurður G. Guðjónsson um lán Chase Manhattan. „Endurgreiðsia af þessu láni tekur fullt tillit til þess rekstrar sem við erum í og þess sam- dráttar sem getur orðið vegna nýrrar samkeppni. Það er allt of algengt hjá íslenskum fyrirtækjum að of mikið af tíma stjórnendanna fari í að hugsa um ijármálin frá degi til dags. Það er liðin tíð hjá okkur.“ Lánið er til sjö ára og er án ábyrgð- ar þriðja aðila. Jafet Olafsson, fram- kvæmdastjóri íslenska útvarpsfélags- ins, vill ekki gefa upp lánskjörin. Seg- ir að fulltrúar bankans hafí farið ná- kvæmlega ofan í rekstur fyrirtækisins og rætt við ýmsa aðila hér innanlands og að lokinni þeirri athugun hafi félag- inu boðist hagstæð kjör. Aðspurður hvort lánið sé ekki í styttra lagi, seg- ir Jafet að það sé þó lengra en þau lán sem fyrirtækið hafði fyrir, en það var að mestu hjá innlendu viðskipta- bönkunum. „Þetta á allt að hafast. Enda verður það að gerast, tækni- breytingar eru svo örar í þessum rekstri að lán verður að greiða hratt niður," .segir hann. „Þetta er eðlilegur lánssamningur í þessum viðskiptum," segir Sigurður um lánstímann. „Menn verða að bera saman sambærilegan rekstur, ekkert fyrirtæki á okkar sviði hefur tekið erlent lán með þessum hætti. Þetta eru lánakjör sem erlendir bankar veita fyrirtækjum sem eru í ljölmiðlun og fjarskiptum. Þetta er sjálfsagt ekki í samræmi við það sem íslenskum bankastofnunum er lánað, útgerðar- fyrirtækjum eða Fiskveiðasjóði. í öll- um þeim tilvikum hefur verið um það áð ræða að íslenskar lánastofnanir hafa verið beðnar um að taka á því ábyrgð. Veð í hlutabréfunum Þetta lán er einstakt því það er enginn þriðji aðili sem ábyrgist það. Miðað við þær forsendur sem við höf- um úr rekstri Siöðvar 2 á umliðnum árum og að teknu tilliti til þess sam- dráttar sem getur orðið vegna þess að það kemur samkeppnisaðili, á fjár- streymi fyrirtækisins að geta greitt þetta upp þannig að fyrirtækið verði skuldlaust í lok lánstímans. En við vonum þó að það verði aldrei, það kemur alltaf eitthvað nýtt og við sjáum fram á miklar breytingar í fjöl- miðlaheiminum, sérstaklega í tækni- legum þáttum. Chase Manhattan- bankinn er með einna mestu reynslu erlendra banka á því sviði, er búinn að vera í þessu í tíu ár,“ segir Sigurð- ur. Bankinn fær hlutabréf meðeigenda sinna í fjölmiðlafyrirtækinu sem veð fyrir lánunum. Samkvæmt heimildum blaðsins er fjöldi skilyrða í samningn- um um rekstur fyrirtækisins og eftir- lit bankans, enda miðast endurgreiðsl- ur lánanna við ákveðna rekstraráætl- un, eins og fram kemur hjá Sigurði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.